Vísir - 24.03.1977, Page 3

Vísir - 24.03.1977, Page 3
*Fimmtudagur 24. mars 1977 3 Frumvarp að kvikmyndalöggjöf tíl athugunar hjá ríkisstjóm Stofnun kvikmyndasafns og sjóðs er styrki islenska kvikmyndagerð, er meðal þess sem getur að lita i tillög- um, er nefnd sem unnið hefur að þessum málum undanfar- ið hefur sent menntamála- ráðherra i frumvarpsformi. Stefán Júliusson formaður nefndarinnar sagði er Visir ræddi við hann að tillögur nefndarinnar væru nú til at- hugunar hjá menntamála- ráðherra og fjármálaráð- herra. Stefán kvaðst ekki geta á þessu stigi tjáð sig um hvernig hugmyndin væri að afla fjár til kvikmyndasjóðs- ins. Það mál væri til at- hugunar hjá ráðherrunum og gæti hugsanlega tekið breytingum hjá þeim. Hlutverk kvikmyndasafns á að vera, að sögn Stefáns, að safna islenskum kvikmynd- um og kvikmyndum um ís- lensk efni. Ennfremur að afla eintaka af erlendum mynd- um sem taldar eru hafa gildi. — EKG Heyrnarmœlingar hjá starfsfólki Slippstöðvarinnar á Akureyri Mikill hluti starfsfólksins með skerta heyrn Heyrnarmælingarsem geröar voru á starfsfólki Slippstöðvar- innar á Akureyri sýndu, aö mjög mikill hluti starfsfólksins haföiskerta heyrn, og er taliö aö mikill hávaöi á vinnustaö eigi þar mestan þátt I. Gerö er grein fyrir niöur- stööum þessara mælinga i starfsmannablaöi Slippstöövar- innar og segir þar aö augljóst sé, aö hluti heyrnarskeröingar starfsmanna stafi af hávaöa. Bent er m.a. á aö i plötu- smiöju II reyndust aöeins 34% þeirra senr.voru á aldrinum 20- 50 ára vera meö eölilega heyrn en 37% voru meö væga skeröingu og 29% meö alvarlega í trésmiöjum fyrirtækisins I sama aldurshópi voru 56% meö eölilega heyrn 19% meö væga skeröingu og 25% meö alvarlega skeröingu. „Þessar tvær deildir eiga þaö sameiginlegt aö þar er oft stööugur og/eöa timabundinn hávaöi”, segir I niöurstööunum. Tilsamanburöarer m.a. tekiö fram aö I sama aldurshópi I raf- lagnsdeild hafi 50% veriö meö eölilega heyrn, 40% meö væga skeröinguen aöeins 10% meö al- varlega skeröingu. Þessar heyrnamælingar voru geröar vegna óska trúnaöar- manna stéttarfélaganna og hafa fariö fram viöræöur viö for- ráöamenn Slippstöövarinnar um herferö til aö draga Ur hávaöa. Vlöræöur hafa fariö fram milli starfsmanna og forráöamanna Slippstöövarinnar um aögeröir til þess aö draga úr hávaöa f skipasmiöastööinni. Sinfónían frumflytur verk eftir Pál P. Pálsson í kvöld Sinfóniuhljómsveitin heldur 12. reglulegu tónleika sina I Há- skólabiói i kvöld klukkan 20.30. Stjórnandi veröur Páll P. Páls- son og einleikari á flautu Manuela Wiesler. A efnisskránni veröa eftirtal- in verk: „Hugleiöing L” eftir hljómsveitarstjórann og er þaö frumflutningur. Ennfremur flautukonsertar eftir Stamitzog Rivier og Sinfinia nr. 8 eftir Beethoven. Þann 26. mars er 150 ára dánardægur Ludvigs V. Beethoven, og hefur Páll P. Pálsson haft hann I huga viö samningu tónverks sins. —SG Kristleifur