Tíminn - 29.11.1968, Síða 14
14
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 29. nóvember 1968.
Blaðburðatfólk óskast
Laugalæk, Rauðalæk og Laugaveg efri.
fíwám s,mi ,2323
r
I Þ R 0 T T I R
Framhald af bls. 13
rerður formaður. Dómai-anefnd
rar ekki skipuð að sinni.
Af fyrsta fundi stjórnar KSÍ má
marka, að starfað verður af mikl
am krafti frá upphafi. Munu les
endur íþróttasíðunnar fá að fylgj
ast með flestum þeim málum, sem
stjórnin tekur fyrir.
NÝR LEIRHVER
Framhald af bls. 1.
Þessi vatnsdæling, er e.t.v. tal
in hafa átt sinn þátt í nýja
hvernum.
Eins og áður segir þá mynd-
aðist þessi nýji hver í fytrinótt
og vair þá enginn að vinna við
borinn. Það var efeki fyrr en
bormennirnir feomu til vinnu
sinnar, að uppvist varð hvað
skeð hafði. Þegar hverinn hef
ur verið að ryðja sér leið upp
á yfirborðið, hefur hann rutt
allmiklu af jarðvegi íná sér,
og lagðist jarðvegur þessi að
sfcúrunum sem eru við borhol-
una.
Sjálfur hverinn er talinn vera
30x10 metrar að stærð, eða
mun stærri en hverirnir sem
fyrir eru austan í Námaskarði.
Svæðið sem hefur hitnað með
tilfeomu hversins, er talið vera
um 400 metrar á annan veginn,
en erfitt er að átta sig fullkom
lega, á stærð hversins og alls
svæðisins vegna hveragufunn-
ar sem leggur yifir.
Bormenn telja það fullvíst,
að nýji hverinn sé bein afleið-
ing af boruninni, en holan sem
um er að ræða er mjög kraft
mikil, og ennþá hefur ekki tek
izt að mæla í henni hitann
þrátt fyrir nokkrar tilraunir.
STUTTAR FRÉTTIR
Framhaíd af nis. 3
Bræðrafélagsins, Guðmundur
Hansson flytur ávarp, en ræðu
maður kvöldsins er sr. Benja
mín Kristjánsson frá Lauga-
landi. Samfeomunni lýkur með
söng og helgistund, sem sóknar
presturinn sr. Ólafur Skúlasson
annast.
Nú er á boðstólum jólakort,
sem Bræðrafélagið. gefur út.
Á því er mynd af fornu altaris
klæði, sem er í Þjóðminjasafn
inu. Allur ágóði af sölu korts
ins rennur til framkvæmda við
Bústaðakirkju.
Sýnir 1000 teikningar
Á föstudag, laugardag, sunnu
dag og mánudag heldur M-
Spivac sýningu á yfir eitt þús
und teikningum að Hótel Borg.
Listamaðurinn hefur tjáð blað
inu, að þarna sé um að ræða
andlitsteikningar af fólki frá
hverju einasta þorpi og hverj
um kaupstað á landinu, að und
antekinni Suðureyri og Bakka
firði, á þá tvo staði hafi hann
efeki komizt. Spivac hefur ferð
azt um landið og teiknað fólk
undanfarin ár, svo sem kunn
ugt er. Ifann hefur haldið þrjár
sýningar hér á landi áður, en
aldrei sýnt teikningar fyrr.
Tónlistarlíf í
Rangárvallasýslu.
Tónlistarfélag Rangæinga leit
ar um þessar mundir eftir
styrktarfélögum, til þess að
hægt verði að auka starfsemi
félagsins og um leið tónlistar
líf sýslunnar. Ársframlag er
ákveðið 200 krónur. Ákveðið er
að halda a.m.k. eina tónleika
á þessum vetri og kaupa tón
flutningstæki. Geti félagið
keypt þessi tæki, verða haldnir
á vegum þess hljómlistarkvöld,
þar sem félögum gefst kostur
á að hlýða á og kynnast fagurri
tónlist. Styrktarfélagar fá
senda tvo aðgöngumiða og þurfa
að sjálfsögðu ekki að greiða að-
gangseyri að hljómlistarkvöld-
unúrri. Þeir, sem géíast vilja
styrktarfélagar, eiga að senda
félaginu ársframlag sitt í pósti
utanáskriftin er Tónlistarfélag
Rangæinga, Hvolsvelli.
50 ára fullveldisfagnaður á
Suðurnesjum 30. nóv.
