Tíminn - 06.09.1968, Síða 14

Tíminn - 06.09.1968, Síða 14
> 14___________________ ____________________________TIMINN FÖSTUDAGUR 6. september 1968. SURPRISE STRANDAR Setið yfir kaffi í Sigluvík i gærmorgun. Kristján sklpstjóri situr fyrir miðju borðsins, og yzt til hægri er Ágúst bóndi að gefa togararnum auga út um gluggann. Með skipstjóranum við borðið eru vélstjórar og stýrimenn. Yngstu skipbrotsmennirnir á leið til Reykjavikur Framhald aí bls. 16 strandinu, en það mun koma í Ijós við sjópróf, sem fram munu fara á næstu dögum. Hins vegar er Ijóst hvernig strandið bar að. Skipið er á siglingu austur með landinu, lendir á rifi og kemst yfjr það, síðan strandar það á Rangár- sandi beint undan bænum SigLuvík í Vestur-Landeyjum. Sneri togarinn fyrst bakborðs siðunini til lands, en snerist síðan á strandstaðnum, og stefndi beint upp í fjöru. Er skipið strandaði var reynt að ná því út, með því að setja allar vélar á fullt aftur á bak, en án árangurs. Haft var samband við loft- skeytastöðina í Vestmhnnaeyj- um og tilkynmt hvernig kom ið væri, og mun klukkan þá hafa vantað tuttugu mínútur í sex .Ekki vissu skipverjar með fullri vissu hvar þeir voru, en töldu sig þó vera strandaða á Krosssandi rétt vestan við Markarfljótsósana, eða á sömu slóðum og pólski togarinn Wislock strandaði fyrir þrem árum síðan. Björgunarsveitir héldu fyrst í áttina til hins uppgefna stað ar, en brátt kom í ljós að stað arákvörðun var röng, þegar skipverjar skutu upp neyðar- blysum til að láta vita af sér. Ágúst Jónsson bóndi á Siglu- vík sagði fréttamanni Timans að hann hefði fyrst fengið til- kynningu um að togarinn væri strandaður allmiklu aust ar en bær hans er, en „þegar ég leit út um stofugluggann hjá mér, sá ég hvar skipið lá í fjörunni beint neðan undan bæn um“. Þeir virðast sækja til mín, sagði Ágúst, því aðeins vestar en Surprise strandaði, fór Frosti upp í sandinn fyrir tólf árum. Ágúst var fyrstur manna á vettvang, og sagði hann að búið hefði verið að skjóta línu í íand af skipinu þegar hann kom í fjöruna. Skömmu síðar komu björgunarsveitarmenn úr Landeyjum og af Hvolsvelli, og var 23 skipverjanna bjargað á hálftíma í land, og vöknaði ekki einn einasti svo mikið sem í fæturna. Þeir voru dregnir í land í björgunarstól, og voru algjörlega óhraktir. Fimm þeim síðustu var bjargað stuttu á eftir, en þá voru yfirmennirn ir sem voru að ganga frá því sem hægt var að ganga frá, áð ur en farið var frá borði. Klukk an mun hafa verið um hálfníu þegar allir voru komnir í land, og var þá skipið um 10—15 metra frá landi. Skipbrotsmennirnir 23, sem fyrst var bjargað, fóru allir í stóran hópferðabíl upp á Hvols völl, þar sem þeir fengu heitt kaffi og meðlæti í Hvoli, en síðan var ekið rakleiðis til Reykjavíkur. Er fréttamaður Tímans hitti þá í Landeyjunum voru þeir hressir og kátir flestir hverjir, og auðvitað fegnir því að vera með fast land undir fótum eft ir strandið. Þéir voru reglu lega togaralegir, skeggjaðir og í hlýjum peysum.1 Sá sem lengst er búinn að vera til sjós, hefur stigið ölduna í 43 ár, en annars voru þeir á öllum aldri niður í 17—18 ára. Fréttamenn Tímáns hittu skip stjóra, stýrimennina og tvo vél stjóra, þar sem þeir sátu yfir kaffibollum hjá Ágústi bónda og húsfreyjunni í Sigluvík. Leiðabókin lá á stofulborðinu, nýleg og algj'örlega óskemmd, og hún mun að sjlálfsögðu þjóna mikilsverðu hlutverki (við sjóprófin. Ágiúst bóndi sagði, um leið og hann horfði á skipið út um stofugluggann, að skipsmenn vildu víst ekk ert gefa upp um strandið, og það voru orð að sönnu þvl Krisbján Andrésson skipstjóri, sagði fréttamanni, að hann gæti ekkert sagt um' strandið að svo stöddu, það myndi allt koma gleggst og bezt fram hvað gerzt hafði við sjóprófin. Fyrst var von á varðskipinu Ægi að strandstaðnum um kl. elleifu, síðan klukkan tólf, en um hálf eitt kom það út úr þokunni fyrir utan strandstað- inn. Komu yfirmennirnir af Surpri^e skömmu síðar á strarfðstaðinn, og ræddust þeir þá við í taistöðvarnar, Krjstj- án skipstjóri og skipherrann á Ægi. Á meðan þeir ræddust við virtist svo sem sjógangurinn yk- ist og byrjaði skipið að leggj- ast á stjórnborða í ölduna, jafn framt sem það snerist. Snerist það á stuttum tíma til hálfs í fjörunni, og við það minnkuðu vonir manna um björgun skips ins að miklum mun. Fyrir há- degið töldu bændur í Land eyjunum sem voru á strand