Vísir - 03.01.1977, Side 4

Vísir - 03.01.1977, Side 4
mmm Óska viðskiptavinum mínum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs, þakka liðið mmm Óli blaðasali Bestu óskir um gott og heillaríkt komandi ár, með þökk fyrir það liðna. Rammabœr, Innrömmun Heiðarbœ 8 V______________________________J Blaðburðar- fólk óskast Bankastrœti Bjarkargata Hringbraut Lœkjargata Suðurgata Vonarstrœti VÍSIR VÍSIR Umsjón: Guðmundur Pétursson ÓEIRÐIR KÍNA óeirðir þær, sem frést hefur um í ýmsum dreif- býlishéruðum Kina# munu hafa brotist út í október í haust og ólgað siðan, eftir því sem Reuter-fréttastof- an hefur eftir kínverskum embættismanni. Eftir sömu heimild hefur fréttastofan það, að loks hafi nú linnt hernaðarátökum, sem átt hafi sér stað i bænum Paoting, en hann er um 180 km suður af Pek- ing. Fullkominni ró hefur samt ekki verið komið þar á enn. Þessi embættismaður hefur sagt fleiri vestrænum frétta- mönnum i Peking, að i sumum héruðum hafi rikt ófriður i fjölda ára og sé enn. En hvergi hafi blossað upp ný átök eftir, að ekkja Mao Tse tung og þrir aðrir leiðtogar róttækra með henni voru hneppt i varðhald fyrir sam- særi um valdarán. 1 útvarpsfréttum frá Kina sið- ustu vikur hefur verið greint frá átökum i þriðjungi af 29 héruðum Kina. Þar á meðal borgara- styrjöld i Szechwan. En ekki var skýrt frá þvi, hvenær þessi átök hafi átt sér stað. Fréttaskýrendur telja ástæð- una fyrir þvi, að nú er loks sagt frá þessum átökum, vera tengda þvi, að skorin hefur verið upp herör gegn róttæklingum i land- inu. — Li Hsien-nien, aðstoðarfor- sætisráðherra, sagði nýverið er- lendum gestum, að róttækir hefðu byrjað að leggja á ráðin um sam- særið strax á árinu 1974, og að þaö mundi taka langan tima að upp- ræta áhrif þeirra. Kuldinn Það var viðar en hér á tslandi, sem veöur skipti snögglega til þess kaldara seinni hluta desembermánaðar eftir mjög mildan vetur. t Frankíurt tók ’ann skyndiiega að kyngja niöur snjd, og I dýra- garðinum urðu starfsmenn aö bregða við fljótt og bjarga sumum dýrunum inn i upphituð hús, eins og t.d. þessum flamingóum. Ritskoðun í Líbanon Fjölmiðlum i Líbanon, sem allt fram á siðasta mánuð hafa átt mestu frjálsræði að fagna af fjölmiðlum i arabalönd- unum, er frá og með deginum i dag gert að sæta opinberri ritskoð- un. Nýjar reglur tóku gildi í dag, sem gera ráð fyrir ritskoðunalls efnis fyrir birtingu, og tekur það einnig til leikhúsa. Brot á þessum nýju reglum varða háum fjár- Nómaslys í Tékkóslóvakíu Björgunarsveitir hafa gefisl upp við leit að 45 námamönnum eftir þriggja daga björgunartil- raunir við Stric-kolanámurnar i Ostrava í Tékkóslóvakiu. Menn- irnir lokuðust inni þegar gas- sprenging varð i námunum. Fréttir af námaslysinu eru óljósar enn, þvi að tekið var fyr- ir allan fréttaflutning af þvi, og ekki annað látið uppi, en gas- sprenging hefði átt sér stað á föstudaginn, og nú skýrtfrá þvi, að björgunartilraunum hafi verið hætt. sektum og allt að þriggja ára fangelsi. Þessar nýju reglur voru settar með tilskipun, en á að- fangadag veitti þingið stjórn Sarkis forseta umboð til þess að stjórna með tilskipunum. Erlendir fréttamenn eiga, eftir því sem frést hefur frá Beirút, að beygja sig undir þessa ritskoðun, áður en þeir senda fréttir sinar úr landi. En i gærkvöldi höfðu er- lendu fréttastofurnar ekki fengið neinar tilkynningar um, hvert fréttamenn þeirra ættu að snúa sér til ritskoðunar. Hermenn friðargæslusveita lokuðu ritstjórnarskrifstofum sex dagblaða i Libanon i siðasta mán- uði. Snjóskrlða í Austurríki Vestur-þýskur ferðamaöur fórst i snjóskriðu i Vororl fjöll- um i Austurrfkii gær. Er þetta annað dauðsfallið af snjó- skriðum i Austurriki i vetur. ísraeli sigldi um Súex-skurð israelska friöarpostul- anurri/ Abie Nathan, var leyft að sigla skipi sínu um Súezskurð í gær, og þykir sú leyfisveiting bera vitni ásetningi egypta um að leitast við að koma á f riði í austurlöndum nær. Egyptar hafa hingað til ekki leyft israelum siglingar um skurðinn, né skipum sem voru með vörur á leið til Israels. — Tvivegis áður hefur „friðarskipi” Nathans, sem skrásett er i Pan- ama, verið neitað um leyfi til að fara i gegnum skipaskurðinn. Mikill viðbúnaður var i gær, þegar skipið sigldi um skurðinn, til þess að tryggja öryggi þess. Egypskur tundurspillir sigldi á undan þvi, og fallbyssubátur samsiða. öryggisverðir leyfðu ekki blaðaljósmyndurum aö nálg- ast skipið til þess að taka mynd af þvi á siglingu eftir skurðinum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.