Vísir - 24.03.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 24.03.1977, Blaðsíða 12
A-sveit TBR í efsta sœti Staðan i deildarkeppni BSÍ þegar keppnin er háifnuð (einum ieik i B-riðli ólokið) L. deild: TBRa 51eikir KRa TBRb ÍA a TBRc KRb 61:4 lOatig Sleikir 53:12 8 stig 5leikir 5leikir 5leikir 5leikir 11. deild: A riðill KRc 21eikir TBR d 2 leikir BII a 2 leikir B. riðill Valur Vfkingur ÍAb Gerpla 38:27 6 stig 25:40 2 stig 16:49 2 stig 12:53 2 stig. 20:6 4 stig 12:8 2 stig 7:19 Ostig 2leikir 3leikir 2leikir 3ieikir 22:4 4 stig 18:21 4 stig 16:10 2 stití 9:30 3stig í C-riðli eru aðeins tvö liö frá Siglufiröi og hafa fréttir þaðan ekki borist enn. Neita að keppa í Nuerburgring Keppendur i heimsmeistarakeppninni f kappakstri hafa allir sem einn mótmælt þvf að keppa i Nuerburgring þegar keppa á I V- Þýskalandi I keppninni. Eins og menn muna þá varð stórslys i hringnum þar i fyrra er Niki Lauda varð fyr- ir alvarlegu áfalli, og aöeins einhver mildi kom I veg fyrir að hann hlyti bana af. 1 stað þess að keppa i Nuerburgring veröur keppnin flutt yfir til Hockenheim. Hringurinn I Nuerburg er álitinn einhver sá varhugaverðasti 1 h iminiini, og þar hafa meira en 50 menn ökumenn Iátið lifið. * Auðvelt hjá Tékkum Tékkar áttu ekki i vandræðum með liö grikkja þegar landslið þjóðanna i knatt- spyrnu mættust i vináttulandsleik i Prag I gærkvöldi. Þótt svo tékkarnir notuðu þennan leik ein- göngu sem æfingaleik fyrir HM-Ieikinn gegn Wales n.k. miövikudag og 15 menn léku fyrir tékka, þá unnu þeir auðveldan sigur 4:0. Mörk tékkanna skoruðu Panenka, Nehoda, Gogh og Masny. ATHUGASEMD I FULLRI VINSEMD Mig langar til að gera smá athugasemd I fullri vinsemd við þetta greinarkorn formanns Júdósam- bandsins. Það er þá best að byrja á þvi að biðjast afsökunar á þvi að úrslitaröðin i kvennaflokknum var ekki rétt en mistök geta hent okkur Iþróttafréttamenn eins og annað fólk. i lok greinar sinnar segir formaðurinn: ,,Nú er það engin nýlunda hér á landi að fþróttafréttaritar- ar gerist dómarar yfir iþróttadóinurunum, jafnvel i iþróttagreinum sem þeir þekkja litið sem ekkert til I....” Það má e.t.v. til sanns vegar færa að undirritaöur sé ekki neinn sérfræðingur Ireglum í júdó en þaö fór samt ekki á milli mála að dómgæslan var afar slök, og nægir i þvi sambandi að benda á viðbrögð kepp- enda við mörgum dómum. óánægjan gekk jafnvel svo langt að það mátti lesa undrun úr andlitum þeirra sem þó högnuöust á sumum hinna umdeildu dóma. Viðar Guðjohnsen var t.d. mjög undrandi þegar dæmd voru refsistig á Gisla Þorsteinsson og segir það e.t.v. meira en mörg orð og lýsing á þvi hvað gerðist. Nú hef ég engan áhuga á þvi að standa I illdeilum við formann Júdósambandsins, en ég sem hef fylgst með nær öllum júdómótum vetrarins hef aldri fyrr orðið vitni aö jafn-mikilli óánægju með dómara eins og gerðist um siöustu helgi, og það var kveikjan að skrifum minum um það mál. tslandsmeistarar FH klifra nú sem óðast upp eftir stigatöflunni i 1. deild, og nú er svo komiö að eft- irafar slaka byrjun liðsins I mót- inu er liöið komið upp undir topp- inn, og ef að likum lætur