Tíminn - 10.10.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 10.10.1968, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 10. október 1968. TÍMINN Spurningum svarað Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, skrifar: ,j Landfaradálki Tímans hinn 5. okt. skrifar Helgi Pálm arsson um pophátíðir í Þórs- mörk. Beinir hann orðum sín- um tU mín, og með því að hann er maður til að skrifa undir nafni má ég ekki láta það und ir höífuð leggjast að svara ispurn Helgi segir að gosdrykkja- salinm í Þórsmörk neiti að end urkaupa flöskur af unglingum, og verði þeir þá svo reiðir að þeir brjóti þær. Gosdrykkja- saiitm ihefur sagt mér, að hann hafi endurkeypt allar flöskur sem hann hafi vitað til að væru keyptar af honum. Hinsvegar reiðir fólk nokkur hundruð kassa af allsfconar drykkjum með sér á pophátíðina, og Seg- ist- han.n hvorki hafa getu né ást-æðu til að kaupa slíkar flöskur. Hér stendur staðhæf- ing á móti staðhæfingu, og vildi ég biðja Helga að snúa sér beint til kaupmamnsins, ef hann vffll greiða úr þessu máli. H. P. spyr um það, hvað orðið hafi af þeim kr. 200, sem pophátíðangestir hafi orðið að greiða umfram þær kr. 50, sem runnu til skóigræktarinnar. Ég hefði nú haldið, að allir þeir, sem í Þónsmörk komu um þessa helgi, hafi vitað að Hjálpar- sveit skáta úr Reykjavík stóð fyrir hátíðahöldunum, og að þetta fé rann til þeirra. Hitt vita víst færri, að pophljóm- sveitirnar munu hafa létt pyngju hinna ágætu drengja með því að taka um helming af inngangseyrinum. Grasfræið Helga þykir undarlegt, að ekki skuli sáð 'grasfræi í iskell urnar í Húsadgl sakir þess, að ekki er bostur á islenzku gras- fræi, og hann spyr: „Hvaða grasfræ hafa fslenzkir bændur notað í aldaraðir með góðum árangri?" Svarið er ofureinfalt. íslenzk ir bændur hafa ekki notað gras fræ í „aldaraðir“. Það er rösk hálf öld síðan menn fóru að sá grasfræi á íslandi. Um „alda raðir“ slógu menn sömu þúfurn ar ár eftir ár unz einStaka bóndi fór að slétta tún með handverkfæruim; Var byrjað á því um 1870 í Ólafsdal oig það- an breiddist ,essi aðferð út en seint og hægt. Sá maður, sem fyrstur vekur^ máls é sán- ingu grasfræs á íslandi, mun vera Björn Jensison mennta- skólakennarj í grein í ísafold árið 1902. Og það merkilega var, að flestir búnaðarfrömuð- ir landsins með Torfa í Ólafs- dal í broddi fylkingar töldu öll ■ tormerki á sáningu grasfræs. Varð það auðvitað til að seinka málum, þannig að grasfræsán- ing verður ekki almenn fyrr en á þriðja tug aldarinnar. Klemens Kristjánsson á SámiS stöðum ræktaði feleTizkt gras- fræ um allmörg ár, en Svo lagðist það niður. Upp frá því hefur efcki verið annað en erlent fræ á boðstólum, af grös um, sem eiga heimkynni sin í löndum með meiri sumarhita og lengri vaxtartíma en hér er. Erfitt er að halda lífi í grös- um af slíku fræi nemi með ár- legri áburðargjöf, og þau eru lítt hæf til varanlegrar land- græðlslu, enda þótt megi nota þau til túnræktar. Að bera slíka grasræfct saman við rækt un erlendra trjátegunda er út í hött við ræktun þeirra hefur verið lögð stund á að sækja fræ til staða, sem hafa svipað veð- urfar og fsland. Það er upp- runi fræs, sem skiptir megin- máli við alla ræktun á íslandi. H. P. ymprar á því, að hann hafi séð skógræktarmann fara um hlið á skógræktargirðing- um án þess að löka á eftir sér. A£ því tilefni vil ég aðeins taka fram. Meðan á verzlunarmanna helgi stendur í Þórsmörk er hliðið í Húsadal yfirleitt haft opið, enda engin hætta á að fé