Tíminn - 28.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.08.1968, Blaðsíða 3
3 MTOVIKUDAGUR 28. ágúst 1968. TIMINN Leið yfir Dubcek - Smrkovsky grét Framhald af bls. 1 herflokkunum út fyrir landamær- in sem fyrst, til þess að binda enda á núverandi ástand og forða blóðsúthellingum. Aðalritarinn varaði við ögrun- um sem beint væri gegn sósíalism anurn og bað þjóðina að treysta því að leiðtogarnir gerðu það sem af þeim væri vænzt. Einstöku raddir hafa látið í ljós efasemdir um samkomulag það sem tekizt hefur, en Tékkóslóvak- ía mun aldrei hvika frá hugmynd unum um mannúð og lýðræði, sagði Duhcek. Duheek lýsti því yfir, að hann væri sannfærður um að Tékkum myndi takast að skapa stjórn- málstefnu sem lokum myndi leiða af sér eðlilegt ástand aftur. — Eins og staðreyndirnar blasa 'við í dag, verðum við að finna einhverja leið út úr þeim ógöng- um sem við erum í núna. Sú leið • er brottför herjanna í áföngum ,— tortryggni er skaðíeg, > sagði Duhcek. Dubcek lagði höfuðáhcrzlu á I ræðu sinni, að ástandið í landinu •yrði að komast í eðlilegt horf, því það væri undirstaða þess að hægt væri að aðhafast annað frekara. Dubcek var mjög hrærður og varð hvað eftir annað að gera stutt hlé á ræðuflutningi sínum. Hann átti í erfiðleikum við að enda ræðuna, þagnaði mörgum sinnum, þannig að áheyrendurnir fengu þá hugmynd að tárin blind- uðu hann svo að hann sæi varla á ræðuhandrit sitt. ★ Sovézku hervagnarnir í Prag fóru að færa sig út fyrir borgina í dögun í morgun, og í miðborg Prag sást varla brynvagn er líða tók á daginn. Hins vegar starfa sovézku eftirlitsstöðvarnar í út- borgunum ennþá og þar eru sovézkir hervagnar á ferli um göt umar. ir Fögnuður Pragbúa yfir því að hemámsliðið var í dag í óða önn við að flytja sig út fyrir borgina, breyttist snögglega í sár vonbrigði, þegar fréttist um efni nauðungarsamkomulagsins senr ■gert var í Moskvu, og skilyrði þau sem sett voru af hálfu Rússa. Fjöldi bíla ók um götur Prag síðdegis í dag og var dreift úr þeim dreifimiðum, þar sem á stóð aðeins eitt orð: SVIK. ir Þúsundir æstra Tékka fóm Blóði drifinn fáni Tékkóslóvakíu og rússneskur skriðdreki á götu í Prag. í hópgöngu frá Wenceslas-torginu til þjóðþingsins í Prag og hróp- uðu: „Við viljum fá að heyra allan sannleikann“. ★ DPA fréttastofan skýrði frá því í dag að Dubcek, leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins hafi virzt úttaugaður af þreytu við komuna til Prag í morgun- sárið. Frá flugvellinum var honum ekið til Ilraduquin-hallarinnar, að setursstað Svoboda forseta, en er hann steig út úr bifreiðinni þar leið yfir flokksleiðtogann, svo hafa erfiði og raunir síðustu daga fengil á hann. ★ Alois Indra, sem talinn er vera hliðhollur Rússum, fékk hjartaslag meðan á viðræðunum stóð í Moskvu, og liggur hann nú á sjúkrahúsi í hinum sovézka höfuðstað. ★ Að sögn AFP fréttastofunn ar kom ríkisstjórn Tékkóslóvakíu saman til fundar í Prag i dag, m.a. til þess að ræða skýrslu Svoboda forseta um viðræðurnar í Moskvu. Ríkisstjórnin mun koma aftur saman á morgun. ir Skömmu eftir komuna til Prag í morgun skýrði Josef Smrkovsky, forseti þjóðþingsins, öllum þingmönnunum frá sam- komulagi því sem náðist í Moskvu. í stuttri ræðu þakkaði Smrkovsky þjóðþinginu þrautseigju þess með an á samningaviðræðunum stóð í Moskvu og hann beindi einnig þökkum til blaða og útvarpsstöðva fyrir frammistöðu þeirra undan- farna daga. — Þetta var nauð- synlegt samkomulag, og það er ekki ósigur fyrir okkur, sagði Smrkovsky við þjóðþingsmennina, sem sátu grafkyrrir og hljóðir undir ræðu ahns. Smrkovsky