Tíminn - 19.07.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.07.1968, Blaðsíða 12
12 í ÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 19. júlí 1968. Þórólfur frá keppni Alf—Reykjavík. — Það var mikið áfall fyrir íslenzka landsliðið að missa fyrirliða sinn, Þórólf Beck, út af snemma í leiknum vegna meiðsla, er hann hlaut. Og ekki verður þetta minna áfall fyrir KR, því að meiðsli Þórólfs eru sennilega það al- varleg, að hann verður frá Bátur týndur KJ-Reykjavík, fimmtudag. f kvöld var hafin leit a'ð vélbátnum Öldunni KE 110, en báturinn fór í róður klukkan þrjú síðdegis í gær og ætlaði á handfæraveiðar í Faxaflóa. Tveir menn eru um borð, en báturinn er í kringum þrjú tonn. Slysavarnafélagið var að láta hefja leit að bátnum um ellefu leytið í kvöld, og átti m.a. að leita úr lofti. Þá var verið að hefja leit á bátum frá Suðumesjum. Flugvél frá nýja flugfélaginu í Keflavík, Þór, var meðal annars á lofti að leita. BERIÐ AÐ HONUM HÁKARL IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. í viðtali við mann sem er að leita að steik kom fram vegna misskilnings, að hann hefði rætt við blaðamenn á vegum Flugfélags íslands. Þetta er þannig vaxið, að maðurinn kom hingað með Flug félagsvél, og hafði óskað eftir að komið yrði á blaðamannafundi. Við því var orðið eins *og annarri fyrirgreiðslu. Maður þessi mun vera að gefa út matargerðarbók í annað sinn, aukna og endurbætta og segist ætla að bæta í hana kafla um íslenzkan mat. Mun þessi mikli steikarleitarmaður fyrst og fremst eiga það erindi hingað að kynnast mat okkar. Má þá hvorki gleyma að gefa hon um súra selshreyfa og súra hrúts punga, og bera að honum hákarl. Að öðru leyti hefur ekki annað gerzt en haldinn hefur verið blaða mannafundur um mataráhuga, og er það víst ekki vitlausara tilefni en viðgengst í þeim efnum. Kjördæmis þingá Hólmavík Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vestfjarðakjördæmi verð ur haldið á Hólmavík dagana 27. og 28. júlí n.k. Þingið verður sett klukkan þrjú eftir hádegi á laug- ardag. æfingum og keppni næstu vikurnar. Þórólfur lenti í einvígi við einn af norsku varnarleikmönnunum á 9. mínútu leiksins. Fékk hann djlúpt sár á vinstri fótlegg og voru saumuð 15 spor. Sárið var svo djúpt, að einnig þurfti að sauma saman vöðva með fj'órum sporum. Það er því sennilegt, að Þór- ótóur verði frá æfingum a.m.k. þrjár næstu vikurnar og keppni um ófyrirsjáanlegan tíma. Þórólfur Beck. PÚSSNINGA- SANDUR til sölu. Er byrjaður aftur að selja púsningasand. Sama lága verðið. Upplýs- ingar í síma 6519 eða 6534. Guðlaugur Aðalsteinsson, Vogum. Austurferðir i Til Gullfoss og Geysis, um Selfoss, Skeið, Skálbolt, — fjórar ferðir 1 viku. — Um Hrunamannahrepp þrjár ferðir í viku. Til Lauga- vatns alla daga. I • • T > Ólafur Ketilsson, BSÍ I Sími 22300. MÁLMAR Kaupi alla málma, nema járn, hæsta verði. Stað- greitt. Opið alla virka daga kl. 9—5 og laugardaga kl. 9—12. ARINCO, Skúlagötu 55. Símar 12806 og 33821. Halldór t.v. og Magnús Jónatansson fch. í baráttu við Tryggve Bornö. mjög óánægð íslenzka liðið Peiffher ur með Walter Pfeiffer sagði eftir leikinn: — Já víst er ég óánægður með leikinn, ég hafði búizt við betrí árangri. En það er nu einu sinni svo, að fsl. knatt spyrnumenn eiga mikið eftir að læra. Annars er ósköp eðlilegt að liðið tapi, þetta virðist fara eftir fólksfjölda á Norðurlönd unum, Svíar eru beztir, Danir næstir, Norðmenn þarnæstir og loks íslendingar lakastir af þessum fjórum, enda