Kvenfélag og Ungmennafélag
Njarðvíkur efnir til fullveldis
fagnáðar í Stapa laugardaginn
30. nóvember n. k. og hefst
hann kl. 20.30
Þetta er 20. fullveldisfagnað
urinn, sem Kven.féiag og Ung
mennafélag Njarðvíkur halda
sameiginlega. í tilefni af þessu
verður sérlega vandað til ull
veldisfagnaðarins. Hátíðarskreyt
ingar í Stapa ahnazt Áki Granz.
Hátíðiri hefst með kaffi-
drykkju. Myrini dagsins flytur
Eyþór Þórðarson. Keflavíkur-
kvartettinn syngur og Leikfélag
Keflavíkur flytur leifeþætti.
Hljómsveitin Haukar leikur fyr
ir darisi.
Á sunnudag verður barna- og
unglingaskemmtun í Stapa. Til
skemmtunar verða leikþættir
og fcvikmyndir. Fyrir dansi leik
ur hljómsveitin Júdas. Skemmt
unin hefst kl. 16 og 20.
Forsala aðgöngumiða verður
í Stapa í dag föstudag kl. 17—
19.
VERÐTRYGGING LAUNA
Framhald af bls. 1.
ir því sfcorar þingið á öll verka-
lýðsfél'ög að búa sig undir sam-
eiginlega baráttu til þess að
tryggja það, að verðbætur á laun
verði greidd áfram ársfjórðungs
lega.
2. Reynzlan hefur sannað, að
sú stefna er rétt og óihjákvæmileg
að dagvinnutekjur einar saman
nægi verkamannafjölskyldu til
framifæris, og barótta fyrir fram-
kvæmd þeirrar stefnu er lífsnauð
syn þúsiundia manna um land allt.
3. Réttur fiskimanna til óskerts
aflalhluj;ar er sambærilegur rétti
landverkaifólks til verðtryggingar
luuna, og það er óhjákvæmilégt
verkefnin alþýðusamtakanna að
tryggja sjómönnum þann .rétt.
4. Atvinnuskorturinn að undan-
förnu hefur bitnað mjög harka-
lega á öldruðu fólki, sem sagt hef
ur verið upp vinnu á undan öðr-
um, og er nú ætlað að lifa af
smánarlega liágum ellilaunum. Því
er krafan um lifeyrissjóð fyrir
alla landsmenn nú brý.nni en
nokkru sinni fyrr.
5. Það er alvarelg staðreynd, að
íslenzkt verkafólk hefur að undan
förnu dregizt aftur úr stéttar-
systkinum sínum á Norðurlöndum
að því er varðar félagsleg réttindi
Því ber að leggja áiherzlu á stytt-
ingu vinnuvikunnar í áföngum og
aufcin^ orl'ofsréttindi.
6. í sambandi við nauðsynlega
endurskoðun á rekstri og fyrir-
komulagi fiskvinnslustöðva ber
að koma á kauptryggingu starfs-
fóíks.
Full atvinna eru ófrávíkjanleg
mannréttindi í nútímaþjóðfélagi.
Alþýðusambandsþing leggur á það
sérstaka áherzlu, að verkalýðs-
hreyfingunni ber að berjast fyrir
þeim mannréttindum félagsmanna
sinna af öllu afli með öílum þeim
ráðum, sem aiþýðusamtökunhm
eru tiltæk. Af marggefnu tilefni
lýsir þingið yfir því, að réttur til
atvinnu og úrbóta í atvinnurnálum
verður efcki keyptur með neins-
konar skerðingu á öðrum réttind-
um verkafólks."
Þá var á þinginu í dag sam-
þykkt ítarleg ályktun um atvinnu-
mál, sem síðar verður sagt frá.
Einnig fóru fram miklar umræð-
ur um skipulagtsmál, og samþykkt
var álit fræðslunefndar og trygg-
inga- og öryggisnefndar. Kl. 19
var fundi frestað til kl. 21. en þá
átti að hefjast síðasti þingfundur
þessa ASÍ-þings.
9 PUNKTAR
Framhald aí bls. 1.
ingsatvinnuveganna. I því skyni
verði létt af atvinnuvegunum
margvíslegum útgjöldum og
álögum og óþarfa milliliða-
kostnaði. Þannig verði m.a.
lækkaðir vextir, útflutnings-
gjöld lækkuð, vátryggingakerfi
fiskiskipa gert ódýrara, olíu-
verð lækkáð nieð breyttu sölu-
fyrirkomulagi, söluskatti og
öðrum álögum létt af nauð-
synjavörum útflutningasfram-
leiðslúnnar, og ráðstafanir
gerðar til þess að koma við
sparnaði í rekstri og aukinni
liagkvæmni.
