Vísir - 17.05.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1977, Blaðsíða 5
VISIR Þriðjudagur 17. mai 1977 5 Samora Machel, æðsti stjórnandi skæruliðahreyfingarinnar FRELIMO og forseti Mozambique, var fyrir skömmu f opinberri heimsókn i Noregi og var sú hcimsókn ekki vel séð af öllum. Frétta- ritari norska timaritsins „Farmand” I Afriku ritaði af þessu tilefni grein um málefni Afriku og er litið hrifinn af Machel. Hann segir meðal annars: Fáir hafa verið iðnari við morð og hryðjuverk I suöurhluta Afriku en Samora Machel, yfirmaður FRELIMO frá 1968 og forseti Mozambique frá 1975. í síðustu viku fékk hann aö reyna samúð, skilning og stuðning norsku þjóðarinnar þegar norska stjórnin og konungur Noregs tóku opinberlega á móti honum. Þetta er ekki I fyrsta skipti sem vissir hópar I Noregi styðja Mac- hel og FRELIMO. I mörg ár hefur verið safnað fé I Noregi sem I gegnum Heimskirkjuráðið hefur verið notað til að styöja bardaga og hryðjuverk FRELIMO I Mozambiqu. Norska stjórnin notfærði sér þau áhrif sem hún getur haft í gegnum NATO til aö veikja stjórn Portúgals i Mozambique og Angola og sósialistar af öllum gerðum og stærðum lýstu stuðningi við baráttu FRELIMO gegn „heims- valdastefnu, nýlendustefnu, fasisma og kynþáttamisrétti”. Umsjón: Óli Tynes Aðstoð frá Kína „veikir” til að geta varist. Þeir myrtu trúboða, afskekkta bændur, kennara, börn, Samora Machel, Mozambique. forseti er i algerri niðurniðslu. Þau fáu skip sem þangað koma eru ann- aðhvort þessi grænmáluðu, kin- versku, sem maður sá svo oft i Dar-es-Salam, eða austur-þýsk og pólsk. Ennþá má sjá einstaka skandinaviskt eða griskt skip, en miklu sjaldnar en áður. Iðnaðarhverfin i útborginni eru lika i niðurniðslu. Flestar verksmiðjurnar eru aðgerðar- lausar og þær sem enn eru i gangi framleiða ekki nema brot FRELIMO hefur frá upphafi verið kommúnistahreyfing og hefur fengið hernaðaraðstoð frá Kina og öðrum löndum svipaðs sinnis. An þeirrar aðstoðar hefði FRELIMO ekki getað tekið völdin, né Machel orðið forseti i hreinu kommúnistariki. Maður er i fullum rétti að spyrja hvaða rétt norska stjórn- in hafi til aö hvetja og styðja stjórn og stjórnkerfi sem allur almenningur i Noregi er á móti og berst gegn. Af hverju er Nor- egur að skipa sér i flokk ein- ræðisrikja sem hafa gert það mögulegt að stofna enn eitt kommúniskt einræðisriki i Af- riku? Mozambique og Angóla eru bein ógnun við Vesturlönd, viö NATO og allt sem við trúum á i okkar lýðræði. Við skulum lita aðeins nánar á hvað það er sem Noregur er þarna að styöja Nýja handverkið Fyrst er þaö Samora Machel i eigin persónu. Það er litið vitað um Machel fyrir 1961, þegar hann fyrst hitti dr. Eduardo Mondlane sem er hinn eiginlegi skapari FRELIMO. „Arangur- inn” af þeim fundi varð sá að Machel ferðaðist til Tanzaniu. Þar hafði FRELIMO höfuð- stöövar og naut beins stuðnings frá Nyerere forseta og kin- verskum kommúnistum sem voru fjölmennir i Dar-es-Salam. I ágúst 1973 var Machel send- ur i þjálfunarbúöir fyrir skæru- liða i Alsir, þar sem kennararn- ir voru rússneskir eða frá ein- hverju öðru Austur-Evrópuriki, og vopnin sömuleiðis. Þegar hann haföi lært sitt nýja handverk, morð og hryðju- verk var Machel, 25 september 1964, sendur til Mozambuque, Hann kom þaðan beint frá nýj- um skæruliðabúðum FRELIMO i Tanzaniu. Morð og hryðjuverk Morð og hryðjuverk eni þoð eina sem FRELIMO kann vel Næstu tiu árin var Machel upptekinn viö allskonar hryðju- verk viðsvegar um Afriku. Und- ir forystu hans myrti FRELIMO og hrelldi alla þá sem voru of hjúkrunarkonur, lækna og inn- fædda sem unnu fyrir portúgali. 1 tiu ár þekkti Machel ekki annað en morð og hryðjuverk. t tiu ár var hann postuli haturs- ins hjá FRELIMO, og þegar ekki voru fleiri til að myrða, brenndi hann þorp hinna inn- fæddu. FRELIMO vann ekki hernað- arsigur gegn Portúgal, en portúgalskar hersveitir voru kallaðar heim þegar stjórn Salazars var steypt af stóii. FRELIMO gekk þar inn i „tómarúm” og gerði árið 1974 samning við Portúgal um að yf- irtaka stjórnina. Og hinn 25. júni 1975 var Machel útnefndur for- seti hins nýja marxistiska al- þýöulýðveldis. Það var gott land Persónuleg reynsla getur ver- iö gagnleg við að meta ástand. Ég hef margoft komið til Mozambique bæði fyrir og eftir valdatöku FRELIMO, og það verður ekki komist hjá þvi að maður taki eftir eftirfarandi at- riðum: Fyrir valdatökuna voru 250 þúsund portúgalir I Mosam- bique og iönaöur og landbún- aður voru háþróaðar greinar. Lourenco Marques var kannski evrópskasta borg i Afriku. Á sama hátt og Cape Town er ensk borg, virtist Lourenco Marques vera hluti af Portúgal. Það var enginn munur gerður á kynþáttunum og á hótelum, veitingahúsum eða klúbbum mátti sjá bæði hvita og svarta viðskiptavini við sömu borð. A uppáhalds hótelinu minu Gira- sol voru venjulega bæði portú- galir, innfæddir og jafnvel svertingjar frá Suður-Afriku. 