Jónsson, bankastjóri, skýrir reikninga Samvinnubankans á aöalfundinum á laugardaginn. Sitjandi eru bankaráösmennirnir Hjörtur Hjartar, Vilhjálmur Jónsson og Erlendur Einarsson, Ragnar ólafsson, fundarstjóri, og Margeir Danielsson, fundarritari. AÐALFUNDUR SAMVINNUBANKANS: ÚtlámKiuknmgín var í heild 45,8% 1976 Heildarinnlán Samvinnu- bankans námu 4.630 milljónum króna i lok siöasta ár, og höföu aukist um 29.4% á árinu. Sam- svarandi aukning áriö á undan var 37.7%. Hlutdeild Samvinnu- bankans i heildarinnlánum bankanna í árslok 1976 var 8.2%. Þetta kom fram á aöalfundi bankans sem haldinn var á laugardaginn en þar var sam- þykkt aö greiöa hluthöfum 13% arö fyrir áriö 1976. Formaöur bankaráösins, Er- lendur Einarsson, flutti ftarlega skýrslu á fundinum um starf- semi bankans á siöasta ári, en Kristleifur Jónsson, bankastjóri lagöi fram endurskoöaöa reikninga bankans og skýröi einstaka þætti þeirra. Mikil fjárfesting I ræöu Erlends Einarssonar kom fram. aö á siöasta ári samdi Samvinnubankinn viö Samvinnutryggingar um kaupá öllum fasteignum þeirra, er bankinn hefur haft til afnota fyrir starfsemi sina, en þessar eignir eru á Akranesi, Patreks- firöi, Húsavik, Egilsstööum og I Grundarfiröi. Bankinn hefur þegar yfirtekiö tvær af þessum eignum, en hinar veröa af- hentar á þessu og næsta ári. Þá hefur bankinn staöiö i byggingu húsnæöis yfir útibú bankans á Stöövarfiröi og Hafnarfiröi. tJtlánaaukningin 45.8% 1 skýrslu Kristleifs Jónssonar kom f ram aö heildarútlán bank- ans voru I lok ársins 3.964 milljónir króna, og höföu hækkaö um 45.8% sem er hlut- fallslega mesta útlánsaukning frástofnunbankans. Astæöan er fyrst og fremst stórfelld aukning afuröalána, sem aö stærstum hluta eru endurkeypt af Seölabankanum. Séu þau undanskilin varö aukningin 28.1%. Til viöbótar þessu varö einnig veruleg aukning útlána til sérstakra verkefna vegna innlána frá stofnlánasjóöum. Sé tillit tekiö til þessa varö hin al- menna útlánsaukning 24.7%. Stærstur hluti útlánanna eöa 35.6% voru vlxillán, en yfir- dráttarlán voru 17.3% almenn veröbréfalán 21.4% afuröalán 16.1% og vaxtaaukalán 9.5% 2ja daga þing iðnrekenda hefst í dag Arsþing Félags islenskra iön- rekenda hefst 1 dag og stendur aö þessu sinni i tvo daga. Aðal- mál þingsins veröa, auk fastra þingstarfa, skattamál, fjármál og tollamál auk þess sem rætt veröur um þjónustustofnanir iönaöarins. Þingiö veröur haldiö aö Hótel Borgog hefstkl.il. Eftir hádegi mun Daviö Sch. Thorsteinsson, formaöur félagsins, flytja erindi um viöhorf iönrekenda til ofan- greindra málaflokka. Dr. Gunn- ar Thoroddsen, iönaöarráö- herra mun flytja yfirlitserindi um þróun og stööu iönaöarins, og Matthias A. Mathiesen, fjár- málaráöherra, mun flytja er- indi um skattamálin. A föstudag mun Jón Sigurös- son, hagrannsóknarstjóri, flytja erindi um skýrslu þjóöhags- stofnunar um hag iönaöarins. —ESJ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.