Vísir - 11.12.1976, Side 3
VISIR Laugardagur 11. desember 1976
3
"Þorskaflinn verði 275 [^útgerðormennj
þúsund tonn nœsta ór"
„Aöalfundur LÍÚ 1976 hvetur
til þess að fyllsta tillitsé tekið til
niðurstaðna og mats fiskifræð-
inga á ástandi og veiðiþoli fisk-
stofna á hverjum tima”, segir i
ályktun fundarins sem lauk i
gær.
Ennfremur segir: „Fundur-
inn skorar þvi á sjávarútvegs-
ráðuneytið að ákveða i sam-
ræmi við tillögur fiskifræðinga
að hámarKsþorskafli á árinu
1977 verði miðaöur við 275 þús-
und tonn. — Jafnframt er
fundinum ljóst að ákvörðun um
þennan hámarksþorskafla gæti
leitt til þess, að honum þyrfti að
skipta á milli fiskiskipa lands-
manna eftir nánari reglum.
Aðalfundurinn ályktar aö með
tilliti til hinnar alvarlegu niður-
stöðu fiskifræðinga um ástand
fiskstofna við landið sé útilokað
að semja um veiðiheimildir til
handa erlendum þjóðum innan
fiskveiðilögsögu Islands”.
Tilraunaveiöum
fagnað
A fundinum var ennfremur
fagnað þeim tilraunaveiöum
sem sjávarútvegsráðherra,
Matthias Bjarnason hefði beitt
sér fyrir i ár. „Tilraunir þessar
hafa sumar gefið góða raun og
má ætla að loðnuveiðar að
sumarlagi eigi eftir að verða
snar þáttur i útgerö lands-
manna”, segir á ályktuninni.
EKG
Sœvar Ciecielski:
Hefur verið í gœslu-
varðhaldi í eitt ór
Sævar Ciecielski, sem mikið
hefur verið rætt og ritað um
undanfarna mánuði vegna aðild-
ar að Guðmundar-og Geirfinns-
málunum svonefndu, hefur i dag
— þann 11. desember — verið i
eitt ár i gæsluvarðhaldi i Siðu-
múlafangelsinu i Reykjavik.
Mun þetta vera eitt lengsta
samfellda gæsluvarðhald, sem
einn maður hefur verið i hér á
landi, en hann hefur verið rúmum
hálfum mánuði lengur i gæslu-
varðhaldi en þeir Kristján Viðar
Viðarsson og Tryggvi Rúnar
Leifsson, sem einnig koma mikið
við sögu i þessum málum.
Það var þann 11. desember i
fyrra, sem Sævar var handtekinn
og dæmdur i gæsluvarðhald á-
samt unnustu sinni. Erlu Bolla-
dóttur fyrir að hafa svikið um 950
þúsund krónur út úr Pósti og
Sima.
Erlu var sleppt aftur fyrir jól,
en þá hafði hún leyst frá skjóð-
unni, og m.a. sagt frá þvi að Sæv-
ar hafi ásamt þeim Tryggva og
Kristjáni Viðari orðið Guðmundi
Einarssyni að bana. Tryggvi var
handtekinn á borláksmessu i
fyrra og sama dag var Kristján
Viðar fluttur i Siðumúlafangelsið
frá Litla Hrauni, en þar hafði
hann þá dvalið i nokkurn tima.
Erla var dæmd i gæsluvarð-
haldí mai s.l. er hún játaði aðild
að Geirfinnsmálinu, sem rann-
sóknarlögreglan er enn að vinna
að. Gæsluvarðhaldsúrskurður
hennar var framlengdur um 30
daga fyrr i þessum mánuði og um
svipað leyti var gæsluvarðhalds-
úrskurður Sævars framlengdur
um 150 daga. —klp—
Sterkasti kippurinn 4,2 stig:
ÖrYggisvaktir í Vík og
við jarðskjálftamœla
Almannavarnir i Vik halda
uppi öryggisvöktum og stöðugt
er fylgst með jarðskjálftamæl-
um á Skammadólshóli og I
Lóransstöðinni. Engir jarð-
skjálftakippir komu á Kötlu-
svæðinu i gær og þar hefur allt
verið rólegt siðan i fyrrakvöld.
