Tíminn - 29.11.1968, Síða 8

Tíminn - 29.11.1968, Síða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 29. nóvember 1968. Lesa íslendingar meira af bók- um en aðrar Norðurlandaþjóðir? Fyrir skömmu var frá því skýrt í fréttum, að hér væri að hefjast rannsókn á dreif- ingu nýútkominna bóka, en samskonar könnun fer einnig fram í Svíþjóð og Finn- landi. Rannsókn þessi er hluti víðtækari rannsókna á bókmenntalífi á Norðurlönd- um, sem norrænir bókmennta- og félagsfræðingar vinna að í sameiningu. Njóta rannsóknir þessar fjárstyrks frá Norræna menningarsjóðnum. Þorbjörn Broddason sér um framkvæmd rannsóknar þessarar á íslandi. Þorbjörn hefur lokið námi í félagsfræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi en stundar nú framhaldsnám í Lundi og vinnur nú m.a. þar að prófritgerð sinni Börn og sjónvarp á íslandi. Þor- björn dvaldi hér í nokkra daga fyrir skömmu vegna rannsóknar Norræna sumar- háskólans og hittum við hann þá að máli. í viðtali því sagði hann m.a.: Þorbjörn Broddason. (Tímamynd:—GE). — Rannsókn sú, sem hér fer fram, er hluti af miklu víStæk ari rannsóknum á menningarlífi Norðurlanda, sem öll Norður löndin taka þátt í að einhverju leyti. Þessar rannsóknir beinast fyrst og fremst að bókmennta lífi og veit ég, ekki glögg skil á þeim Öllum. Ein rannsóknin fjallar um bókmenntamat almennings eða hvað lesendur telja bókmennt um aðailega til gildis. Þessi rannsóku verður einkum fram kvæmd með viðtölum við les endur bóka, þeir fengnir til að svara spurningum, en síðan verður unnið úr svörum þeirra. Þá er önnur rannsókn, sem mun ná til Norðurlandanna fjögurra Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur og hugsanlega einnig íslands og fjallar um lesmál vikublaða. í þessari rann sókn verður efni vikublaða kannað og borið saman. Til greina kemur að Vikan verði tekin þarna með, en hún er eina vikublaðið á íslandi, sem til greina kemur að rannsókn þessi nái til, þar sem pólitísk vikublöð verða ekki hluti rann sóknarefnisins. Það getur orðið hið þarfasta verk að upplýsa hvaða hugmyndir liggja að baki t. d. öllum sögunum í kvenna blöðum og öðrum heimilisblöð um, að baki rómantíkinni og blekkingunni, sem er svo mjög áberandi í þeim. Þessari rann sókn er sérstaklega ætlað að leiða í Ijós hvort einhver Norð urlandaþjóðin gerir þessum vikublöðum önnur skil en hin ar þjóðirnar. En búast má við, að efni vikublaðanna sé að miklu leyti sama eða svipaðs eðlis í þessum löndum. Þriðja rannsóknin beinist að þvd að komast að hvernig menn upp lifa skáldverk, og loks er sú fjórða, sem við erum að hefja hér, um dreifingu nýútkominna bóka. Stjórnandi þeirrar rannsókn ar er Harald Swedner, dósent við félagsfræðideild Háskólans í Lundi, og fékk hann ásamt starfsbræðrum sínum raunar hugmyndina að henni. Höfðu þeir mikinn hug á að hafa fs- land með í rannsókninni, og þegar kom til framhalds- náms í Lundi fyrir um ári síð as báðu þeir mig að taka að mér framkvæmd rannsóknarinn ar á fslandi. Menntamálaráðu neytið og ríkisútvarpið hafa veitt rannsókn þessari myndar legan fjárstuðning, en einnig njótum við fulltingis forystu- manna Rithöfundasambandsins og Bóksalasambandsins. Þá væri rannsókn þessi ófram- kvæmanleg án náinnar sam- vinnu við útgefendur, og hafa þeir sýnt málinu mikinn áhuga og velvilja. — Rannsóknin