Tíminn - 15.11.1968, Blaðsíða 3
1 FÖSTUDAGUR 15. nóvember 1968.
TÍMINN
3
fbúar á Þórsgötu 17 a komu aS tali við blaðið í gær og sögðu sínar
farir ekki sléttar. Þar hefði fyrir nokkrum dögum byrjað að flæða
óþrifnaður upp úr niðurföllum, sem eru í undirgangi við luisið. Ilefði
þegar verið haft samband við borgaryfirvöldin, en húsið mun vera
í umsjón borgarinnar, og einnig var haft samband við heilbrigðiseftir-
litið. Þrátt fyrir það hefur enn ekkert verið gert til þess að komast
fyrir stíflu þá, sem þarna mun vera í niðurfalli cða skólpleiðslum
við húsið. Var ógeðslegt um að litast í undirganginum, þegar ljós-
myndara blaðsins bar þar að, og má sjá á myndinni, hvernig óþrifnað-
urinn er farinn að flæða yfir meiri hluta undirgangsins. Er trúlegt,
að þetta ástand sé síður en svo til að bæta heilsufar þeirra, sem
þarna eiga leið um. (Tímamynd—GE).
Leirmunasýning
Hjónin Gestur Þorgrímsson
og Sigrún Guðjónsdóttir hafa
opnað sölusýningu á leirmun-
um og höggmyndum í vinnu-
stofu sinni að Laugarásvegi 7.
Á sýningunni eru nokkrar
höggmyndir eftir Gest, en auk
þess er þarna mikið úrval af
skartgripum úr leir, en slíkir
skartgripir eru heldur óvenju-
legir hér á Iandi. Auk þess eru
sýndar postulínsflísar, sem Sig
rún hefur skreytt- Flísarnar
eru bæði ætlaðar cinstakar sem
veggskreytingar, en einnig hef
ur Sigrún notað flísarnar í
stað diska, með kaffibollum.
Sigrún hefur gert nokkuð af
því að gera veggskreytingar t.
d. fyrir eldhús, og málar hún
þá myndir á flísarnar og mynd
ar skreytingin heild, þegar all
ar flísarnar hafa verið settar
upp. Myndin er af einni flís-
inni, sem Sigrún hefur málað.
Sýningin verður opin næstu
10 daga, frá 2 til 10, en eftir
það getur fólk komið og skoð-
að það, sem er á boðstólum
í vinnustofunni, á eftirmiðdög-
um.
(Tímamynd GE)
SKYNDIHAPPDRÆTTI
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
100 vinningar — 100 vinningshafar
Dregið 2. desember og drætti ekki frestað,
þar sem vinningarnir verða afhentir fyrir jól.
Meðal vinninganna er bifreið
Vauxhall VIVA frá Véladeild
SÍS, að verðmæti um 270 þús-
und krónur. Glæsilegt sumar-
hús á eignarlandi og á fögr
um stað í nágrenni Álftavatns.
Þá eru margar eigulegar og
verðmætar bækur, sem keypt-
ar hafa verið hjá Almenna bóka
félaginu í Reykjavík pg frá
Bókaforlagi Odds Björnssonar
1 Akureyri. t happdrættinu eru
( einnig að þessu sinni margir
( glæsilegir munir frá Verzlun-
, inni Sportval í Reykjavík, svo
■ jíím myndavélar og sýminga-
' velar, sportvörur, leikföng og
margt fleira. Einnig er bifhjól.
í happdrættinu, alfatnaður,
sjónvarpstæki, segulbandstæki,
■ heimilistæki og margir aðrir
eigulegir og verðmætir munir.
Hver skyldi ekki vilja bæt-
ast í hóp þeirra sem hljóta
glæsilegan vinning rétt fyrir
jólin. Með því að kaupa miða
getur þú orðið einn hinna eitt-
hundrað.
Miðar fást á aðalskrifstofu
happdrættisins, Hringbraut 30.
Opið í dag til kl. 7. e.h., simi
24482. Á afgreiðslu Tímans
Bankastræti 7 fást einnig mið-
ar og er opið þar til kl. 6,
sími 12323. Miðar eru einnig
víða til enniþá hja umboðsmönn
um úti á landi. Á sömu stöðum
er tekið á móti skilum fyrir
heimsenda miða og er æski-
legt að fólk geri skil við fyrstu
hentugleika. Munið að drætti
verður ekki frestað.
ALM, FUNDIIR MED TVEIM AF LEIDTOGUM
ÆSKULÝÐSSAMBANDS TÉKKflSLÓVAKÍU
EKH-Reykjavík, fimmtudag.
Tveir af forvígismönnum Æsku
lýðssamtaka Tékkóslóvakíu cru
komnir hingað til lands í boði
Æskulýðssambands íslands. Tékkó
slóvakarnir tveir, Karel Rejzek og
Ivan Blalia, munu dvelja hér til
18. þessa mánaðar, skoða sig um,
skiptast á skoðunum við forráða-
menn Æskulýðsfélaga hérlendis og
á laugardaginn kemur efna ÆSÍ
og Tékknesk-íslenzka félagið til
Finnalndsvina-
félagið Suomi
heldur kvöldvö'ku og aðalfund í
Norræna húsinu þriðjudaginn 19.
nóvember kl. 8.30 síðd.
Að loknum aðalfundarstörfum
flytur Kai Sanila lektor við Há-
skólann í Helsingfors erindi um
samvinnu Finna og íslendinga.
Finnski sendikennarinn við Há
skóla íslands Joha K. Pehura sýn-
ir kvikmyndir frá Finnlandi og út
skýrir þær.
