Tíminn - 06.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1968, Blaðsíða 5
KÖSTUDAGIíR 6. september 1968. TIMINN ■ - •: i x 'iÚ W.WWAW : ! ■ ■ ill ' líiill ' ■' ........ : . / ■ |:pi| . . ■ :■ "*■' s V ■ Þessi unga kona sem er í ' fíióttamarinábuSum virðist vera mfög ánægð mitt í allsleysinu. ★ Hubert líumphrey, varafor- seti, hefur haft nóg að gera síðan hann var útnefndur fram hjóðandi demókrataflofeksins í næstu forsetafeosningum. S. 1. föstudag tok hann þátt í mik- itli kröfugöngu verkamanna í New York ogkom síðaí um dag- inn fram í nokkurskonar mara- þon-sj ónvarpsþætti hjá Jerry Lewis, gamanleikaranum fræga, sem tekin var upp á stóru hóteli þar í boEg. Hér sést hann skemmta sér vel af gríni Lewis — en gamarileikarinn hefur lýst ýfir stuðningi við forsetaefnið í kosningunum. Ást-æðan er sú, að hún er að búa sig undir há.degj^veæðinriv. sem hún heldur f hendinni, og telur sig án efa heppnari en margir landar hennar sem hafa látizt úr hungri. ★ Lawrence Spivak, sem hefur umsjón með bandaríska sjón- varpsþættinum Meet The Press lauk fyrir nokkru sjón varpsútsendingu með Hubert Humphrey, varaforseta, sem þykir fremur skrafhreyfinn, með þessum orðum: Já, herra varaforseti. Þá held ég að tími okkar sé útrunninn. Við höfum varla tíma til fleiri spurninga og alls ekki fyrir fleiri svör. ★ Lucille Ball, sem flestir sjón varp'sunnendur hér á landi kannast við úr sjónvarpsþátt- unum Lucy Show, er enn mjög vinsæl eða eins og Ameríkan- arnir „still goirig strong“ handan Atlantshafsins. Lucy Sibow befur niú verið við lýði í meira en áratug og fyrir nokkru fékk Lucy þriðju Emmiyverðlaunin fyrir þættina sína. Emmy-verðlaunin sam- svara Oscarskvikmyndaverð- laununum ein þau eru aðeins veitt fyrir ledk í .sjónvarpskvik myndum. Lucy hefur tólf sinn um verið nefnd í sambandi við þessi verðiaun og nú þegar hún tók við verðlaunum úr hendi Franks Sinatra, var því sjónvarpað um öll Bandaríkin. ★ Sex bandarískar komrr, þar á meðal sænskættaða leikkon- an Viveca Lindfors, hafa sett á stofn skrifistofu í New York þar sem þær hjálpa ungum Bandaríkjamönnum til þess að komast undan herskyldu með því að höfða til samvizku sinn ar. Skrifstofan sér meðal ann- ars um það til hvaða landa væntanlegir hermenn geti flutt til þess að losna við herskyldú. Auk þess ætla konurnar sex að sjá um lyfjaöflun bæði fyrir Norður- og Suður-Vietnam. ★ Karlmenn hafa sem kunnugt er lengi verið sannfærðir um það að þeir séu hið fallega kyn. Og til þess að undirstrika það hefur tízkuteiknarinn Stanley Hagler í New York hafið sölu á skartgripum fyrir karlmenn. Ekki aðeins skyrtu hnappa og bindisnálar, heldur einnig stór hálsmen úr göfug- um málmum og steinum. Þeir karlmenn í New York, sem nú vilja fylgajst með tízkunni ganga því með stór ■ hálsmen framan á sér og verður þess án efa ekki langt að bíða að þeir komi með tilheyrandi eyrnartokka. Það hefur vald'ið mikilli deilu og miklum blaðaskrifum hver ætti að taka við völdum á Spáni eftir daga Francos og hafa margir verið nefndir í því sambandi og þá helzt þeir frændur Juan Carlos og Hugo prins. Juan Carlos hefur fram að þessu þótt heldur líklegri, en hann er sem kunnugt er giftur Soffíu prinsessu af Grikk Inadi. Hugo prins er hims veg- ar giftur Irenu prinsessu af Hollandi og vakti brúðkaup þeirra heimsathygli á sínum tíma, þar sem Irena blátt áfram stakk af til þess að giftast honum. Nú þykir full- víst að Juan Carlos hreppi hnossið og verði kóngur á Spáni eftir daga Francos ein- ræðisherra. Enn hefur ekkert heyrzt um málið frá Franco. ★ Það er ekki svo ýk'ja langt síðan að við lá byltingu í Saudi-Arabíu og orsök þeirrar þyltingu var stúlkuandlit. Þeg- ar ungt stúlkuandlit án slörs birtist á sjónvarpsskerminum þar í landi, hótuðu prestar Mekku að steypa þessu synd- uga sam.félagi, hervörður var se,ttur um sjónvarpshyggimguua til þess að vernda hana og vopnuð lögregla var kölluð í sjónvarpssal til þess að koma í veg fyrir róstur. En Feisal veit sannarlega hvað hann er að gera. Hann gerði sér grein fyrir því að sjónvarp yrði að koma inm í landið, jafnvel þótt kóraminn barinaði allar tegundir af fólks myndum. Kóngurinn fékk þegna sina til þess að sætta sijj við sjónvarpið með.