Tíminn - 23.11.1968, Blaðsíða 9
1ÆTGARDAGUR 23. nóvembei- 1968.
TIMINN
9
DENNI
DÆMALAUSI M“*8hrt”si*!
Nei — þaS er enginn hérna með
því nafni. f hvaða númer ætlað
FALl N FORTf®
Lárétt: 1 Tónskáld 5 Lofsöng 7
Mjólkurmat 9 Bók 11 Sjó 12
Stefna 13 Þvertré 15 Bára 16
Mylsna 18 Ýta viS.
Krossgáta
175
Lóðrétt: 1 Hesta 2 Veiði-
tæki 3 Stafrófsröð 4 Málm
ur 6 Vera á fótum 8 Lukku
leg 10 Fljót 14 Kærleikur
15 Ótta 17 Tvíhljóði.
Ráðning á gátu nr. 174.
Lárétt: 1 Galdur 5 Áll 7
Lot 9 Lán 11 TR 12 Lú 13
Uml 15 Bað 16 Afi 18 Skæð
ur.
Lóðrétt: 1 Göltur 2 Lát 3
DL 4 UU 6 Snúður 8 Orm
10 Ála 14 Lak 15 Bið 17
Fæ.
Erla, Póló og Bjarki frá Ak-
ureyri syngja og leika.
Herdís Þorvaldsdóttir les
ljóð.
Atriði úr ballettinum Les
Sylfides: Colin Russel-Jon-
es, ásamt Ingibjörgu
Björnsdóttur, Kristínu
Bjarnadóttur og ballet-
flokki úr þjóðleikhúsinu
dansa.
„Á listsýningu'* með Kjart-
ani Ragnarssýni og Sigurði
Karlssyni.
„Hjónabandssæla**: Soffía
Karlsdóttir og Sigurður
Ólafsson syngja.
Kynnir: Jón Múli Árnason.
21.05 Skemmtiþáttur Lucy Ball.
fsl. texti: Kristmann Eiðs-
son.
21.30 Kvonbænir.
Mynd um mismunandi til-
burði manna við að biðja sér
konu. Dæmi eru sýnd frá
Indlandi, íran, Sikiley og
Kanada. ísllenzkur texti:
Vigdís Finnbogadóttir.
22.15 Valsaárin.
(The Dancing Years)
Brezk kvikmynd gerð af
Warwick Ward. Leikstjóri:
Harold Frence. Aðalhlut-
verk: Dennis Price, Gisele
Preville, Patricia Dainton.
fsl. texti: Þórður Örn Sig-
urðsson.
23.40 Dagskrárlok.
16
©PIB
Það er þetta með pillurnar
læknir, sem þú sagðir mér að
gefa kettlingnum — þær virð
ast hafa einkennilegar verkanir.
rækt að fá sent eitthvað af fötum
yðar hingað, vona ég að þér getið
notazt við þetta. K.
Hún tók dálítið af silkipapp
írnum í burtu, og í ljós kom glæsi
legur innisloppur, fagurlega bród-
eraður, ásamt breiðu sjali og til-
'heyrandi ilskóm. Ennfremur
fylgdi þessu blævængur.
Meðan hún var að taka hann
upp úr öskjunni, við aðdáun og
undrunaróp Mörtu, hugleiddi hún
hver hafði nú átt hann, og hver
hefði nú borið hann síðast. Varla
litla, fagra Mireille, það var hún
viss um. Hann hefði verið alltof
ögrandi fyrir hana. Kannski hafði
hann tilheyrt Gerrut, og þó, eftir
þeirri hugmynd sem Lusia hafði
gert sér um hana, gat hún varla
trúað því að hún hefði getað átt
svona áberandi flík- En hver þá?
Það hlytu að hafa verið aðrar
konur í lífi Kasimirs, konur sem
hann hafi elskað, og kannski
haft með í helgarferðir í hreiðr-
ið“? Maður í hans stöðu var ef-
laust umsetinn, ekki aðeins af því
að hann var forseti, heldur einnig
vegna hans óumdeilanlegu per-
sónutöfra. Eflaust höfðu aðrar
konur verið jafn fúsar á að gefa
sig, og hún hafði verið, og kannski
með betri árangri. Það var ekki
hægt að ásaka Kasimis þótt hann
leitaði huggunar hjá öðrum, eftir
að hafa misst Mireille. eða á tíma
bilinu áður en Mireille kom i stað
Getrudar. Þvílík sambönd voru
ekkert óvanaleg í Evrópu.
Hún ætlaði ekki að hugsa um
hver hefði borið klæðin, heldur
að vera ánægð og gleðjast yfir
að klæðast þeim. Þetta var mun
fallegri innisloppur en sá, sem
hún hafði fengið frá japanska
sendiráðinu. eftir að hún hafði
sungið Madame Butterfly í Metro-
politan í New York.
