Tíminn - 19.07.1968, Page 7
_ A
FÖSTUDAGUR 19. júlí 1906. TIMINN 7
Jón Gauti Pétursson:
Þáttur um Kristján Jóhannsson
í síðasta árgangi Árbókar Þing-
eyinga bir'ti ég þátt um Kristján
Jóhannsison, sem bóndi var á Hóls-
fjöllum og Vopnafirði frá því um
1860 og fram yfir síðustu alda-
mót. Við þátt þennan gerir sonar-
sonur Kristjáns, Júlíus ■ Jónasson,
nokkrar athuigasemdir í 67. tbl.
Tímans frá 2. apríl þ.á. Vel hefði
ég getað leitt hjá mér að veita
andsvör við ritdómi þessum, ef ég
teldi ekki rétt og skylt að leiðrétta
þennan meginmisskilning höfund
arins, sem beint og óbeint kemur
fram í ummælum hans, að hvatir
mínar, eða jafnvel tilgangur með
því að semja þáttinn, hafi verið
að lítilsvkða minningu afa hans.
Það var nú siður en svo, eins og
hér mun sýnt verða.
í inngangsorðum þáttarins geri
ég þess strax grein, að mér hafi
frá upphafi þótt öll afspurn af
Kristjáni Jóhannssyni sérstaklega
eftirtektarverð, bæði vegna kosta
hans og galla. Æviferill þeirra
manna, sem brokkgengir þykja í
æsku og uppvexti, en umbreyta
þeirri orku, eins og Kristján í
athafnir og ráðdeild með árum
og reynslu, er ólíkt forvitnilegri
og umhugsunarverðari en hinna,
'sem aka óaðfinnanilega slétta
braut meðalmennskunnar frá
vöggu til grafar. í niðurlagsorð-
um þáttarins dreg ég þá álykt-
un af þeim upplýsingum, sem
fram hafa verið taldar þar um
Kristján, að hann hafi verið bú-
inn miklum, en alveg óvenjuleg-
um andhverfum eiginleikum, ým-
ist jákvæðum eða néikvæðum, en
á lífsferli sínum hafi honum tek-
izt að yfirvinna hina síðartöldu,
svo hinir nytu sín. Með tilliti til
þess hafi ekki verið ástæða til
að draga fjöður yfir þá annmarka
sem hann gekk með, framan af
ævi. Hann var fyllilega maður til
að standa undir, því að honum
væri lýst, eins o'g hann kom
mönnum fyrir sjónir, jafnvel þó
þar flyti sitt hvað með, sem ekki
þykir hæfa að rekja í venjulegri
líkræðu. Hann vann nefnilega
þann sigur í lífinu, sem flestum
gengur örðugast að ná — að sigr-
ast á sjálfum sér. Þess vegna er
hann frásagnaverður, þó öld hans
sé um garð gengin.
Miðað við þau ummæli i upp-
hafi ritdómsins að umræddur þátt
ur væri ómerkilegur og óábyggi-
legur, hefði mátt búast við að
reynt yrði að vefengja þau um-
mæli um Kristján, sem þar er
vitnað til, og telja mætti honum
til hnjóðs. Engin tilraun er þó
til þess gerð. Hins vegar eru
höfundi þáttarins lögð þau orð í
munn um Kristján, að hann hafi
verið nirfill, skepnuníðingur og
kotbóndi, sem að vísu getur ekki
talizt lastyrði í sjálfu sér„ þó rit-
dómaranum þyki niðrun í því fel-
ast. Sá galli er á þessari upptaln-
ingu, að engin þessara tilgreindu
orða eru finnanleg í þættinum,
né heldur nokkur samsvarandi
ummæli, sem leggja mætti því-
líka mannlýtamerkingu í. Og það
sem meira er og merkilegra:
Hverju einu þessara þriggja í-
mynduðu ummæla svarar þáttur-
inn sjálfur með frásögnum um
athafnir Kristjáiis. sem sýna al-
gera andstöðu við þau mannlýti,
sem höfundurinn er talinn hafa
eignað honum, og skulu nú þær
frásagnir rifjaðar upp:
I þættinum eru færð gild rök
fyrir því, m.a. með tilvitnunum í
framtalsskýrslur, að strax frá því
að liðin eru 3 ár frá búskapar-
byrjun Kristjáns rekur hann stði
bú, eftir því sem þá gerðist. og
svo jafnan síðan. Myndi því hafa
verið'fjarstæða að nefna hann kot-
bónda. Þá er tekið fram að hann
hafi ávallt farið vel með búfé
sitt, og öðrum betur á þeim tíma,
enda jafnan haft af því tryggan
arð hversu sem áraði. Má ef til
vill segja, að þetta sanni ekki út
af fyrir sig uip mannlund Kristj-
áns gagnvart skepnum, heldur
fyrst og fremst þau hyggindi, sem
í hag koma, sem hann var ríkur
af. Hitt verður ekki metið á þá
vog, sem um er getið, að hann
lét jaifnsnemma eða jafnvel fyrr,
hlynna að hesti og hundi gesta,
sem hann heimsóttu, en gestun-
um var unnin beini. Þannig hugsa
ekki skepnuníðingar, og breyta
því síður. Þá er hið þriðja, að
Kris'tjiáni hafi verið lýst sem nirfli.
