Tíminn - 15.11.1968, Side 2
TIMINN
Myndin sýnir líkan að safnhúsinu, eins og því er ætlað að verða.
BYGGING SAFNHÚSS ER HAF-
IN í GÖRÐUM Á AKRANFSI
FÖSTUDAGUR 15. nóvember 1968.
Staðir og stefmmói
ný bók eftir GuSmuncS Daníelsson
Laugardaginn 2. nóvember fór
fram stutt athöfn í Görðum á
Akranesi í tilefni þess, að þá var
hafin bygging safnahúss þar á
staðnum. — Byggingin verður fimm
samstæð hús, tvö tveggja hæða og
þrjú á einni hæð, eða 3889 m3.
Teikningu að byggingunni og alla
uppdrætti gerðu arkitcktarnir Orm
Ármann Kr. Einarsson
Oli og IVIaggi
finna gull-
skipið
FB Reykjavík, laugardag.
ÓIi og Maggi finna gullskipið
heitir ný bók eftir Ármann Kr.
Einarsson. Útgefandi er Bóka
forlag Odds Björnssonar á Ak-
ureyri. Þetta er 23. barna- og
unglingabók Ármanns, en auk
þess hefur hann gefið út fjór
ar aðrar bækur.
Bækur Ármanns Kr. Einars
sonar hafa náð meiri og al-
mennari vinsældum en dæmi
eru til hérlendis, að því er seg
ir á bókarkápu, — enda marg
ar hverjar verið metsölubækur
og eru sumar þeirra löngu upp
seldar. En auk þess hafa bækur
Framhald á 15. síðu.
ar Þór Guðmundsson (sem er Akur
nesingur) og Örnólfur Hall.
Byggingin verður reist í áföng
um. I fyrsta áfanga verður byggð
samstæða tveggja hæða húsanna.
Verkið var boðið út síðla sumars.
Lægsta tilboð, af fimm, var frá
Dráttarbraut Akraness h. f. en fram
kvæmdastjóri hennar er Þorgeir
Jósefsson. Var því tilboði tekið.
í þessari safnahúsabyggingu í
Görðum er Byggðasafni Akraness
og nærsveita ætlaður staður í fram
tíð, svo og listasafni. — Garðar á
A'kranesi er forn sögustaður,
kirkjustaður og prestssetur um
aldir. Byggðasafn Akraness og
nærsveita var opnað almenningi til
sýnis í desember 1959 og bomið fyr
ir í gamla prestseturshúsinu í
Görðum, er safnið fékk að gjöf,
og hefur verið þar til húsa síð
an. Garðahúsið er fyrsta húsið í
landinu, sem gjört er úr stein-
steypu, byggt á árunum 1876 til
1882 af þáverandi sóknarpresti í
Görðum, séra Jóni Benediktssyni.
Var húsið lagfært hið innra fyrir
safnið en rúmar nú hvergi þá muni
og minjar, sem byggðasafninu hafa
áskotnazt á undanförnum árum.
Byggðasafn Akraness og nær-
sveita er sjálfseignarstofnun og
nær til Ákraneskaupstaðar og
hreppanna fjögurra sunnan Skarðs
heiðar. Telst það sameign fólksins
sem byggir þessar stöðvar á
hverjum tíma. Stjórn safnsins skipa
9 menn, 5 úr Akraneskaupstað og
einn úr hverjum hreppi. Innan
stjórnarinnar er Þri'ggja manna
framkvænidancfnd. Skipa þá
nefnd nú Guðmundur Sveinbjörns
son, Akranesi, Jón Sigmundsson,
Akranesi, og Guðmundur Jónsson
bóndi og oddviti á Inm-a-Hólmi.
Forstöðumaður safnsins hefur ver
ið frá upphafi séra Jón M.
Guðjónsson. Fjárhagslega hefur
byggðasafnið notið árlegs
styrks Akranesbæjar og sveitar
félaganna sunnan Skarðsheiðar,
svo og rausnarlegs framlags úr
Menningrsjóði Akraness á þessu
ári, og nokkurs styrks úr sýslu
sjóði Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
árlega. Skilningur fólks á gildi
byggðasafnsins hefur farið vax
andi með árunum. — Hið nýja
safnahús í Görðum er staðsett
nokkurn spöl fram af gamla Garða
húsinu.
