Vísir - 31.03.1977, Qupperneq 10
10
VÍSIR
t'lgefandi: Heykjaprrnt hf
Framkvæmdastjóri: Davíö Guhmundsson
Kitsljórar :Porsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. F réltastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um-
sjón mefl helgarblaói: Arni Pórarinsson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson,
Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, GuDjón Arngrlmsson, Kjartan L Pálsson, óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttlr: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: t>orsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur
K Pétursson.
Auglysingar: Slöumúla 8. Slmar 11660. 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Afgreiösla: Hverfisgata 44. Sfmi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö.
Kilstjórn: Slöumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf.
Ljósir punktar
Sagt hefur veriö/ að f jármálaráðuneytið sé fyrir
stjórnmálamenn sisttil þess fallið að komast í álit hjá
háttvirtum kjósendum, þó að ýmsir menn hafi þar
vaxið af verkum sínum. Frá þvi að vinstri stjórnin hóf
eyðslustefnuna til vegs i byrjun þessa áratugs hefur
áreiðanlega verið hálfgert los á rikisfjármálunum.
Fjármálaráðherrar vinstri stjórnarinnar og þeirrar
stjórnar, sem nú situr, hafa því sætt talsverðri gagn-
rýni. Matthías Á. Mathiesen byrjaði fyrst á siðasta ári
að beita sérstökum aðhaldsaðgerðum í því skyni að
koma í veg fyrir að rikisf jármálin færu enn einu sinni
úr böndunum. Ljóst var, að með öllu var útilokað að
halda áfram þeim gífurlega hallarekstri, sem var á
rikissjóði árið 1975 og nam tæpum átta milljörðum
króna.
Þvi er ekki að neita að i fyrra höfðu menn uppi
ákveðnar efasemdir, um að aðhaldsaðgerðir fjár-
málaráðherrans myndu bera tilætlaðan árangur. Nú
hefur hann á hinn bóginn lagt fyrir Alþingi skýrslu um
afkomu ríkissjóðs á siðasta ári. Hér er að visu um
bráðabirgðatölur að ræða, en þær sýna eigi að síður
með ótvíræðum hætti betri stöðu ríkissjóðs en verið
hefur.
Skýrsla þessi er eiginlega fyrsti áþreifanlegi vottur
þess, að f jármálaráðherrann hafi náð tökum á rikis-
f jármálunum. Eftir nær samfelldan hallarekstur sið-
an 1971 kemur i Ijós, að á siðasta ári hrukku tekjur
fyrir gjöldum og jafnvel heldur betur. Þetta eru
mikilsverð umskipti til hins betra.
Auk þess er á það að líta, að heildarútgjöld ríkis-
sjóðs í hlutfalli við þjóðarframleiðslu hafa lækkað úr
rúmlega 31% niður i rúmlega 27%. Enginn vafi leikur
á, að þetta er umtalsverð breyting, þó að viðmiðun af
þessu tagi sé aldrei nákvæm fyrir þá sök, að þjóðar-
framleiðslan er að sjálfsögðu ekki fastur mælipunkt-
ur.
Ef ríkisútgjöld hefðu á síðasta ári numið sama hlut-
falli af þjóðarframleiðslu og árið 1975 hefðu ríkisum-
svifin eðlilega orðið all miklu meiri en raun varð á. I
raun og veru þýðir lækkun þessa hlutfalls því sem
næst tiu milljarða króna niðurskurð opinberra um-
svifa. Engum blöðum er því um að fletta, að þetta er
mikilvægt spor í rétta átt.
Enn vantar þó upp á að við náum umfangi ríkisút-
gjalda í hlutfalli við þjóðarframleiðslu niður i skyn-
samleg mörk. i því efni er að vísu erfitt að draga
markalínuna. En eigi að síður er Ijóst, að pottur er
víða brotinn i ríkisrekstrinum og því þörf ákveðinna
aðhaldsaðgerða.
Á síðustu árum hafa stjórnvöld verið um of upptek-
in af ýmiskonar gæluverkefnum og minnisvarðapóli-
tik. Frá tíð fyrri ríkisstjórnar er Þörungavinnslan eitt
dæmi af mörgum um gæluverkefni, sem hefur reynst
dýrt spaug fyrir skattgreiðendur. Kröfluævintýrið er
á hinn bóginn lýsandi fyrir þá minnisvarðapólitík,
sem þrifist hefur á sumum sviðum opinberrar sýslu í
tið núverandi ríkisstjórnar.
Fjármálaráðherra hefur nú fært sönnur á, að hann
hefur náð ágætum árangri á síðasta ári. En betur má
ef duga skal. Nú liggur fyrir að ganga milli bols og
höfuðs á rikisumsvifahugarfarinu, sem um of hefur
mótaö ákvarðanir og aðgerðir Alþingisog stjórnsýsl-
unnar á siðustu árum.
