Vísir - 17.05.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 17.05.1977, Blaðsíða 23
VISIR Þriftjudagur 17. maí 1977 Skildi þingmaðurinn ekki prédikunina? Fundurinn aft Heiftarborg sunnudaginn 1. mai 1977. Leiftrétting og athugasemdir vegna ummæla á Alþingi mánu- daginn 2. mai. Eins og þegar er kunnugt boö- uöu þingmenn Vesturlandskjör- dæmis til fundar að Heiöarborg sunnudaginn 1. mai kl. 15. Fundurinn var boðaður að ösk heimamanna. Áður en fundur höfst var meiri hluti þingmanna kjör- dæmisins við guösþjónustu að Leirá. 1 predikun dagsins var rætt .um sannleikann og áletrun á Háskóla og Alþingishúsi is- lendinga. Þessi predikun virðist hafa farið fyrir ofan garð og neöan hjá fyrsta þingmanni Vestur- landskjördæmis, eða aö hann hafi ekki skeytt um að fara eftir þeim boðskap sem þar var flutt- ur. Þá segist þingmaðurinn sakna þess aö ekki hafi sótt fundinn nema 40-50 af þeim sem undirrituðu áskorun til þing- manna um að halda almennan fund. Þetta er heldur ekki rétt, þvi að fundinn sóttu um helm- ingur af þeim sem óskuðu eftir honum, þótt þeir væru margir þvi miður farnir, þegar at- kvæðagreiðsla fór fram um til- löguna sem samþykkt var, þar sem fundurinn dróst svo fram á kvöldið. Þar sem þingmaðurinn segir að það sýni ekki mikinn áhuga að fylgja málinu eftir að vilja ekki senda 3-5 manna nefnd til Reykjavikur snemma næsta morgun, þá er ég alveg viss um að þegar Asgarðsbóndinn talar við okkur fyrir næstu kosningar, þá skilur hann mæta vel, hvað við eigum erfitt með að fara frá búum okkar um mesta anna- tima ársins vorið. Og þar að auki höfðum við þarna fulltrúa okkar, sem voru komnir til þess að hlýða á okkar sjónarmið og einn af þeim meira að segja úr rikisstjórninni, og þeir hefðu átt að geta komið sjónarmiðum okkar óbrengluðum til skila. 1 umræðunum á Alþingi sagði hæstvirtur iðnaðarráðherra að staðið yrði viö það, að ekki yrði byggt álver við Eyjafjörð gegn vilja heimamanna, þótt ekki fá- um við að njóta sömu réttinda. Hæstvirtur iðnaðarráöherra tekur það fram i sinni ræðu, aö bæjarstjórn Akraness styðji byggingu verksmiðjunnar. En hann minnist ekki á i umræöun- um samþykktir sem sendar voru frá: Búnaðarsambandi Borgarf jarðar, Kvenfélaga- sambandi Borgarfjarðar, Hval- fjarðarstrandarhreppi, Innri-Akranesshreppi, Búnaö- arfélagi Leirár- og Melahrepps, og nú siðast i vetur frá Verka- lýðsfélagi Borgarness, þar sem i öllum þessum samþykktum var verksmiðjubyggingunni mótmælt. Og þetta allt var snemma á ferðinni. En þar sem iðnaðarráöherra telur, að með þvi að kjósa menn i hafnarnefnd, hafi sýslunefnd- armenn og oddvitar óbeint sam- þykkt verksmiðjuna, þá mót- mæli ég þvi hér með hvað mig snertir, og eins gerði ég það á fundinum að Heiðarborg. Þegar hafnarnefndin var kos- in, var þegar búið af stjórnvöld- um að samþykkja verksmiðju- bygginguna, og eitt af þvi fáa sem ég tel jákvætt við þessar framkvæmdir á Grundartanga er höfnin. Þess vegna fannst mér rétt að sýslan og sveitar- félögin yrðu þar eignaraðilar. En ef engin verksmiöja yrði reist, þá sá ég i hendi mér að ekki yrði af hafnarframkvæmd- um, og þar með það mál úr sög- unni. Einnig sagði hæstvirtur iðnaðarráðherra i umræðunum, að ef andstaða heföi verið gegn byggingu verksmiðjunnar heföi mátt ætlast til, að einhver and- mæli hefðu borist áður en setn- ing laga hefði verið komin á lokastig. En þá vil ég spyrja: Hefði ekki verið sama þótt fleiri and- mæli hefðu verið send en þau sem ég hefi þegar minnst á hér aðframan, þarsem þeim viröist hafa verið stungið undir stól eða virt að vettugi, og ráðherrann minnist ekkert á þau i umræð- um um málið. I umræðunum á Alþingi kom einnig fram aö hæstvirtur for- sætisráðherra taldi að óskir okkar um leynilega atkvæða- greiðslu um fyrirhugaða verk- smiðju'á Grundartanga væru of seint á ferðinni. Þá vitum við það, suður-borg- firðingar. Við vorum i þetta sinn of seint á ferðinni til þess að njóta