Athöfnin heima í Görðum hófst
með því a, Guðmundur Sveinbjörns
son, formaður byggðasafnsstjórnar,
flutti ræðu. Rakti hann sögu
byggðasafnsins í stórum dráttum
og lýsti aðdraganda að fyrirhug
aðri safnabyggingu og framtíðar
vonum í sambandi við hana. Þakk
aði hann öllum, sem stutt höfðu
að giftusamlegri lausn þess, að
framkvæmd merks áfanga mætti
hefjast innan stundar. Bað hann
Jón Sigmundsson að stinga fyrstu
skóflustunguna. Jón er fæddur í
Görðum og fóstraður þar — og átti
75 ára aímæli 1. nóvember. Hann
hefur verið í stjórn byggðasafns
ins frá stofnun þess og fyrsti
formaður og samfleytt um árabil
og jafnan gjaldkeri safnsins. Því
næst talaði sóknarpresturinn, séra
Jón M. Guðjónsson. Lýsti hann
blessun yfir framkvæmd verksins.
Stundin væri helg á helgum stað,
sem vonandi mætti enn og um
alla framtíð minna á dýran arf í
munum og minjum feðra og mæðra
og veita ljósi menningar xnn
í líf kynslóðanna. — Meðal við-
staddra við athöfnina var bæjar
stjórinn á Akranesi, Björgvin Sæ
mundsson og fulltrúar sveitanna
sunnan Skarðsheiðar. Að lokinni
athöfn gengu viðstaddir inn í
byggðasafnið og þágu góðgerðir.
— Safnvörður byggðasafnsins er
Magnús Jónsson, kennari.
EKH-Reykjavík.
Sjö nýjar bækur og ein mál-
verkaprentuii eftir Jóhannes Kjar
val koma út hjá Helgafelli um
þessar mundir. Bókaútgáfan mun
fyrir jólin og í kringum fullveld
isafmælið gefa út margt góðra
bóka og má þar tilgreina ljóðabók
eftir Ilannes Pétursson, skáldsögu
eftir Jón Óskai', Njálssaga á ensku
í lúxusútgáfu, nýtt skáldverk Thors
Vilhjálmssonar, ljóðabók eftir Ein
ar Ólaf Sveinsson, Kjarvalskver,
heildarsafn Hannesar Hafstein og
fleira.
Bækurnar sem nú koma út eru
þessar: Smásagnasafn, Blábrá,
eftir Kristmann Guðmundsson, 11
smásögur, er ekki hafa birzt áð-
ur.
Þá kemur ný útgáfa ætluð ung
um lesendum af skáldsögum Jóns
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Staðir og stefnumót heitir ný-
útkomin bók eftir Guðmund Dan
íelsson. Útgefandi er Prentsmiðja
Suðurlands h. f. Bókin er tvískipt
og eru í henni viðtöl og ferðaþætt
ir. Ferðaþættirnir eru tíu, en all
ir úr sömu ferðinni. Hinn hluti
bókarinnar er miklu umfangsmeiri
og hefst með minningum Guð-
mundar austan úr Holtum.
Samtölin eru við þessa menn:
Kristinn Vigfússon, trésmíða-
meistara á Selfossi, Ásgeir Páls
son, bónda og formann að
Framnesi í Mýrdal, Gunnar
hreppstjóra Runólfsson á Syðri-
Rauðalæk, Kjartan frá Stóra-
Núpi, söngstjóra, Vigfús oddvita
á Eyrarbakka, Ólaf Björnsson,
héraðslækni á Hellu, Ásgeir Ei-
ríksson, sýslunefndarmann á
Stokkseyri, Magnús Guðjónsson,
sóknarprest á Eyrarbakka, Jón
bónda í Garðsauka, Friðrik kaup
mann í Miðkoti í Þykkvabæ, Jón
bónda í Neðradal, Þórunni
Gestsdóttur á Eyrarbakka, Ólöfu
í Túni, Hildiþór kaupmann á
Selífiossi, Valdimar Örnólfsson,
stjórnanda skíðaskólans í Kerl-
Fjórar bækur
frá Skjaldborg .
á Akureyri
Skjaldborg sf-, sem er nýstofnað
útgáfufyrirtæki á Akureyri gefur
út á þessu ári eftirtaldar bækur.
„Leyniskjalið" heitir ný barna-
bók eftir Indriða Úlfsson, skóla
stjóra á Akureyri. Þetta er fyrsta
bók höfundar, en hann hefur áður
samið mörg leikrit fyrir börn,
sem flutt hafa verið víða á skóla
skemmtunum, og nokkur birzt
í barnablaðinu „Vorið."
„Bundið mál“, heitir ný ljóða
bók eftir Jón Benediktsson, yfir
lögregluþjón á Akureyri. Þetta
er önnur ljóðabók höfundar, sem
kunnur er fyrir sönglög sín og
ljóð víða um land. Fyrri ljóða
bók hans, „Sólbros“, kom út 1959
og var vel tekið.