Marta reyndist dugleg þerna.
Hún vissi nákvæmlega hvað hún
átti að gera. Hún gat ekki hafa
lært það hérna uppi í fjöllunum,
hún hlaut að hafa fengið þjálf-
un sína annars staðar. Lusiu lang
aði til að spyrja hana, en fannst
rétt að láta það vera. Marta
greiddi hár hennar upp, þannig
að það fór vel við sloppinn, og
festi það síðan upp með perlu
skreyttum nálum, sem fylgdu með
í öskjunni. Þegar hún hafði lok-
ið við að klæða hana. skoðaði
Lusia sig í spegli. Burtséð frá
fölvanum, og dökku baugunum
undir augunum, bar hún engin
merki eftir ævintýri sitt, og þessi
ögrandi flík, féll svo vel að rjóma
lirti húð hennar, og undirstrikaði
þessi sérstöku augu hennar. Hún
notaði augnabrúnalit með stök-
ustu varkárni, og lét á sig örlítið
af grænum augnskugga. Síðan sagð
hún Mörtu að hún væri tilbúin.
Stúlkan rétti henni staf og leiddi
hana að stiganum. Vill ungfrúin
að ég hjálpi henni niður? spurði
hún.
— Nei þökk, ég bjarga mér.
Fjölskyldan var samankomin í
stóra holinu. neðan við stigann.
Það var kalt hérna uppi í fjöll-
unum. og það logaði glatt í eld-
stónni. Arnarhreiðrið var að vísu
nýtízkulega innréttað en þá fann
maður samt, að það hafði áður
veri notað sem veiðikofi. og upp-
runalega byggt sem sæluhús
Það leit út fyrir að vera ham-
ingjusöm fjölskylda. sem sat um-
hverfis eldstóna. Eldri kona með
stálgrátt hár klædd gamaldags
blúndukjól, sat í hægindastól.
með heimavmnu í kjöltu sér Við i
hlið hennar sat ungi læknirinn,
sem augsjáanlega ræddi á'huga.
samt málefni, því að logarnir frá
eldinum, er léku um andlitsdrætti
hans, sýndu svo augljóslega ákvefð
hans. Hinu megin við arininn stóð
Kasimir marskálkur og hallaði sér
upp að arinhillunn, og starði í
eldinn, auðsjáanlega djúpt sokk-
isn í hugsanir sínar. Þar var einn
maður í viðbót, sem stóð skammt
frá honum, með einhver skjöl í
höndunum, að öllum líkindum
einkaritari.'
Hún nam staðar miðja vegu í
stiganum, og athugaði hópinn.
Það ætti að vera einum fleiri
. . - dóttir Kasimirs. Hún var
að visu barn, en enn var ekki
orðið það framorðið, að barn
gæti ekki verið á fótum
þess vegna. Eða kannski væri hún
ekki sýnd ásamt fjölskyldunni, er
gestir væru.
Lusia hlaut að hafa valdið ein-
hverjum hávaða, því að læknir-
inn leit upp og kom auga á hana,
Strax reis hann upp og flýtti sér
að stiganum, til að hjálpa henni,
en Kasimir varð á undan.
— Þetta gengur vel, sagði
hann. — Eruð þér viss um að þér
þolið áreynsluna?
— Alveg viss. Ég þoldi ekki
lengur við í rúminu. Meiðslin
eru ekki mikil. Ég f'nn varla til,
ef ég fer varlega.
— Haldið því þá áfram. Hann
tók undir handlegg hennar. og
le:ddi hana að arninum. — Þér
hafið þegar hitt dokt-or Brahé.
Ungi læknirinn hneigði sig. Kasi-
mir sneri sér að öldruðu konunni.
— Þetta er konan sem lítur eftir
dóttur minni, og sér um húshald-
ið . . . Barónsfrú Lowenthal •
Ungfrú Lusia Santinelli, sem er
komin hingað til Legin, til að
gleðja okkur með söng sínum.
Barónsfrúin leit upp á hana, og
virtist grandskoða hvern drátt and
lits hennar og líkama. — Við er-
um ekki vön ókunnugum í Arnar-
hreiðrinu, ungfrú, sagði hún. —
Ég er hrædd um að yður muni
finnast leiðinlegt hérna, en þér
eruð velkomin.
Henni fellur ekki við mig, hugs
aði Lusia. Henni finnst ég áreið-
anlega koma einkennlega fyrir
sjónir. Þessi sloppur ætti betur
við á grímuballi. Kannski það hafi
verið of mikið að greiða hárið í
sama stíl. En, nei, því trúi ég
ekki. Ég hefi alltaf getað treyst
á minn eigin smekk, jafnvel þau
skipti, sem ég vil helzt ekki hugsa
um . ..