fer þannig fram að valdar verða þrjár ó- líkar bækur á hverju tungu málasvæði, ein ljóðabók, ein skáldsaga og ein skemmti- saga. Þetta verða að sjálf- sögðu ekki sömu bækur í þess um þrem löndum, en reynt verður að finna sem hliðstæð astar bækur á öllum fjórum tungumálasvæðunum, en rann- sóknin fer fram í Svíþjóð og á íslandi og meðal sænsku og finnskumælandi manna í Finn landi. Lagðar verða spurningar inn í megnið af upplagi hverr ar bókar og mælzt til þess við kaupendur, að þeir svari þeim og endursendi þær síðan í hjá lögðu umslagi. Þegár nokkrir mánuðir eru liðnir frá útgáfu bókarinnar, verður unnt að hefja úrvinnslu þeirra upplýs inga sem hafa borizt. Rætt verður við alla kaup- endur þriggja bóka á tveim- ur þéttbýlissvæðum. Það má nátt.úrulega alltaf búast við slæmum heimtum á svörunum, það vill alltaf verða svo. Það er ekki handahófs- kennt hverjir svara ekki, það verða alltaf einhverjir ákveðn ir, en maður veit ekki fyrir- fram hverjir það verða. Ef mjög fáir senda svör við spurn ingunum, þá vitum við, að sá hópur, sem við fáum svör frá, gefur alls ekki rétta mynd af því fólki, sem kaupir bókina. Við getum að nokkru leyti gengið úr skugga um hvers eðl is þessi skortur verður og kom ið í veg fyrir mistök af hans völdum. Við höfum fengið bók salana á ísafirði og Vestmanna eyjum til að halda skrá yfir kaupendur bókanna þriggja sem hér hafa verið valdar. Þessa staði munum við heim sækja síðar meir og ræða þá persónulega við hvern einstak an kaupanda. Með því móti er vonazt til að fylla megi upp í eyður og fá ítarlegri svör en unnt er að krefjast í skriflegu spurningunum. — Tilgangurinn með .rann- sókninni er að komast að raun um í fyrsta lagi hverjir kaupa bækur; í öðru lagi hvenær þeir kaupa þær með tilliti til útgáfudags; i þriðia lagi að ganga úr skugga um hvert á landið nækui'nar dreifast, hvort bækur er keyptar frekar í einu héraði en öðru, og hvort nið urstöðurnar koma hemi við þær hugmyodir um dreifingu, sem útgefandinn hafði gtrt sér þar um. Þá viljum við einnig kom ast að því hvernig kaupandinn (eða eigandinn) hefur fengið vitnesk'u um tflvint bókarinn- ar, og hve mikil áhrif það hefur á söluna að talað er um bækur í blöðum, útvarpi og sjónvarpi eða þær auglýstar. í fimmta lagi er það markmið 1 annsóknarinnat að gera ítar legan samanburð á dreifingu bókanna á hinum fjórum tungu málasvæðum. Ljóðabækur sérlega útbreidd ar á íslandi. — Það sem verður einna mest gaman að sjá er árangur inn af þessu síðasta atriði, mis munurinn milli Norðurland- anna þriggja. Ef við gerum ráð fyrir að þær bækur, sem vald ar hafa verið hér séu sambæri legar við þær, sem verða vald ar í hinum löndunum, þá verð ur ákaflega gaman að sjá t. d. hver er munurinn á aldri, kyni hjúskaparstöðu og menntun manna í þessum þrem löndum með tilliti til bókakaupa. Hvort menn í einu landinu af ákveðnu menntunarstigi eða ákveðnum aldri kaupa bók af einhverri ákveðinni tegund frekar en menn af sama aldur- eða mennt unarstigi í öðru landi. Þá verð ur einnig fróðlegt að sjá hvaða munur er á bókakaupum kynj anna. — En eitt er alveg augljóst að hlýtur að koma í ljós, það að á fslandi er miklu almenn ara að fólk kaupi ljóðabækur og raunar kannski allar bækur en í hinum löndunum tveim. Eftir því sem ég hef kynnzt finnst mér mjög áberandi