því að segja að andlit á sjónvarps's skerminum væri ekki það samá og mynd, og er sjónvarpið þar í landi mjög vinsælt, en þar eru ekki kvikm.ýndahús. ★ Fyrirtækið Booker Bros, sem aðallega hefur helgað sig skip um!, rommi og sykri, keypti nýlega 51% af hlutabréfum í fyrirtæki Agöthu Obristie, glæpasöguhöfundarins fræga. Ekki hefur verið látið uppi, fyrir hvaða upphæð fyrirtæk- ið keypti bréfin, en hún var að minnsta kosti ekki lág. Fær fyrirtækið því hluía af þei-m tekjum sem allar bækur henn ar, skrifaðar eftir 1955, afla. t'-VIH— Ósvífnar blekkingar Morgunblaðið heldur enn í gær uppi ósvífnum blekking- um um afstöðu íslendinga á Genfarráðstefnunum um land- helgismálið, en tekst heldur en ekki óhönduglega, eins og oft vill fara, þegar samvizkan er slæm. Morgunblatóð hafði skrökv- að því í forystugrein, í trausti þess að málið væri farið að fyrnast, að þeir hefðu barizt fyrir því, „Á TVEIM GENFAR RÁÐSTEFNUM“ að fá 12 míl- urnar samþykktar sem alþjóða lög þannig, að óheimilt væri að færa landhelgina lengra út. Tíminn andmælti þessu harð- lega og benti á þá staðreynd, að Alþingi hefði begar 1959, FYRIR SÍÐARI GENFARRÁÐ STEFNUNA, eirimitt sam- þykkt einróma yfirlýsingu um að takmarkið væri yfirráð landgrunnsins alls en algert lágmark nú væri 12 mílur. Með þessa yfirlýsingu fóru full trúar íslands á síðari Genfar- ráðstefnuna og í samræmi við hana greiddu þeir atkvæði á móti 12 mílna bindandi al- þjóðareglu um fiskveiðiland- helgi í hvaða tillögumynd sem hún birtist á þeirri ráðstefnu, fyrst undanþága fiskveiði strandríkja var ekki samþykkt. Þetta játar Mbl.v einnig í gær hreinlega og þar með að hafa skröfevað því, að 12 mflna bind andi alþjóðaregla hefði verið stefna íslendinga „Á TVEIM- UR GENFARRÁÐSTEFNUM“. Eða dirfist Morgunblaðið að drótta því að fulltrúum fslands á Genfarráðstefnunni 1960, að afstaða þeirra hafi verið ger- samlega andstæð einróma yfir- lýsingu Alþingis um landgrunn ið allt sem markmið? Það er tilgangslaust fyrir Morgunblað- ið að vitna í afstöðu á fyrri ráðstefnunni, þegar viðhorfið var allt annað. Það er afstaðan á síðari ráðstéfnunni, sem máli skiptir, og því eru það hættu- legar blekkingar, sem geta haft hin verstu áhrif, ef málgagn stærsta stjómmálaflokksins skrökvar því hvað eftir annað, að 12 mflna markið sem hind-, andi alþjóðaregla hafi verið „stefna okkar á tveimur Gen- far-ráðstefnum“. Hver á Vallastræit? Hvorki símamálastjórnin né Morgunblaðið hafa svarað spurningum þem, sem beint var til þeirra hér í þessum dálkum fyrir rúmri viku, um. það; hver ætti Vallasltrætið,'. með hvaða kjörum Sjálfstæðis- húsið hafi fengið það, þegar það var lagt niður í þágu þess ■ og horni Austurstrætis lokað,. og hve mikill hluti af þessari fyrri sameign Reykvíkinga það' sé nú af þeirri lóð hússins, sem seld var á ca. 4 millj. kr. Kaup símamálastjórnarinnar á eign þessari og verð það, sem fyrir hana var greitt, hafa saett mikilli gagnrýni. Síma- málastjórnin hefur að vísu svar að en ekki á þann veg að kippa fótum undan gagnrýn- inni. Landsíminn er þjóðar- stofnun háð fjárstjórn Alþing- is í fjárlpgum. Kaupin hafa verið gérð án samráðs við Al- þingi. Þegar þjóðarstofnun sætir svo mikilli gagnrýni fyrlr stórfellda fjármálaráðstöfun, ber henni að biðja Alþingi að tilnefna rannsóknarnefnd í Eramhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.