Vísir - 11.12.1976, Side 13
IÞROTTIR
UM HELGINA
Það er helst á erlendum
vettvangi sem íslenskir
íþróttamenn standa í stór-
ræðum þessa dagana.
Landslið okkar í hand-
knattleik er á keppnis-
ferðalagi i A-Þýskalandi
og fór þaðan i morgun til
Danmerkur.
Þar verður landsleikur
við dani annað kvöld, og á
mánudagskvöld leikur liðið
við sjálandsúrval.
En af þvi sem er að gerast
hérna heima um helgina ber hæst
tvo stórleiki i 1. deildinni i körfu-
knattleik. Það eru leikir ÍR og Ar-
manns i dag, og leikur KR gegn
UMFN á morgun. Þessi fjögur lið
eru þau lið sem koma til með að
berjast um islandsmeistaratitil-
inn i vetur að flestra áliti, og leik-
ir þeirra þvi innbyrðis ákaflega
þýðingarmiklir. En annars litur
dagskrá innlendra iþróttavið-
burða helgarinnar þannig út:
Laugardagur
Körfuknattleikur: tþróttahús
Kennaraskólans kl. 15, 1. deild
karla tR — Armann, ÍS — Breiða-
blik.
Handknattleikur: tþróttaskemm-
an á Akureyri kl. 16, 2. deild karla
KA — Þór. Iþróttahúsið i Vest-
mannaeyjumkl. 16, 3. deild karla
Týr — Þór. Laugardalshöll kl.
15,30, 1. deild kvenna Vikingur —
Armann, kl. 16,30 2. deild karla
Fylkir — Armann, siðan tveir
leikir i 1. flokki karia.
Sunnudagur
KÖRFUKNATTLEIKUR: Haga-
skóli kl. 13,30, 1. deild karla KR —
UMFN, kl. 15, meistaraflokkur
kvenna KR — Fram, siðan leikir i
yngri aldursflokkum. Iþróttahús-
ið á Seltjarnarnesi kl. 18, 2. deild
karla UMFL — Haukar, kl. 19,30
3. deild karla Frimann — tBK, kl.
21, 3. deild karla Léttir — Esja.
Handknattleikur: Laugardalshöll
kl. 14, Leikir i yngri aldursflokk-
um. íþróttahúsið i Garðabæ kl. 15,
leikir i yngri aldursflokkum.
Blak: Hagaskóli kl. 19, 1. deild
karla tS — Þróttur, Vikingur —
Stigandi.
Valsmenn leika siðarileik sinn gegn Maffrá Sovétrfkjunum I Evrópukeppni bikarhafa ytra á mióviku
daginn. Þessi mynd er úr fyrri ieiknum sem Mai vann með 21:20 og sýnir Bjarna Guðmundsson liggj
andi inni i vitateigi Mafeftir að hinn frægi Maksimov hafði tekiðá mótihonum í vörninni.
Það má segja að afreksmenn I iþróttum hérlendis æfi við hin frumstæðustu skilyrði sumir hverjir. Hér
sést eini isiendingurinn sem fékk stig á Ólympfuleikunum i sumar, Guðmundur Sigurðsson lyftinga-
maður úr Armanni á æfingu, og hann verður að gjöra svo velogklæða sig vel — þviað húsnæðið er óupp-
hitað! LjósmyndJens
Tveir leikir verða á dagskrá I 1. deildarkeppninni I blaki um heigina. Keppnin þar er skammt á veg
komin, en sýnt þykir að mótiö i vetur verði jafnara en veriö hefur undanfarin ár, og um ieiö skemmti-
legra fyrir þá sem áhuga hafa á að fylgjast meðblakinu.
Þaö verður mikið um aö vera i körfuboltanum um helgina, og meðal
annars tveir stórleikir á dagskrá. Myndin er úr landsleik lslands og
Noregs á dögunum, og sýnir Torfa Magnússon I baráttu viö körfu norð-
manna —og hann hafði betur eins ogsjá má.