Vísir - 20.07.1976, Page 19

Vísir - 20.07.1976, Page 19
VISIR Skagfiröingur skrifar: leggja mörg hver mikla áherslu vonum eru risaveldin i farar- • ,,Það er vitað að riki heims á njósnir hvert um annað. Að broddi eins og á flestum öðrum Er rússi í sœti dómsmúla- róðherra? sviðum. Aðíerðirnar eru með ólikindum. Til að mynda mátti iyrir nokkru lesa i blöðum fra- sagnir um skólun sovéskra njósnara. Þess eru dæmi að þjálfun standi 5-10 ár aður .en þeir eru sendir á ákvörðunar- stað. Svo mikið er við haft að nærri liggur á stundum að njósnar- arnir endurfæðist i nýju hlut- verki. Það er ekki nóg með að rússneskir njósnarar séu látnir temja sér siði og háttu erlendra þjóða, heldur kemur það fyrir að ekki er staðar numið fyrr en þjálfunin er orðin svo fullkomin að viðkomandi njósnari getur lekið sér bólfestu i öðru landi og tekið á sig gervi þarlendra manna og ber þá allt i senn, nafn og númer og yfirbragð inn- fæddra. Siðan reyna slikir út- sendarar að ryója sér braut að þeim embættum eða mönnum sem að gagni geta komið við upplýsingaöflun. Mikið skal til mikils vinna og bersýnilega hugsa þeir sem leggja á ráðin um iðju af þessu tagi ekki i árum en öldum. Gæti svona lagað gerst á ts- landi? Það skyldi þó ekki vera? Eins og kunnugt er urðu nýlega mannabreytingar i embætti sovéska sendiherrans á Islandi. Nýi sendiherrann heitir Fara- fonov og er sá yfirlýstur KGB njósnari. Ég tók l'ljótlega að rekast á Farafanov á kvöldgöngu um Vesturbæinn. Stax sló það mig hvað sendiherrann minnir mjög á ákveðinn islenskan stjórn- málamann. Þetta gæti auðvitað verið tilviljun en væri þó ekki óliklegt þegar sovétmenn eru annars vegar. Sú hugsun skaut þvi upp kollinum að rússar sætu nú og brugguðu okkur launráð. Þeir hygðust á réttu augnabliki fjarlægja hinn islenska stjórn- málamann og láta sendiherra sinn taka sæti hans. Enda hann þá orðinn islenskum staðháttum gagnkunnungur. lslenski stjórnmálamaðurinn sem hér um ræðir er sjálfur dómsmála- ráðherra rikisins, Ólafur Jó- hannesson. Sér hvert manns- barn i hvert óefni væri komið ef Farafanov settist i sæti hans og tæki að kippa i spottann hans. Nú er nokkuð um liðið siðan ég sá Farafanov siðast. Sú skelíilega tilhugsun hefur þvi læðst að mér hvort verið gæti að glæpurinn væri þegar fullfram- inn. Framkoma og háttalag olafs sveitungs m’ins i Ashville bálamálinu gæti svo sannarlega bent til þess að ekki væri allt sem sýndist i þessum efnum. Vonandi reynist þessi grunur minn ekki réttur, en vökulustu lögreglumenn þjóðarinnar þyrltu svo sannarlega að kanna þetta mál betur og birta alþjóð niðurstöður sinar". Kristin Arnadóttir, skrifar: Ég vil lýsa mikilli ánægju minni með helgarblaðið sem maður fær alltaf núorðið með Visi. Það er alveg rétt sem þið auglýsið. Blaðið er með efni fyrir alla fjölskylduna og það er þannig á minu heimili að rifist er um að lesa það þegar það berst okkur. Skemmtileg og lifleg viðtöl, greinar og frásagnir eru við allra hæfi. Ég sem húsmóðir lýsi þó sér- staklega yfir ánægju minni með litprentuðu uppskriftirnar sem fylgja. Þær eru girnilegar og þær þeirra sem ég hef prófað eru sér- staklega gómsætar. Ég er byrjuð að safna öllum helgarblöðunum og upp skriftirnar klippi ég út úr blaðinu og geymi þær vandlega. Það er bara eitt sem þið þyrftuö að gera. Útbúa hentuga möppu, sérstaklega merkta og selja. Þannig gætum við visislesendur geymt helgarblöðin. „Hver er hingað kominn með kvikan, - léttan fót?" Okkur hér á Vísi barst skemmtilegt af mælisljóð, sem Gísli Jónsson, menntaskólakennari, á Akureyri orti í tilefni af áttræðisafmæli Steinþórs P. Árdals, sem var 16. júli siðastliðinn. Það er ort við lagið ,,Stóð ég úti i tunglsljósi”, og við efumst ekki um, að það hafi verið sungið af innlifun i afmælishófi, sem haldið var Steinþóri til heiðurs. Ljóðið birtist hér fyrir þá aöra, sem gaman hafa að kvæð- skap og vilja ef til vill taka lagið Steinþóri til heiðurs. Gisli nefnir ljóðið „Afmælisglens til Stein- þórs P. Ardal.” Hver er hingað kominn með kvikan, léttan fót, hver er það sem Akurey ri tekur best á mót. Hver er sá sem flytur með sér kæti og saklaust spé. Það er Steinþór Ardal, þó áttræður sé. Hver réðst i sina h'ngferð á iifsins stefnumót og lagði sléttan veg, þar sem fyrr var urð og grjót. Og hver er sá sem liafði við flesta i fullu tre og íjörugustu danssporin við ungmeyjarnar sté. Já, hver var þessi elegant og ungi kavalér. sem allan steipufansinn gerði hálskotinn i sér. Kn hver var það sem unni bara einni af lifi og sál og eignaðist svo Ilannes og Kidda Bödda og Pál. llver seldi rjól og vindil og kol og klæöin fin og kerlingunum silki i peysufötin sin. llver leiðbeindi og snerist og leitaði og fann, en lærði bara aldrei að plokka náungann. Ilver er sá sem fæddist inn i fegurð Norðurlands svo fjörugur og sprækur úr hendi skaparans. Ilver lék sér inni i fjöru að lcgg og öðuskel og léttum sporum hljóp til að ná i hanastél. Hver átti mesta glaðværð og þol \ ið þreytuspan á þindarlausum erli um slorugt síldarplan. Og liver er sá sem alið helur best og feilast fé og falslausastan greiða við alla lét i té. Ilver skoppaði út i sólskinið og elli litið la mb og litlum bátum fleytti við gamlan sjávarkamb. Ilver var það sem labbaði um á léttum bernskuskóm og læddist inn til mötnmu að færa henni blóni. Ilyer er það sem greiðugastur kætti börnin best og bjó af mestri alúð um fugla, kind og liest. Og liver er sá sem örlátastur ailra gleði jók með óskömmtuðu litratali af sjenever og kók. Ilver fylltist mestum gáska og hjartanlegast hló. hver hengdi á sig borða og kött úr tunnu sló. Ilver ætlaði með Búum að heyja hjörvaþing en hlaupa inn til mömmu. ef sæi hann Knglending. Ilver er sá sem kominn er nú enn á meðal vor og aldrei verður gatnall. þó að margt sé stigið spor. Já, liver er þessi strákur að klifra i lifsins tré. Það er Steinþór Ardal. þótt áttræður sé.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.