— Mér mun ekki finnast leið-
inlegt hér. svaraði hún. — Ég
þarfnast hvíldar eftir daginn í
gær, og áður en ég byrja á ný í
Óperettunni.
Kasimir tók fram stól handa
henni. Hún leit brosandi á hann,
um leið og hún settist. Hann leit
þreytulega út og það voru drætt-
i:*1 í andliti hans, sem ekki áttu
þar heima aldursins vegna. Hún
var viss um að hann hafði ekkert
hvílzt. Vafalaust hafði hann verið
í sífelldu sambandi við Kaltava.
Jafnvel hér upp í fjöllunum,
mundi ástandið ekki una honum
nokkrar hvíldar.
Þjónn bar ínn drykki. og dr.
Brahe rétti Lusiu einn. Yður mun
finnast þetta sterkur drykkur, var
aði hann hana við. — Þetta er
eftir uppskrift hans hátignar.
Hann hefur ekki fundið því
neitt nafn ennþá. Kannski komið
þér með nafn sem honum finnst
til um. Hann stóð upp meðan
hann talaði. og það sama gerði
einkaritarinn, sem hún hafði enn
Mary Hichmond
ekki verið kynnt fyrir- . . Kasi-
mir lyfti glasi sínu. —
— Fyrir þjóðfylkingunni,
sagði hann. — Voru kæra föður-
landi. Megi Guð vernda það, og
hjálpa því gegnum eriiðleik-
ana, með sem minnstum möguleg-
um blóðsúthellingum.
Lusia stóð upp til að skála. Það
gat enginn vafi verið á því að .
Kasimir væri hreinn og beinn.
Hann elskað Legin og var tilbúinn
til að fórna miklu svo það gæti
haldið áfram að vera frjálst og
vaxandi. Derek Sanderson hafði
sagt að hann sæktist eftir krúnunni
Segjum að svo væri. Krúnan gæti
ekki fært honum meiri völd en
hann nú hefði. Lagalega kannski,
svo honum yrði ekki komið frá
með atkvæðum- En henni fannst,
að það þyrfti mikið til að þessi
forseti missti meirihlutann. Þótt
Lusa þekkti lítið til í Legin, var
hún viss um að hann væri rétti
maðurinn, á réttum stað. Hann
setti glasið frá sér, og spurði:
— Hvar er barnið? Átti
það ekki að vera hér? Hún er
þó ekki lasin? Það var áhyggju
tónn í rödd hans.
— Nei, nei, svaraði barónsfrú-
in. Sú litla er alveg frísk. Hún
hefur ekki fengið neitt kast f lang
an tíma. Hún va-r óvanalega
lengi úti, svo ég fékk hana til að
leggjast fyrir, þegar hún kom
inn. Það var mikill hálfkæringur
í henni, það er það vanalega þeg-
ar faðir hennar kemur í heim-
sókn, og stundum fylgja því eftir-
köst . . .
. . . En, þarna er hún! . . .
Allir litu til dyranna, hægra
megin við stigann. Það var bank-
að á þær.
Dr. Brahe reis snarlega á fætur,
gekk til dyra og opnaði. Luisa
horfði á smáu veruna í dyragætt-
inni.
HLJÖÐVARP
Laugardagur
7.00 Morgunútvarp
12.00 Hádegisútvarp
13.00 Óskalög sjúklinga
14.30 Aldarhreimur
Þáttur í umsjá Björns Bald
urssonar og Þórðar Gunnars
sonar. Rætt við Steinar Guð
tnundsson.
15.00 Fréttir og tónleikar.
15.30 Á líðandi stund.
Helgi Sæmundsson ritstjóri
rabbar við hlustendur.
15.50 Harmonikuspil
16.15 Veðurfregnir.
Á nótum æskunnar
17.00 Fréttir
Tómstundaþáttur barna og-
ungUnga. Jón Pálsson flyt-
ur ásamt ldu Friðriksdóttur
17.30 Þættir úr sögu fornaldar
17.50 Söngvar í léttum tón.
18.20 Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins.
19.00Fréttir
Tilkynningar
19.30 Daglegt Iíf
Árni Gunnarsson fréttamað
ur stjórnar þættinum.
20.00 Arfleifð í tónum.
Baldur Pálmason bregður á
fóninn hljómplötum nokk-
urra þekktra tónlistarmanna
er létust á síðasta
20.50 Leikrit Leikfélags Akureyr-
ar: „Blákaldur sannleikur",
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Danslög
23.55 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.