biandar liðið sér i baráttuna um islands- meistaratitilinn I ár. í gærkvöldi mættu framarar til leiks gegn FH i Hafnarfirðinum og sigraði FH i þeirri baráttu með 26 mörkum gegn 22. FH-ingar voru þó lengi i gang og Fram hafði forustuna fram eftir öllum fyrri hálfleik. Hún varð þó ekki nema tvö m örk 4:2 — 6:4 og 7:5 en Janus Guölaugsson sá manna helst um það að koma FH yfir fyrir leikhlé 13:11, og átti hann stórleik. Þessi tveggja marka munur hélst frameftir öllum siðari hálf- leik, en undir lokin tóku FH-ingar öll völd i sinar hendur og breyttu stööunni úr 18:16 i 23:18 og gerðu þar með út um leikinn. Framarar fóru illa með tækifæri sln á þessu timabili, en enginn þó eins illa og Sigurbergur Sigsteinsson sem t.d. reyndi tvivegis að vippa boltan- um yfir Birgi Finnbogason af lin- unni I stað þess að skjóta — og Birgir náði boltanum i bæði skipt- in. Framliðið lék annars á köflum I þessum leik mjög þokkalega en þó koma inn á milli allt of slákir kaflar til þess að liðið geti bland- að sér i baráttu bestu liðanna. Bestu menn þeirra i þessum leik voru Einar Birgisson i markinu sem varði oft vel og Andrés Bridde átti einnig þokkalegan leik. Þótt vel gangi hjá FH þessa dagana er ljóst að liðið verður að gera betur ef það ætlar sér titil- inn að þessu sinni. FH liðið er ekki nærri eins ógnandi i leik sin- um og verið hefur undanfarin ár, hverju sem um er að kenna. Þeirra langbesti maður i þessum leik var Janus Guðlaugsson sem var geysidrjúgur i sókninni, skor- aði 9 mörk og fiskaði mörg vita- köst. Mörk FH: Janus 9 (3) Viðar Sim monarson 8 (5) Guömundur Magnússon 3, Geir Hallsteinsson 3 og Sæmundur Stefánsson 2, og Guðmundur Arni 1. Mörk Fram: Andrés Bridde 6, Pálmi 6 (4), Sigurbergur Sig- steinsson 4, Guðmundur Þor- björnsson 3, Ragnar Hilmarsson, Arni Sverrisson og Pétur Jó- hannsson 1 hvor. Dómarar voru ólafur Stein- grimssonog Gunnar Kjartansson. Þeir áttu afar slæman dag og bitnaði slök dómgæsla þeirra mun verr á frömurum. — gk 1 Spariö peningana kaupié Meö þvi að kaupa Austin Mini gerir þú áreióanlega bestu bilakaupin i dag, einkum vegna þess hve Mini er sparneytinn á bensin og hve hann er ódýr. Nú. og ekki má gleyma þvi hve ódýr hann er i viðhaldi GÓÐ VARAHLUTAÞJÓNUSTA - HÁTT ENDURSÖLUVERÐ. United átti í basli með West Brom Manchester Gnited lenti i mikl- um erfiðleikum með West Brom- wich Albion á heimavelli sinum Old Trafford I Manchester I gær- kvöldi og það var ekki fyrr en á siðustu sekúndum leiksins aö Unitedtókst aðtryggja sér annað stigið. Þessi úrslit þýða að Newcastle sem sigraði Coventry 1:0 er nú i fjórða sætinu á eftir Ip- swich, Liverpooi og Manchester City, en Manchester United féll niður I fimmta sætið. Leikmenn West Bromwich byrjuðu vel i leiknum og eftir hálftima leik höfðu þeir náð tveggja marka forskoti með mörkum David Cross og Brian Robson. Skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks minnkaði Gordon Hill muninn meö marki úr vitaspyrnu og þar var svo ekki fyrr en á síð- ustu sekúndunum að Steve Copp- ell tókst að tryggja United jafn- tefli með ágætu marki. Manchester United hefur nú ekki tapað i fimmtán leikjum i röð. En þá eru það úrslit leikjanna i gærkvöldi: 1. deild Aston Villa — Sunderl 4:1 Leeds — Norwich 3:2 Man.Utd. — WBA 2:2 Newcastle — Coventry 1:0 Stoke —Arsenal 1:1 Tottenham — Derby 0:0 2. deild Hereford—Sheff. Utd 2:2 4. deild Crewe — Newpórt 2:0 Brentford —Warford 3:0 Torquay — Southp. 