staðnum, að auðvelt hefði ver ið að draga skipið á flot, en þá stóð það svo til kjölrétt >1 snéri stefnið beint upp í fjör una. Skömmu fyrir hádegið fór stýrimaiur af togaranum um borð, og var þá enginn leki kominn að skipinu. Varðskipsmenn höfðu í hyggju, að láta svera nælon- trossu fljóta í land t strand staðnum, en menn töldu óhugs- andi að hana myndi bera upp í fjöru, heldur reka vestur með vegna vindsins. Nýkominn úr klössun Surprise var nýkominn úr mánaðarklössun, sagði Kristján skipstjóri, og togarinn veltist því um velmálaður í flæðar- málinu. Kristján sagðist vera búinn að vera 13 ár um borð í Surprise, og þar af mestan tímann skipstjóri. Það var því von að hann horfði löngunar- augum á skipið sitt á strand- staðnum, -og vildi reyna að gera allt sem hægt væri til að bjarga því. Ágúst í Sigluvík sagði að togarinn hlyti að nást út. „Þetta náðu þeir honum Frosta út hér um árið, eftir 21 dag, og hann varð aflahæst- ur í Höfnum á næstu vertíð". Eftir því sem leið á daginn hallaðist togarinn meira og meira undan öldunni, sem stöð ugt braut á honum. Þeir Land eyjabúar sögðu að þetta væri nú ekki mikið brim. og það hefði verið heppni að skipið strand- aði einmitt á þessum stað, en ekki austar eða vestar þar sem væri verra sjólag. Þetta væri eitt af svokölluðum „hlið um“ á ströndinni þar sem stund aðir voru útróðrar í gamla daga. Um miðjan dag í dag var svo hafizt handa við að fá jarð- ýtur til að halda við togarann á strandstaðnum. Hann var all an daginn laus að aftan og fram an, en sat á miðjum belgnum, og rambaði aftur og fram eft ir því sem sjóirnir brotnuðu á honum. Þar sem Surprise fór í veiðiferð á laugardagskvöld ið var hann með mikla olíu, ís og vatn um borð, sem gerði það að verkum að hann sat betur. í kvöld klukkan tíu er Trm inn hafði samband við menn á strandstaðnum, sögðu þeir að skipsmenn nokkrir væru um borð í togaranum, en beðið yrði birtingar með frekari björgunaraðgerðir. Varðskipsmenn höfðu maélt dýpið fyrir utan togarann í dag er þeir fóru uppundþ hann á gúmmíbátum, og settu þeir Út dufl. / í kvöld mátti næstum ganga þurrum fótum út i skipið í háfjörunni. og var veðii’ i verða skaplegra. í Þ R Ó T T I R Framhald af bls. 13 Reynir Jónsson, innherji 25 ára. Lék fyrst með meistaraflokki 1964 og hefur leikið 88 leiki. 4 landsleiki. Hæð 174, þyngd 70 kg. Atvinna: smjörlíkisgerðarmað ur. Hermann Gunnarsson, miðfram herji 21 árs. Lék fyrst með meist- araflokki 1963 og hefur leikið 10 leiki. 8. A landsleikir, 1 B lands- leikir, 3 landsleikir 23 ára og yngri. Hæð 177. Þyngd 76 kg. At- vinna: blaðamaður. Bergsveinn Alfonsson, innherji 22 ára. Lék fyrst með meistara- flokki 1963 og hefur leikið 103 leiki. 1 landsleik 23 ára og yngri. Hæð 180, þyngd 77 kg. Atviana: trésmiður. Gunnsteinn Skúlason, útherji 21. árs. Lék fyrst í meistaraflokki 1964 og hefur, leikið 35 leiki. 2 unglingaslandsleikir. Hæð 174, þyngd 71 kg. Sigurður Ólafsson, bakvörð- ur 17 ára. Lék fyrst með meist- araflokki 1968 og hefur leikið 9 leiki. 1 unglingalandsleik. Hæð 173, þyngd 80 kg. Verzlunarskóla- nemi. Smári Jónsson útherji 20 ára Lék fyrst með meistaraflokki 1968 og hefur leikið 2 leiki. Hæð 178, þyngd 65 kg. Atvinna. verzl- unarm. Ingvar Elísson, innherji 27 ára. Lék fýrst með meistaraflokki Vals 1964 og hefur leikið 76 leiki. 4 A landsleikir, 2 B landsleikir. Hæð 186, þyngd 75 kg. Atvinna: rafvirki. Finnbogi Kristjánsson, vara- n'r-k'-ö ðir 21 árs Hæð 184, ’.ina: skrifstofu- Okkar innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur ómetanlega hjálp og vinsemd við fráfall og jarðarför, Jóns M. Bjarnasonar, Álfshólsvegl 95. Einnig flytjum við alúðarþakkir læknum, hjúkrunarliði og öðrum, sem velttu honum hjálp i hans erfiðu veikindum. Guð blessi ykkur öll. . Fjölskyldan. Jarðarför mannsins mfns GuSjóns Einarssonar, Berjanesi f Landeyjum, fer fram frá Akureyjarkirkju, iaugardaginn 7. sept kl. 2. e. h Guðríður Jónsdóttir Magnús Sigurðsson, Arnórsholtl, lézt á Akranesspítala mánudaglnn 2 sept. Jarðarför hans fer fram frá Lundarkirkju, laugardaginn 7. sept kl. 2 siðd, Aðstandendur Útför Margrétar Júlíönu Sigmundsdóttur frá Skógum, verður gerð frá Staðarfellskirkju laugardaginn 7. þ. m. kl. 14, Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni sama dag kl 7 árd. ■ Börn hinnar látnu. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.