Tíminn - 10.10.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 10. október 1968. atvinnulif og horfur Erfiðleikar atvinnulífsins eru aðalumræðuefnið 'þessa dagana. Á Vestifjörðum er á- standið ískyggilegt í þessu sambandi. Útgerðin á í miklum eriðlei'kum eftir afar lé- lega vetrarvertíð og aflatregðu undanfarna mánuði. í sumum þorpunum hefur fisk- vinnslustöðvunum jafnvel verið lokað eins og frá hei'ur verið skýrt í fréttum. Óvissa 1111 og kvíði íbúa þessara staða má öllum augljós vera. Flateyri er engin undantelkn ing að þessu leyti. Raunar hef uir atvinnuástand þar verið erf iðara en víðast annars staðar á Vestfjörðum síðustu árin. Stafaði þetta fyrst o.g fremst af því, að frystihúsið átti í mikluim fjiárhagserfiðleikum. Var svo komið þegar á síðast liðnuim vetri, að rekstuir þess stöðvaðist. Þá gekk hreppsfé- lagið fram fyrir skjöldu og beitti sér fyrir stoifnun hluta- félags, seim tók að sér rekstur frystihússins með sérstöiku samikomulagi við eiganda þass og skuldlheimtumenn. Siðan hefur frystihúsið verið starf ræk» þótt á ýmsu hafi gengið Okkur þótti því þera vel í veiði þegar við náðum nýlega tali af Gunnlaugi Finnssyni, oddvita þeirra Flateyringa. Ákváðum við að leggija fyrir hann nokkr ar spurningar um þróun at- vinnumála á staðnum. — Gunnlaugur, nú þegar hlutafélag það, sem hreppur- inn stendur að hefur starfrækt frystihúsið á Flateyri í u.þ.b. eitt ár og tekizt að halda því opnu þótt ýmis önnur frysti- hús hafi stöðvazt, langar Imig til þess að byrja með að spyrja þig þess, hvað sé nú firamundan í atvinnumálum á staðnum. — Hlutafélaginu Hrímfaxa h.f., sem stofnað var um s.l. áramót, var ekki ætlað að starfa nema til 15. sept. s.l. Var reiknað með, að þá yrði hægt að endurskipuleggja at- vimiumiálin þar til lengri fram tíðar. Nú hefur það gerzt, eins og oft hefur komið fram í frétt- um, að fyrirtækið, sem átti frystihúsið, hefur verið tekið til gjaldlþrotaskipta. Þeim skipt um er ekki lokið, en fasteignir eru nú þegar seldar þremur aðilum. Við tvo þessara aðila, Ríkis- ábyrgðasjóð og Landsbankann hefur nú þegar verið samið um áframlhaldandi leigu á frystihúsinu og beitingarskúr- um til nœstu áramóta. Ber að þakka þeim stofnunum fyrir ríkan skilning á mikilvægi þess, að starfsemi falli ekki niðuT, þar sem leigumiáli verð- ur að teljast Hrímfaxa hag- kvæmur, svo fremj nokkur skynsamlegur rekstrargrund- völlur er fyrir fiskiðnaðinum í landinu. — Þú talar um að endur- skipuleggria atvinnumálin. Get- ur þú sagt mér bvernig þið hafið hugsað ykikur það? — Hinn 22. september s.l. var haldinn stofnfundur nýs hlutafélags á Flateyri. Honum var frestað og verður fram- haldsstofnfundur nú innan fárra daga. Verður þá kosin bráðabirgðastjórn fyrir félag- ið. Rúmlega 100 einstaklingar hafa skritfað sig fyrir hlutafé. Hreppsnefnd hefur á'krveðið að leggja fram kr. 500 þús. (í hlutafé) og hreppsnefnd Mos- vallahrepps hefur einnig ákveð ið að gerast hluthafi, þótt í mun minni miæli sé, svo sem eðlilegt er. Hins vegar skortir enn mjög á um að nægilegt hlutafé sé fengið, en lágmark þess var ákveðið 1,5 milljónir. Er því í ráði að afla hlutafjár með boðsbréfi. Mun það aug- lýst innan tíðar. Er það mjög mikilvægt fyrir okkur að lág- mark náist svo að úr endan- legri stofnun geti orðið. Tilgangur þessa nýja félags er hreinlega að kaupa og reka frysti'húsið svo og öflun hrá- efnis til þess. — Hafið þið leitað fyrir ykkur um möguleika á kaup- um? — Því verður svarað bæði játandi og neitandi. Það hefu: að sjálfsögðu legið i loftinu, að eftir kaupum yrði leitað, en hin væntanlega stjórn félass- ins er vitanlega sá aðili, sem fijallar um það mál Hvorki kaup sé sölutilboð hafa því enn komið fram. Hitt vil ég undirstrika alveg sérstaklega, að það eru þrjár meginforsendur fyrir því, að þessi mál komizt heil í höfn, svo til nokkurrar framtíöar sé stofnað. Fyrsta, að söfnun hlutafjár takist, en það liggur alls ekki á