Mikilvægur þáttur i þeirri viðleitni er skipun þeirrar
nefndar, sem fjármálaráðherra hefur nú falið að
gera tillögur um takmörkun opinberra umsvifa í at-
vinnulífinu. Allt eru þetta Ijósir punktar, sem vert er '
að veita athygli.
fimmtudagur 31. mars 1977. vism
Alþýðusambandið
og ungir sjólf-
stœðismenn snú-
ast gegn bákninu
Umræöa um rikisvald hér á
landi umfang og eöli hefur verið
nokkuö á döfinni nýlega. Ólík-
ustu aöilar, svo sem Alþýöu-
samband tslands og Samband
ungra sjálfstæöismanna hafa
komist aö þeirri sameiginlegu
niöurstöðu aö endurskoöa þurfi
og skera niöur þaö rikisbákn,
sem hlaöist hefur upp meöal
okkar. Meöal almennings virö-
ist vera mikill áhugi fyrir slik-
um hugmyndum, ekki sist um
þessar mundir, þegar báknið
sendi i sjónvarpsauglýsingu
hótanir um óþægilegar aögerö-
ir, sem Bjarni Guðnason,
prófessir vakti athygli á nýlega.
1 dálkum þessum i siöustu viku
var fjallaö um þessi efni ogm.a.
tekið undir þá niöurstöðu, sem
ungirsjálfstæöismenn hafa látiö
frá sér fara, aö Sjálfstæöis-
flokkurinn beri meiri ábyrgö á
bákninu, en samræmist yfirlýs-
ingum hans um frelsi einstakl-
inga.
VIÐBRÖGÐ
KERFISINS
Þjóöviljinn vék fyrir þetta
nokkrum oröum aö höfundi þess
pistils nú fyrir helgina og sakaði
hann um aö vera hallur undir
ihaldiö. Þarf svo engann aö
undra þaö. Þjóöviljinn hefur frá
upphafi stutt gagnrýnislaust
alla aukningu rikisvalds, og má
sennilega kenna um gömlum
áhrifum frá Stalinstimanum.
Hitt vekur meiri furðu aö rit-
stjóri Morgunblaðsins skyldi
taka i sama streng og senda höf-
undi Siödegisþanka þá óþvegnu
kveöju, sem birtist i siðasta
Reykjavikurbréfi, aö visu undir
ööru yfirskyni og „innan svigá’
eins og sagt var. Sá maöur hlýt-
ur að flytja óttalegan boöskap,
sem veldur slikum sameiginleg-
um viðbrögöum hjá hinum
gömlu fjandvinum Þjóöviljan-
um og Morgunblaöinu.
LÝÐRÆÐIS
SK0RTUR
Þrátt fyrir þetta skal enn á
þaö hætt aö bæta viö nokkrum
hugleiöingum um rikisbákniö.
Rætt hefur verið um afskipti
rikisvaldsins af efnahagslifinu
og þá óhagkvæmni sem af leiðir,
þegar fyrirgreiöslupólitík og
tækifærissjónarmiö ráöa ferö-
inni. Hinu má heldur ekki
gleyma aö mjög skortir á aö
stjórnmálaleg samskipti rikis-
valdsins og þegnanna lúti i raun
þeim sjónarmiöum lýöræðis
sem stjórnskipun okkar er
byggö á. Kemur hér margt til,
en þyngst vegur sú lægö, sem
Alþingi viröist vera i um þessar
mundir. Þegar sú fornhelga
stofnun ris ekki undir ábyrgö
sinni hriktir i grundvelli
stjórnarstarfsins. Engin ástæöa
er þó til aö örvænta. Ýmsar
hugmyndir hafa komið fram,
sem aukiö gætu Alþingi mátt og
viröingu ef rétt er á haldiö.
Þannig hafa t.d. ungir menn úr
þremur stjórnmálaflokkum sett
fram sameiginlegar tillögur um
kosningatilhögun, sem ætlaö er
aö auka mjög áhrif og valkosti
kjósenda um kjör fulltrúa á lög-
gjafarsamkunduna. Hefur hin
nýja tilhögun veriö nefnd
„Persónukjör meö valkostum”.
Sú gagnrýni hefur heyrst, aö
óskynsamlegt sé að gera lýð-
ræöi i landinu öllu virkara, en
þaö er i dag. Þá yröi Alþingi enn
óábyrgara en þaö er nú, og sé
ekki á bætandi. Aö sjálfsögöu
eru þessi rök á misskilningi
byggö. Sú reynsla er gömul og
viðurkennd aö ábyrgö fylgir
völdum og ábyrgöarleysi á-
hrifaleysi. Engin ástæða er til
að halda að þessi sannindi eigi
siður viö um islenska kjósendur
en annaö fólk. Ef til vill á vantrú
valdhafa á kjósendum ein-
hverja sök á þeim vandamálum
sem stjórnkerfi okkar á nú viö
að striöa.
