Vísir - 24.09.1976, Síða 1

Vísir - 24.09.1976, Síða 1
Föstudagur 24. september 1976 »í;ur 24. sep 229, tbl. 66. árg. Siódegisblad fyrir fjölskylduna alla f Unnið oð Alþýðubanka- málinu utan Sakadóms „Alþýðubankamálið er i rannsókn eins og um var beðið. Nú er unnið að öflun gagna og skjala og er það gert utan sakadóms”, sagði Sverrir Einarsson, sakadómari sem hefur með rannsóknina á mál- inu að gera, i samtali við Visi i morgun. Eins og kunnugt er fékk saka- dómur mál þetta til frekari rann- sóknar i sumar. Hefur þvi veriö haldið fram að sú rannsókn beindist meira að þætti banka- stjóranna tveggja i málinu, en áð- ur hefði verið gert. „Þetta er ekki rétt,” sagði Sverrir. „Rannsóknin var ekki vfkkuð út, en málið rannsakað itarlegar en áður. Mál banka- stjóranna eins og önnur mál, verða athuguð itarlegar.” Varðandi þá vinnu i sambandi við Alþýðubankamáliö sem i framkvæmd er utan stofnunar- innar, sagði Sverrir, að sakadóm- ur hefði ekki tima til að gera alla skapaða hluti. Er hann var spurö- ur hvort þessi vinna væri i hönd- um bankanna, kvaðst hann ekk- ert geta tjáð sig um það. Sverrir sagðist ekki geta sagt um hvenær rannsókn sakadóms lyki, þar sem það væri ekki i sinu valdi að ákveða hvenær þeir aðil- ar utan stofnunarinnar sem ynnu að málinu, lykju störfum sinum. — EKG Kappræða forsetaframbjóðendarma, Carters og Fords, sem beðiö hefur verið með mikilli eftirvæntingu, hófst i gærkvöldi. — Mátti ekki a milli sjá, hvorum vegnaði betur, þótt stuðningsmenn beggja hrósuðu hvorir ’um sig sigri. Skoðanakönnun, sem gerð var strax eftir útsendinguna, benti þó til þess, að Ford hefði komió betur fyrir. — Þessi simamynd barst Visi frá NTB í morgun frá kappræðunni i nótt. Nánari frettir eru á bls.5 Hlaupið í Skeiðará olli litlum skemmdum ,,Það er enn ekki hægt að segja endan- lega hverjar skemmdir hafa orðið af hlaupinu i Skeiðará, en i stórum dráttum sýnist okkur að skemmdirnar hafi orðið minni en við átt- um von á,” sagði Helgi Hallgrimsson yfirverk- fræðingur hjá Vega- gerð rikisins i samtali við Visi i morgun. Skeiðarárhlaup er nú mjög i rénum og mældist rennslið vera i gær um 2000 rúmmetrar á sek- úndu, en þegar það var i há- marki aðfaranótt sl. miðviku- dags var rennslið um 4.500 rúmm. á sek. „Hlaupiöhagaöi sér svipað og siðasta hlaup og telst það vera i hópi minni hlaupa i Skeiðará,” sagði Helgi. „Um 3/4hlutarrennslisinsfóru undir brúna. Það gróf verulega niður botninn, og heldur meira en við hugðum fyrirfram. Við þurfum að skoða undirstöðurn- ar vel, þegar aðstæður leyfa, til þess að ganga úr skugga um það hvernig þær hafa komið út úr hlaupinu. A brúnni sjálfri höfum við ekki orðið varir við neina hreyfingu. Nú reyndi i fyrsta skipti á varnargarðana og stóðust þeir þá raun mjög vel. Aðeins á tveim stöðum komu i þá geilar og eru það aðeins minni háttar skemmdir.” —SJ Schötz í stutt frí Þýski lögreglumaöurinn Karl Schutz fór utan í morgun með vél sem átti að fara til Oslóar og Stokkhólms. „Hann er bara að fara i stutt fri, ég held ekki aö það sé neitt leyndarmál,” sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri Dómsmálaráðuneytisins, við Vísi i morgun”. „Hann hefur unniö mikið að undanförnu, vinnubrögöin eru þannig aö hann slitur sér út flesta daga. Hann er þvi vel að þvi kominn að fá sér smá frí.” —ÓT Fiskur undir skók- borði? Fengu islenskir fiskút- flytjendur tilboð sem þeir gátu ekki hafnað, frá kaupendum í Bandaríkjun- um? Á fundi fréttamanna með Skáksambandi Is- lands í gær, var látið að því liggja að bandarískir fisk- kaupendur, sem margir eru gyðingar, hefðu sótt það fast að íslensk sveit færi á hið umdeilda ólympiumót í israel. A fundinum var skýrt frá þvi að bæði Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og SIS, hefðu styrkt sveitina til fararinnar. „Ég veit ekkert um þetta. Ég hef ekkert heyrt,” sagði Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson, forstjori SH, við Visi i morgun. — En þið styrktuð sveitina til ferðarinnar? — Það veit ég ekki. — Hver veit það þá? — Það veit ég ekki. Hjá SIS varð fyrir svörum Gunnsteinn Karlsson. „Já, við styrktum skáksveitina, en mér er ekki kunnugt um að það hafi verið vegna nokkurs þrýst- ings. Ég tel það satt að segja mjög eðlilegt að við styrkjum skáksveitina. Við .gerum töluvert af þvi að styrkja iþróttahreyf- inguna og styrktum til dæmis is- lensku sveitina sem fór á Ólympiuleikana i Montreal. Ég held þvi að þetta hafi verið ósköp eðlileg afgreiðsla.” — ÓT FRETTARITARI VISIS I PEKING SKRIFAR UM ÁSTANDIÐ í KÍNA EFTIR LÁT MAOS (/)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.