Vísir - 30.10.1976, Qupperneq 11

Vísir - 30.10.1976, Qupperneq 11
visra Laugardagur 30. október 1976 c ,,A sunnudaginn var fór ég út á Ingjaldssand, sem nefndur er, aö messa þar á Sæbóti. Nafnið Ingjaldssandur er villandi, þvl að sveitin er dalur, fallegur, suður úr önundarfirði. Sex bæir eru i honum og viðátta eigi svo litil, enda er búskapur sagður þar beztur i hreppnum.” Þannig lýsir sr. Sigtryggur á Núpi annexiusveit sinni er hann fluttist vestur á Firði vorið 1905. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson (f. 1862—d. 1959) var viðkunnur skólamaður og menningarfröm- uður, og mun áhrifa hans viða og verulega hafa gætt, bæði sem kennara og kennimanns, fram á þennan dag. Til minningar um þann merka klerk og ævistarf hans hafa komið út tværhækur: önnur þeirra: Saga I sendi- út. Onýttist allt sem i henni var nema klukkur og patina, sem fallið höfðu i skjól undir kirkju- garðsveggnum. Var nú kirkju- laust á Ingjaldssandi næstu 5 ár. Ekki lét sr. Sigtryggur þetta á sig fá. Hann hélt messuáætlun sinni óbreyttri eins og ekkert hefði i skorist (3ja hvern sunnud. á sumrin, 6ta hvern helgan dag á vetrum) og hafði reglulegar guðsþjónustur á Hrauni, heimili þeirra Sigriðar Finnsdóttur og Bernharðs Jóns- sonar.( ‘Sumariö 1929 hófst bygging nýrrar kirkju á Sæbóli, enda haföi verið safnað til henn- ar allmiklu fé undanfarin ár, bæði innan sveitar og utan, svo að hún átti þá i sjóði um 10 þús- und krónur, sem var mikið fé á þeim tima. Munaðiþar mestum Sr. Sigtryggur og Sœbólskirkja bréfum.er,einsog nafnið bend- ir til, ýmsar minningar sr. Sig- tryggs og frásögn úr lifi hans og starfi eins og hann skráði þær og rakti i bréfum til vina og vanda- manna. Nær hún til ársins 1906. Hin bókin um sr. Sigtrygg er ævisaga hans eftir Halldór Kristjánsson. 1 þeirri bók eru minningar allmargra nemenda frá skólavist þeirra á Núpi o.fl. Einn þeirra er sóknarbarn sr. Sigtryggs á Ingjaldssandi, Guðmundur Bernharðsson frá Brekku. Hann segir, að sr. Sig- tryggur muni hafa farið 900 sinnum yfir Sandsheiði til messugerðar á Sæbóli þau rúml. 30 ár, sem hann var prestur á Núpi. Hefur hann þá messað þar um 15 sinnum að jafnaði ár hvert. A Sandinum voru 60-70 manns i tið sr. Sigtryggs þótt mjög hafi fækkað siðan. Þar var kirkja á Sæbóli, þó orðin forn og fyrir- gengileg, Hafði söfnuðurinn fullan hug á að bæta þar um hið fyrst>og tók að safna fé til nýrr- ar kirkju þótt ekki yrði af fram- kvæmdum. En þá tók sá til sinna ráða, sem sterkari var. 1 ofsaveðri á útmánuðum 1925 tók Sæbólskirkju upp og bar á haf tvær stórgjafir: 2200 kr. frá Jóni Oddssyni skipstjóra í Grimsby (hann var fæddur á Sæbóli) og vandað harmonium frá fjöl- skyldunni á Hrauni. Það kostaði um 70 kr. Sæbólskirkja er steinhús með litilii innbyggðri forkirkju, 5x10 m að grunnfleti, turnlaus en kross á stafni, með hringboga- gluggum. í henni er hvelfing bláhvit með fylltum stjörnum i rammareitum. Hún tekur um 50 manns i sæti og nætir því vel sinum litla söfnuði. Byggingar- kostnaður var um 8000 kr. og var þvi afgangur af söfnunar- fénu, sem nægði til kaupa á messuskrúða og til að koma upp nýjum, vel girtum grafreitum- hverfis hina nýju kirkju. Smiður var Torfi Hermanns- son trésmiður i Rvik. Kirkjan var vigð 29. sept. 1929, að viðstöddum þrem presturog svo mörgu kirkjufólki, sem inn komst. Þegar sr. Sigtryggur skrifaði um hina nýju Sæbólskirkju i Lindina — ársrit vestfirskra presta — árið 1929, endaði hann grein sina á þessa leið: „Þessi viðburöur (þ.e. kirkju- vigslan) er ekki stór, sýnir þó merka hluti: Hverju einlægur vilji fær áorkað — hversu Guð hjálpar gegnum hluttekningu góöra manna, þeim sem sýna sjálfir viöleitni og — eigi minnst um vert — hvaða samúö guösþjónusta kirkju vorrar á i hjörtum margra, þrátt fyrir deyfðarmörk i þeim efnum.” Sæbólskirkja og grafreitur var sr. Sigtryggi undur kær og þar kaus hann sér leg, en ekki á NUpi þar sem hann átti svo lengi heima og vann sitt farsæla og mannbætandi starf að menn- ingarmálum. Að Sæbóli var hann jarðsunginn 9. ágúst 1959. Að siðustu skal hér sagt frá einni ferð sr. Sigtryggs út á Ingjaldssand: Einhvern tima, sem oftar fór hann til messugerðar á Sæbóli að sumarlagi. Heyþurrkur var góður, allir iheyi og enginn kom til kirkju. Meöhjálpari, Finnur á