Vísir - 16.02.1977, Page 19

Vísir - 16.02.1977, Page 19
Rokkað í sjónvarpssal kl. 18.45: Rokkveita rikisins kynnir Deildarbungubræöur I sjónvarpinu I kvöld. Sú hljómsveit kom fyrst fram sem aukanúmer á dans- leikjum meö annarri hljómsveit, en er nú aö slá öllu viö. Deildarbungubrœður sjá þar um fjörið „Þetta byrjaöi hjá okkur i sumar. Viö komum þá fram sem létt aukanúmer meö hljóm- sveitinni Eik” sagöi Axel Einarsson sem leikur meö hljómsveitinni Deildarbungu- bræöur, sem fram kemur i þættinum „Rokkveita rikisins”, sem er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 18.45 i kvöld. „í upphafi var þetta allt i grini gert hjá okkur. Við höfðum ekki einu sinni nafn á hljóm- sveitinni þegar við áttum að koma fyrstfram, og höfðum við ekkert æft saman. A leiðinni á ballið er við ókum niður Jökul- dalinn, datt okkur nafnið Deild- arbungubræður i hug, og það höfum við notað siðan. En þetta sem i upphafi átti að verða grin, er nú orðin fúlasta alvara. Það eru allir mjög áhugasamir, og hugur i mönn- um að gera eitthvað úr þessu bandi. Við höfum ekki komið mikið fram opinberlega, en það verður breyting á þvi á næst- unni. Fyrir jólin gáfum við út plöt- una „Saga til næsta bæjar”, sem var hljóðrituð hjá Hljóðrita i Hafnarfirði. Salan á henni gekk mjög vel og er hún nú að verða uppseld hjá forlaginu. Við erum þegar farnir að undirbúa útgáfu annarrar plötu, sem verður tekin upp i april. Það hefur aldrei veriö neitt leyndarmál hvaða menn standa að þessari hljómsveit, sem aðallega leikur létt rokklög. Við erum sjö sem sjáum um hlut- verkaskipan i þættinum i kvöld, og þar geta allir séð hverjir það eru”. — klp SJONVARP KLUKKAN 22. Saul Bellow og Chicago til umrœðu Sjónvarpiö sýnir i kvöld sænska mynd um bandariska rithöfundinn Saul Bellow, sem hlaut bókmenntaverölaun Nób- els á siðasta ári. Paul Bellow fæddist i Quebec i Kanada árið 1915, og voru for- eldrar hans gyöingar, sem flust höfðu til Kanada frá Rússlandi. Foreldrar hans fluttust frá Kanada til Bandarikjanna er Bellow var 9 ára gamall. Settust þau að i Chicago, þar sem Bell- ow hefur siðan búið. í myndinni, sem verður i sjónvarpinu klukk- an 22.00 i kvöld, er einnig brugð- ið upp svipmyndum frá Chi- cago, sem hefur alla tið verið Bellow mjög hugljúf. Ekki er að efa að islenskt bókafólk kemur til meö aö fylgj- ast af áhuga með þessari mynd, enda er þar viða komið við og fjallað um mann, sem mikið hefur veriö i fréttum að undan- förnu. —klp UTVARP KLUKKAN 20. Jarðsettur hálfu ári eftir dánardœgur Halldór á Kirkjubóli með erindi um Sr. SigurðTómasson,prest grímseyinga „Þetta seinna erindi segir frá prestskap sér séra Siguröar i Grímsey”, sagöi Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli sem i kvöld flytur seinna erindi sitt um séra Sigurö Tómasson. Séra Sigurður hóf prestskap I Grimsey árið 1850 og var þar til æviloka árið 1867. Ýmis munn- mæli eru til um séra Sigurð og einnig hafa varðveist dagbækur hans og styðst Halldór við hvort tveggja i erindi sinu. „Séra Sigurður var að ýmsu leyti merkilegur maður”, sagði Halldór. „Hann mun hafa verið talsvert drykkfelldur meðan að hann var við prestskap i Holti i önundarfirði og það gengu ýms- ar sögur um það sem þó eru sennilegar ýktar. Séra Sigurður Tómasson lést i febrúar árið 1867. Jarðarför hans fór ekki fram fyrr en i júli það ár. A þessum tima gat verið erfitt að komast til Grimseyjar og prestur ekki komið þangað fyrr en liðið var á sumar. Halldór sagði að liklega hafi hann verið staursettur sem kall- að var. Það var að kistan var grafin ofan i jörðina og staur siðan rekin niður aö kistunni. Þegar prestur var tilbúinn til að kasta kistuna moldu var staur- inn dreginn upp og moldinni kastað niöur um gatið sem kom eftir staurinn. —EKG Séra Siguröur lést I febrúar en jaröaför hans fór ekki fram fyrr en hálfu ári siöar. Miðvikudagur 16. febrúar 18.00 Hviti höfrungurinn Franskur teiknimynda- flokkur. Þýöandi og þulur Ragna Ragnars. 