Vísir - 24.03.1977, Qupperneq 17
vism
Fimmtudagur 24. mars 1977
17
Úr heimi frímerkjanna
Umsjón: Hálfdán Helgason
Lorens Rafn
Sigurður Pétursson
ÍSLAND 45
iM.M AM
iTymffiTi w,.t...rr..
JSLAND 85
\ H HH! &
p-v:v"9 w'ww‘9 rn » » > <
STKAUMÖtitl
: ISLAND
tniiniiniimi
Ný íslensk frímerki
Mánudaginn 2. mal mun Is-
lenska póst- og slmamálastjórn-
in gefa út tvö ný frimerki. Er
þar um aö ræöa hin svo kölluöu
Evrópufrimerki en útkoma
þeirra hefur veriö árlegur viö-
buröur allt frá árinu 1960, þegar
19 aöildarþjóöir Evrópuráösins
höföu ákveöiö aö vinna saman
aö þvi markmiöi aö sameina
eöa a.m.k. einfalda þá þætti, er
lúta aö sameiginlegum sam-
göngum, þar meö töldum póst-
málum. I þessu skyni var
„Conference Europeene des
Postes et Telecommunications”
stofnaö, en viö þá stofnun könn-
umst viö frekar undir skamm-
stöfuninni CEPT. Merkin, sem
eru sólprentuö hjá Courvoisier
S.A. I Sviss, eru aö verögildi 45
kr og 85 kr og er myndefniö sótt i
stórbrotna náttúru landsins.
Á 45 kr merkinu er ljósmynd
Raf ns Hafnf jörös af Ofærufossi i
Eldgjá, sem er um 40 km löng
eldsprunga á Skaftártunguaf-
rétti, noröaustur frá Mýrdals-
jökli. Eldgjá er talin ein, mesta
furöusmiö Islenskrar náttúru og
um leiöein hin stórfenglegasta.
Nyrsti hluti hennar, noröur
undir Gjátindi, er einna stór-
brotnastur en þar er gjáin óslit-
in og viöa um 600 m breiö og allt
aö 200 m djúp. Þar fellur áin
Nyröri-ófæra ofan i gjána i
tveimur fossum og er steinbogi
yfir þann neöri. Er þetta hin
mesta náttúruprýöi og
ógleymanleg öllum sem þangaö
koma.
A 85 kr merkinu er ljósmynd
Gunnars Hannessonar af
Kirkjufelli i Grundarfiröi, en
þaö er eitt af fegurstu og sér-
kennilegustu fjöllum á Snæfells-
nesi, 463 m yfir sjó. Þaö er sagt
gengt fyrir sæmilega góöa fjall-
göngumenn en þóeru þess dæmi
aö menn hafi hrapaö til bana i
þvi. í fjallinu, sem og ýmsum
öörum fjöllum á Snæfellsnesi
má finna mörg og merkileg
jarölög og hátt yfir sjávarmáli
hafa fundist litlar samloku-
skeljar, sem nú lifa i heim-
skautshafinu og sannar þaö aö
kaldur heimskautasjórinn hefur
leikiö um lög þessi er þau voru
aö myndast.
Söfnun Evrópumerkja er
mjög vinsæl og ekki hefur sú
ákvöröun CEPT-rikjanna, sem
tekin var áriö 1974 aö hvert riki
ráöi sinu myndefni, spillt þar
fyrir. Þaö ár voru gefin út merki
þar sem myndefniö er sótt i
höggmynda- eöa útskuröarlist
og m.a. gaf Kýpur út 3 merki
meö mynd af mynt frá 5. öld f.
kr. A peningnum er upphleypt
mynd af sögupersónu þeirri,
sem nafn álfunnar mun dregiö
af, Evrópu. 1 griskri goösögu
segir frá þvi er Evrópa, dóttir
Agenors konungs i Föniklu var
ásamt öörum meyjum aö lesa
blóm á sjávarströndinni viö
Sidon. Seifur, æöstur griskra
guöa, kom þar auga á hana, en
eftir þvi sem sögur herma var
hann I kvensamara lagi. Brá
hann sér I nautsliki og nálgaöist
hana meö bliöulátum. Meyjarn-
ar hræddust allar nautiö og
flýöu, nema Evrópa.
Þoröi hún aö láta vel aö naut-
inu og fara á bak þvi. Stakk þaö
sér i sjóinn og synti meö hana til
Kriteyjar. Gat þar Seifur viö
Evrópu tvo sonu, þá Minos og
Hramdamanþys, sem síöar
uröu konungar á Krit og aö
loknu lifi i þessum heimi urðu
þeir dómarar I undirheimum
vegna réttvisi sinnar. Sennilega
er Evrópa gyðja, sem dýrkuö
hefur verið á Krit, áöur en
grikkir komu þangaö.
Þetta var nú um Evrópu-
merkin, en 14. júni veröa svo
gefin út önnur tvö frimerki.
