Tíminn - 03.12.1968, Síða 2

Tíminn - 03.12.1968, Síða 2
2 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 3. dcsember 1963. Max von Sydow í Stund úlfsins. ULFSINS KVIK- MYNDIR TðMI Tími úlfsins á frummálinu Vargtimmen. Leikátjóri: Ingmar Bergman handrit er einnig eftir hann byggt á dagbók listmálarans Johans Borg sem hvarf spor laust fyrir nokkrum árum af eyju í Frísneskaeyjaklasanum og munnlegri frásögn eigin- konu hans Ölmu. Tónlist:Lars Johan Werle, Kvikmyndari: Sven Nykvist sænsk frá 1968 sýningar- sítaður: Bæjarbíó, HafnarfirSi. „Stundum skilur maður hvorki upp né niður“ í þess- um orðum sem lögð eru í munn Ölmu Borg (Liv Ull- man) endar þessi nýjasta mynd Bergmans. Á meðan titill myndarinnar og upptalning leikara og þeirra sem unnið hafa að myndinni er sýnt, heyrist rödd Bergmans og hamars- högg eins og verið væri að út búa leiksvið. Síðan byrjar frásögn Ölmu af til- drögum að veru þeirra á eynni og dvöl þeirra þar. Kyrrðin og einveran hafa ekki þau áhrif á Johan (Max von Sydov) sem þau vonuð- ust eftir, hann er hræddur, þjáist af ofskynjunum, svefn- leysi og myrkfælni og getur þessvegna ekki einbeitt sér að list sinni sem skyldi. Hann rissar upp djöflana sem ási’kja hann, köngulóarmaður- inn, gömul kona með hatt, þegar hún tekur hann ofan fylgir andlitið með, fuglamað urinn sem líkist Papageno í Töfraflautumii, Johan álítur hann kynviltan, viðurstyggileg kerlingarherfa sem leitast við að bíta hann og drekka úr honum blóðið. Heill herskari af illum öndum og fordæðum. Stuttu seinna birtist gamla konan Ölmu og segir henni nð lesa dagbók Johans, hann er í skóginum að mála. Þar er nákvæm lýsing á sálarkvöl hans og hugarhrellingum for- boðin ást hans til Veronicu Vogler (Ingrid Thulin) sem endaði með skelfingu á mik- inn þátt í núverandi liugar stríði hans. Skyndilega birtist hún honum með merki for- dæðunnar á brjósti sinu og segir Johan hafa merkt sig. Skuggaleg höll er á eynni, þar dveljast greifahjón ásamt gestum sínum, þau bjóða Borghjónunum til kvöldverð- ar. Við borðið upphefst inn- antómt skvaldur um list og Johan fpurður í háðstón „Hvað álítið þér hr. lista- maður?“ Hann kvelst undir holu augnaráði þessa skilnings sljóa illviljaða fólks og segir þessi furðulegu orð eftir að greifinn hefur sýnt smáþátt í brúðuleikhúsi úr Töfraflaut- unni „spegillinn er brotinn, hvað sjáum við í brotunum? “ Þau ganga heimleiðisi gegn um rökkvaðan skóginn og Alma getur ekki leynt afbrýð issemi sinni vegna Veronicu en greifafrúin er nýbúin að að sýna henni málverk eftir Johan af henni. Nótt eftir nótt vakir Alma með manni sínum og erfiðasta stundin er fyrir dögun, þá deyja flestir, fæðast flestir, martröðin hryllilegust, svefn- inn dýpstur og þeir svefnlausli þjáðastir. Áður fyrr trúði fólk því að menn breyttust f varúlfa sem reikuðu um mörk ina unz þeir drápu einhvem og mettuðu sig á blóði. Þegar Johan er úti að veiða um daginn kemur drengur til hans og snuðrar kringum hann Johanni er greinilega ami að nærveru hans og svo fer að hann ræðst að honum og eftir nokkur átök drepur hann drenginn og hendir líkinu í sjóinn. Hvort þetta er raun- verulegt eða ekki fáum við ekki að vita. Greifinn kemur og