FL0KKSVALD
OG FL0KKSBÖND
Breytingar á kosningatilhög-
un leysa auövitaö ekki allan
vandann einar sér. Fleira kem-
ur til, þar af sumt sem ekki
verður leyst meö einfaldri laga-
setningu. Þar þarf að koma til
breytirig á viöhorfum. Svo er
t.d. um flokksvaldið svonefnda
og flokksböndin sem stjórn-
málaflokkunum hefur tekist aö
leggja á marga kjósendur.
Sú flokkaskipun, sem viö bú-
um viö, er gömul oröin og
mótaöist viö allt aörar aöstæö-
ur, en þær sem nú rikja á Is-
landi. Þessi flokkaskipan er þvi
um margt úrelt orðin. Flokks-
bönd úreltrar flokkaskipunar
eru augljóslega til trafala raun-
hæfu stjórnmálalifi og raunar
stórskaðleg eins og málum er
háttað i dag. Þaö ætti þvi aö
vera metnaöarmál hverjum
frjálst hugsandi borgara að rifa
af sér slikar hömlur og kasta á
haug.
HIN NÝJA
BLAÐAMINNSKA
Flokksvaldiö og flökksböndin
eiga ekki sist rætur aö rekja til
þeirrar einokunar, sem mál-
gögn stjórnmálaflokkanna hafa
haft á allri upplýsingamiölun
um stjórnmálaleg álitaefni. Þær
breytingar, sem oröið hafa i is-
lenskri blaðamennsku og dag-
blaðaútgáfu undanfarin miss-
eri, eru þess vegna mikið
fagnaöarefni og eiga vafalaust
eftir að vera islensku stjórn-
málalifi mjög til góös.
Þvi miður sést ekki enn bóla á
þvi, að hin góðu áhrif frjálsrar
blaðamennsku hafi náö til rikis-
fjölmiðlanna, hljóövarps og
sjónvarps, sem enn eru fjötraðir
i það sérkennilega fyrirbrigöi,
sem nefnt er hlutleysisreglur.
Reglur þessar sýnast hafa þau
áhrif aö tryggja að stjórnmála-
umfjöllun þessara f jölmiöla fari
eftir viöurkenndum farvegum,
sem settir eru af stjórnmála-
flokkunum og er þaö einkenni-
legt hlutleysi. Stjórnmálaum-
ræöa rikisfjölmiölanna er þvi
einatt merkingarlaus tugga,
slagorö og karp, sem samiö var
sumpart fyrir áratugum siöan
viö allt aðrar aöstæöur en þær
sem menn glima nú viö i lifi
sinu. Engin furöa er þótt ekkert
efni rikisfjölmiðlanna komist i
samjöfnuð við stjórnmála-
umræöur hvaö óvinsældir snert-
ir.
Þrátt fyrir að flestir fagni
hinni frjálsu blaöamennsku og
vænti mikils af framtíö hennar.,
er alls ekki þar meö sagt aö
málgögn stjórnmálaflokka, eöa
annarra samtaka sem aö opin-
berum málum starfa, þurfi aö
leggjast fyrir róöa. Slfk mál-
gögn hafa þvert á móti mjög
mikilvægu hlutverki aö gegna.
Þótt áróöur sé slæmur eingöngu
er hann nauösynlegur i bland.
Hér þarf einungis aö gæta þess,
aö ekki fari milli mála fyrir
lesendur um hvort er aö ræöa,
málgagn eða hlutlausan frétta-
miðil, svo engin hætta sé á mis-
skilningi.
AD
FYRIRBYGGJA
MISSKILNING
Þannig er það t.d. hreinn ó-
þarfi og ástæðulaust fyrir rit-
stjóra Morgunblaösins, eins og
stundum ber viö, aö afneita
Sjálfstæðisflokknum og mót-
mæla þvi aö blaöiö sé málgagn
hans.
Að sjálfsögðu eru skoöanir
skiptar um ágæti Sjálfstæöis-
flokksins, en fáir munu meta
hann óverðugan þess aö dag-
blað taki upp málstað hans.
Þetta hefur og veriö hlutverk
Morgunblaðsins um langt skeiö
og munu fáir neita aö þvi hlut-
verki hefur verið vel sinnt. A
það hefur veriö bent aö Morgun-
blaöiö sé eign hlutafélags, en
ekki Sjálfstæöisflokksins. Þetta
skiptir auðvitaö engu um þaö
atriöi, sem hér er rætt. Eignar-
aðildir eöa rekstrarform útgef-
enda er ekki þaö sem venjuleg-
ur lesandi leitar aö er hann
flettir dagblaöi. Ahugi hans
beinist að efni þess, fréttum og
skoöunum, og eftir þvi dæmir
hann blaðið.
Það er óskandi aö afstaöa rit-
stjóra Morgunblaösins til þess-
ara mála skýrist á næstunni og
þeir játist undir hlutverk sitt
sem stjórnendur málgagns
Sjálfstæöisflokksins. Annars er,
eins og bent var á hér aö fram-
an, hætta á misskilningi.
( Síðdegisþankar j
€
Finnur Torfi Stefánsson
skrifar:
j