Vísir - 29.07.1977, Page 11
Föstudagur 29. júli 1977.
11
Visir rœðir við Sigurð Auðbergsson um störf
sótara í 30 ár
þeim buxunum. „Þetta hefur
bara gengiö sinn vanagang og er i
rauninni ekkert merkilegt.” segir
hann. „Maöur fer i hús og til-
kynnir komu sina til dæmis næsta
dag. Svo hefur sjálfur vinnutim-
inn verið frá svona 4-5 um
■morguninn til um hálf tólf á há-
degi. Þvi að það þýðir ekkert að
ætla aðhreinsa, þegar veriðer að
kynda. Það er búið að hafa sam-
band við ibúana áður svo að þeir
eru ekkerthræddir þegar þeir sjá
svartan mann standa fyrir utan
húsið um morguninn.”
Sigurður er ættaður utan af
landi en hann kom til Reykjavik-
ur 1924, þá 14 ára gamall. 1943
réðst hann svo í vinnu hjá borg-
inni, og siðan 1948 hefur hann
gegnt núverandi starfi sinu. „Það
er vissulega orðin mikil breyting
á öllu.” segir hann. Þegar ég
byrjaði, þá voru menn að hætta
að nota kolin og byrja að nota
oliukyndingu i staöinn. Þá voru
miðstöðvarofnar i hverju húsi. En
nú eru þessi gömlu hús með
kyndíngunni alveg aö hverfa og
það er sáralitið af þeim núna.
Þetta breyttist svo mikið eftir að
oliuhækkunin varð, þá var lögö
áhersla á hitaveituna.”
Það er erfitt að hætta
snögglega
„Ég var sjálfur lengi með kola-
kyndingu,” heldur Sigurður
áfram, ,,en siðan 1967 hef ég búið
hér og við notumst að sjálfsögðu
við hitaveitu.”
„Ég er nú reyndar i sumarfrii
núna en i rauninni er ég hættur
störfum. Þó langar mig að fá mér
hálfs dags starf i framtiðinni, það
er erfitt aö hætta alveg snögg-
lega. Og svo er maður ekki nema
67 ára.”
Fleiri sótarar á landinu
Starf sótara heyrir undir eld-
varnaeftirlit hjá Slökkviliði
Reykjavikur. Að sögn Gunnars
ólafssonar hjá Slökkviliöinu
kemur þessi þjónusta ekki til með
að leggjast alveg niður. En héðan
i frá verður enginn fastráðinn
maður i starfinu, það verður að-
eins hluti af þjónustustarfi
Slökkviliðsins.
„Jú, jú, það eru alveg örugg-
lega fleiri sótarar á landinu.”
sagði Gunnar. „Það hlýtur aö
vera sótari i hinum og þessum
sveitarfélögum. Til dæmis vorum
við að senda tæki til starfsins upp
á Akranesi fyrir nokkru.”
—HHH.
Sigurður við sóp, sem notaður er við hreinsun skorsteina
Visismynd: EGE
og Evrópukommúnisminn
ur engin fyrirheit um framhald
einstaklingsfrelsis og lýðræðis
undir kommúnistastjórnum.
Að visu er langt i land að á það
reyni — og kannski verði komin
Isöld — en fyrirsjáanlegt er, að
kenningin um Evrópukommún-
ismann er fram sett til að auð-
velda kommúnistum að taka þátt
Isamsteypustjórnum einsog gert
hefur verið I tvlgang hér á landi
me) hrikalegum efnahagslegum
afleiðingum.
tsland hefur þvl með vissum
hætti þjónað sem nokkurs konar
æfingabretti og ekki laklegt, enda
var hægt að sýna fram á, aö I
samsteypustjórnum mátti vinna
umtalsverð efnahagsleg
skemmdarverk, sem lenti á
borgaraflokkunum að bæta úr.
Að láta allt fljóta i skyri
og rjóma
A stuttum stjórnartlmabilum
var hægt að láta allt fljóta I skyri
og rjóma, en undir engum kring-
umstæðum mátti taka þátt i sam-
steypustjórn að nýju fyrr en
borgaraflokkunum hafði tekizt að
koma á eðlilegu ástandi. Þannig
væri hægt að endurtaka leikinn
þangað til borgaraflokkar væru
rúnir allri tiltrú vegna björgunar-
aðgerða, sem óneitanlega kæmu
illa við kjósendur. Efnahagsöng-
þveiti að loknum tveimur vinstri
stjórnum á tslandi ætti að hafa
fært mönnum heim sanninn um
að þetta er hægt.
Liftaugin
i austur
En hvað um liftaugina austur
meðan þessu færi fram. Þar eru
lika þjóðir, sem hafa gert ftrekað-
artilraunir tilað hrinda af sér oki
harðsnúinna kommúnistastjórna.
Nægir i þvi efni að minnast á
Ungverjaland og Tékkóslóvakiu.