aðeins 200 þús. , — Var ekki fyrirfram ákveð ið að setja mann eða menn til höfuðs Olav Nilsson? — Jú mikil ósköp, ■ýmislegt var fyrirfram ákveðið. T. d. hef ég verið að reyna að kenna strákunum það sem ég kalla „konsekvent dækning" eða samræmda völdun. En í þess um leik brást það algjörlega, leikmenn okkar >gerðu allt sitt til þess að „dekka“ en það fór allt út í endalausan eltingaleik og mestur tíminn fór í að elta einstaklingsleikmenn í stað þess að byggja upp samspil. Fararstjóri norska landsliðsins sagði eftir leikinn: Við vorum hræddir fyrir þennan leik og héldum að íslenzka liðið væri betra. Okkar menn léku mjög vel í fyrri hálfleik, en i þeim seinni voru liðin miklu áþekk ■ ari. Eins og norska liðið lék í fyrri hálfleiknum var það tölu vert mikið betra heldur en í tapleiknum við Pólv. og Dani núna fyrir st.uttu. Það sem réði úrslitum var þó að „lykil leikmenn" okkar þeir Olav Nil sen (7) Harald Berg (nr. 9) og Trygve Borne (nr. 6) áttu allir sérlega góðan leik. — Hvernig þótti yður leikur ísl. liðsins? Liðið spilar ekki nógu „tekn iska“ knáttspyrnu, það byggir of mikið á höi’ku, baráttu og einstakiingsleik. Það sást aldrei neitt hjá ísl. liðinu í líkingu við það, sem strákarnir okkar sýndu í upphlaupunum sem mörkin urðu úr. — Norsku leikmennirnir létu í ljós óánægju sína yfir dóm aranum, fannst yður hann lika vera of mikill „íslandsvinur". — Við skulunx nú ekki segja það þánnig. Ég myndi frekar segja, * að ég hefði séð betri dómara. Mér fannst hann hefði átt að dæma strangt þegar í upphafi til þess að leikurinn harðnaði ekki svo mikið og raun bar vitni. Hann missti völd in á leiknum í seinni hálfleikn um, þannig að allt of mikið varð um „tackling" og svo voru nú sumir dómarnir skrítn ir. Ólafur Jónsson tollvörður: Ég get nú ekki mikið sagt, en mér fannst íslenzka liðið miklu lélegra en búast hefði mátt 'við. Norska liðið er ekkil bað sterkt að íslenzka liðið hefði átt að géta miklu xneira. Það eru allir á einum báti í íslenzka liðinu, og virtist seip enginn liðsmanna nennti neitt að vinna. Elías R. Helgason, verzlunar stjóri. Það er nú lítið hægt að segja eftir svona leik en mér fannst dómarinn beztur í íslenzka lið inu. Halldór Jóliannesson, gjald- keri: Aldrei séð hörmulegri sjón en þetta, hér á vellinum. Aldrei séð létegra ísl landslið en betta. Norðmennirnir fannst mér aftur á móti vera léttir og frískir oe vel hreyfanlegir. Runólfur Elentí^usson, prentari: Þeir hefðu átt að láta ungl- ingalandsliðið keppa núna og gefa þeim þannig tækifæri til að leika einn „alvöru“ leik. , Eggert Vilhjálmsson prentari. Þetta er alveg afburða lélegt hjá íslenzka liðinu. Vantar al- veg tengiliðina, og eins og liðið slitni í sundur um þá. Vörnin hörfaði alltaf í stað þess að fara á móti. Leikuiúnn finnst mér hafa einkennzt af viljpleysi hjé íslendingunum Norðmennirnir eru aftur á móti leikglaðir, og hafa allt fram yfir íslendingana í knattmeðferð, finnst mér. Arnaldur Þór, garðyrkju- bóndi: Hörmung — hrein hörmung. Víkingur í fallhættu Víkingur er nú í fallhættu í 2. deild! Hversu ótrúlegt seín hetta hljómar. er haS samt satt. FH-ingar sigruðu i Þrótt í fyrrakvöld í a-riðli 2. deildar með 4:1 og bar með hlutu FH-ingar 6 stig. Þróttar ar voru fvrir með 5 stig og Haukar höfðu unnið riðilinn, hlotið 9 stig. En á botninum sitia nú Víkingar með 4 stig. Leika Víkingar fallbaráttu- leik gegn annað hvort ísfirð- ingum eða Selfvssingu'/i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.