Slæðist þar inn meðan á mest- um mannaferðum stendur. En viti Helgi dæmi annars bið ég hann að nefna þau opinberlega eða segja mér frá, því að í því falli væri um vítaverða vanrækslu að ræða, sem ég þarf að átelja. En það má Helgi vita, að það er alvarlegt mál að drótta . vanrækslu að mönnum í opinberri þjónustu án þess að geta fært sönnur á. Gæti það dregið nokkurn dilk á eftir sér fyrir þá, sem staðhæfa slíkt, ef eftir væri gengið. Um sumarvörzlu í Þórsmörk er það eitt að segja, að Slíkt er til athugunar. En hún er ærið kostnaðarsöm, miklu dýr ari en flestir munu gera ráð fyrir að látt athuguðu máli. Ég vona að Helga Pálmars- syni þyki spurningum sínum nógu skýrt svarað, og að ég hafi ekki „farið æði vel í kring- um það, sem um &t rætt.“ umiQÐsminn rthugið! hjólbarðar nfgreiddir beint úr toll- vorugeymslu ARMULA 3 SÍMI 38900 K j ördæmisskipuninni að kenna Gamall bóndi sfcrifar: „Landfari góður! Hlustað hef ég á unga rnenn í útvarpi í fcvöld (21. 9. ’68). Sammála Svavari í þvi, að ung ir menn séu ekki flokkur, held Vörubílar - Þungaviniravélar | ; Höfum miklð úival af vöru ; bflum og öðrum þunga- ; vinnutækjum. Látið okkur 1 sjá um söluna. Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg. Sími 23136, - heima 24109 Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14 Sími 30135 ur hluti af mannfólkinu í land- inu og þar eru engin skil á milli, engin kynslóðaökipti eru til. Unigir og eldri eru „sitt á hverju árinu“, eins og sagt var um fjölmennan systkinahóp, hér áður fyrri. Ég held, enda kom það þarna skýrt fram, að þetta alræði flokkanna og öngþveiti, sem þjóðina virðist þrúga nú, sé m. a. kjördæmaskipuninni að kenna. Hún hefur reynzt, eins og margir spáðu í upphafi: illa, Það er vitanlegt mál, að þeir sem eru ofarlega á lista, þó gamlir séu, eru þar óhaggan- legir, meðan þeim sjálfum þókn ast, og nú kljóst „listar" eða flokkar, ekki menn, persónur, einstaklingar, eins og áður var. Það getur tæplega nokkur náð kosningu í einmenninskjör- dæmi, nema að hann hafi eitt- hvað til brunns að bera'', eða að flokkurinn sem að baki honum stendur, ráði yfir tekj- um og fé, sem hrífur. En við því er ekkert að segja, ef fólk ið lætur Skrökva að sér, eða viUa sér sýn, eins og dæmin sanna. En komi fram duglegur ein- staklingur, eru miklar lfkur til að hann nái þingsæti. 10 nöfn skulu þar vera Listar hafa verið þannig skipaðir undanfarið, að þar hafá verið settir menn sem engum hefði dottið í hug að nefna tit framiboðs í einmenn- ingskjördæmi, em 10 nöfn skulu þar vera.. Verði nú vanhöld á efri mönnum lista, þá eru allt í einu komnir á þing undirmálsmenn, sem enginn hefði litið við, hefði þeir einir verið í fram- boði. Ég átti tal við gamlan þing- sfcörung Sl. vetur. Hainn sigr- aði í kjördæmi sínu, með dugn aði og harðfýlgi, og vann mik ið fyrir kjördæmið. En nú voru fcomnir á þing tveir varamenn úr kauptúni í hans gamla kjör- dæmi, og fannst gamla þing- mannimium að hróður Alþingis hefði nú ekki vaxið við þang- aðkomu þeirra. En þá voru 14 varaþing- menn að prýða sæti Alþingis. Áður komst þetta allt vel af, þótt ráðherrar og einstaka þingmenn þyrftu að bregða sér burt um þingtímann. Máske tylldu þeir betur heima, ef sivo væri iniú, sem þá. Ég held að boma mætti að þeirri reglu hér á landi, sem gildir í Parlamentinu brezka, að þingmaður úr andstöðu- fkyfcki (stjémarandstöðu, eða öfugt) öæti hjé ef einhver er fjarverandi, brýnna erindá í þágu lands og þjóðar. Svo hafa nú fórsetar frestunarvald