Þá mældust fjo'rir nokkuð
snarpir kippir og sá sterkasti
mældist 4,2 stig á Richter sam-
kvæmt upplýsingum sem Visir
fékk i gærkvöldi. Þetta eru
sterkustu kippirnir sem mælst
hafa frá þvi hræringarnar hóf-
ust i ágúst.
„Þetta þarf ekki að boða gos,
en að sjálfsögðu aukast alltaf
likurnar á þvi þegar skjálfta-
virkni er”, sagði Páll Einars-
son jarðeðlisfræöingur i samtali
við Visi. Hann sagði að engu
væri hægt að spá um framvindu
mála viö Kötlu, enda litiö vitað
um það svæði og varla viö nokk-
uð að styðjast. Hins vegar sagöi
hann það koma sér á óvart ef
þetta væri endir á jarðskjálfta-
hrinu.
—SG
Helga Bachmann og Edda Þórerinsdóttir i hlutverkum sín-
um i Nóít ástmeyjanna.
Síðustu sýningar á
Nótt ásfmeyjanna
Leikritið Nótt ástmeyjanna á
Litla sviði Þjóðleikhússins hefur
vakið verðskuldaða athygli og
hlotið afbragðsviðtökur lcikhús-
gesta. Sýningum fer nú að
fækka og er siðasta sýning á
leikritinu fyrir jól þriðjudaginn
14. desember.
1 leikritinu er fjallað um
sænska leikritaskáldið Agúst
Strindberg og hjónaband hans.
Erlingur Gislason leikur Strind-
berg og Helga Bachmann konu
hans Siri von Essen. Aðrir
leikarar eru Edda Þórarinsdótt-
ir.Sigmundur örn Arngrimsson
og Bessi Bjarnason. Leikstjóri
er Helgi Skúlason.
Sýning þessi er sú fyrsta af
fjórum i röð leikrita sem i vetur
verða sýnd á Litla sviðinu undir
samheitinu Nútimaleikritun.
Æfingar standa yfir á næsta
verkefni, sem er Meistarinn,
nýtt leikrit eftir Odd Björnsson.
1 Helgarblaöinu er sagt frá
þessu leikriti Odds.
—ESJ
Tónleikor í
Kammersveit Reykjavikur
heldur aðra tónleika sina á
vetrinum í dag. Tónleikarnir
verða haldnir i Kristskirkju og
Kristskirkju
hefjast klukkan 16. Eingöngu
veröur flutt tónlist frá barrok-
timanum.
Tónleikarnir hefjast á
kvintettum fyrir málmbiásturs-
hijóðfæri og blásararnir eru til
alls búnir eins og sjá má af með-
fylgjandi mynd, sem tekin var
er þeir voru að koma af æfingu i
gær.
—SG (Ljósm. Loftur)
Fó 5000 krónur í verð-
laun ef
enginn
kvartar
Það þarf mikið og gott starfslið
tilað koma góðu blaði eins og VIsi
til kaupenda sinna um allt land.
Þarereinn stærsti hópurinn ungl-
ingarnir sem selja og bera blaðið
út, en það er æði m ikiö starf og oft
vanþakklátt.
Það er erfitt að bera út blaðið
svo öllum liki, og sjaldgæft aö
kaupendurþakkiþeim unglingum
sem koma blöðunum til þeirra I
hvernig ve-ðri sem er.
Nú hefur Visir tekiö það til
ráös, að verðlauna þá unglinga,
sem bera út blaöið kvörtunar-
laust i einn mánuð i Reykjavik.
Er dregið úr hópnum, og sá sem
kemur úr „pottinum” fær 5000
krónur verölaun.
Það voru 40 unglingar sem báru
blaðið kvörtunarlaust út i siðasta
mánuöi og kepptu þvi um verð-
launin. Þau féllu að þessu sinni i
skaut Sigurbergs Ólafssonar,
Bragagötu 33a, sem ber út á
Laufásvegi.
—klp—
Hann Sigurbergur ólafsson
flaggar hér 5000 króna seöli,
sem hann fékk i verölaun fyrir
aö bera Visi vel út ieinn mánuð i
sinu umdæmi, sem er Laufás-
vegur. Ljósmynd JA *