Tíminn - 29.11.1968, Side 6
FÖSTUDAGUR 29. nóvember 1968.
TÍMIN N
Hér fara á eftir stuttir kaflar
úr ræðu þeirri, er Ásgeir Bjarna
son flutti, þegar hann mælti fyrir
frumvarpi um að lausaskuldum
bænda verði breytt í föst lán.
Það er kunnugra manna mál, að
viss hluti bænda eigi í miklum
fjárhagserfiðleikum og það svo,
að ekki verði hjá því komizt að
greiða götu þeirra með því að
breyta lausaskuldum í föst lán
og með skuldaskilum hjá öðrum.
Samhliða þessu verður heldur ekki
fajá því komizt að greiða úr skulda
erfiðleikum hjá fyrirtækjum
bænda.
Hefur snúizt við
Þegar lögum um ræktunarsjóð
íslands og byggingarsjóð var
breytt í núgildandi lög um stofn
lánadeild landbúnaðarins, fór
fram samkv. sérstökum 1. breyt
ing á lausaskuldum bænda i föst
lán. Það verður því að ætla, að
lausaskuldir bænda hafi ekki verið
ýkja miklar um það leyti, sem
stofnlánadeild iandbúnaðarins hóf
göngu sína. Skýrslur sýna það, að
aðeins þriðji hluti skulda bænda
hafi þá verið lausaskuldir, en
2/3 hlutar veðbundin lán.
Nú er þessu öfugt farið, þar
sem lausaskuldirnar eru 2/3 og
veðbundnar skuldir um 1/3 af
heildarskuldum bænda. Landbún
aðarráðherra taldi í sambandi við
stofnlánadeildina, að það mundi
ekki þurfa framvegis að safnast
lausaskuldir, því að svo vel hefði
viðreisnarstjórnin, séð fyrir lána
þörf landbúnaðarins. í sama streng
tók núv. fjármrh., sem fann upp
sérskattinn á bændur, stofnlána
deildarskattinn.
Síðan hefur viðreisnarstjórnin
ráðið lögum og lofum í landinu um
margra ára skeið. En hvernig stend
ur þá á því, að lausaskuldir hafa
safnazt í jafn ríkulegum mæli og
dæmin sýna? Lengst af á þessum
tíma hefur verið góðæri. Getur
það verið, að stefnan hafi verið
vitlaust mörkuð í upphafi, að
þar hafi verið breytt um til hins
verra frá því, sem áður var?
Röng stefna
Tekin var upp röng stefna í
landbúnaði nákvæmlega eins og
með aðra atvinnuvegi. Á þessum
árum hefur skapazt öryggisleysi í
stað öryggis, og jafnt og þétt graf
izt undan atvinnulífi þjóðarinnar
og það, sem við blasir, eru við
tækari vanskil og greiðsluþrot, en
áður hafa þekkzt í sögu þjóðar
innar.
Fjórar gengisfellingar, sem hafa
hækkað erlendan gjaldeyri um
441%, segja til sín. Erlendar lán
tökur, sem átt hafa sér stað að
undanförnu og nema í senn á 15.
milljarð kr., segja sína sögu. Út
þenslan og stjórnleysið í fjármál
um þjóðarinnar koma ekki síður
við bændastéttina en aðra. Hækk
un vaxta af stofnlánum núverandi
stjórnar var í upphafi 60—70%
frá því sem áður gilti og stytting
lánstíma. Þetta hvort tveggja seg
ir sína sögu, svo að ekki sé talað
um stofnlánadeildarskattinn, sem
e-r alíslenzkt fyrirbæri og enginn
landbúnaðarráðherra í víðri veröld
hefði gert talsmaður fyrir, nema
Ingólfur Jónsson.
Þetta þrennt, hækkun vaxta,
stytting lánstíma og sérskatturinn
er stór þáttur í því að til lausa
skulda hefur komið í stórum stíl
hjá bændum samhliða því, sem
mati á framkvæmdum hefur verið
haldið niðri, til þess að draga úr
lánsfjárupphæðum. Þá er það
vitað mál, að á þessum tíma hefur
byggingakostnaður margfaldazt og
varla er hægt að koma upp einni
íbúð fyrir minna en 1 millj. kr.
en lán út á þessar íbúðir hefur
verið um það bil % hluti af heild
arkostnaði íbúðarinnar. Sama máli
gegnir með vélvæðinguna. Þar
eru lánin um það bil Vs hluti af
því, sem aflvélar kosta og ekki
neitt til tækjakaupa í sambandi
við vélarnar.
Allar vélar og tæki hafa hækk
að stórkostlega á einu ári. Lítil
Loftpressur - gröfur
Tökum að okkur múrbrot og sprengingar og
einnig gröfur til leigu.
Vélaleiga Símonar Símonarsonar,
sími 33544.
SANDVIK
SNJÓNAGLAR
Á hjólbörðum negldum með
SANDVIK snjónöglum getið
þér ekið með öryggi á hál-
um vegum.