tár- aðist hvað eftir annað meðan hann talaði og brast jafnvel í grát. Er hann hafði lokið ræðunni, hrópuðu þingmennirnir: — Við viljum fá að vita allan sannleik- ann — og — Lengi Ufi Tékkó- slóvakía. ic Það var liður í því samkomu lagi sem náðist í Moskvu, að Tékkar urðu að fallast á að sovézkar hersevitir verði fram- vegis staðsettar á landamærum Tékkóslóvakiu og Þýzkalands. — Hins vegar verður ekkert herlið á landamærunum að Austurríki. ir Að öðru leyti verður herlið Varsjárbandalagsins ekki á tékk- nesku landsvæði. Hernámslið það sem nú er í landinu mun verða flutt á brott í þrem áföngum. Fyrst út úr bæjum og borgum, síðan til eigin herbúða og loks út úr landinu. Hvað liðsflutning- ar þessir eiga að taka langan tíma veit enginn, en að sögn her- námsaðilana mun herliðið verða á braut jafnskjótt og þess er ekki lengur þörf og ástandið orðið eðli legt í landinu. ir Yfirmaður tékkneska hers- ins hefur fengið skipun um það að koma í veg fyrir átök eða deilur, sem truflað geti daglegt líf og einnig hefur þess verið farið á lejt við hann, að hann haldi nánu sambandi við vinaherdeildirnar, þ.e. innrásarlierinn. ir Sovétríkin hafa boðið Tékk- um lán sem nota á til þéss að bæta tjón af völdum innrásarinn ar og til þess að koma iðnaðinum á laggirnar aftur. ir Þulirnir í hinum leynilegu „frjálsu" útvarpsstöðvum, byrjuðu, að kveðja hlustendur sína í kvöld,; að sögn AFP. Rödd margra þeirra var bitur og virtust þeir vera,' gráti næst. Útvarpsstöðvarnar 12,/ sem frá leynilegum sendistöðvum' hafa fært Tékkum og útlending-' um fréttir af þróun mála í land' inu, verða nú opinberar, en lík- lega ekki eins frjálsar og áður. Þetta getur m.a. þýtt það, að, sumar þær raddir er höfðu heyrzt; í þessum stöðvum siðustu daga,; muni hætta að heyrast. ★ Allar stöðvamar lögðu á- herzlu á að þær væru enn trúar, stefnu Dubceks. Þulurinn í Aust-, ur-Maehren útvarpsstöðinni kvaddi á þennan hátt: Biturleik-, urinn hrjáir mig. Við skulum, hugsa um samstöðu okkar, um frelsi okkar. Látum ekki fótum troða okkur. Sá sem sáir vindi,' uppsker storm. Það var hald manna í Prag, að' sumar þær stöðvar sem hafa ver- ið löglegar neðanjarðarútvarps- stöðvar, geti komið til með að, Framhald á bls. 14. Viða rætist úr mei heyskapinn Dagana 24. — 26. þ. m. ferðað- Dali, Barðastrandasýslur og fsa- ist Harðærisnefnd um Snæfellsnes, fjarðarsýslur. Hélt nefndin fundi með stjórnum búnaðarsambanda, hreppsnefndaroddvitum, héraðs- ráðunautum og forðagæzlumönnum á þessu svæði. Víða hefur rætzt bet ur úr en á horfðist með heyöflun og í sumum sveitum er útlit fyrir, að heyskapur verði í góðu meðal- lagi. f nokkrum sveitum er þó aug ljóst, að um tilfinnanlegan hey- skort verður að ræða vegna nýrra og gamalla kalskemmd í túnum. Flestir bændur reyna að bæta úr heyskortinum með heyskap á eyðibýlum og engjaslætti. Sumir hafa þegar keypt nokkurt heymagn úr fjarlægum héruðum og aðrir óska eftir að fá hey keypt. (Frá Harærisnefnd). ----------------/---------- Byrjað að rífa Fjárborg ; í dag var byrjað að . rífa | fyrstu kindakofana í Fjárborg | í Reykjavík. Mun vera ætlun J in að rífa í fyrstu fimm eða sex hús, og hafa eigendur þeirra gefið leyfi sitt til að húsin verði rifin. Á myndinni sjáum við hvar eigendur eni að rífa þakplöjur af húsunum, áð ur en kranakjafturnn „rífur luisin í sig.“ (Tíinamynd Gunnar) Jón Bjarnason frá Skarði látinn AK-Reykjavík, þriðjudag. Jón Bjarnason frá Skarði til heimilis ða Álfhólsvegi 96 í Kópa vogi, lézt aðfaranótt þriðjudagsins , Framnald a Dls 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.