Vísir - 22.03.1977, Page 3

Vísir - 22.03.1977, Page 3
Þriðjudagur 22. mars 1977 3 vism Valur Valsson aðstoðarbankastjóri: „Gœluverkefni njóta forgangs' — og nefnir ylrœktarverið og þörungavinnsluna sem dœmi „Þar sem gæluverkefnin eru yfirleitt aö nokkru eða öllu leyti á vegum opinberra aðila þá njóta þau viss forgangs i láns- fjármögnun, annað tveggja á innlendum lánamarkaði eða með eriendum lántökum. Hvaða möguleika á lánsfé hafa þá aðr- ir sem vilja nýta ný iðnaðar- tækifæri?” Þannig kemst Valur Valsson, aöstoðarbankastjóri Iðnaðar- bankans, að oröi i grein sem hann skrifar i tímaritiö Stefni, blað Sambands ungra sjálf- stæðismanna, og hann nefnir „Fjármögnun iðnaðar og gælu- verkefni”, Valur segir að menn virðist hafa þá skoðun að iðnþróun eigi aðallega aö byggjast á stofnun nýrra fyrirtækja og að sú for- senda sé gefin aö rikiö eigi alltaf meirihluta. — „Ahuginn beinist að gæluverkefnum” segir Valur ennfremur. Valur varar við þessari iðn- aðarstefnu. — Hann segir: — „Ljóminn af gæluverkefnunum veldur þvi að annar iðnaður i landinu stendur i skugganum og vill á tiðum gleymast. Eðlilegt er taliö að nýjar Utflutnings- greinar eða fyrirtæki njdti sér- stakra friðinda en á sama tima Valur Valsson: „Ljóminn af gæluverkefnunum veldur þvi að annar iðnaður stendur i skugganum og vill tiðum gleymast”. á sá útflutningsiönaöur, sem þegar hefur náö að festa rætur, að búa viö verri kjör”. Þörungavinnsla og ylræktarver. Valur tekur þörungavinnsl- una og ylræktarveriö sem dæmi um gæluverkefni, Arðsemi þessara fyrirtækja hafi verið reiknuð út frá öðrum forsendum en við annan atvinnurekstur. Ekki sé ráð fyrir þvi gert að gæluverkefnið greiði gatna- geröargjöld, aöflutningsgjöld eða sama verð og aðrir fyrir vatn og rafmagn. Þá sé ekki heldur tekið með i dæmið kostn- aður vegna hafnargeröar, vega- lagningar og rafmagnslina. Valur gagnrýnir sölu ríkis- sjóös á verðtryggöum rikis- skuldabréfum fyrir hundruð milljóna króna ár hvert. Hins vegar sé málum þannig komið fyrir að litt freistandi sé fyrir almenning að leggja áhættu- fjármagn I fyrirtæki — „Vilji — Þörungavinnslan er dæmi um gæluverkefni, segir Valur. Arð- semi fyrirtækja af þvi taginu er reiknuð út frá öðrum forsendum. Ljósmynd Visis Rafn Jónsson menn auka áhuga almennings á þátttöku I fjármögnun fyrir- tækja þarf einungis að nema brott þær hindranir sem lög- gjafinn hefur komið upp undan- farin ár og áratugi” segir Valur Valsson. —EKG Unnur Lilja EHasdóttir, fegurðardrottning I Vest- mannaeyjum. Ljósmynd Visis Guðmundur Sigfússon Sú fallegasta valin í Vest- mannaeyjum Unnur Lilja Eliasdóttir var kosin ungfrú Vestmannaeyjar á Sunnukvöldi i Vestmanna- eyjum siðastliðið föstudags- kvöld, eftir að hafa borið sigurorð af fjórum stúlkum. A Sunnukvöldinu var spilað bingó um ferðavinninga. Ýmislegt var til skemmtunar, þar á meðal komu fram Halli og Laddi. Einnig var tiskusýn- ing og ferðakynning. — EKG/GS Vestmannaeyjum Samtrygging í óliðnaðinum? BEinU SÉR GEGN HEIMSÓKN HEILBRIGÐISFULLTRÚANS „Það liggja fyrir upplýsingar um að sú ákvörðun verksmiðj- unnar að taka ekki á móti mér var tekin að höfðu samráði við Aiusuisse, sem ætla má að hafi beitt sér gegn þvi” sagði Eyjólf- ur Sæmundsson, efnaverk- fræðingur hjá Heilbrigöiseftir- liti rikisins, i samtaii við Visi. Á siðasta sumri sótti Eyjólfur mengunarráöstefnu i Noregi. 