Annaö þeirra, sem er aö verö-
gildi 40 kr er gefiö út i tilefni af
alþjóölega votlendisárinu og er
með mynd af straumönd eöa
Histrionicus histrionicus eins og
hún nefnist á latinu. Straum-
endur eru algengar viöast hvar
um land allt og helst er þær aö
finna viö straumharöar berg-
vatnsár og læki og er nafn
þeirra dregiö af þessu kjörlendi
þeirra. Straumöndin er ættuö úr
vesturheimi noröanveröum og
verpir hvergi i Evrópu nema
hér á Islandi þar sem hún er
staðfugl.
Hittmerkiö, aö verögildi 60 kr
er gefiö út I tilefni af 75 ára af-
mæli Sambands islenskra sam-
vinnufélaga, en þaö var stofnaö
þann 20. febrúar 1902 að Ysta-
Felli i Köldukinn, af þremur
kaupfélögum i Þingeyjarsýslu
undir nafninu Sambandskaup-
félag Þingeyinga en þvi nafni
var breytt áriö 1910 I Samband
islenskra samvinnufélaga.
Kaupfélög innan Sambandsins
eru nú 49 talsins meö nálega
40000 félagsmenn.
AF SKAK OG SKAKSTIMPLUM
Vegna skákeinvígis
þeirra Horts og Spasskys
hér á Loftleiðahótelinu/
var 5. þáttur okkar þann
3. mars s.l. helgaður
skákfrímerkjum þeim,
sem tengjast baráttunni
um heimsmeistaratitil-
inn. Væri ánægjulegt ef
sá þáttur hefði orðið
kveikja að söfnun slíkra
merkja meðal einhverra
lesenda okkar og þá einn-
ig söfnun ýmissa skák-
stimpla, því þar er vissu-
lega um auðugan garð að
gresja. Allt frá árinu
1923, þegar fyrsti
stimpillinn, sem tengja
má skákiþróttinni, var
tekinn í notkun hafa hátt
á 5. hundrað skákstimpl-
ar af ýmsum gerðum
verið notaðir og birtum
ASKORI.KDAKIN’VÍGIt SPASSKY v. HOKT
við myndir af nokkrum
þeirra hér ásamt
umslagi, sem okkur barst
i hendur nú nýlega, en
það er gefið út af Skák-
sambandi Islands og árit-
að af þeim köppunum
Hort og Spassky ásamt
dr. Alster, aðstoðarmanni
Horts.
Og fyrir þá sem eru
ennþá að lesa þessa
grein, birtum við hér
mynd af nýju rússnesku
skákfrimerki, sem gefið
var út 25. febrúar s.l. í til-
efni af 6. Evrópu-
meistaramótinu í skák.
Þar er um að ræða keppni
10 manna sveita, sem
fyrst var haldin árið 1957
í Vínarborg í Austurríki.
Síðan var keppt árið 1961 í
Oberhausen í V-Þýska-
landi, 1965 í Hamborg,
1970 í Kapfenberg i
Austurríki og siðasta
keppnin var háð í Bath í
Englandi árið 1973. I öll-
um þessum keppnum
hafa sovétmenn verið
hinir öruggu sigurvegar-
ar. Af einhverjum ástæð-
um, sem við ekki kunnum
að nefna, hafa islenskir
skákmenn ekki tekið þátt
i þessum Evrópu-
meistaramótum og er það
vissulega miður því svo
oft hafa þeir sýnt að þeir
eiga fullt erindi á hvaða
skákvígstöðvar sem er.
Skjaldhömrum vel
tekið í Texas
Leikrit Jónasar Árnasonar,
Skjaldhamrar, var frumsýnt viö
góöar undirtektir I bæjarieik-
húsinu I Midland i Texas, aö
Jónasi viöstöddum. t skeyti frá
leikhúsinu segir, aö i tilefni
frumsýningarinnar hafi veriö
haldin 200 manna veisla til
heiöurs höfundinum.
Skjaldhamrar veröur sýnt i
Norbotten-leikhúsinu i Sviþjóö á
næstunni, en sænsku þýöinguna
geröi Inger Pálsson. Alan
Boucher þýddi leikritiö á ensku.
Þá mun ákveöiö aö leikritiö
veröi flutt i útvarp I Finnlandi i
mai, og I vor kemur þaö út i
pólskri þýöingu i leiklistartima-
ritinu Dialog i þýöingu Piotr
Szymanowski.
— ESJ.
Frímerkjaverðlisti fyrir Norðurlönd
Facit er meira heldur en venjulegur verölisti, þvi aö auk
verölagningar frfmerkjanna, skráir hann einnig verö á
ýmsum stimplum, gömlum umslögum, bréfspjöldum og
einnig ýmis afbrigöi. Verö kr. 2390.
Lilla FACIT noröurlandalistinn er útdráttur lír þeim
stærri og skráir aöeins verö frimerkjanna, en hann sýnir
öll merkin i LIT. Verö aöeins kr. 1185.
Frímerkjamiðstöðin
Skólavöröustig 21a. Simi 21170