SANDVIK pípusnjónaglar
fyrir jeppa, vörubíla og lang-
ferðabíla taka öðrum snjó-
nöglum fram.
Gúmmlvinnusfofan h/f
Sklphoiti 35 — Sími 31055 — Reykjavík.
heimilisdrátttarvél, sem kostaði
fyrir ári 109 þús. 594 kr. kostar
nú 188 þús. 762 kr. eða hækkar
um 72%.
Bændur borga tvær
krónur af hverjum þrem
Stofnlánadeild landbúnaðarins
hefur fró öndverðu reynzt allt önn
ur en hún var í upphafi túlkuð,
eins og stjórnarstefnan öll, enda
einn anginn af viðreisninni. Því að
hefði hiún verið rétt uppbyggð
væru lausaskuldir landbúnaðarins
minni en þær nú eru. Tekjur
stofnlánadeildar á árinu 1967 eru
94 milljónir 263 þús. 746 kr. Af
þeim tekjum koma frá bændum
62.8 millj. kr. á móti 31.4 millj.
annars staðar að, sem aðallega er
frá ríkinu. Lántökugjöldin, sem
eru 1. 3. millj. eru borguð af
bændum og einnig vextir til stofn
lánadeildarjfnnar, sem eru 42
millj. 945 þús. 798 kr. Aftur á
móti geri ég ráð fyrir, að 565 þús.
rúml., sem er stóreignaskattur
komi annars staðar að. 1% álag
á landbúnaðarvörur þ. e. 17 millj.
101 þús. 46 kr. kemur frá bænd
um og að sjálfsögðu kemur hluti
af 0,75% álaginu líka á neyzluvör-
ur bænda eins og annarra neyt-
enda í landinu, þannig að það er
ekki ofsögum sagt, að bændur
borga 2 kr. af hverjum 3, sem
stofnlánadeildin hefur í tekjur og
það er alveg öfugt við það, sem
áður var. Stofnlánadeildin er upp
byggð af tekjum frá bændum í
staðinn fyrir að áður fyrr var rækt
unarsjóður og byggingarsjóður
byggðir upp með tekjum annars
staðar að.
Erlendar skuldir stofnlánadeild
arinnar 31. desember 1967 voru
234 millj. 646 þús. 922. kr. En
hvað hafa þessar skuldir hækkað
nú? Ef ekki hefur verið borgað
af þessum skuldum á árinu
hækka þessar erlendu skuldir í
362 milljónir, og hækka því
um 127 millj. kr. við þessa síð
ustu gengisbreytingu.
Þarna er viðreisninni og stjórn
arstefnunni kannski hvað gleggst
lýst. Hún grefur uindan atvinnuveg
unum, grefur undan stofnlánasjóð
um, eyðir eignum með hverju ári
sem líður. En hvernig er það með
veðdeild Búnaðarbankans? Stofn
lánadeildin átti að vera þess megn
ug að kaupa 10 milljónir króna
bankavaxtarbréfa árlega af veð
deild, en útkoman í öll þessi ár
er hins vegar sú, að stofnlánadeild
in hefur ekki getað keypt banka
'vaXtabréf veðdeildarinnar nema
aðeins 5 millj. kr. á öllu þessu
tímabili. Hins vegar bíða nú á 2.
hundrað bændur eftir lánum úr
veðdeildinni og mun heildarláns
upphæð nema allt að 20 millj.
kr. og miðast þetta við hámarks
lán 200 þús., sem orðinn er býsna
lítiil peningur, þegar keyptar eru
jarðir fyrir 1 og allt upp í 3 millj.
kr., eins og átt hefur sér stað á
undanförnum árum. Hér vantar
því tvennt, hærri lánsupphæðir til
hvers og eins og meira fjármagn
og að tryggja fjármagn veðdeild
arinnar í framtíðinni. Það hefur
ekki tekizt, enda þótt það væri
talið öruggt fyrir nokkrum árum
síðan, að stofnlánadeiljlin leysti
þann vanda.
Hér á Alþingi liggur fyrir frv.
um veðdeildina frá okkur Fram
sóknarmönnum og mundi það, ef
að lögum verður, bjarga miklu
í þessum efnum.
I Hlutur bóndans
Árið 1958 vor framlög ríkisins
i vegna fjárfestingar í landbúnaði
| um 19% og stofnlán í sama skyni
! 25,5% þannig að annað fjármagn,
eigin vinna og önnur lán nam
56,5% 1958. Hins vegar hefur þró
unin orðið sú allt til ársins 1964
og ég býst við, að það hafi snúizt
á sömu sveif síðan, þó að ég
hafi ekki séð endanlegar tölur
um það, að þá voru 18% fram
lög frá rfki og 18% stofnlán eða
36% samtals, en 64% eigin vinna
Og önnur lán, sem komu frá bænd
um. Hlutur bóndans er þvíi
64% í stað 56% áður. |
Á þessum verðbólgutímum nem-
ur þetta háum upphæðum hjá um
bótamönnum. Opinber framlög
miðað við heildarkostnað fram-
kvæmdanna hafa farið minnkandi.
