Tíminn - 19.07.1968, Síða 5
FÖSTUDAGUR 19. júlí 1968. TIMINN
I SPEGLITIMANS
V Síðastliðinn laugardag var
Miss Universe kjörin á Miami
Beach á Florida. Fyrir valinu
varð ung stúlka frá Brasilíu,
Mártiha Vasconce Ilos. í næstu
fjórum sætunum voru stúlkur
frá Venezuela, Curacao, Finn-
landi og Bandaríkjunum. Þær
sem komust í fimmtán efstu
sætin voru frá Curacao, Boli-
víu, ísrael, Kóreu, Thailandi
Frakklandi Brasildu Dóminik-
anska lýðveldinu, Suður-Afríku,
Júgóslavíu, Bandaríkjunum,
Englandi Svíþjóð Grikklandi og
Nicaragua. H!ér á myndinni sjá
um við ungfrú atheim, eftir
krýninguna.
Samkvæmt nýjustu skýrslum,
sem gerðar hafa verið i sam-
bandi við hjónaskilnaði, eru
hjónaskilnaðir algengastir í
Rússlandi. Þar eru 2.8 hjóna
skiinaðir á bvert þúsund íbúa.
í Bandaríikjunum eru 2.5 af
þúsundi í Svíþjóð 1.3, Sviss 0.8
og Englandi og Frakklandi 0.6.
Ors’ökin til þess að hjónaskíln
aðir eru svo tíðir í Rússlandi
er að skilnaðarlöggjöf þeirri,
sem St’alín setti var breytt árið
1905, en þá áttu sér stað 1.6
hjónaskilnaðir á hvert þús^jind.
Áður var það bæði dýrt, erfitt
og þjáningarfuUt að ganga í
gegnum skilnað þar í landi og
orsakaði það, að fjöidi fólks
hætti að búa saman en var
áfram gift. Áður varð að til
kynna opinherlega hvers vegna
fólk óskaði þess að skilja og
síðan áð koma fyrir dómstól.
Ein lagagrein úr.fyrri lögum
er þó enn óhreytt og fjallar hún
um það, að aðeins er leyfiiegt
að slkilja þrisvar.
*
Marc Boihan, þekkitasti tízku
teiknari Parísarborgar, starfs
maður Diortízkuhúissins er einn
af þeim mörgu, sem urðu £yr-
ir skakkaföilum í samhandi
við götuóieirðirnar, sem urðu 1
París nú fyrir skemmstu. Hann
fékk táragassprengju í and-
litið og varð að ganga með
diökk gleraugu í tvær vikur
eftir atburðinn. Fyrstu vifcuna
varð hann meira að segja að
halda til í dimmu berbergi.
★
Bítillinn Paul Mc Cartney
hefur nú lagt gítarinn á hill-
una smástund og er nú farinn
að stjórna biásarahljómsveit.
sem í er verksmiðjufólk. Auk
hljómsveitarinnar taka þátt í
Mjiómileikum Pauls hundrað
sem eiga meðal annars að
syngja með Mjómsveitinni og
hrópa umba, umiba. Paul hef
ur sjálfur samið músíkina og
textann og mun gefa út hljóm
plötu innan skamms. Auk þess
á að nota tónlistina í sjón-
varps kvikmynd.
Dayan fjölskyldan í ísrael
keppist við að afla sér frægðar.
Eins og kunnugt er, er Moshe
Daýan, fjölskyldufaðirinn fræg
ur hershöfðingi í ísrael og
elzta dóttir hans hefur orðið
fræg fyrir foaekur sínar. Nú
hefur sonur hershöfðingjans
snúið sér að leiklistinni og er
farinn að leika í kvikmyndum.
Hann hefur fengið aðalhlutverk
ið í næstu kvikmynd, sem
kvikmyndastjórinn frægi John
Housten er í þann veginn að
gera. Kvikmyndin heitir Á
skemmtigöngu með lífinu og
dauðanum. Aðalhlutverkið í
kvikmyndinni er í höndum
sextán ára gamallar dóttur
leikstjórans. Kvikmyndin er
tekin í nágrenni Bordaux og
fj'allar um bændauppreisnir á
þrettándu öld.
