Vísir - 24.03.1977, Síða 1
Fimmtudagur 24. mars 1977
80. tbl. — 67. árg.
Siódegisblad fyrir
fjölskylduna iJ^
alla!
HAFSKIP HYGGST
KAUPA NORGLOBAL
— Búið að gera samning við eigendur
— Kaupverðið er rúmir þrfr milljarðar
Skipafélagið Hafskip
hf, hefur nú i athugun
að kaupa bræðsluskipið
Norglobal sem islend-
ingum er að góðu kunn-
ugt, þar sem það hefur
verið hér við land tvær
vertiðir. Hafskip er
þegar búið að gera
bráðabirgðasamning
við núverandi eigendur
Norglobal.
Magnús Magnússon forstjóri
Hafskips, sagði i samtali við
Vísi i morgun að Hafskip hefði
frest til 15 . mai til aö ákveða
það endanlega hvort skipiö
verði keypt og að athuga hvort
islensk stjórnvöld vilji veita þau
leyfi og lánafyrirgreiðslur sem
til þurfa. Magnús sagði að þau
leyfi sem hér um ræddi væri
innflutningsleyfi og leyfi frá
langlánanefnd til að taka erlend
lán.
Kostar þrjá milljarða
Kaupverð skipsins sagði
Magnús að væri um 16 og hálf
milljón dollara eða sem svarar
3,1 milljarði islenskra króna.
Norglobal er 26.100 lestir og
væri ef það kæmi hingað til
lands lang-stærsta skip i eigu
islendinga. Það var upphaflega
smiðað sem flutningaskip árið
1962, en árið 1970 var þvl breytt I
fljótandi fiskimjölsverksmiðju.
Magnús Magnússon sagði að
ef farið væri út I þaö núna að
breyta skipi af svipaöri stærð á
sama hátt yrði kostnaöur sliks
skips um 28 til 30 milljónir doll-
ara, sem er um 5,7 til 5,3 millj-
arðar Islenskra króna. Ef
bræðsluskip af þessari stærð
yrði smiðað núna myndi þaö
kosta að sögn Magnúsar marg-
falt þetta verð.
Norglobal i góðu á-
standi
Um aðdraganda þess aö reynt
væri að kaupa Norglobal hingað
til lands sagði Magnús að þeir
hefðu verið að leita að sliku
Norgiobal hefur verið hér viðland undanfarnar loðnuvertiðir og var
þá þessi mynd tekin. Skipið fékkst ekki leigtf ár. Ljósm. Vfsis BA
bræðsluskipi. Þeir hefðu haft
annaðskipihuga.sem hinsveg-
ar var nýbúið að selja þegar til
kom. Þá kom Norglobal inn I
myndina 15. mars siðastliðinn.
Magnús sagði að þeir hefðu
enn ekki skoöað skipið, nema
þegar þaövar hér við land. Hins
vegar hefði skipið reynst afar
vel og vélar þess hefðu til að
mynda veriö endurbættar fyrir
skömmu. Núna á næstunni
hyggjast hafskipsmenn skoöa
skipið betur.
Aðallega notað hér við
land
Magnús Magnússon sagöi aö
hugmyndin væri að nota Nor-
global hér viö land I sex mánuði
á ári hverju og yrði aðaláhersl-
an lögð á að nota skipið hér.
Minnti Magnús á að ný viöhorf
hefðu skapast þar sem mikiö
magn af kolmunna heföi fundist
Ihafinu á milli Islands og Græn-
lands.
Þann tima sem skipiö verður
ekki hér við land er möguleiki á
að nota það til dæmis við Kan-
ada og að láta þá Islensk skip
fiska i það. Má minna á að is-
lensk skip voru aö loðnuveiðum
viö Nýfundaland fyrri partinn I
fyrrasumar og lönduðu þá i
Norglobal.
— EKG
í gær var Dagur Norðurlanda haldinn hátiðlegur i
Norræna húsinu, og var Tryggve Bratteli, fyrrum
forsætisráðherra Noregs, heiðursgestur sam-
komunnar. Á myndinni hér að ofan sést forseti Is
lands dr. Kristján Eldjárn, heilsa Bratteli-hjón-
unum áður en samkoman hófst i gærkvöldi, en til
vinstri stendur Hjálmar Ólafsson, formaður Nor-
ræna félagsins. Á samkomunni i gær flutti
Bratteli ræðu, eftir að Hjálmar ólafsson hafði
sett samkomuna með ávarpi. Flutt voru nokkur
tónverk og Jón Skaftason, formaður íslands-
deildar Norðurlandaráðs, flutti ávarp. Salur Nor-
ræna hússins var þéttsetinn. —ESJ.
Ljósmynd Loftur
íslensk
kvikmynda-
•••f
■oggiof
í undir-
búningi
— sjó bls. 3
40 ÁRA
HÖLL
— sjó bls. 2
Eitt póska-
egg á mann
— sjá bls. 8
Ný íslensk
frímerki
— sjá bls. 17
Svava í
sjónvarps-
stólnum
í dag
— sjá bls. 19