Tíminn - 19.07.1968, Page 8

Tíminn - 19.07.1968, Page 8
8 TÍMINN LÍF í ÁNAUD Sagt frá nýrri bók, sem nýkomin er út í Bretlandi um líf fyrrverandi þræls á Kúbu, blökkumannsins Esteban Monteje. Hann var 104 ára þegar hann sagði sögu sína og lifir víst enn. Hinn frægi brezki rithöfundur segir um þessa bók: „Menn hafa aldrei áður séð bók sem þessa og slík bók verður aldrei skrifuð aftur/1 „Eins og öll börn þrælanna fæddist ég í sjúkraskýlinu, en þangað var farið með blökku- konurnar, þegar þær tóku létta sóttina. Eg held það hafi verið á plantekrunni Santa Teresa, en ég er ekki viss um það. Þó man 'ég, að guðforeldrar mínir töluðu mikið um þá plantekru og eigendur hennar, fjölskyldu nieð ættarnafnið La Ronda. Guðforeldrar mínir báru sama nafn, allt þar til þrælahald var afnumið á Kúbu. Negrar voru seldir eins og svín, og ég var einnig seldur strax og hægt var, og man því ekki eftir fyrsta dvalarstað mínum. Hins vegar man ég eftir annarri plantekru, JTlor de Sa- gua. Ég er ekki alveg viss um, að það hafi verið fyrsti stað- urinn, sem ég vann á, en ég man, að þar gerði ég einu sinni flóttatilraun. Ég var bú- inn að fá mig fullsaddann af bölvaðri plantekrunni og hvarf. En ég var fljótt gripinn, og settur í hlekki. Ég man enn glöggt hvernig þeir nerust inn í holdið. Síðan var ég aftur lát- inn fara að vinna og í hlekkj- unum. Þegar ég segi frá þessu nú á dögum trúir fólk ekki að þetta er sannleikur, en þetta henti mig að minnsta kosti. Eigandi plantekrunnar var á allan hátt viðurstyggilegur ná- ungi: heimskur, uppstökkur og ruddalegur . . Einu sinni reið hann um sykurekrurnar ásamt eiginkonu sinni og vinum og hélt vasaklút fyrir vitin á með- an. Annars kom hann aldrei nálægt okkur . ..“ Einstæð bók Þessi frásögn er eftir svart- an Kúbumann, Esteban Mon- tejo, en nýlega er komin út bók um líf hans, sem mann- fræðingurinn, Miguel Barnet, hefur skráð, og nefnist „The Autobiography of a Runaway Slave,“ Ævisaga strokuþræls. Barnet hitti Montejo 1963 — þá var gamli maðurinn 104 ára. Og hann er enn á lífi Barnet. sem býr í Havana og er bekkt ljóðskáld auk þess að vera mannfræðingur, hafði heppnina með sér. Honum tókst að vinna trúnað gamla mannsins og fá hann til að tala inn á segulband, marga daga ( röð. Árangur samtalsins er þessi bók, sem lýsir fyrstu 40 árum Montetos — árum hans sem þræls, strokumanns og her- manns í frelsisher Kúbu. Und- anfarin 40 ,ár, hefur Montejo lifað af eftirlaunum. Frásögn- in, sem er skrifuð í stíl Mon- tejo sjálfs, er alveg einstæð. „Slík bók hefur aldrei sézt fyrr, og ósennilegt er, að önnur eins verði nokkurn tíma til,“ sagði rithöfundurinn, Gra- han Greene um sögu Montejos. Og hann hefur rétt fyrir sér. Aldraður Don Juan Bóktn veitir frábæra innsýn í daglfcgt líf þrælanna á sykur- ekrum Kúbu, ef hægt er að nota þau orð um tilveru þeirra. Hún segir frá frelsis- og sjálf- stæðisbaráttu Kúbubúa, eftir að þeir höfðu lengi búið við styrjaldir, erjur og aðrar hörm ungar. Og hún segir einnig margt og mikið um hinn furðu- lega Montejo. en hinn langi æviferill hans hefur mótazt af heilbrigðu og raunsæju við- horfi hans til lífsins og mann- fólksins — og ekki einungis baráttu hans fyrir eigin frelsi og frelsi Kúbu heldur einnig af óteljandi ástarævintýrum. Gamli maðurinn var á sín- um tíma mikið kvennagull og velkominn gestur á heimilum tiginna kvenna. Lífslöngunin logaði enn í glettnum augum hans. Þessi fyrrverandi þræll lærði aldrei að lesa og skrifa, en hann býr yfir lífsspeki, heimspekilegum og skáld- legum þankagangi. Margt, sem hann segir og hugsar, er svo merkilegt, að það skipar honum á bekk með merkum hugsuðum og heimspekingum. Bókin segir frá óvenjulegu lífi og einnig mjög óvenjulegum manni. Fæddur í ánauð „Ég man, að guðforeldrar mínir sögðu mér, að ég hefði fæðzt 26. desember 1860,“ seg- ir Montejo. „Eftirnafn mitt var frá móður minni, sem var amb- átt af frönskum uppruna.