18.15 Miklar uppfinningar. Nýr, sæsnkur fræðslu- myndaflokkur i 13 þáttum um ýmsar mikilvægustu uppgötvanir mannkynsins á sviði tækni og visinda. Má þar nefna hjól, mynt, letur, prentlist, sjóngler, klukku, eimvél, rafmagn og rafljós, sima, loftför og útvarp. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.45 Rokkveita rikisins kynn- Iir Deildarbungubræður. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Nýjasta tækni og vfsindi Fiskeldi. Fiugkennsia, Dauöhreinsaöir kjúklingar Þjálfun býflugna o.fl. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.00 Maja á Stormey.Finnsk- ur framhaldsmyndaflokkur i sex þáttum, byggöur á skáldsögum eftir álensku skáldkonuna Anni Blomqvist. 5. þáttur. Fimbulvetur. Efni fjórða þdttar: Jóiin 1859 brennur ibúðarhúsiö á Stormey til kaldra kola og allir innan- stokksmunir. Fjölskyldan verður að hafast viö i gripa- húsinu, þar til hafisinn er manngengur. Þa er lagt af stað heim til foreldra Maju. Þýöandi Vilborg Sigurðar- dóttir. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö). 22.00 Saul BellowSænsk mynd um bandariska rithöfundinn Saui Bellow, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels Chicago, þar sem Bellow hefur búiö, siöan hann flutt- ist til Bandarikjanna um 1920 ásamt foreldrum sin- um, rússneskum gyöingum. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir (Nordvision — Sænska sjónvarpiö) 22.30 Dagskráriok. Miðvikudagur 16. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tiikynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: Móöir og sonur” eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björnsson þýddi. Steinunn Bjarman les (5). 15.00 Miödegistónieikar, Hljómsveitin Filharmonia I Lundúnum' leikur Konsert fyrir tvær strengjasveitir eftir Michael Tippet: Walter Goehr stjórnar Henrik Szeryng og Sinfónii hljómsveitin I Bamberf leika Fiölukonsert nr. 2 op. 61 eftir Karol Szyman- owski: Jan Krenz stjórnar. Sinfóniuhljom- sveit Lundúna leikur Intro- duction og allegro fyrir hljómsveit eftir Arthur Bliss: höfundur stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregir). 16.20 Popphom 17.30 (Jtvarpssaga barnanna: „Borgin viö sundiö” eftir Jón Sveinssson (Nonna) Freysteinn Gunnarsson isl. Hjalti Rögnvaidsson les (12). 17.50 Tonleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Um streituþol og h jartaskemm dir. dr. Sigmundur Guðmundsson prófessor fiytur áttunda er- indi flokksins um rannsókn- ir I verkfræði- og raunvis- indadeild háskólans. 20.00 Kvöldvaka Einsöngur: ólafur Þorsteinn Jónsson syngur islensk lög Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. b. Um Islenska þjóöhætti Arni Björnsson cand. mag. taiar. f. Körsöngur: Þjóöleikhús- kórinn syngur lög eftir Jón Laxdal. Söngstjóri: Dr. Hallgrlmur Helgason. 21.30 (Jtvarpssagan: „Blúndubörn” eftir Kirsten Thorup Nfna Björk Ama- dóttir les þýöingu sina (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Lestur Passiusálma (9) 22.25 Kvöldsagan: minningar einkaþjóns hans, Carls Frederiks Wilckens. Björn Th. Björnsson les þýðingu sina (8). 22.45 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.