Vísir - 02.04.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1977, Blaðsíða 1
DAGSKRÁ ÚTVARPS og SJÓNVARPS J Nýr flokkur barnaleikrita hefur göngu sína í dag í fyrsta sinn sem norrœn samvinna er höfð um barnaefni í útvarpi „Rauða höllin” heitir nýtt islenskt barnaleik- rit eftir Odd Björnsson, sem flutt verður i út- varpinuseinni partinn i dag. Með þessu leikriti hefst flutningur á flokki fimm norrænna barna- leikrita og er hér um að ræða tilraun stöðvanna um samvinnu á þessu sviði. Verða leikritin á dagskrá fimm næstu laugardaga klukkan 17.30. Dagur i lifi tiu ára barns Gunnvör Braga Sigurðardótt- ir, dagskrárfulltrúi barna og unglingaefnis útvarpsins, sagði tildrögþessa málsveraþau aö á þingi barna og unglingadeild- anna sem haldið var i Finnlandi árið 1975 urðu miklar umræður um gerð leikrits fyrir börn og unglinga og hugsanlega sam- vinnu þar um. Að þeim umræð um loknum var ákveöið aö hver stöð réði sér rithöfund til aö skrifa leikrit sem tæki 30 min i flutningi. Efni var Dagur i lifi tiu ára barns. Frekari ákvarð- anatöku var frestaö aö sinni, en i mars 1976 var þessari fyrstu norrænu samvinnu útvarps- stöðvanna um leikrit fyrir börn settur rammi um gerð og fram- kvæmd. Hugtakið einmana barn var valið til meðferðar. Til nánari afmörkunar á hugtakinu var ákveöiö aö benda væntan- legum rithöfundum á eftirfar- andi efni til úrvinnslu: 1. Fatlað barn (t.d. skertheym) 2. Fyrsta ástin. 3. Einmana innan hópsins. 4. Einmana meðal fullorðinna 5. Viljieða þrá til/eftir einsemd. Höfundum voru ekki settar skorður um hvert form þeir veldu verkefni sinu eða hvernig þeir höguðu vinnu sinni að öðru lyti. Skilafrestur á handritum var i september 1976 og að lok- um var ákveðiö aö flutningi verkanna yrði lokið fyrir þing barna og unglingadeildanna, en það verður haldið i Kaup- mannahöfn nú i vor. Sorg og gleði ,,Sú spurning vaknaöi á þinginu i Finnlandi fyrir tveim árum, hvort okkur bæri að taka til umfjöllunar i hinum ýmsu barna og unglingatimum efni sem væru sérstaklega viðkvæm og sár, eða láta þau eiga sig. Niðurstaðan af þeim umræðum varö sú, aö ekki væri einungis Gunnvör Braga Sigurðardóttir dagskrárfulltriii. rétt, heldur bæri deildunum skylda að ætla tima, til að taka til meðferðar og reyna að sýna myndir úr lifsveruleika barna, en hann hlýtur óhjákvæmilega aö vera bæði sorg og gleði og allt þar á milli. Börn meira einmana Okkur kann aö viröast að ýmis atvik í lifi barna séu ekki tilefni stórra tilfinningasveiflna — en börnunum geta þau hin sömu atvik virst ekkert minna en stóri dómur. Það sem er okk- ur mannfólkinu hvað frekast sameiginlegt er vottur af ein- manaleika, og börn eru meira einmana en fullorðnir og eiga þar að auki óhægara um vik með að rjúfa einsemd sina og kemur þar einkum tvennt til. Þau hafa ekki sömu þjálfun i aö tjá sig — að gera hugsunum sin- um áþreifanlegan búning — og svo aftur nokkur tregöa umhverfis þeirra um að veita þeim athygli og hlustun. Það má segjaaögerð leikrita fyrirbörn hafi frá upphafi þróast eftir nokkurn veginn sömu reglum og sögugerö fyrir þau. Þ.e.a.s. fyrst ævintýrið og svo skemmti og spennin leikrit. Félagsleg verk Fyrirnokkrum árum fara svo aö koma fram leikrit af félags- legum toga, ekki bara fyrir full- oröna, heldureinnig fyrirbörn. Slík leikrit fyrir börn og ungl- inga hafa hins vegar tekið mikl- um breytingum frá þvi fyrsta. Kemur þar tilaukin kunnátta og meiri ábyrgö í vali og framsetn- ingu efnis. Þessi flokkur leik- rita, sem nú stendur fyrir dyr- um aö flytja, flokkast raunveru- lega undir það að teljast félags- leg, þ.e. þeim er ætlaö að sýna myndir úr veruleika barna”. — GA Þær Svanhildur óskarsdóttir, fyrir aftan, og Jó- hanna Kristin Jónsdóttir leika aðalhlutverkin i leikriti Odds Björnssonar sem flutt verður i dag. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. r Laugardagur 2. april 16.30 Iþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.35 Christensens-fjölskyld- an (L) Danskur mynda- flokkur. 2. þáttur Jóhann verður iika að vinna Jóhann byrjar nú i skóla, en hann þarf að vinna i verksmiöju eftir skólatlma, þvi að faðir hans er drykkfelldur og heldur eftir af kaupi sinu fyrir vínföngum. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Ingi Karl Jó- hannesson. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 19.00 tpróttir (L að hl.) Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Læknir á ferð og flugi (L) Gamlir kunningjar bregða á leik i nýjum, breskum gamanmynda- flokki i 13 þáttum. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Or einu i annað Um- sjónarmenn Berglind As- geirsdóttir og Björn Vignir Sigurpálsson. Stjórn upp- töku Tage Ammendrup. 21.55 Slys (Accident) Bresk biómynd frá árinu 1967. Handrit Harold Pinter. Leikstjóri Joseph Losey. Aöalhlutverk Dirk Bogarde, Stanley Baker og Jacqueline Sassard. Myndin gerist i háskólabænum Ox- ford og hefst með þvi, að ungur maður biður bana i bilslysi fyrir utan heimili kennara sins, en unnusta hans kemst lifs af. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok Sunnudagur 3. april 18.00 Stundin okkar 1 Stund- inni okkar i dag verður sýnd siðasta myndin um Amölku skógardis og lýst fuglum sem „fljúga” i vatni, en þaö eru mörgæsir. Siðan er mynd um Davlö og hundinn hans Goliat, Blóðbankinn, saga eftir Einar Loga Ein- arsson, og loks kynnir Vign- ir Sveinsson fjóra unga popphljómlistarmenn. Um- sjón Hermann Ragnar Stefánsson og Sigriður Mar- grét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Páls- dóttir. 19.00 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Kvikmyndaþáttur. Fjallaö er litillega um kvik- myndagerð sagt frá is- lenskri textun biómynda, og minnst á nokkrar páska- myndir kvikmyndahús- anna. Umsjónarmenn Er- lendur Sveinsson og Sigurð- ur Sverrir Pálsson. 21.25 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Biikur á loftiÞýðandi Krist- mann Eiösson. 22.15 Frá Listahátifi 1976 Bandariski óperusöngvar- inn William Walker syngur vinsæl lög úr ameriskum söngleikjum. Við hljóðfæriö Joan Dornemann. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.35 Að kvöldi dags Arni Sigurjónsson guöfræöingur flytur hugvekju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.