Hrauni, fór með presti að Sæ- bóli. Gengu þeir i kirkju og dvöldust þar um stund. Hús- freyjan, Sveinfriöur Sigmunds- dóttir, mikilhæf kona og kirkju- rækin vel, gekk á fund þeirra prests og meðhjálpara og bauð þeim til stofu upp á góðgerðir, sem prestur var vanur að þiggja að messu lokinni. NU varö sr. Sigtryggur fyrir svörum og sagöi: ,,Ég kom ekki út á Sand til að éta og drekka.” Og ekki þáöi hann neinar á Sandinum I þeirri ferð. t Sæbólskirkja Ljósm.: Sverrir Gislason Um prest- vígslur Það var á siðustu Kirkjusiðu sagt frá vfgslu 6 presta þ. 3. oktober s.l. Var þess þá getið, að ekki hefðu nema tvisvar sinnum vfgst jafnmargir eöa fleiri I einu I Reykjavfkurdómkirkju, þ.e. þegar 6 prestar voru vígðir 30. september 1888 og 9 prestar vígöust 18. júnf 1944. Sr. Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur hefur bent Kirkjusíöunni á, að þetta sé ekki rétt. Daginn eftir að próf. Ásmundur Guðmundsson tók biskupsvigslu vigði hann sex presta i Dómkirkjunni. Það var 21. júni 1954 og þeir, sem vigslu hlutu voru þeir Bjarni Sigurðs- son til Mosfells, Grimur Grims- son til Sauðlauksdals, Kári Valsson til Hrafnseyrar, Óskar Finnbogason til Staöarhóls- Þórir Stephensen til Staöarhóls- þings og örn Friðriksson til Skútustaða. Þórir Stephensen var yngstur vigsluþeganna, aðeins 22 ára gamall, f. 1. ágúst 1931. Mun hann vera yngsti maður, sem’ vfgður hefur verið til prests I Rey kjavikurdómkirk ju.— Hann er vor friður Efesusbréfið 2.13. Það fer naumast hjá þvi, þeg- ar maöur les Efesusbréfið, aö þá staönæmist hugurinn við þessi einföldu, skýru orð: Hann er vor friður. Hver? Hver er þessi hann? Það er Drottinn vor og frelsari Jesús Kristur, sem faðirinn á himnum sendi til jarðar innar I fyllingu timans til að vera öllu mannkyni frelsari frá eymd — synd — dauða —. Hvernig getur þetta gerst? Er þetta ekki bara fjarlægt takmark, „órættur draumur — fyrirheit”, eins og i ljóöinu stendur — þó I öðru sambandi og ólikri merkingu. JU, að vissu leyti verðum við að viðurkenna það. Eymdin er yfirþyrmandi I svo mörgum löndum. Hvaðanæva berast okkur hin válegustu tiðindi um strið og uppreisnir, kúgun og of- beldi. Ómælanleg er öll sú kvöl, aliar þær hörmungar, sem þetta hefur i för með sér i lifi þjóð- anna. Og hér heima — hvað um okkar litla samfélag, þar sem sýnd, afbrot og yfirsjónir valda alls kyns ófarnaði. Gegn öllu þessu teflir svo kirkjan fram boðskap hans,'sem kom til að boða okkur fagnaðar- boðskap friðarins og segir: Hann er vor friður. Um þaö þurfum ^við aldrei að efast að þessi kenning er rétt. Þessi setning er staðreynd i lifi hvers þess manns, sem það reynir. Ef við leitumst af heilum hug, hreinu hjarta og einlægum vilja að gera lifshugsjón Jesú að veruleika i okkar eigin lifi — þá verður játning vor þessi: Hann er vor friður. — Hvernig á þessi viðleitni okk- ar að koma i ljós? Viljinn hefur mest að segja til góðra áforma og verka, og til að styrkja hann þurfum við að hagnýta okkur öll þau meðul, sem Drottinn benti á og kirkja hans hefur um aldir verið að brýna fyrir mönnunum að nota, þ.e. guðs orð, bæn, ihugsun, náðarmeðul, samfé- lagið i kristnum söfnuði, guðsþjónustan, kirkjugangan. Og nú skalt þú spyrja sjálfan þig, gera það upp við þigi ein lægni og hreinskilni: Hvernig nota ég mér þessi meðul, þessi hjálpartæki til aö öðlast hjarta- frið? Einu sinni lag ég hugvekju út frá þessum orðum: Hann er vor friður.Þar er m.a. tekið svo til oröa: Vér byltumst hér á bárum. Það er margt, sem öldurnar æsir bæði hið ytra i lifsbaráttu vorri og hið innra I hjörtum vor- um og sigrar og ósigrar skiptast á eins og skin og skuggar. Það er oft dapurt að horfa yfir þær öldur, meðan dagskiman er dauf, en þegar sólin kemur upp og varpar geislum á hreggskiin glitrar þar oft friðarbogi, sem bendir til hæða. Jesús er vor friður — brúin frá synd til náðar, brúin frá dauða til lifs, brúin til vors elskulega föður á himnum. Drottinn Jesús, ver þú vor friður, hvað sem að höndum ber, styrk þú oss vanmáttug, veittu þreyttum hvild, hi-yggum huggun, sjúkum sárabætur, sekum likn. -O- Til þin, ó Guð, ég þreyttur huga sný, við heimsins iðutorg ég þreytturbý. Þú getur veitt mér fögnuö, ljósogfriö, ó faðir, ég um þina návist biö.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.