Fer það alls fjarri að nokkrar
heimildir ætli honum slíkt. Má að
sönnu vera að honum hafi verið
um geð að rélta þeim gjafir, sem
hann taldi ónytjunga, en konu
sína lét hann einráða um að gefa
af gnægð þeirra, og dæmi eru
færð til þess að hann lét sér vel
farast í öllum viðskiptum, og oft
af fullri rausn. Enn má það til
færa að hann hafi þann metnað
fyrir eigin hönd að klæðast bet-
ur og vanda til alls síns ferðabún-
aðar en aðrir menn í hans stétt.
Er slíkt síður en svo nirfilsein-
kenni.
Þannig reyndust þessi ímynd-
uðu umimæli um mannlýti í frá-
sögu þáttarins éin samfléttuð
markleysa. En leitt er til þess að
vita að vopnin snúast þannig í
hendi ritdómarans. að þessar til-
búnu getsakír hans gefa hverjum
lesanda, sem ekki veit annað um
Kristján en það sem í ritdómin-
um stendur, grun um það
að almannarómurinn áður fyrr,
hafi eignað Kristjáni þær ávirðing
ar í líferni sínu, sem sonarsonur
hans er hér að andæfa, alveg að
tilefnislausu. Ilann virðist ekki
hafa komið auga á, eða hugsað
út í, hvaða óleik hann gerir minn-
ingu afa síns með þessu. Auðsjá-
anlega hefði hann þurft að velja
sér vandaðri aðstoðarmann við
samningu þessarar ritsmíðar.
Þættinum um Kristján Jóhanns
son var af minni hálfu ekki ætlað
að vera nein ættarsaga, heldur
einungis persónusaga hans sjálfs.
Þó var barna hans getið og dval-
arstaður þeirra, eftir að foreldrar
þeirra falla frá. Þá fluttist dótt-
irin, Frímannía, að Baldurheimi
við Mývatn, og átti þar heimili til
æviloka. í því sambandi ber bróð-
ursonur hennar, ritdómarinn,
fram þær lúalegu getsakir að
erfðahlutur Frímanníu, sem hann
álítur að hafi verið „gríðarmikið
fé“ hafi „gufað upp furðu fljótt“.
eftir að hún fluttist inn í Mý-
vatnssveit, og mælist til að ég
ráði þá gátu með hverjum hætti
það hafi orðið.
í þættinum um Kristján tók ég
fram, að erfðaskipti á búi þeirra
hjóna hafi ekki borið undir opin-
beran skiptaráðandia, þar eð erf-
ingjarnir voru fullmyndugir. Nán
ar frásagt eru málavextir þeir, að
þegar Kristján deyr (1904) ber
viðkomandi hreppstjóri fram þá
ósk við skiptaráðanda að ekkjan
fái að sitja í óskiptu búi, og sé
það samkvæmt tilmælum Kristj-
áns, áður en hann dó, og með
samþykki erfingja. „Nokkur efni“
stendur í þessu bréfi hreppstjóra.