*
Þekktur ítalskur vínfram-
leiðandi eigandi Ferrari-vín-
fyriitækisdns hefur verið
ákærður ásamt humdrað átta
tíu og sjö öðrurn fyrir að hafa
selt óefcta vín, Vínbirgðir fyr
ir milljónir króna hafa verið
gerðar upptækar og getur
þetta' haft mifciar affleiðingar
fyrir marga vínsala sem bland
aðir eru í rmáilið. Ferrari er
áfcærður fy-rir að hafa sett
sítrúnusýru, litefni og fierró-
cyanrd í vínið til þess að gefa
★
Pia Dagermark, hin átján ára
sænska stúlfca, sem varð fræg
fyrir leifc sinn í kvimyndinni
Elvira Madigan hefur hvað
eftir annað að undanfiörnu sést
í fylgd með Karli, fcrónprinsi
Svia og hefur hann sýnt mikla
aðdáun á henni. Annars hefur
hún átt marga aðdáendur, síðan
hún lék í Elvira Madigan en
nú búast sænsk blöð við því,
að allir hennar fyrri aðdáendur
falli í skuggann af leikaranum
Ohristopher Jones, sem á að
leika með henni í njósnabvik
myndinni Spegiastríðið. Hann
hafði verið einlægur aðdáandi
Piu eftir að hann hafði séð §
kvikmyndina Elvra Madigan og 1
kom því til leiðar að hún fékk tf
hlutverkið í kvikmyndinni á S
móti honum. i
Hinn frægi bandarlski upp nokkru dæmdur í tveggja skránni. Um sama leyti og þessi mynd tekin af nokkrum
eldisfræðingur og læknir dr. ára fangelsi ásamt þrem öðrum hann var dæmdur í fangelsi áheyrendum hans.
Benjamin Spock var fyrir mönnum fyrir brot á stjórnar hélt hann ræðu í Boston og er
5
A VÍÐAVANGI
Kalkhungrið
Dagur á Akureyri segir m. a.
um kalskemmdirnar og kalkið:
„FÁTT eða ekkert er nú
meira umræðu- og áhyggjuefni
í sveitum þessa lands en kal-
skemmdir á ræktuðu landi. Þær
eru svo stórkostlegar, að naum
ast sýnis annað liggja fyrir
bændum á mestu kalsvæðunum,
en að flosna upp af jörðum sín-
um, ef samfélagshjálp kemur
ekki til, og jafnframt von um,
að takast megi í framtíðinni að
verja tún fyrir slíkum skemmd-
um. f Strandasýslu, ofan verð-
um Borgarfirði, Vestur-Húna-
vatnssýslu og Norður-Þingeyjar
sýslu eru kalskemmdir mest-
ar. Helmingur túna eða allt
að þrem f jórðu hlutum í heilum
hreppum þessara landshluta
gefa ekki uppskeru í ár.
() Köfnunarefnis-
áburðurinn
Margir hafa tekið til máls
um kalið. Ýmsir kenna hinum
einhæfa köfnunarefnisáburði,
kjarna, um þessar hörmungar,
lélegum grasfræblöndum, ó-
íí, uógri framræslu, svellalögum,
{. frosthörkum og svo frv. Hvorki
ý var kjarni eða annar tilbúinn
(I áburður búinn að skemma tún
H in kalárið mikla 1918. Og ekki
| var þá óheppilegum grasfræ-
blöndum um að kenna, því
| hvorugt var þá í notkun tekið
Ihér á Iandi. Einhverju öðru
reiddust goðin þá. Hinu er ekki
að leyna, að einhliða notkun
kjarna, sem er hreinn köfnunar
efnisáburður, og góður sem
slíkur, eykur sýrustig jarðvegs
ins, sem er mjög mismunandi í
ræktuðu landi en víða óæskilega
hátt til grasræktar. Þá er þess
einnig að geta, að þegar mjög
mikið er árlega notað af til-
búnum áburði eingöngu, er hætt
við að jarðvegurinn tæmist af
hinum ýmsu snefilefnum, sem
jurtunum er nauðsynleg. En
þau er ekki að finna í þeim til
búnu áburðartegundum, sem
hér hafa verið á markaðinum.
Kalkskorturinn er
aðalorsökin
Fyrir leikmannssjónum er
kalkskorturinn e. t. v. aðal
orsök kals á þessu ári, ásamt
| hinni hörðu veðráttu. Og til
þess benda tilraunir Magnúsar
Óskarssonar á Hvanneyri mjög
ákveðið. Þótt kölkun túna
leysi ekki allan vanda í þessu
efni, ætti að athuga, hvort nokk
ur ein aðferð til úrbóta væri
líklegri til að koma í veg fyrir
endurtekningu kalskemmdanna.
Við eigum nógan skeljasand,
dæluskip til að koma honum í
land og kvarnir til að mala
hann. Til stórátaka í flutning-
um til hinna ýmsu hafna, þarf
skipulag og fjármagn, ef
seðja á kalkhungur túna fyrir
næsta vetur.
Tíminn er naumur, mark-
vissa baráttu verður að hefja.
Það er ekki viturlegt að draga
aðgerðir á langinn.“
í-3já3id