5. Skuldamál atvinnuveg-
anna verði tekin til rækilegrar
athugunar, og ráðstafanir gerð
ar til að létta skuldabyrði at-
vinnúfyrirtækja, svo að þau
geti búið við viðunandi rekstr-
argrundvöll.
1 6. Allra tiltækra ráða verði
leitað til lækkunar húsnæðis-
og byggingarkostnaðar, m. a.
með lækkun vaxta á íbúðarlán
um og lengingu lánstíma. Stórt
átak verði gert til að tryggja
byggingarstarfsemi með auknu
fjármagni. Framkvæmdakerfi
byggingaáætlana úti um land
fái fé til framkvæmda f sam-
ræmi við byggingarþörf á
hverjum stað og lánskjör ibúða
byggjenda gerð sem jöfnust
um land allt.
i
7. Leitað verði erlendra fram
kvæmdalána til útrýmingar at-
vinnuleysis, og til skipulegrar
uppbyggingar nýrra framleiðslu
fyrirtækja.
8. Skatta-, útsvars- og trygg
ingarlöggjöf verði endurskoðuð
án tafar í þeim tilgangi að
bæta hag bótaþega Almanna-
trygginga og hinna Iægri laun
uðu stétta. Skattaeftirlit verði
hert og takmörk sett hálaunum
og gróða. Ýtrasta sparnaðar
verði gætt í ríkisbúskapnum,
en verklegar framkvæmdir látn
ar sitja í fyrirrúmi. Tollar og
söluskattar á nauðsynjavörum
verði lækkaðir frá því sem nú
er, en skattar á eyðslu og stór-
eignir hækkaðir.
9. Almenn eignakönnun verði
látin fara fram, og þungir
skattar lagðir á verðbólgu-
gróða og óréttmætan hagnað
af tveimur seinustu gengisfell-
ingum.
i
Lokaorðin í kjara- og efna-
hagsmálaályktun þessari eru
þessar:
„Þingið lýsir þeirri skoðun
sinni, að unnt sé með framan-
greindum leiðum og öðrum til-
tækum að draga stórlega úr
þeirri þörf, sem nú er á fjár-
munatilfærslu til útflutningsat-
vinnuveganna frá öðrum aðilj-
um í þjóðfélaginu, en Ieggur
þunga áherzlu á það, að því
leyti, sem ekki verður hjá
henni komizt, verði byrðum til
færzlunnar jafnað niður af rétt
læti og þeim hlíft með öllu
við beinum eða óbeinum álög-
um, sem nú búa við almenn
launakjör.
Þingið heitir á sambandsfé-
lögin og starfsgreinasamböndin
að mynda órofa einingu um
framangreinda stefnu og að
vera viðbúin til baráttu fyrir
framgangi hennar.“
ALFREÐ FLÓKI
Framhald af ols 3
endum bjartsýni og Iffsgleði.
Svaraði hann, að hann hefði
komizt næst hinni vinsælu borg
aralegu bjartsýni í mynd á sýn
ingunni, sem hann nefnir frá
Þingvöllum. Þó virtist blaða
manni hún ekki sérlega björt
yfirlitum.
Harmaði Flóki hvað djöfla
list skipaði óveglegan sess í
kirkjum og öðrum byggingum
í þjóðfélaginu.
Þetta er fimmta einkasýning
Flóka í Bogasalnum en hann
hefur einnig haldið sjáifstæða
sýningu í Kaupmannahöfn og
tekið þátt í samsýningum í
Bandaríkjunum. Verk Flóka
hafa þegar verið keypt til
margra listsafnara þótt hann sé
aðeins þrítugur að aldri.
Flestar myndirnar á sýning
unni í Bogasal eru til sölu, en
sýningin verður opin í rúma
viku, til sunnudag 8. desember,
frá kl. 2 til 10 dag hvern.
LESA ÍSLENDINGAR
Fra.nlialo i i siðu
á sig fyrir að vera mjög sam-
vinnuþýðir í slíku. Spurningun
um er fljótsvarað og er hægt
að svara þeim þegar i st.að áð-
ur en bókin er lesin. Búumst
við sem sagt við þvi að oickur
berizt' aðstoð íslcnzkra lesenda
fljótt og vel. i
I
Börn og sjónvarp á fslandi. !
Að lokum spyrjum við Þor |
ÞAKKARÁVÖRP
Próföstum og prestum úr Múlaþingum, sem gerðu
kirkju og söfnuði Ássóknar í Valþjófsstaðaprestakalli
þann heiður að vera við messugjörð að Ási þann 15.
september s.l., þegar minnzt var sjötíu ára afmælis
kirkjunnar, sendum við alúðar þakkir. Við þökkum
þeim aðstoð þeirra við messugjörðina, hamingjuóskir
og fyrirbænir kirkju og söfnuði til handa. Megi líf
þeirra verða hamingjuríkt og störf þeirra blessast.