býður þeim aftur til hallarinnar í tilefni af komu Veronicu Vogler, hann leggur byssu á borðið fyrir framan Johan og fer. Johan skýtur þremur skotum að konu sinni „ég er enn með ör á handleggnum eftir það“ segir hún, síðan fer hún í felur meðan aeðið er að renna af honum. Þegar Johan kemur til hall- arinnar verða ofsjónir hans að veruleika, gamla konan tekur andlitið af sér og úr sér augun og Iætur þau í íómt glas. Köngulóarmaðurinn gengur eft ir veggnum og Ioftinu, fugla maðurinn kemur og málar Johan eins og hóru og dúfurn ar fljúga í mannauðum göng unum og krákurnar garga. í kertalýstum sal liggur Vero- nica á líkbörum, hann fer höndum um líkama hennar og hún rís hlæjandi upp, í sinni nöktu fegurð, þá heyrir hann spottandi hlátur, ást hans hef ur gert hann að athlægi. Alma fcr að leita hanSi og sér ljóslifandi djöflana tæta Johan í sig í skóginum. Mynd in endar á efasemdum hennar, hvort ást hennar hafi ekki verið nógu sterk til að vernda heittelskaðan eiginmann gegn ófögnuði þessum og hvort ást hcnnar á honum hafi gert það að verkum að hún sá djöflana þessa nótt, því að fólk dregur dám hvort af öðru eftir langa sambúð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bergman lætur persónur sínar sjá sýnir, í Sjunde in- siglet sér riddarinn dauðann og teflir skák við hann um lífið einnig Jof því hann er lista- maður og heilög guðsmóðir birtist honum með barnið. Isak Borg í Smultronstallet sér bernskuheimili sitt og fjölskyldu eins og hún var f;*ir aldarhelmingi. I Junefru kallen heyrir Ingeri hófatök hestanna er draugar ríða. Og Karin í Sásom i en spegel trúir því að Guð birtist henni og heyrir raddir bak við vegg fóður í geymluherbergi. Og dyrnar opnast og Guð er könguló sem þrengir sér yfir hana. f Djavulens öga gengur skrattinn ljósum logum á prest setrinu og þegar prestinum tekst að fanga hann skrifar hann dagbók um djöful í skáp. f dag bók fóður síns sér Karin í Sásom i en spegel að, hann fylgist með sjúkdómi hennar, geðveikinni af miklum áhuga. Og einangrun persóna til að draga skýrar fram í dagsljós ið sálarlíf þeirra notar Berg man í Sásom í en spegel, Tystnaden og Persona. Það eru margar spurningar sem sækja á hugann t.d. vegna hvers Alma reynir ekki að fá mann sinn til að fara til lækn is þar sem hann á greinilega við mikla hugarkvöl að stríða. Og það liggur við að maður sé honum sammála að eina lausnin frá þessum písíum sé að hverfa. Liv Ullman hentar betur í þetta hlutverk en sem leik- konan Elisabeth Vogler í Framhald á bls. 11. Trygginga- skrifstofa í Bankastræti Til að bæta þjónustuna við viðskiptamenn í mið- og vesturbæ var opnuð umboðs- skrifstofa í Samvinnubanka Islands, Bankastræti 7, sem annast um hvers konar nýjar tryggingar, nema bifreiðatryggingar. Það er sérlega hentugt fyrir viðskipta- menn á þessu svæði að snúa sér til hennar með hækkanir og breytingar á trygg- ingum sínum svo og iðgjaldagreiðslur. VIÐ VILJUM HVETJA VIÐSKIPTAMENN TIL AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÓNUSTU. SAMVI r\>iUTimiG INGAR IÁFTHVGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA BANKASTRÆTI 7, SlMAR 20700 OG 38500

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.