0:0 Skoska úrvalsdeildin Aberdeen — Motherwell 2:2 Hibernian —Hearts 3:1 Rangers —Ayr 1:1 Tveir leikmenn voru reknir af leikvelli i gærkvöldi — arsenal- leikmaðurinn Liam Brady fyrir að slá til mótherja i leiknum gegn StokeogColin Waldren sem nú er lánsmaður frá Manchester Unit- ed hjá Sunderland, fyrir tvö gróf brot i leiknum gegn Aston Villa. Reykjavíkurmót í frjólsum Meistaramót Reykjavikur i frjálsum Iþróttum verður háð i Laugardalshöll og i Baldurshaga nk. föstudag og laugardag. Mótið hefst á föstudag kl. 18 i Baldurshaga á 50 metra hlaupi karla og kvenna, langstökki karla og hástokki kvenna. Daginn eftir verður keppt i Laugardalshöllinni kl. 13, og keppnisgreinar verða þá 800metra hlaup karla og kvenna, kúluvarp karla og kvenna og há- stökk karla. Kl. 15.30 sama dag verður keppt I 50 metra grinda- hlaupi karla og langstökki kvenna og þristökki, en keppni i stangar- stökki verður 2. april, annaðhvort i Höllinni eða KR-heimilinu. Þetta mót er fyrsta mótið sem ný-endurvakið Frjálsiþróttaráð Reykjavikur gengst fyrir, en Frjálsiþróttaráð Reykjavikur hefur ekki verið til i fjölaamörg ár. Mótið hefur verið mjög vel undirbúið, og á að reyna að „keyra” það á sem skemmstum tima svo aö áhorfendur geti haft sem mesta ánægju af. Og varla er annars að vænta en fólk fjölmenni á þetta mót/frjáls- iþróttafólk okkar hefur staðið sig vel að undanförnu og sett mörg glæsileg met, og ekki má gleyma þvi að hinn „nýbakaði” Evrópu- meistari 1 kúluvarpi verður með I keppninni. Formaður hins ný-endurvakta Frjálsiþróttaráös Reykjavikur er Finnbjörn Finnbjörnsson. Leikurinn gegn BeIlingham,|Éjþað er best aðl liöinu sem berst viö aö haldaB gleyma þvi, sæti sfiiu í 'aeildinni. rhverning gengurj — Ég heyrði aö þér - ^ annars hjá^ saman við Rojm^ hgr . ' W'ard I siöustu J ÍÖT .Archie MCGill gamalreyndur í 'starfi sinu og vel liöinn af ölium sem þekkja hann. Strákarnir eru aö hita sig »fyrir leikinn, viö verðum Nsigra. pHvað tekur^ viö ef þiö falli " rilöúr ? — >' | Þetta sama gamla lélegri knatl L“.spyrna og engir peningar I J kassann © Bui.ls „Ég hef enga haldbæra skýr- inga á þessu aöra en þá að strák- arnir þola hreinlega ekki tauga- spennuna” sagði Hilmar Björns- son þjálfari Vals eftir að lið hans hafði unnið hálf-ævintýralegan sigur gegn Haukum I 1. deild is- landsmótsins i handknattleik i Hafnarfirði i gærkvöldi. Tvivegis i leiknum höfðu valsmenn álitlegt forskot — fyrst i fyrri hálfleik og siðan i síðari hálfleik, en þess á milii datt allitr botn úr leik liðsins og valsmenn máttu þakka fyrir að fara með bæði stigin. Lokatöl- urnar urðu 19:20 fyrir Val. Fyrri hálfleikur var jafn fram- an af, eða þar til staðan var 4:4 þá kom góður kafli af hálfu vals- manna sem breyttu stöðunni i 4:7. Haukarnir voru þó ekki á þvi að gefast upp og tókst að minnka