„Eltingarleikur á Atlantshafi"
(The Enemy Below) eftir D. A.
Rayner í þýðingu Baldurs Hólm
geirssonar segir frá einvígi milli
tundurspillis og kafbáts í heims
Framhald á bls. 15.
Thoroddsen, Manni og konu og
Pilti og stúlku. Báðar eru þessar
bækur myndskreyttar, önnur af
Halldóri Péturssyni en hin af
Gunnlaugi Scheving.
Ný ljóðabók eftir Vilborgu Dag
bjartsdóttur, sem skáldkonan nefn
ir Dvergliljur.
Ennfremur kemur safn smásagna
eftir Jón frá Pálmholti. Bókina
kallar höfundur, Tilgangur í líf
inu, sögurnar eru 12 og hefur ein
þeirra birzt áður.
Þá kemur út nýstárleg bók og
sérstæð, þó hún hafi reyndar
komið tvisvar út áður, í fyrsta sinn
fyrir rétt tæpum hundrað árum.
Þetta er Varabálkur Sigurðar Guð
mundssonar á Heiði í Gönguskörð
um, en hann þótti á sinni tíð eitt
bezta ljóðskáld okkar úr alþýðu
stétt. í Varabálki eru yfir 400
ingarfjöllum, Þorgeir _ Gestsson
frá Hæli, Málfríði Árnadóttur
og Ingvar Árnason, Grím bónda
Ögmundsson á Syðri-Reykjum,
Guðmund í Steinskoti, Markús
Þórðarson í Grímsfjósum og Þor
stein bókfærslukennara Bjarna-
son við Verzlunarskólann.
Bókin er 314 bls., Prentsmiðja
Suðurlands gefur út og Halldór
Pétursson hefur teiknað kápu og
skreytingar.
Sálmar
Kvæði
Söngvar
eftir sr. Friðrik Friðriksson
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Komin er út bókin Sálmar —
Kvæði — Söngvar eftir séra Frið
rik Friðriksson. Útgefandi er
KFUM í Reykjavík. Sigurjón Guð
jónsson skrifar um séra Friðrik
Friðriksson — Skáldið og rithöf
undurinn. Bókin skiptist í 10 kafla
Fyrst er: Frumsamdir sálmar
og andleg ljóð, þá Sálmar og and
legir söngvar — Þýðingar, Æsku
lýðsljóð — frumort og þýdd, Frum
ort kvæði, Útilegumenn — Ljóða
flokkur, Úti og inni — Ljóðaflokk
ur um útilff í KFUM og Ljóða
þýðingar. Bókin er 255 bls. Bók
in er prentuð hjá Leiftri h. f-
Á bókarkápu segir m. a. Séra
Friðrik Friðriksson hefir sung
ið sig inn í hjörtu tugþúsunda ís
lendinga með söngvum sínum og
sálmum. Hann er fyrst og fremst
skáld æskunnar. Sálmaskáldið sr.
Friðri'k Friðriksson hefir aflað
sér æ fleiri vina með sálmum
þeim, sem teknir voru í síðustu
útgáfu „Sálmabókarinnar“ og vinna
á við not’kun í söfnuðum lands
ins. Kvæðaskáldið Friðrik Frið-
riksson er minnst þekkt af almenn
ingi, enda hefir aldrei verið gefin
út kvæðaþók eftir hann. Hér birt
ast flest ljóð hans og sálmar og
eru fjölmörg þeirra prentuð hér
í fyrsta sinn-
Bókin er gefin út í tilefni aldar
I afmælis hans 25. maí 1968.
erindi, dýrt kveðin og þrungin
andagift og lífsvizku.
Sigurður Bjarnason ritstjóri
skrifar formála að Varabálkinum.
Loks kemur á morgun lítil mál
verkabók með fjölda mynda eftir
Svavar Guðnason, en inngang, yf
ir þrjátíu síður, skrifar Halldór
Laxness. í bókinni eru 23 mynd
ir og tvær í litum, þar á meðal
hinn margumtalaða mynd Svav
ars er Studenternes Hus í Aarhus
á en, hún er að stærð hvorki meira
né minna en 240x400 cm. Bók
þessi er gefin út af Gyldendal, en
afgreidd hjá Helgafelli.
Loks kemur á morgun ný mál
verkaprentun eftir mynd Kjar
vals, Hraundrangar í Öxnadal,
endui'minning málarans um Jónas
Hallgrímsson, prentuð í Litho-
prenti. Framhald á 15. síðu.
7 NÝJAR BÆKUR OG EFTIRPRENT-
UN KOMA ÚT HJÁ HELGAFELLI