“ Um líf þrælanna segir Mon- tejo: „Þrælarnir bjuggu í skálum. Þeir höfðu megnustu and- styggð á þessum vistarverum. í svefnskálanum í Flor de Sagua bjuggu um tvö hundruð þrælar. Á næturna var einu út- göijgudyrunum lokað með stórum lás. Venjulega var mold argólf í skálum þessum og þeir voru ólýsanlega óhreinir. Loft- ræsting var engin önnur en í bezta falli smágat á vegg eða lítill gluggi með rimlum fyrir En brælaeigendurnir fullyrtu, að herbergin væru eins hrein og bezt yrði á kosið, og sáu um að hvítkalka oft skálana utan svo þeir litu fremur vel út. Vinna þrælanna „Kl. hálf fimm var hringt til morgunbænar. Þetta var stór klukka og ef ég man rétt var henni hringt níu sinnum. Kl. sex var aftur hringt og þá áttu þrælarnir að taka sér stöðu fyrir utan skálana — karlar öðrum megin og konur hinum megin. Síðan var farið út á akrana og unnið til kl. 11, þá var útdeilt mat. Við sólsetur var hringt,til bæna. Kl. hálf níu á kvöldin hringdi klukk- an í síðasta sinn, og áttu þá allir að ganga til náða.“ Margir þrælanna höfðu til umráða smálandspildu fyrir ut an skálann, þar sem þeir gátu ræktað grænmeti. Þetta var nauðsynlegt til að þeir gætu haldið lífi, og garðræktin gaf þeim einnig í aðra hönd ofur- litlar aukatekjur. En þeir seldu hvítu fólki úr nágrannabæjun- um afurðirnar við vægu verði. Peningunum eyddu þrælarnir síðan á kránum, í nágrenni plantekranna, en þær voru margar, eins og mý á mykju- skán. Þar drukku þeir koníak og á nærri því hverju kvöldi urðu ofsaleg áflog — þetta var eina skemmtunin. Þessar krár voru reknar af spænskum upp- gjafahermönnum, sem juku á þennan hátt við lág eftirlaun sín. Á hverjum sunnudegi voru haldnar hátíðir á plahtekrun- um, leikið var á trumbur all- an liðlangan daginn. ,,Mér er óskiljanlegt hvaðan þrælarnir fengu þrek til að dansa og skemmta sér klukkutímum saman.“ Á plantekrunum var sérstak ur sjúkraskáli, þar sem börn þrælanna fæddust og þar sem þau dvöldust í gæzlu roskinna blökkukvenna þangað til þau voru 6—7 ára og voru látin fara að vinna á ökrunum. Mæð- urnar fóru að yinna á nýjan leik skömmu eftir fæðinguna. Til þess var ætlazt af konun- um, að þær ættu barn að minnsta kosti einu sinni á ári til að viðhalda þrælastofnin- um. Háir, velvaxnir þrælar nutu ýmissa forréttinda. En þeir áttu að sjá um að þræl- unum fjölgaði. Refsingar fyrir jafnvel smá- vægilegustu afbrot voru ó- mannúðlega harðar. Sú versta var gapastokkurinn. Fyrir kom að þrælar voru látnir dúsa í honum tvo eða þrjá mánuði. Barsmíðar voru daglegt brauð. „Ég gleymi því aldreí, þeg- ar ég í fyrsta sinn reyndi að flýja. Tilraunin mistókst, og ég var þræll í mörg ár eftir það og lifði í stöðugum ótta við að vera varpað í hlekki, en samt sem áður gerði ég áætlanir um að strjúka. Ég tal- aði aldrei um þær við neinn. en ég var ákveðinn í að láta einhvern tíma til skarar skríða“ segir Montejo „Þa8 flýðu ekki margir þrælar. Flest ir þeirra hræddust frumskóg- inn. En ég fann af eðlisávís un, að mér mundi falla vel i frumskóginum og mundi geta lifað bar.