Þegar svo ekkjan fellur frá, fjór-
um árum síðar, kemur sameigin-
legt dánarbú þeirra til einka-
skipta milli hinna myndugu erf-
ingja. f tilkynningu hreppstjóra
til sýslumar-ns stendur þá „all-
mikil efni’‘ og er ekki auðvelt að
\
meta nákvæmlega muninn á því
við fyrri umsögn hans, en hvern-
ig umsögnin gefur til kynna að
um „gríðarmikið fé“ hafi verið að
ræða meðan óskipt var, og því
síðan væri réttmætt að álykta að
slík umsögn ætti við um hvorn
skiptahlutinn fýrir sig. En aðrar
upplýsingar um efnahaginn er
ekki að hafa úr opinberum skýrsl-
um.
Þessu næst er rétt að víkja að
ástæðunum fyrir því að Frímann-
ía flutti búiferlum inn í Mývatns-
sveit. Þar virðist engin tilviljun
hafa ráðið. Tildrögin voru þau, að
ári, eða svo, fyrir dauða sinn
gerði Kristján sér ferð inn í Mý-
vatnssveit, á fund Sig-urðar bónda
Jónssonar í Baldursheimi. Munu
þeir hafa verið töluvert kunnug-
ir frá fyrri tíð, því Sigurður var
einn þeirra manna, sem Kristján
lánaði fé til jarðakaupa, senni-
lega nál. 20 árum áður en hér
var komið sögu, og sú skuld því
löngu greidd. Hins vegar var Sig-
urður af þeirri gerð manna, að
hugsun og háttum, sem ætla má
að Kristjáni geðjaðist að og bæri
traust til, eins og berlega kom
fram af erindi hans. En það var
í stuttu máli það, að leita sam-
komulags um það við Sigurð og
konu hans, að Frímannía mætti
eiga heimili í Baldursheimi að
þeim foreldrum hennar látnum og
meðan hún þyrfti við. Munu þau
Baldursheimshjón hafa gefið já-
kvæð svör um þetta, eftir því
sem á daginn kom síðar. Þá mun
Kristján og hafa mælzt til þess að
Sigurður yrði eins konar meðráða
maður dóttur sinnar um fjármál
hennar, en engar líkur benda til
þess að hann hafi verið iögskip-
aður fjárhaldsmaður hennar,
enda naumast riðeigandi, gagn-
vart konu á bezta aldri, fullvinn
andi og við sæmilega heilsu. Ilins
vegar verða engar getur að því
lei’ddar hvað hafi knúið á fyrir
Kristjáni að tryggja þessari fer-
tugu dóttur sinni lífstíðarhcimili,
allfjajri uppvaxtarstöðvum henn-
ar (iog vandafólki. En slík var
fyrírhyggja Kristjáns um marga
hluti, og eflaust hefur hann
stefnt að þessari ákvörðun að
vandlega íhuguðu ráði.
Þegar til þess dró, vorið 1908,
að gera arfaskipti í dánarbúi
ekkju Kristjáns, fór Sigurður í
Baldursheimi austur að Nýhóli til
að vera við skiptir, fyrir Frímann
íu hönd, ásamt með Árna prófasti
Jónssyni á Skútustöðum, sem
kunnugur maður hefur tjáð mér
að hafi mætt þar í sama tilgangi,
einnig að áður gerðu fyrirlagi
Kristjáns. Vafalaust hefur þar ver
ið gerður skriflegur skiptagern-
ingur, sem allar líkur mæta fyr-
ir að enn ætti að vera að finna
í eftirlátnum skjölum Jónasar,
föður Júlíusar, og því hæg heima
tökin fyrir hann að kanna það.
Um einstök atriði í skiptagerð
þessai’i varð almenningi hér eðli
lega ekki kunnugt, að öðru leyti
en því, að í skiptahlut Frímanníu
kom bújörð foreldra hennar, Ný-
hóll, og nokkuð af kvikfé. Leigði
hún jörðina um langt skeið og
var landsskuld greidd í fóðrum á
fé hennar, en að því leyti sem
það var fleira en því nam, vann
hún ýmist fyrir því á sumrin, eða
keypti það niður til fóðurs á Hóls-
fjöllum. í hlut Jónasar bróður
hennar hefur þá komið kvikfé að
öðru leyti, og svo búsmunir, sem
naumast hafa verið mikils virði.