muninn i eitt mark 8:9. Þá kom aftur ágætur kafli af hálfu vals- manna sem höfðu fjögur mörk yf- ir i hálfleik — 9:13. Siðari hálfleikur byrjaði ekki gæfulega hjá Val. Hvert upp- hlaupið á eftir öðru mistókst og áður en varði höfðu Haukar jafn- að leikinn 13:13. Valsmenn kom- ust yfir 13:14, en Haukar jöfnuðu strax og komust yfir 13:14 — og menn voru farnir að búa sig und- ir sigur þeirra i leiknum. En þá breyttist allur leikur valsliðsins sem skoraði hvert markiö á eftir öðru og þegar nokkrar minútur voru til leiksloka hafði Valur náð fjögurra marka forskoti 16:20. En þá hrundi allur sóknarleikur liðs- ins og Haukum tókst að minnka muninn á skömmum tima I eitt mark 19:20. 1 lokin var svo gifurleg spenna. Haukar höföu tök á að jafna met- in, en misstu boltann. Siöan fengu þeir annað tækifæri þegar töf var dæmd á Val en valsmenn voru harðir i vörninni I lokin og tókst að hrinda öllum áhlaupum. Valsliðið virkaði allt annað en sannfærandi i þessum leik. liðið náði ágætis leikköflum en þess á milli var ekki heil brú i leik liðs- ins, skotið I tima og ótima. Jón Karlsson hafði sérstakan gæslu- mann allan siðari hálfleik og hafði það greinilega neikvæð á- hrif. Þorbjörn Guðmundsson var besti máður liösins I þessum leik ásamt þeim Jóni Karlssyni og Jóni P. Jónssyni. Aldrei þessu vant bar litið sem ekkert á Heröi Sigmarssyni og skoraði hann aðeins þrjú mörk — öll i byrjun leiksins. Besti maður Hauka var Þorlákur Kjartansson markvörður sem kom inná I sið- ari hálfleik og varði þá mjög vel. Mörk Hauka: Ólafur Ólafsson 4 öll úr vitum, Hörður Sigmarsson 3, Ingimar Haraldsson 3, Guð- mundur Haraldsson 3, Sigurgeir Marteinsson 2, Elias Jónsson 2 og þeir Jón Hauksson og Þorgeir Haraldsson eitt mark hvor. Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 9 (3) Jón Karlsson 4, Jón P. Jónsson 4, Stefán Gunn- arsson 2 og Bjarni Guömundsson eitt mark Góðir dómarar voru Karl Jó- hannsson og Hannes Þ. Sigurðs- son. — BB Valur 9 7 0 2 200 167 14 Vikingur 9 7 0 2 220 192 14 Haukar 10 5 2 3 199 197 12 FH 9 5 1 3 209 198 11 1R 9 4 2 3 190 188 10 Fram 8 3 1 5 182 189 7 Þróttur 8 0 3 5 147 174 3 Grótta 9 0 1 8 170 211 1 Janus fór ham- fðrum gegn Fram Staðan i 1. islandsmótsins i handknattleik er nú þessi: FH-Fram 26:22 Haukar-Valur 19:20 Markhæstu leikmenn eru ir: Hörður S. Haukum Viðar Simonars.FH Þorbj. Guðmundss. Vai Jón Kariss. Val Geir Hallsteinss. FH Ólafur Einarss. Vik Konráð Jónss. Þrótti nú þesS' 75/27 56/21 55/10 55/20 52/10 51/14 41/6 FÁEIN ORÐ í FULLRI VINSEMD — vegna frétta um íslandsmótið í júdó Ég leyfi mér að biöja Iþrótta- siöu VIsis fyrir nokkur orö vegna ummæla Iþrótta- fréttamanns blaösins um keppnina I opnum flokkum I Islandsmótinu i júdó. Frásögnin birtist s.l. mánudag. Ég var einn af dómurum mótsins og get ekki oröa bundist vegna nokk- urra villandi og rangra atriöa I fréttinni, sem stinga mjög i stúf viö ágætan fréttaflutning blaös- ins af júdólþróttinni á undan- fömum árum. Haft er eftir Gunnari Guömundssyni UMFK, aö hann hafi I mótmælaskyni hætt keppni og yfirgefiö salinn eftir ósigur i viöureign viö einn keppinaut sinn (Jónas