um afgreiðslu mála. Of mikil yfirbygging Ég held að þessar 100 þús- und gjaldbærra þegna, þurfi ekki 60 manna þing. Þrennar tyiftir ættu að nægja í einni málstofu, eins og Svíar eru nú að koma á hjó sér, og þrír — fjórir róðherrar í stað sjöH Ég held að yfirbyggingin sé orðin of fyrirferðamikil á ís- lenzku þjóðanskútunni, eins og sumra síldarbátanna og annara nýtízku farkosta. Tíu ambassadorar eru einnig í engu hlutfalli við þjóðar- smæð, og það að auki virðast embætti þessi próventukarla- setur, en ekki ungra starfhæfra manna, eins og á sér stað með öðrum þjóðum, er annazt gætu og greitt fyrir viðskiptum þjó'ð arinnar út á við, 'Sem eru henni lífsnauðsyn." 5 A VlÐAVANGl Peningar GuSrúnar I.G.Þ. ritaði mjög athyglis- verða og hvassa gagnrýni hér í Tímann á sunnudaginn. Grein sína nefndi hann: „Peningar Guðrúnar frá Lundi“. Kom fram í grein I.G.Þ. að mjög vafasamar ákvarðanir hafa vei ið teknar af fámcnnum fund- um í rithöfundasamtökunum um ráðstöfun þess fjár, sem rithöfundum er ætlað í höfunifl arlaun fyrir afnot bóka, er til útlána eru til almennings í bókasöfnum landsins. Höfund- arrétturinn er eérstaklega vemdaður með íslenzkum lög- um og aðild íslands að Bern- ar-samþykktinni um höfunda rétt. Höfundarétturinn er eigna é) réttur höfundarins og sam- | kvæmt íslenzkum stjómskip- 1 unarlögum er eignarrétturinn | friðhclgur og þann rétt má | ekki skerða „nema almennings tl heill krefjist" og skulu þá full a ar bætur koma fyrir. Eins og fram kemur í grein I.G.Þ. eru þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið í sambandi við um- ræddar bókasafnsgreiðslur til ritliöfunda og ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið í fram- haldi af því, mjög vafasamai' — svo vægt sé að orði kveð- ið — út frá almennu siðrænu sjónarmiði, en jafnframt ver< ur að teljast líklegt að me® þessum ráðstöfunum hafi ver- ið brotinn réttur á vissum höf- undum, réttur, sem þeim á að vera vemdaður í sjálfri stjórn- atlskrá landsins. Björn Th. og Stefán í grein sinni segir Indriði m.a.: „En þeirn Birni Tli. og Stefáni Júlíussyni gleymist ekki stærilætið jafnvel á al- vörustundum. Þegar þeir eru búnir að ákvarða að fresta greiðslu í þrjú ár, og taki stóran hluta af fé ritþöfunda- anna og setja í sjóð, þá standa þeir upp og lýsa því yfir, að nú eigi fjórir rithöfundar ao fá eigin peninga í viðurkenn- ingarskyni. Og hverjir eru svo viðurkennendur. Þa'ð geta eng ir verið nema sjóðstjórnin 1 þessu tilfelli. Hefði sjóðstjórn verið falið að greiða þetta fé af almannafé, þá hefði mátt tala um viðurkenningu, eða ef hún hefði greitt féð úr eigin vasa. En að taka menn eins og Guðmund Daníelsson og Jó liannes úr Kötlum, rétta þeim fé, sem þeir eiga, alveg eint og aðrir sem eiga bækur á söfnum, og segja við þá: Við ætlum að viðurkenna ykkur með þessu lítilræði! Það er nokkuð bíræfið, ekki sízt vegna þcss að þeir Björn Th. og Stefán Júlíusson hafa orðið að tala all mikið upp fyrir sig á meðan. Verst er þó að þetta viður- kenningartal getur orðið tii þess að blanda fiármunum rit höfunda saman við opinberar greiðslur eins og listamanna- Iaun. En hvað inundi forystu- menn vora muna um slíkt?“ Þunnt hljóð Síðan þe^si skelegga grein var birt, hefur ekki lieyrzt hósti né stuna frá Birni Th. né Stefáni Júl. Mætti þó ætla að þar væru menn með lipran pcnna, sem gætu bitið frá sér, þegar að þeim væri vegið. Það, sem er þó kannski enn undar- Pramhald á bls 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.