1 útjaöri borgarinnar voru iðnaðarhverfi i hraöri uppbygg- ingu. Lourcenco Marques stát- aöi einnig af nýmóðins háskóla, fjölmörgum nýtiskulegum lægri skólum og allskonar kirkjum. Hafnarsvæðið var stórt og nýtískulegt og þar voru bestu aðstæður til lestunar og losunar i allri Afriku. Innflutningur og útflutningur fór um mjög ný- tiskulegt flutningakerfi, ekki bara innan Mozambique, heldur einnig i miklum mæli til ann- arra landa svo sem Ródesiu og Zambiu. Allt í niðurníðslu Að koma til Mozambuque núna, þegar FRELIMO hefur verið við völd I þrjú ár, er sorg- leg reynsla. Yfir 200 þúsund evrópumenn hafa yfirgefið landið og i dag eru ekki fleiri en 50 þúsund hvitir menn i þvi öllu. Það þýðir að nánast allt fagfólk, læknar, kennarar og verslunar- menn eru horfnir. Og afleiðingarnar sér maður hvarvetna. Höfnin i Maputo, eins og höfuöborgin heitir núna. af þvi sem þær gerðu áður. Umferðarkerfið er fallið saman eins og i Angóla. Flutningabilar eru keyrðir þar til eitthvað gef- ur sig, þá eru þeir skildir eftir þvi að það eru hvorki til vara- hlutir né bifvélavirkjar til að gera við þá. Ferðamenn fyrirfinnast engir og þau fáu hótel sem enn eru op- in, eru upppöntuð af sendinefnd- um sem eru að koma á pólitisk- ar ráðstefnur. Aðeins plakötum f jölgar Hvorki iðnaður né landbún- aöur geta fullnægt þörfum landsins undir hinni nýju afrikönsku sósialistastjórn FRELIMO. Eins og i Zambiu, Tanzaniu og Uganda eru hinir nýju valdhafar ófærir um að þróa efnahag landsins. Hvert sem maður litur sér maöur stöðnun eða afturför. A einu sviöi er þó stööugur vöxtur. Pólitisk „menntun” er alls staðar i fyrirrúmi, i borgum og bæjum, blöðum og útvarpi. Það eina sem er framleitt meira af en áöur eru áróðursplaköt. Hvar sem maöur gengur hanga plaköt og rauðir fánar. Stöðugt vaxandi hervæðing er lika auðsjáanleg. Meðan portú- galir stjórnuðu sáust sjaldan hermenn eða hergögn i höfuð- borginni. Nú eru hersveitir hinsvegar út um allt. Hvar sem maður fer hittir maður unga menn með Kalachnikov hrað- skotarifflana sina (Upprunnir i Rússlandi en framleiddir i Kina) rússneska jeppa og eld- flaugavagna. Kommúnismi gegn lýðræði En það sem fyrir augun ber er þó ekki það versta. Það versta eru áætlanir um frekari land- vinninga i suðurhluta Afriku. Allir þeir sem nú sitja i valda- stólum i Mozambique hafa hlot- ið pólitiska „kennslu” i Sovét- rikjunum, Alsir eða Kina. Þeir vita að þeir komust til valda fyrir tilstilli kommúnistisku stórveldanna. Þeir vita lika að þeir munu ekki stjórna ef þeir hætta að vera gagnlegir þessum stórveldum. Takmark Sovétrikjanna i Afriku er þvi lika takmark Mosambique. An Mozambique (og Angóla) yrði erfitt fyrir Sovétrikin að ná þeim yfirráð- um yfir suðurhluta Afriku, sem þau augljóslega ætla sér. Viö aö ná yfirráðum I Ródesiu er FRELIMO undir stjórn Machels mikilvægasti hlekkur- inn. Hinar kúbönsku hersveitir Netos munu hinsvegar gegna lykilhlutverki i sókninni i suöur (Suðvestur-Afrika) og i noröur (Zaire). Þrátt fyrir þetta ástand og þrátt fyrir það að stór hluti þeirra Afrikurikja sem enn ráða sér sjálf, hafa varað við út- þenslu Sovétrikjanna, er aðal- útbreiðslustjóri Sovétrikjanna i Afriku, Samora Machel, boöinn i opinbera heimsókn til nokk- urra Evrópurikja, þar á meðal til Noregs. Með þvi að bjóða þessum leið- toga FRELIMO i heimsókn, samþykkir og styður Noregur einmitt það sem við ættum að berjast gegn. Við erum þarna i flokki með Austur-Þýskalandi sem hefur lofað hryðjuverka- mönnunum stuðningi nú og i framtiöinni, (i Zambiu 25. janú- ar i ár). Baráttan um Afriku er ekki afrikanskt innanrikismál. Það er baráttan milli hins alþjóðlega kommúnisma og lýöræöis Vest- urlanda. Liðsmenn FRELIMO læra morð og hryðjuverk, en eru llla að sér Ilandsstjórn. Rauð safari um svörtu heimsálfuna. A eftir Machel tölta þeir Podgorny, Brezhnev, Kosygin og Gromyko. Sovétrikin hjálpa hryðjuverkasamtökum til valda tilaögeta i rauninni stjórnaö sjáif.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.