þeirra mannréttinda, sem talin eru sjálfsögð i öllum lýö- ræðisrikjum. Vonandi verðum viö ekki of seint á ferðinni við næstu alþingiskosningar. Hávarftsstöðum 9. mal 1977, Jón Magnússon. Óánægöur fþróttaunnandi á Akureyri svarar Einari: 1118. tbl. Visis (10. mai) birt- ust skrif eftir Einar nokkurn og skrifarhann um „Iþróttasnobb” og annað álika. En ég vildi benda þessum leiða manni á nokkrar staðreyndir. Þessi „litli” hópur er Einar talar um (fólk sem hefur áhuga á Iþrótt- um) er reyndar töluvert stór. 26.82% þjóðarinnar stundar i- þróttir með keppni fyrir augum plús alla „trimmara” og aðra góða menn er unna iþróttum og vilja veg þeirra sem mestan. Samkv. uppl. sem Iþróttamiðst. i Laugardal gaf upp voru iðk- endur 54.451 1975 og auk þess unnu 3.473 i hinum ýmsu nefnd- um og stjórnum iþróttafélaga, samtals 57.921. Hefur fjöldinn aukist enn frá þvi að þessi skýrsla var gefin út. Þetta mikla rúm sem Einar minnist mikiö á i sambandi við dagblöðin er vart meira en svo að talandi sé um. Hæstu hlut- föllin eru hjá Dagblaöinu og Visi um 9% en þó nokkru lægri hjá hinum. Sem dæmi kom Visir og Dagblaöið út meö 160 siður á viku (án yfirvinnubanns) og fara kannski svona 14-16 siður i iþróttasnakk” og „gervifrétta- mennsku”. Og hvaö rikisfjöl- miðlana snertir þá er um 12% sjónvarpsdagskrár iþróttir en miklu lægra i útvarpi. — Einar, ég hef alla vega ekki heyrt neina klukkutimaþætti i útvarpi lengi, en hlusta þó mikið á útvarp. Ég hef aldrei getað skilið menn sem hafa veriö upppump- aöir á þvi að fá svo og svo mikið að glæpafréttum og öðru að utan sem þurfa gegnum ótal lönd og fréttastofur áður en þær komast til Islands („alvörufrétta- mennska”)? En áður en ég hætti þessum skrifum að þessu sinni væri gaman aö spyrja Ein- ar hvað þessi rúmur fjórðungur þjóðar vorar ætti að snúa sér að I stað iþróttaiðkana. Vist eru mörg mál merkilegri en iþróttafréttirnar en eitthvað efni hlýtur aö vera i blöðunum fyrst aðeins 9% blaðsiönanna eru iþróttir og sennilega er það eitthvert annað efni sem mætti missa sig fremur en Iþróttirnar sem vissulega er gerð góð skil i blöðunum og eiga fréttamenn þakkir skildar fyrir það. Og að lokum vona ég að Einar snúi nú til betra lifs og vegar er varðar iþróttir og „iþróttasnobb”. Oft fer það sve að menn sjá flisina i augum bróöurins en ekki spýt- una I auga sjálfs sin. Ein árrisul I Kópavogi skrifar: „Hann Pétur er alveg draum- ur. Ég hlusta á morgunútvarpið hjá honum venjulega annan hvern morgun en stundum á hverjum morgni sem betur fer. Ég vinn þar sem útvarpið þagn- ar ekki. En það er nú svo ég verð að segja það eins og það er að þegar Jón Múli er á morgn- ana er kaninn alltaf settur á, en aldrei þegar Pétur er á vakt. Það fólk sem vinnur með mér er allt ungt, en það kann aö meta gömlu góðu lögin hjá Pétri. Ég sem er miðaldra finnst hann alveg draumur. Kvartett öskubusku (sem mað- ur heyrir aldrei nema hjá hon- um). En þegar Jón er á vakt mætti stundum halda að hann væri með jass þáttinn sinn eða að stjórna Sinfóniuhljómsveitinni. I alvöru vona ég að Pétur verði aldrei gamall. — Afram með islensk dægurlög og fjöruga músik. Fjöldinn kann að meta það. rétto landi, séð mikið af danskeppn- um erlendis og vegna þess hef ég sérstakan áhuga á sam- kvæmisdansi. Þátturinn „Spor i rétta átt’ sem var sýndur sl. sunnudags- kvöld var á heimsmælikvarða. Spor í Gamall nemandi, J.M. skrifar: Loksin fengum við að sjá dans i sjónvarpi, en þá komu hvorki meira né minna en tveir þættir hvor sitt kvöldið. Ég hef I mörg ár verið i og fylgst með danskennslu hér á ótt! Henný Hermanns er frábær kennari og ekki siðri stjórnandi. Vona ég að Henný fái fleiri tæki- færi til þess að koma með fleiri slika þætti með þessum góðu dönsurum. Svo skora ég á sjónvarpið að endursýna þennan þátt. Ég óska að gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag Sýsla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.