I hvorugu þessara landa voru
menn að snúa frá kommúnisma,
en þeir vildu fá að rækja innlend-
an sósialisma, kannski sósial-
isma Magnúsar Kjartanssonar.
Eftir þessa atburði sáu kommún-
istar á Vesturlöndum, einkum
Togliatti, þáverandi forustumað-
ur italskra kommúnista, að kjós-
endur vestan járntjalds yrðu
aldrei vélaðir til að veita sliku of-
beldi brautargengi.
Það var i rauninni Togliatti,
sem fyrstur kommúnista á
Vesturlöndum freistaði þess að
taka upp ágreining við Kreml,
ekki vegna þess að hann yröi á
einni nóttu annars konar
kommúnisti, heldur af þvi að
flokki hans var nauðsyn aö brjót-
ast út úr faömlaginu við ofbeldið.
Hann varð þannig til að ryðja
brautina fyrir þá sem nú koma og
boða Evrópukommúnismann.
stóö hér á árunum fyrir siö-
ferðilegri endurreisn
kommúnista og hóf aö ræöa
um islenskan sósialisma datt
vist fæstum I hug aö þar væri
hann ai brydda upp á nýrri
síefnu, sem áratug siöar gengi
aftur undir nafninu Evrópu-
kommúnismi.
Lúðvik Jósepsson virtist
og Magnús Kjartansson til
þess fallinn aö draga úr þeim
opinskáu hugmyndatengslum
við stjórnir og stefnumið
austantjaidsrikja sem löngum
hafa einkennt Aiþýöubanda-
lagiö.
Ragnar Arnalds hélt inn fyrir
Kröfluhliöin eftir aö Magnús
Kjartansson galt jáyröi viö
Union Carbide.
Fjármálalegur
framgangur
Liftaugin austur mun hvorki
grennasteða slitna við aukna sér-
stöðu kommúnistaflokka á Vest-
urlöndum. Til þess eru flokkarnir
alltof háðir fyrirmyndinni bæði
um efni og anda.
✓
Eðlilegt er að einstaklingum
rspan þeirra þyki að seint gangi
að koma á þvi framtiðarskipulagi
þjóðfélaga, sem þeim finnst að
eitt hæfi. öll frávik eru þvi kær-
komin I baráttu um atkvæði til að
koma lýðræðinu fyrir kattamef.
Þótt boðaður væri Islenskur
sósialismi á Islandi áður en hug-
takið evrópukommúnismi varð
til, datt engum i hug að með þvi
hefði verið skorið á liftaugina
austur. Raunar hefur fjármuna-
legur framgangur Alþýöubanda-
lagsins aldrei verið meiri en
siðustu árin.
Unilever var sú höfuöskepna
Einars Oigeirssonar, sem
helst kom út úr honum tárum á
Alþingi.
A þeirra vegum eru rekin stór
fyrirtæki sem sóma sér vel I sam
keppni við kapitalistana. Nægir i
þvi efni að nefna Útgáfu og bók-
sölufyrirtækið Mál og menningu,
sem er rekið með kapitaliskum
glæsibrag, og er ein besta bóka-
verslun landsins. Hvort enn eru
þar gefnar út bækur þar sem
prentkostnaður og band er borgaö
og allar sölutekjur látnar falla til
fyrirtækisins skal ósagt látið. En
útgáfan er mikil og vönduð og
raunar til sóma i hvivetna.
Ekkert annað
en hella
Þá hefur aldrei fengist skýring
á þvi hvernig Þjóðviljinn kom upp
fjörutiu milljóna króna húsi yfir
starfsemi sina. Auðvitað er blaðið
vel komið að þessari byggingu,
sem mundi sóma sér sem útibú
frá Unilever hvar sem væri. Þessi
Unilever-höll er reist yfir blað,
sem kemur út I 7-8 þúsund eintök-
um.
Þegar Morgunblaðiö byggöi
sina höll seldi það hæðimar eina
af annarri til að geta komið sér
fyrirá tveimur hæðum, og er það
þó sýnu rikara blað en Þjóðvilj-
inn. Timinn er um þessar mundir
að fara i leiguhúsnæði og á þó rika
að, eins og kallinn sagði. Þannig
hefur hinn islenski sósialismi sið-
ur en svo verið alinn á vatni og ]
brauði hin siðari ár.
Liftaug hans er órofin og svo |
mun verða meðan baráttan t
stendur við lýðræðið á Vestur-
löndum. Kremlverjar kunna aö
láta sem þeir séu hneykslaöir á
þörf Evrópukommúnista fyrir
borgarlegt samneyti, en þeir vita
eins og aðrir að héðan af veröa
hin borgaralegu virki ekki unnin
öðru visi en innan frá.
Þess vegna er allt tal um j
breyttan kommúnisma ekkert
annað en brella til að sætta menn B
við hið aukna samneyti. Líftaugin
er enn hin sama hvort sem
kommúnisminn kallast þjóölegur
eða alþjóölegur.
IGÞ 1