Söngkonan frú Hanna Bjarnadótt
ir syngur með undirleik frú Hönnu
Guðjónsdóttur.
4 sSasast
OÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Þrjár konur og einn karlmaður
liggja nú á Borgarsjúkrahúsinu
vegna meiðsla sem þau hlutu er
bíll sem þau voru í ók á brúar
stólpa við Hraunslæk í Garða
hreppi í gærkvöldi.
Ekki er með fullu ljóst hvernig
á árekstrinum stóð en bíllinn sem
var á leið til Hafnarfjarðar lenti
á stólpanum og skemmdist mikið.
Fólkið var flutt á slysavarðstofuna
og voru meiðsli þess svo alvarleg
að þau voru öll lögð inn á
Borgarsjúkrahúsið.
almenns fundar í Þjóðleikhúskjall.
aranum, þar sem Tékkóslóvakarnir
munu svara fyrirspurnum, auk
þess sem umræður verða um
„Núverandi ástand í Tékkóslóv-
akíu.“
Æskulýðssamband íslands var
stofnað fyrir rúmlega 10 árum
og samanstendur það af 12 lands
samtökum ungs fólks. ÆSÍ hef-
ur frá upphafi sinnt töluverðum
erlendum samskiptum í nafni ungs :
félagsbundins fólks á íslandi.
Til skamms tíma hafa samskipti
ÆSÍ við erlenda aðila takmark
azt við Norðurlöndin, V-Evrópu og
aðilana innan WAY. Fyrr á þessu
Síðdegisfundur um efnið:
Gengislækkunin og
lausn efnahags-
vandans
Hagfræðafélag íslands gengst fyr
ir síðdegisfundi um ofangreint
efni í Sigtúni laugardaginn 16.
nóvember. Hefst fundurinn kl.
2.30.
Framsögumaður verður Guð-
mundur Magnússon, hagfræðipró
fessor, en að framsögn hans lok-
inni mun umræðuhópur nokkurra
hagfræðinga reifa málið nánar og
svara fyrirspurnum og athugasemd
um fundarmanna um eðli gengis-
breytingarinnar og væntanleg á-
hrif hennar á þjóðarbúskap, at-
vinnuvegi og lífskjör. Verða það
þeir dr. Jóhannes Nordal, seðla
bankastjóri, Jónas H. Haralz, for
stjóri Efnahagsstofnunarinnar, Úlf
ur Sigurmundsson, framkv.stj.
Kirkjusands h.f., og Þorvarður Al-
fonsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags ísl. iðnrekenda.
Fundurinn er opinn gestum utan
félagsins, meðan húsrúm leyfir.
ári hóf stjórn ÆSÍ hins vegar
að leita hófanna um samvinnu við
Æskulýðssamtök í Austur-Evr-
ópu. Sendiráðin hérlendis voru
bréflega beðin um að veita ýmsar
upplýsingar um æskulýðsstarfsemi
í löndum þeirra, en hingað til
hafa aðeins borizt upplýsingar frá
Framhald á bls 14.
Fundur um
verkalýðsmál
Framherji, félag FramsoKnar-
fólks í launþegasamtökunum held-
ur fund í Fram-
sóknarhúsinu,
uppi, næstkom-
andi sunnudag
klukkan 14,00. —
Björn Jónsson al-
þingismaður, tal-
ar um verkalýðs-
mál og svarar
fyrirspurnum. —
Allt Framsóknar
Kvikmyndasýning
Germaníu
Á morgun, verða sýndar frétta-
og fræðslumyndir á vegum félags
ins Germanía, og eru fréttamynd
irnar frá júlí og ágúst í sumar.
Fræðslumyndirnar eru tvær,
umferðakvikmynd um starfsemi um
ferðalögreglunnar í Vestur-Þýzka
landi. „Ferð Mozarts til Parísar".
Er þar sagt frá ýmsum atriðum
úr ævi Mozarts. Með myndinni eru
flutt mörg ai fegurstu verkum
meistarans.
Sýningin verður í Nýja bíó, og
hefst kl. 2 e. h. Öllum er heimill
aðgangur, börnum þó einungis í
fylgd með fullorðnum.
fólk velkomið.
f. ' * * , • jf * ' ■ _ '• m •' ■*
... >* , ' •’ ipl . 1 J' m
< r> u Li- '• • í p " j úá ■Mn .yv. /.
- 'W pmLÆ
Stjas-Vorsabæ.
Héraðssambandið Skarpliéðinn
er nú að hefja vetrarstarfið og
hefst það með samkomu í Félags
heimilinu Borg í Grímsnesi í
kvöld, kl. 21. Þar vcrður kynning
fyrir almenning á starfsemi Skarp
héðins á s. 1. sumri. og m- a.
sýndar myndir úr landgræðsluferð
um inn á Kjöl og í Landmannalaug
ar, Og ferð HSK á landsmótið á Eið
um, og ýmsum öðrum þáttum sum
arstarfsins. Sýndar verða bæði
ljósmyndir og litskuggamyndir. Er
þetta annað haustið, sem HSK efn
ir til svona mynda- og kynningar
kvölds. Samkomunni í Borg lýk-
ur með dansi og leikur tríó
Þorsteins Guðmundssonar fyrir
dansinum.
Formannafundur HSK verður i
Selfossbíói í dag föstudag kl.
15 og þar verður vetrarstajcííð
skipulagt. Áætlað er að irairéts-
ingu Skarphéðins hússins á Sel-
fossi verði að mestu lokið fyrir
áramót, og vonir standa til. að
húsið verði tilb. til afnota snemma
á næsta ári. Myndin er af keppend
um HSK á landsmótinu á Eiðuiu.