Sama máli gegnir um stofnlánin
sem líka eru óhagstæðari en áður
var. En þetta stuðlar allt að auk
inni lausaskuldasöfnun samhliða
því, sem verðlag búvara hefur ekki
skilað bændu-m þeim tekjum, sem
verðgrundvöllur gerir ráð fyrir,
að bændur fái.
Árið 1967 skilaði verðlagsgrund
völlurinn bændum í meðalárstekj
ur ekki nema 93 435 kr. eða 105
þús. kr. minna en grundvöllurinn
gerði ráð fyrir það sama ár. Þess
ar tölur eru samkv. úrtaki Hag-
stofu íslands fyrir s. 1. ár og er
meðalbú samkv. því úrtaki 317 ær
gildi og lætur það mjög nærri
því, að það hafi verið eins og
meðalbústærðin, sem verðlagið
var miðað við Verðlagsúrskurður
inn haustið 1967 á eftir að verða
bændum dýr eins og öllum, er til
þekktu var ljóst þegar í upphafi
og mun hann eiga sinn þátt í
skuldaaukningu bændastétttarinn-
ar, sem talin er verá að meðaltali
60—70 þús kr. frá árinu áður
eða úr kr. 266 þús í 320-330 þús
kr. samkvæmt því úrtaki, sem
ég gat um hér áðan.
Kaupið og verð-
grundvöllurinn
í verðlagsgrundvelli fyrir sama
ár eru skuldir aðeins taldar vera
132 100 kr. eða 193.000,- kr. lægri
en þær raunverulega eru samkv.
úrtaki Hagstofunnar. Það er því
fjarri öllu lagi að halda því fram
að bændur fái alla vexti inn í verð
lagið og það skipti þá engu máli,
hverjir vextirnir eru, eins og
landbúnaðarráðherra hélt mjög
margar og hjartnæmar ræður um
fyrir nokkrum árum síðan, að vext
irnir skiptu bændur engu máli,
því að þeir færu inn í verðlagið
og þeir yrðu af öðrum greiddir.
Það er óhætt að fullyrða, að það
eru alltaf um það bil 20 þús.
skuldavextir af meðalbúi, sem
aldrei komi inn í verðlagið auk
þess, sem það eru ekki reiknaðir
vextir af öllu því kapitali sem bónd
inn á í jörð, vélum og bústofni.
Hér hefur því breikkað verulega
bilið frá því, sem áður var að
því hvað vextagreiðslur snertir
samkv. verðlagsgrundvelli land
búnaðarafurða.
Árferði, sérstaklega nú 3 síðustu
árin, hefur valdið bændum í viss
um landshlutum miklum erfiðleik
um og hefur orsakað hækkun á
lausaskuldum. Það er erfitt hjá
umbótabændum, þótt ekki séu
harðindi, hvað þá hinum, þegar
um er að ræða heykaup og kaup
á fóðurbæti í stórum stíl eins
og átt hefur sér stað í vissum lands
hlutum nú um skeið.
Frv. þetta fjallar eingöngu um
það að breyta lausaskuldum
bænda og fyrirtækjum þeirra í
föst lán með hagkvæmum kjör
um. Hitt er jafnljóst, að þeir bænd
ur munu vera til, sem ekki verð
ur bjargað með þessu frv., ef að
lögum verður, því að þeir eru
í það miklum fjárhagserfiðleikum
að þeim gagnar ekki neitt nema
skuldaskil. Það er eins með þá
og mörg útgerðarfyrirtæki að þar
verður að grynna á skuldum til
þess að rekstrarhæfur grundvöll
ur skapist.
Þarf að söðla um
Á vegum harðærisnefndar, fer
nú, fram víðtæk athugun á efna
hag bænda. Fyrst mun þessi atihug
un hafa átt að ná einungis til
þeirra bænda í þeim landshlutum,
sem verst eru settir. Nú er ákveð
ið, að þessi athugun nái til allra
bænda í landinu. Ég vona að út
úr þessari athugun komi mjög
glöggt yfirlit yfir skuldamál land
búnaðarins, svo að miklu auðveld
ara en ella sé að taka þessi mál
raunhæfum tökum.
Verðlagsúrskurðurinn haustið
1967 var bændum afar óhagstæður
enda komið í ljós, að af 198 þús.
kr. sem bændur áttu að fá í laun
það ár, fengu þeir aðeins 93 þús.
og nú sem fyrr lang tekjulægsta
stétt þjóðarinnar. Heildarskuldir
bænda eru hátt á 2. milljarð kr.
og þá ótaldar skuldir fyrirtækja
þeirra, sem eru mjög háar. Síð
ustu efnahagsaðgerðir boða ekki
góða hluti. Þar blasir við mikil
hækkun á öllum rekstrarvörum
landbúnaðarins, gengisbreytingin
í fyrra var mjög óhagstæð bænd-
um. Svo mun og verða um þessa
gífurlegu gengisbreytingu, erlendu
lántökum og skattahækkunum,
eins og gert hefur verið í tíð við-
reisnarinnar. Hér þarf að söðla