Tíminn - 28.08.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.08.1968, Blaðsíða 16
181. tW. — MiSvHcudagur 38. ágúst 1968. — 52. árg. GAF ÆSKULYÐSRAÐI RVÍKUR FIMM ÞÚSUND SILUNGSSEIÐI KJ-Reykjavík, þriðjudag. f dag fékk ÆskulýðsráS Reykja víkur höfðinglega og sérstæða gjöf. Skúli Pálsson á Laxalóni gaf ráðinu fimm þúsund silungaseiði, sem sett voru í Haíravatn og Rauðavatn. Svo sem kunnugt er, þá rekur Skúli eldisstöð að LaxaLóni fyrir ofan Reykjavík, og hefur gert um árabil. Selur hann seiði, misjafn- lega gömul, út um allt land. Hann hefur komið sér upp mjög full- komnum útbúnaði í þessu sam- bandi, eldishúsi og sjálfvirkum fóðrurum. Skúli fær hrogn úr beztu laxastofnum landsins, og er mikiL eftirspurn eftir seiðum frá Laxalóni. Skúli sagði í dag, að hann vildi með þessari gjöf sinni glæða á- huga unglinganna í Æskulýðsi'áði á ræktun fisksins, jafnframt því sem hann vildi stuðla að aukinni starfsemi stangveiðiklúbbsins sem starfandi er innan ráðsins. Auk nokkurra ungiinga úr stangveiði- klúbbnum tóku á móti gjöfinni í dag, þeir Reynir Karlsson fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs, og tveir starfsmenn þess, Jón Páls- son og Haukur Sigtryggsson. Var farið með seiðin frá Laxaióni upp í Iíafravatn og Rauðavatn. Æsku- lýðsráð mun fá veiðiréttindi í Hafravatni með því að leggja til þessi seiði, en hvað snertir Rauða vatn, má segja að frekar sé um tilraunastarfsemi að ræða. Fiskur hefur fengizt úr vatninu í sumar, og telja sérfræðingar að þrátt fyrir að það sé mjög grunnt, þá sé möguleiki að rækta fisk í því. Landsbóka- safniö er 150 ára Landsbókasafn íslands er 150 ára í dag. Verður afmælisins minnzt með samkomu í Þjóð- leikhúsinu kl. 16.30 og sýningu í Safnahúsinu, þar sem rifjaðir verða upp nokkrir þættir í sögu safnsins. Sú sýning mun standa í and- dyri Safnahússiits næstu urnar. vik- LandsbókasafnshúsiS viS Hverfisgötu. HITAMÆLINGAR Á JARÐ- HITASVÆÐUM ÚR FLUGVÉL SeiSin flutt úr eldiskörum frá Laxalóni. SJ;Reykjavík, þriðjudag. f dag var til sýnis á Reykjavík- urflugvelli flugvél, sem rannsókna stofnun bandaríska flughersins á og notuð hefur verið undanfarin þrjú sumur hér á laiuli við liita- mælingar úr lofti einkum á jarð liitasvæðum. Margt manna skoðaði flugvél þessa, sem búin er mjög fullkomn uin útbúnaði, m. a. margir íslenzk ir vísindamenn og bandaríski pró- fessoi'inn Rauer, er styrkt hefur Surtseyjarrannsóknir með mikl- um fjárhæðum undanfarin ár. Sumaxið 1966 hófust hitamæling ar á eldfjalla- og jarðhitasvæðum hér á landi úr lofti í tengslum við jarðfræðirannsóknir á jöi'ðu niðri. Rannsóknir þessar eru framkvæmd ar af þremur amerískum rann- sóknarstofnunum í samvinnu við íalenzka vísindamenn, einkum Guð mund Pálmason og aðra sérfræð inga Jarðhitadeildar Orkustofnun ar. Rannsóknarráð ríkisins hafði milligöngu um samstarf þetta. Hinir þrír amerísku aðilar eru: Rannsóknarstofnun flughersins, Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna og Tækni- og vísindastofnun Mich igan háskóla. Dr. Richard S. Williams, jr., sem er jarðfræðingur við Rannsókna stofnun flughersins, stjórnar þessu | starfi. Dr. Jules D. Friedman, jarð (Timamynd Gunnar) | fræðingur, sér um þátt Jarðfræði Héraðsmót að Bifröst í Borgarfirði Ólafur DaviS Héraðsmót Framsóknarmanna í Mýrasýslu, verður haldið að Bif röst í Borgarfirði sunnudaginn 1. September og hefst kl. 9 síðdegis. Ræðu og ávarp flytja Ólafur Jó- hannesson, formaður Framsóknar flokksins, og Davíð Aða-lsteinsson Arnbjarnarlæk. Skemmtiatriði annast Sigurveig Hjaltested og Guðm. Guðjónsson sem syngja einsöng og tvísöng við undirleik Skúla Halldórssonar, tónskálds. Hilmir Jóhannesson fer með gamanþátt. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar leikur og syngur milli dagskráratriða og fyrir dansi. FramsóknaríéiL Mýrasýslu. Slasaðist mikið í um- ferðarslysi við Osló KJ-Reykjavík, þriðjudag. ] rétt utan við Osló, og slasaðist Á sunnudagskvöldið varð Óðinu hann mikið. Er hanu m. a. lærbrot Rögnvaldsson prentari fyrir bíl' Framhald á bls 14 stofnunarinnar og Dana C. Pai'ker, jarðfræðiverkfræðingur, við Mich igan háskóla, er til aðstoðar. Dr. Brian B. Turner, sem er jarðfræðingur við Rannsókna- stofnun flughersins, stjórnar vís- indastöi'fum úr flugvélinni. Flug vélin er fjögurra hreyfla skrúfu þota af gerðinni C-130 Hercules. Þetta eru vöruflutningavélar, en þessari hefur verið breytt mjög Framhald á bls 14 Hitamælingaflugvélin á Reykjavíkurflugvelli. (Tímamynd Sólveig) MARGIR VIUA SJÁ MARCEAU KJ-Reykjavík, þriðjudag. í dag var byrjað að selja miða í Þjóðleikhúsinu að sýningum Mar cel Marceau, látbragðsleikarans heimsfræga. • Myndaðist mikil bið röð við miðasöluna þegar, og munu flestallir miðarnir hafa selzt á skömmum tíma. Marcel Mareeau mun hafa tvær sýningar hér og er sú fyrri á föstu daginn, en hann hafði þrjár sýning ar hér síðast, við fádæma hrifn- ingu, og mun óhætt að fullyrða að fáir erlendir listmenn hafi gakið eins mikla hrifningu og hann gerði, að því er segir í frétt frá Þjóð- leikhúsinu. Á undanförnum árum hefur lista maðurinn verið mest á sýningar- ferðum bæði í Evrópu og einnig í Ameríku. Marceau, er fæddur í Strass- bourg árið 1923, en flutti ungur á- samt foreldrum sínum til Limoges. Árið 1943 kom hann fyrst til París- ar þar var hann fyrst kennari á, heimili flóttabarna og kenndi þeim m. a. málaralist og leiklist. Ári síðar innritaðist hann í leik-, listarskóla og lagði aðallega stund á nám í látbragðsleik. Meðal kenn' ax’a hans voru: Jean Louis Barr-' ault og Jean Vilar. byrjun deildi, Framhald á bls 14 Biðröð við Þjóðleikhúsið í gær. (Tímamynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.