Jónas- son). ÞaÖ er engu llkara en aö Gunnar Guömundsson sé aö veröa árviss plslarvottur á siö- um dagblaöanna, og átti ég sannarlega ekki von á þvl eftir þaö sem á undan er gengiö I málum hans. Sannleikurinn er sá aö eftir tap fyrir Glsla Þorsteinssyni og Jónasi Jónas- syni var Gunnar fallinn úr keppninni. Þaö ætti öllum aö vera ljóst aö þaö er of seint aö hætta keppni eftir aö henni er lokiö. Þetta heföi blaöamaöur- inn getaö fullvissaö sig um ef hann heföi viljaö kanna. máliö frá fleiri hliöum, t.d. meö þvi aö tala viö keppnisstjórann, Hauk Ólafsson. Þá er I fréttinni rangt skýrt frá úrslitum I kvennaflokknum. Sigurvegari varö Anna Lára Friöriksdóttir, i ööru sæti var Þóra Þórisdóttir og 3-4 sæti Sigurveig Pétursdóttir og Anna Llndal. Um úrslitaviöureignina í karlaflokki segir blaöamaöur- inn aö þaö hafi veriö „umdeild- ur dómur svo aö ekki sé meira sagt” aö dæma viti á Gisla fyrir aö stlga út af keppnissvæöinu. Þessi orö hlýtur aö bera aö skilja svo aö þetta hafi veriö rangur dómur. Nú er þaö svo aö oftgeta veriö uppi álitamál um úrskuröi I ýmsum atriöum I vandasamri tækniiþfótt eins og júdó, og ýmislegt getur orkaö tvlmælis. Þaö er t.d. oft álita- mál af hvaöa ástæöu keppendur stiga útaf, og þaö skiptir öllu máli. Agreiningur um þaö hvort keppandi stigi útaf eöa ekki hef- ur hins vegar aldrei komiö upp meöal dómara. Enginn áhorf- andihefuraöstööu til aö fylgjast eins vel meö þvi og hornadóm- arar sem eru staösettir á sjálf- um linunum, og svo aöaldómar- inn. Refsingu er aldrei beitt I þessu efni nema dómarar séu um þaö sammála. Svo var auö- vitaö I þetta sinn. Bæöi horna-' dómari og aöaldómari sáu aö umræddur keppandi steig útaf, og úrskuröurinn var ótviræður skv. alþjóöa-keppnisreglum. Frá þessu skýri ég til þess aö lesendur geti fræöst um þaö hvernig aö slikum dómi er staö- iö. Aö sjálfsögöu gera júdódóm- arar mistök eins og dómarar I öörum Iþróttum. Dómgæsla i júdó er tvimælalaust erfiö vegna þess hve tækni Iþróttar- innar er margbrotin. En um þetta atriöi, hvort keppandi stigi út fyrir eöa ekki, er engin ástæöa til aö óttast mistök. Enginn kannast heldur viö aö þetta sé . „umdeiidur dómur” nema þá á siöum tveggja dag- blaöanna. Nú er þaö engin nýlunda hér á landi aö Iþróttafréttaritarar gerist dómari yfir iþróttadóm- urum, jafnvel I iþróttagreinum sem þeir þekkja litiö sem ekk- ert. En I fullri vinsemd vil ég hvetja þá til þess aö kynna sér júdd, iökun þess, tækni þess og dómgæslu betur en á örfáum mótum áöur en þeir saka reynda dómara um rangindi. Eysteinn Þorvaldsson — Glopruðu tvivegis niður fjögra marka forskoti og múttu kallast heppnir i lokin ____________________________oð faro með bœði stigin_________________________ — og var maðurinn ó bak við 26:22 sigur FH yfir Fram i 1. deild Islandsmótsins í gœrkvöldi STAÐAN Þorbjörn Guðmundsson skoraði flest mörk valsmanna i leiknum gegn Haukum I gær — niu. A myndinni hefur hann sloppið framhjá Ingimar Haraldssyni og stuttu siðar söng boltinn í Haukamarkinu. — Ljósmynd Einar. Valsmenn voru hœtt komnir gegn Haukum gk—.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.