hvað ljóðabækur eru prentaðar og þar af leiðandi seldar í hlut fallslega miklu stærra upplagi hér en annars staðar. Það er ekki óeðlilegt upplag á fs- landi, að ljóðabók sé gefin út í 1000 eintökum, og það er líka mjög heppilegt upplag í Sví þjóð þrátt fyrir að Svíar eru 30 sinnum fleiri en íslendingar. Sem sagt ljóðabók ætti að koma út í 30.000 eint. þar ef upplagið ætti að vera hliðstætt því, sem hér tíðkast. En venju leg ljóðabók kemur út í svona tvö þúsund eintökum í Svíþjóð. Það kemur að vísu alloft fyrir að ljóðabækur séu gefnar út i 3—4 þús. eintaka upplagi, en það hendir líka hér á landi, að þær komi í svo stóru upplagi. Ég þori ekkert að fullyrða um aðrar tegundir bóka, en það virðist augljóst að ljóða bækur komi hér í hlutfallslega miklu stærra upplagi en á hin um Norðurlöndunum. Þetta er nú eiginlega eini liðurinn i væntanlegum árangri, sem hægt er að tala um nú þegar rannsóknin er rétt að hefjast. En hún kemur vissulega til með að gefa góðar upplýsingar um bóklestur almennt á Norð- urlöndunum. Við spyrjum t. d. kaupendur bókanna þriggja hvort þeir hafi lesið ýmsar bæk ur, sem komið hafa út á síð ustu árum, og hve margar bæk ur þeir hafi lesið á síðasta ári. Það verður gaman að sjá svörin við þessum spurningum. Við getum ímyndað okkur fyr irfram, að íslendingar hafi les ið miklu meira, en það getur líka verið alrangt. Það er eng an veginn víst, Svíar og Finnar lesa einnig talsvert. Ef það kæmi nú í ljós, að íslendingar lesi fleiri bækur en hinar þjóð irnar tvær, þá gæti verið mjög freistandi að athuga hvort við lesum ekki minna af öðru les efni. Þetta væri að vísu ekki hægt að athuga innan ramma þessarar rannsóknar, en ef í ljós kæmi glögg skil á milli íslendinga og Svía og Finna að þessu leyti gæti það orðið vís ir áfram til frekari rannsókna. Vonast eftir aðstoð bókles- enda. — Áætlunin var, að rannsókn um þessum lyki i áföngum 1963, ‘69 og ‘70. Okkar rannsókn átti að hefjast í vor, en það er alltaf eitthvað, sem tefur m. a. var að fjárhagshliðin lá ekki ljós fyrir fyrr en um mitt sum ar. Rannsóknin er sem sagt að hefjast núna í haust á íslandi svo að segja má að árið 1968 hafi farið fyrst og fremst í undirbúning. Við gerum athug anir í sambandi við þrjár bæk ur, sem eru að koma út og koma út hér í vetur. I Svíþjóð og Finnlandi byrjum við aðeins fyrir jól en aðallega eftir jól, svo við komum til með að læra af reynslunni hér á íslandi. Ég vona að við fáum svör frá kaupendum og lesendum bók anna tiltölulega fljótt og þá væri hægt að safna þeim saman og rannsaka þau fljót lega eftir jólin. Það má því búast við einhverjum niðurstöð um af rannsókninni á íslandi strax á næsta ári, en heildar niðurstöður fást ekki fyrr en síðar, sennilega ekki fyrr en 1970. Flestar bókanna í Sví þjóð og Finnlandi, sem rann- sóknin beinist að, koma einnig út í vetur, en þó er hugsanlegt að einhverjar bækur, sem vald ar verða, komi ekki fyrr en í haust, því að reynt er að hafa bækurnar sem allra hliðstæð- astar. Ef svo færi getum við haft mikil not þar af þeim nið urstöðum, sem þá verða komn ar hér á landi. En allt þetta byggist að sjálfsögðu á góðri samvinnu við kaupendur og lesendur bókanna, og erum við vongóðir í þvi efni hér, enda hafa íslendingar fengið gott orð Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.