borði í dag. Náist ekki áðurnefnt iágmark verður ekkert úr félagsstofnun, og þá vil ég ekki spá í hvað við tekur. í öðru lagi, að samning ar takist um hóflegt og skyn- samlegt verð á eignunu.m, svo sammingar megi takast im kaup. í þriðja lagi, að veru- legt fjármagn fáist til vólvæð- ingar og endurbóta þegar í mpphafi. — Er fyriir'hugað að hreppur inn verði virkur aðili í atvinnu rekstrinum framvegis? — Fyrr í miánuðinum var gerð samþykkt á borgarafundi á Flateyri, þar sem eðlilegt var talið að hreppunnn gerð- ist hluthafi að nokkru, ef þörf krefði. Hlutur hans yrði þó aldrei yfir þriðjung. Sú stefna er því skýrt mörkuð af heima- mönnum. Hreppurinn kemur hér aðeins fram sem hluthafi þótt í stærri miæli sé en hjá einstaiklingum. — Hverjar eru annars aða!- framikvæmdiir á vegum sveitar félagsins? — Þegar svo tekst til, sem hér hefur orðið, liggir það í hlutarins eðli, að lítið sveit- Gunnlaugar Finnsson arfélag getur ekki i bili sinnt miklum verklegum framkvæmd um. Hér er þó unnið í sumar vi'ð f.ramihald hafnargerðar, sem hófst í fyrrasumar, og við vonumst eftir að geta loluð þeim áfanga á næsta ári. Verk fræðilegur u'ndirbúningur hef- ur og farið fram vegna varan legrar gatnagerðar. — Nú kennir þú á FlatejTi. Hvernig er ástandið í skóla- málum þar? — Ég tel það allgott. Skóla- húsið er rúmgott og aðeins 7 ára gamalt. Þrír kennarar starfa við skólann auk skóla- stjóra og stundakennara. Hafa ekki orðið kennaraskipti við skólann um langt árabil. í þvi sarmbandi langar mig að geta Frá Flateyrl. þess, að handavinnusýningar nemenda hafa vakið verðskuld- aða atlhygli á voru hiverju. Hins vegar er erfið aðstaða til íþrótta iðkana og miikill áhugi fyrir því á staðnum að skapa að- stöðu til sundkennslu. Lokið er við að teikna íiþróttahús, ásamt sundlaug og áætla'ð nokkurt fij'ármagn til þess frá hreppnum. Hins vegar hafa framkvæmdir strandað á því, að húsið hefur ekki fengizt telk ið inn í fjárlög. — Að síðustu vil ég leggja spurningu fiyrir þig sem bónda: Hvernig eru bændur í Önu'ndarfirði búnir undir vet- urinn, og hvað viltu segja um möguleika landibúnaðarins á Vestfjörðum yfirleitt. — Segja má, að bændur séu yfirleitt sæmilega undir vetur búnir i Önundarfirði. Að vísu eru sumir með mun minni hey en vemjulega, en margir hafa þó náð meðaliheysikap. Hvað síðari lið spurninigar- inmar snertir, verður því ekki neitað áð bændur á Vestfijörð um eiga mjög í vök að verjast, ekki aðeims sökum árferðis, heldur eru það mörg sanwerk- andi öfl, sem valda. Er enginn kostur á að gera því skil f stuttu svari. Þó vil ég aðeins nefna eftirfarandi atriði. Stofn kostnaður vegna ræktunar verð ur meiri hér en í flestum lands hlutum sökum erfiðra ræktun- arskilyrða. Flutningar t:l og frá búum vtíðast mijög dýrir. SamgönguÖTðU'gleikar miklir. Þörf sjávarþorpanna og ísa- fjarðar fyrir landbúnaðarvörur skópu viða rekstrargrundvöll fyrir bú, þótt smærri væru en meðalbúin í landina. Hér var ekki um offramleiðslu að ræða. Þegar svo er komið, að skatt leggja þarf land'búnaðinn í heild vegna offramleiðslu í góðhéruðum, leggst sá skattur á vestfirzka bændur eigi síður en aðra. Þrátt fyrir þetta ork- ar það. ekki tvímiælis, að þrótt mikill landibúnaður verður rek imn á Vestfjörðum, svo lengi sem byggð helzt þar Við sjáivar síðuna, ekki sem ölmusu at- vinnugrein, heldur vegma þess að hann á rétt á sér. Ég vil benda á, að vestfirzku bænd- urnir hafa gegmt forystuhlut- verki á tveimur sviðum í land búnaðinum, verkun votheys og í sauðfjárræktinni. 1 Og til gamans má geta þess, að þótt óunnið sé mikið starf á sviði nautgriparæktar, státa Vestfirðingar af nythæstu kú landsins undanfarin ár. Við þöikkum að lokum Gunn laugi Finnssyni greinargóð svör. Við óskum honum og Flateyringum góðs gengis í bar áttu þeirra fyrir bættu atvinmu ástandi á staðnum. Vel mó vera að aðrir geti lært af þeirra störfum. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.