Vísir - 31.03.1977, Qupperneq 2

Vísir - 31.03.1977, Qupperneq 2
( í Reykjavik V " * Ætlarðu að sjá eitthvað á frönsku kvikmynda- vikunni i Háskólabiói: Gu&rún Gunnarsdóttir, skrif- stofustúlka: Ég er nú ekki búinn aö kanna listann, en ég ætla örugglega a& sjá einhverja myndina. Stefán Tryggvason, kennari: Þaö er aldrei aö vita. baö vant- ( ar aö minnsta kosti ekki áhuga. En þaö gæti vantaö tima. Haraldur Erlendsson, lækna- nemi: Þaö getur vel verið aö ég geri þaö, ég hef mjög gaman af kvikmyndum. Helgi Gar&arsson, nemi: Þaö gæti vel fariö svo ef mér lýst sæmiiega á myndirnar. Emelia Kjærnested, vinnur viö götun: Nei, ég hef ekki áhuga á þvi, þö ég fari annars mikiö á bió. Fimmtudagur 31. mars 1977. ,,Æ, hvaft ég er oröin þreytt og syfjuö á þvi aö biöa svona eftir henni mömmu, á me&an hún er a& versla....” gæti þessi ungi vestmannaeyingur á myndinni hér fyrir ofan veriö aö hugsa. Myndina tók ljósmyndari Vfsis i Vestmannaeyjum fyrir utan kaupféiagiö þar i bæ, en hann hefur oft reynst fundvis á gott myndaefni. Eins og sést á hinni myndinni hérna viö hliöina eru engin vandræöi meö stæöi fyrir utan kaupfélagiö en sennilega er lftiö um viöræöur þeirra sem þarna bföa þar sem þeir eru yfirleitt ekki búnir aö læra aö tala. Verður mátað með botnlanganum? Þá er búiö aö rffa botnlangann úr Spasský og á ekki af þessum snillingi aö ganga þegar hann gistir tsland. t hvert sinn tapar hann einhverju. Á&ur haföi hann misst heimsmeistaratitil á ts- landi. En Spasský er geögóöur og Ijúfur ma&ur og lætur ekki Is lendinga gjalda missu sinnar. Annars er þaö svo meö þennan botnlanga aö enginn veit af hverju hann er þarna. Hann gerir ekkert gagn þótt hann hafi kannski verib einskonar fóarn á forsögulegum tima, þegar meit- ingarvegir mannsins voru ó- rannsakanlegir. t dag er þetta bara sepi sem biöur þess aö lenda undir hnifi skurölæknis- ins, óþarfur og ilfshættuiegur, þótt tiltölulega sé stutt siöan hann varö kunnur. Á&ur fyrr var hann flokkaöur meö öörum innanmeinum. Annars mun þetta vera fyrsta skákkeppni i heiminum þar sem viö liggur a& botnlangi eigi siö- asta leik. Lá viö um tima aö þaö yröi einskonar tapleikur hjá Spasský, þar sem ljóst var aö hann mundi tapa keppninni af tæknilegum ástæ&um, gæti hann ekki mætt til framhaldsins aö öiium frestum útrunnum. En Spasský er engum manni likur. Nú hefur hann ákve&iö aö risa af sjúkrabe&i og haida keppninni áfram svo hún er ekki lengur gáfulegt föndur viö taflmenn heldur einskonar hetjubarátta manns, sem bregst viö I orra- hrfö mjög a& skapi islending- um. Þeir eru aldir upp viö hetju- sögur af þessu tagi, enda fræg tilsvör geymd f bókum þar sem menn hafa lýst þvi yfir aö eigi skuli haltur ganga meöan báöir fætur séu jafnlangir, e&a hvaö mælti Þormóöur Kolbrúnar- skáld þegar hann kippti örinni úr brjósti sér viö Stiklastaö. Hvort var þaö mör eöa hjarta- taugar sem þá héngu á agnhöld- unum. Þannig mætti lengi telja upp kunnugleg atvik, þegar menn gengu sárir til leiks, sem heilir væru. Og nú ætlar Spasský sem sagt aö ganga óhaltur til leiksins aö hætti fornnorrænna kappa. Hann hefur lýst þvi yfir aö hann viiji heldur tapa viö skákbor&iö en falla á fjarvistum og mæli hann manna heilastur. Þaö er svo au&séö aö fremur daufleg skákkeppni er aö verba aö meiriháttar atburöi, eigi siöur en þegar Spasský keppti hér siö- ast. Svo viröist sem Skáksam- bandiö sé I nokkrum vafa hvernig þaö eigi aö haga fram- haldi keppninnar hvaö húsnæöi snertir. Áuövitaö er ekki nema ein lausn til á þvi, en þaö er a& taka á leigu stærsta samkomu- sal landsins handa þeim Hort og Spasský undir lokasennuna i yf- irstandandi skákkeppni. Fólki er þá illa i ætt skotiö ef þaö fjöl- mennir ekki til keppni, þar sem annar mætir til leiksins sár og móöur, f von um a& binda sem fyrst endi á framlengda hólm- göngu. Árei&anlega duga ekkert minna en stærstu húsakynni undir slfk keppni. A meöan viö biöum eft- ir framhaldinu á botnlangi Spasskýs sföasta leikinn. Um hriö horföi svo aö um afleik heföi veriö aö ræöa. En vi&brögö Spasskýs hafa sýnt a& svo var ekki. Gott ef þetta veröur ekki til þess aö Hort eigi töluvert I vök aö verjast i siöustu lotunni. Þaö er nefnilega svo meö skák eins og marga aöra keppni aö hugarfariö og andblærinn ræöur miklu um úrslitin. Hort kemur hraustur til leiksins, og þótt undarlegt megi viröast getur þaö valdiö honum meiri erfiö- leikum en botnlangataka. Þann- ig getur þvi fariö aö þaö ver&i botnlangi Spasskýs sem á mát- leikinn I keppninni. Þaö ver&ur gaman aö sjá hvort þessa ó- merkilega liffæris ver&i aö nokkru getiö i skáksögunni. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.