1 framhaldi af henni hugðist hann skoða tvær álverksmiðjur, aðra i Þýskalandi og hina I Hollandi. Alverksmiöjan sem-Eyjólfur heimsótti i Þýskalandi hefur fullkominn hreinsibúnað og lok- uð ker. Var hún tekin i notkun um áramótin ’73-’74 og er þvi til- tölulega nýleg. „Otblástur flúors frá þessari verksmiðju mun vera innan viö 0,8 kg af hverju tonni af áli sem framleitt er” sagði Eyjólfur. „Til samanburðar má geta þess aö álverið i Straumsvik blæs frá sér 12-16 kilóum af flúor á hvert tonn af áli.” Hollenska verksmiöjan var með opin ker, en hefur lokiö yfirbyggingu þeirra. Ætlaöi Eyjólfur að kynna sér aöferöir þær sem notaðar voru við þá breytingu og hver mengun frá verksmiöjunni væri nú. En á siðustu stundu komu skilaboð þess efnis aö forsvarsmenn verksmiðjunnar treystu sér ekki til að taka á móti honum, en eins og áður sagði telur Eyjólfur að Alusuisse hafi haft þar hönd i bagga. — SJ Dagur Norðurlanda ó morgun: Aldarfjórðungsafmœlis Norðurlandaróðs minnst með verki verðlaunahofa og fleiru Dagur Norðurlanda er á morgun miðvikudaginn 23. mars n.k. og I þvi tilefni gang- ast Norræna félagið og Is- landsdeiid Norðurlandaráös fyrir hátiðarsamkomu i Nor- ræna húsinu. Hefst hún ki. 20.30. Dagskrá kvöldsins hefst með þvi, að formaöur Nor- ræna félagsins, Hjálmar Ólafsson, flytur ávarp. Næst flyturTrygve Bratteli, fv. for- sætisráöherra Noregs ræöu, enhonum er sérstaklega boðið til Islands i tilefni 25 ára af- mælis Norðurlandaráðs. Þá leikur Guðný Guðmundsdótt- ir, konsertmeistari, sónötu eftir Grieg. Eftir hlé mun formaður ís- landsdeildar Noröurlanda- ráðs, Jón Skaftason, alþingis- maður, flytja ávarp, en þvi næst veröur frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hann hefur gert viö ljóö eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Verkið veröur fiutt af söng- flokknum Hljómeyki og hljómsveit. Sem kunnugt er hlutu þeir Atli Heimir og Ólaf- ur Jóhann tónlistar- og bók- menntaverðlaun Norður- landaráös áriö 1976. Uppsagnir hjúkrunarfrœðinganna koma líklegast til framkvœmda: „Starfsemi sjúkrahúsanna lamast að miklum hluta' segir framkvœmdastjóri Borgarspítalans „Það stefnir allt til þess að sjúkrahúsin veröi að draga saman seglin og loka einhverj- um deildum” sagði Haukur Benediktsson, framkvæmda- stjóri Borgarspitalans, isamtali við Visi. Meiri hluti hjúkrunar- fræðinga Borgarspitalans og Landakots hafa sagt upp störf- um og koma uppsagnirnar til framkvæmda 1. april n.k. „Það hefur ekkert þokast i neina átt i viðræöum við hjúkrunarfræðingana” sagði Haukur. „Við höfum verið á við- ræðufundum með þeim en um samningafundi er ekki að ræða þar sem það eru einstaklingar en ekki félagasamtök sem segja upp. En ég sé ekki fram á það ennþá að þetta leysist. Hér hætta því liklegast 2/3 hjúkrunarfræöinganna og lam- ast þá að miklum hluta starf- semin hjá okkur. Viö erum nú að leggja það niður fyrir okkur hvernig þeim starfskrafti sem verður fyrir hendi verði best skipaö. Það er alveg ljóst aö Landsspitalinn veröur fyrst og fremst að taka við neyöarþjón- ustunni, en þar hafa engar upp- sagnir komið fram.” -SJ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.