“ Og einn góðan veðurdag gerðist það. Eftir að hafa kast að steini í eftirlitsmann. sem allir hötuðu, flýði Montejo út í skóginn. Þar bjó hann fyrst FÖSTUDAGUR 19. júlí 1968. í helli í eitt og hálft ár og lifði af villtum ávöxtum og kjöti af dýrum, sem hann veiddi á frumstæðan hátt. Við og við stal hann hinu og þessu úr nálægum þorpum. „Ef ég á að vefa hréinskilinn, leið mér ágætlega. Ég varð að vera í fel um, en lífði ágætis lífi. Ég gætti þess vandlega að aðrir strokuþrælar fyndu mig ekki. „Strokumaður hittir stroku- mann. strokumaður framselur annan strokumann,“ er gamall kúbanskur málsháttur. Mánuð- ir liðu svo að ég talaði ekki við nokkra hfandi sálu, en það skipti mig engu. Mér féll ein- veran vel. Flestir strokuþræl- anna héldu sig tveir eða þrír saman í hóp, en það var hættu legt því í rigningu mátti auð- veldlega rekja slóð þeirra. Margir þeirra voru gripnir vegna þessarar óvarkárni . . . En einn góðan veðurdag lagði landsstjórinn Martinez Campos bann við þrælahaldi — að minnsta kosti að nafn- inu til. „Ég skildi hvað hafði gerzt, þegar ég heyrði fagnað- arpp í fjarska: „Við erum frjáls, við erum frjáls . . .“ Ég heyrði köllin og laumaðist nær. Síðan sagði ég skilið við frumskógarlífið og fór að vinna á sykurekrunum, þar sem nú voru ekki lengur þræl- ar. En vinnan var hin sama jafn erfið og aðstæðurnar jafn ómannúðlegar og fyrr. En Montejo geymdi samt alltaf með sjálfum sér hugsjón ir frelsisins bæði hvað ættland hans og hans eigið líf snerti. „Ég var auðvitað miklu frísk ari, þegar ég var ungur,“ segir hann í örlitlum kvörtunartón. „Þótt ég taki mér ástmey við og við er það ekki sama nú og áður. Konan er dásamleg. Ef ég á að segja sannleikann, þá hafa konur verið mesta gleði lífs míns. í gamla daga. þegar ég bjó í Ourio, var ég aldrei iengi að ná mér í stúlku Ég gekk djarflega til verks. Ef ég hitti fallega, dökkleita stúlku gaf ég mig á tal við hana og venjulega féllu stúlk- urnar strax fyrir mér.“ „Ég sagði þeim alltaf sann- leikann, að ég væri venjuleg ur verkamaður. Þá var ekki hægt að gabba stúlkumar eins og nú tíðkast. Á þessum tíma unnu stúlkurnar að minnsta kosti eins mikið og karlmenn- irnir, og þær þoldu ekki slæp- ingja. Ef stúlka treysti mér — og það gerðu þær allar — gat ég meira að segja beðið hana um peninga. Þá hugleiddl hún hvort ég í raun og veru þarfn- aðist þeirra, og' ef henni fannst það, fékk ég peningana. Ef ekki lét hún mig skræla aspas. Svona voru konurnar í gamla ’daga . . .“ Ef ég reyni að telja saman hve mörgum konum ég hef ver ið með, leikur ekki vafi á að ég hlýt að vera faðir margra barna. En ég þekki ekkert þeirra. Fyrir kom, að konur komu til mín og sögðu: „Þetta er þitt barn,“ en hvernig gat maður verið viss um að svo væri? Börn voru líka mikið vandamál á þessum tímum. Ekki var hægt að veita þeim almennilega menntun, þvi engir skólar voru til . . . í stríði við Spánverja Montejo fékk tækifæri til að gefa frelsishugsjónum sínum útrás, þegar hann í desember 1895 gerðist liðsmaður í her uppreisnarmanna, sem barðist gegn hinni spænsku yfirstétt á eynni. Þannig lýsir hann árás á spænska herdeild: — Spánverjar lömuðust af skelfingu, þegar þeir sáu okk- ur. Þeir héldu, að við værum vopnaðir byssum, en í raun og veru bárum við trjágreinar um öxl til að skjóta þeim skelk í bringu. 'Þeir lögðu til atlögu, en gáfust fljótlega upp. Við- tókum til óspilltra málanna að skera þá á háls. Spánverjar voru ofsahræddir við hnífa okk ar, og óttuðust þá enn meir en byssur. Þegar ég geystist fram með reiddan hníf, æpti Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.