Sóknamefnd Ássóknar
Einar Einarsson Þorbergur Jónsson
Brynjólfur Bergsteinsson
björn um prófverkefni hans,
Börn og sjónvarp á íslandi.
— í marz og aprfl 1967 fór
ég á þrjá staði með skriflegar
spurningar til skólabarna á
skyldunámsstigi, 10 til 14—15
ára. Börnin voru valin með
handahófsúrvali í skólum í
Reykjavík, Akureyri og Vest
mannaeyjum. Ég safnaði börn
unum saman í bekki og þau
svöruðu þessum spurningum,
en ég var hjá þeim á meðan
og leiðbeihdi þeim. Börnin
svöruðu spurningunum af mik
illi samvizkusemi, og var sam
vinnan við börnin og skólastjór
ana á öllum þessum stöðurn
mjög ánægjuleg. Síðan ætla ég
að vinna úr þessum svörum. Af
fjárhagsástæðum er ég lítið
eða ekkert byrjaður enri, nema
ég er dálítið byrjaður að staðla
svörin. Þannig glatast alltaf .
eitthvað efni að vísu, en svör
in eru það mörg að stöðlun er
nauðsynleg, þannig eru líka
miklu meiri möguleikar til sam
anburðar. Ég vonast til að,
Ijúka þessari rannsókn núna á •
næsta ári.
Aðalatriðið í þessari rann
sókn er að komast að þvi hver
eru áhrif sjónvarpsins. Það
sem ég ætla fyrst og fremst að
bera saman eru svör þeirra
barna sem ekki hafa sjónvarp
og svör þeirra barna sem að
staðaldri horfa á sjónvarp.
Margar spurninganna fjalla um
sjónvarp, en svo spyr ég einn
ig um allt mögulegt annað. Ég
spyr hvort þau lesi blöð, hvaða
bækur þau lesi, hvenær þau
séu yfirleitt búin að læra f.vr
ir skólann, hvenær þau fari að
sofa hvenær þau vakna. Svo
hef ég almennar upplýsingar
um aldur og kyn o. fl.
Á Akureyri var spurningun
um um sjónvarp sleppt, nema
ég spurði hvort þau langaðl
mikið í sjónvarp og einria eða
tveggja spurnihga annarra um
sjónvarp. Síðan ætla ég að
reyna að fá fram hvað krakk
arnir gera á Akureyri meðan
börn í Reykjavík og Vest
mannaeyjum horfa á sjónvarp.
Ég get tekið börn á sama aldri
af sama kyni, sem virðast vera
svipuð á margan hátt, sem
sagt börn sem eru sambærileg
á flestan hátt, en annar hópur
inn hefur sjónvarp en hinn
ekki. Og þá er spurningin hvað
gerir hópurinn, sem ekki héíur
sjónvarp, meðan hin horfa á
sjónvarpið. Með öðrum orðum
í staðinn fyrir hvað hefur
sjónvarpið komið.
Athuganir sem gerðar hafa
verið erlendis hafa leitt ýmis
legt í Ijós, sem bendir til þess
að sá tími, sem nú er eytt i
sjónvarp hafi áður farið í til
tölulega „óaktívar“, óvirkar at-
hafnir. í erl. ath. sem ég man
eftir, voru tveir hópar barna
í öðriim höfðu börnin sjónvarp
en hinum ekki, spurðir hvað
þeir hefðu verið að gera á
ákveðnum tíma. Meiri hluti
annars hópsins svaraði, að þau
hefðu bara verið að slæpast,
efeki að gera neitt sérstakt, en
hinn hópurinn hafði á sama
tíma verið að horfa á sjónvarp.
Maður getur sem sé sagt, ef
maður vill vera afskaplega hag
stæður sjónvarpinu, að þau
börn, sem ekki hafa tækifæri
til að horfa á sjónvarp, hafi
ekkert betra fynr stafni. Eh
þetta er atriði, sem ég er alls
ekki reiðubúinn að segja um
íslenzk böm. Að lokinni rann
sókninni kem ég m. a. til með
að vita allnákvæmíega hve
miklum tíma börnin eyða í að
horfa á sjónvarp. Ég hef engar
niðurstöður ennþá, ég er sem
sagt rétt að byrja. En eitt er
víst sjónvarpið breytir lífi
fólks mjög mikið.
S. J.