Af þessu má draga þá ályktun. að
þegar til skipta kom á reiðufé,
eða innstæðufé. sem ætla má að
hafi verið töluvert, hafi
mun meira af því verið í hlut
Jónasar en systur hans, sem tók
við jarðeigninni m. m. sem áður
segir. Varð þess. aldrei vart að
Frímannía hefði hér handbært fé,
nema til daglegra þarfa, og engar
spurnir eru af því að hún lánaði
mönnum hér fé, en hitt má vera
að hún hafi átt einhverjar fjár-
upphæðir í banka.
Eftir að Sigurður í Baldurs-
heimi féll frá, haustið 1911, virð-
ist svo sem Jónas, bróðir Frí-
manníu liti á sig sem sjálfkjör-
inn meðráðamann hennar um alla
fjárgæzlu. Kom hann þrásinnis til
fundar við hana í Baldursheimi,
auk þess sem hún dvaldi oft á
Hólsfjöllum lengri og skemmri
tíma á sumrum, vegna sauðfjár-
eignar sinnar, og svo til að hitta
skyldfólk sitt og aðra kunningja.
Var hún aldrei bundin heimilis-
störfum í Baldursheimi nema eft-
ir eigin ástæðum, enda í „hús-
mennsku" þar eða sjálfsmennsku
og réði öllum daglegum gerðum
sínum og vinnubrögðum.
Af því sem hér hefur verið
dregið fram má ráða það tvennt
að upplýsinga um efnahag Kristj-
áns Jóhannssonar. þegar dánarbús
skiptin fóru fram eftir konu hans
ætti að vera að leita í eftirlátn-
um skilríkjum Jónasar sonar
þeirra, þar serp hinn umrædda
skiptagerning et að finna, hafi
hann ekki verið eyðilagður. í
öðru lagi er réttmætt að álykts,
að ef hinar tíðu heimsóknir Jón-
asar til gystur sinnar í Baldurs-
heim hafa byggzt á gagnkvæmum
trúnaði milli þeirra systkinanna
þá hafi enginn maður haft sam-
bærilega aðstöðu til að fylgjast
með því. hvort og þá af hvaða
ástæðum orðið hafi „uppgufun"
á eignum þessarar einstæðings
konu, framar því sem eðlilegt
mátti teljast hjá roskinni mann-
eskju, sem ekki var heilsuhraust
á efri árum og þurfti að kosta
til verulegu fé vegna læknisað-
gerða og sjúkrahúsvistar.
Hinar illkvittnislegu getgátur
Júlíusar í lok ádrepu hans um að
eignir frændkonu hans, sem hing-
að flutti inn fyrir 60 árum, hafi
þorrið hér með tortryggilegum
hætti og vekja helzt grun um að
hún muni hafa veiiið féflett í stór-
um stíl, falla því marklausar til
jarðar, þegar málavextir hafa ver-
ið athugaðir.
(Greinin hefur beðið birtingar
lengur en ætlað var).
é Slöngur Hjólbarðar %
1 barðaviðgei um við keð ierum í deí 1
Hjólbarðaverkstœðið
HRAUNHOLT
v/Miklatorg
OPIÐ FRÁ 8-22 — SÍMI 10300
RAFSUÐUTÆKI
handhæg og ódýr.
Þyngd 18 kg.
Sjóða vír 2,5—3,00
—3,25 mm.
RAFSUÐUÞRÁÐUR,
góðar teg. og úrval.
RAFSUÐUKAPALL
25, 35, 50 mm.
S M Y R I L L
Ármúla 7. Sím 12260. i
41
VELJUM ISLENZKT <H> (SLENZKAN IÐNAÐ
r\ r 1 L,
SKARTGRIPIR
UWI L=i 1—,
Modelskartgripur er gjöf sem ekkj gleymist. —
/
- SIGMAR & PÁLMI -
' * i ,
Hverfisgötu 16 a. Simi 21355 og Laugav. 70. Slml 24910