Tíminn - 03.12.1968, Side 6
6
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 3. descmbcr 1968.
Atvinnuleysí verði útrýmt
Tillögur ASÍ-þings um aðkallandi aðgerðir til eflingar dtvinnulífinu
f vaxandi mæli hefur verið gengið á snið við innlend fyrirtæki um að vinna ýmis verk, sem þjóð
hagslega hagkvæmt hefði verið að fela þeim, t.d. í skipasmíði.
EJ-Reykjavík, föstudag. — í á-
lyktun 31. þings Alþýðusambands
íslands um atvinnumál, sem áð-
ur hefur verið minnzt á hér í
blaðinu, er þróunin í atvinnumál-
um ítarlega lýst og yfirvofandi
atvinnuleysi, verði ekki á móti
spyrnt. Þingið gerði síðan tillög-
ur um aðkallandi aðgerðir til efl-
ingar atvinnulífinu og útrýming-
ar atvinnuleysi í landinu í 15 lið-
um, svohljóðandi:
,1. SMpaðar verði atvinnumála
nefndir í öllum kjördæmum lands
ins a.m.k. tveir nefndarmanna
verði tilnefndir af A. S. í. og verka
lýðsfélögum í kjördæmunum.
Nefndirnar hafi það verkefni að
atíhuga atvinnuástand og horfur í
viðkomandi landshluta og gera til
lögur um aðgerðir og úrbætur
gegn atvinnuleysi og til atvinnu-
aukningar, jafnframt því að sjá
um framkvæmdir í sambandi við
bráðabirgðaráðstafanir.
Stjórnvöld tryggi fjármagn til
þeirra aðgerða og framkvæmda er
nefndirnar telja nauðsynlegar. At
vinnumálanefndirnar starfi í sam-
ráði við atvinnuraálastofnun.
2. Ríkisstjórnin hiutast til um
það, að aukin verði til muna
rekstrarlán — frá því sem nú er
— til þeirrar atvinnustarfsemi,
sem mikla þýðingu hefur fyrir
framleiðslustarf þjóðarinnar.
Verði með þeim hætti kappkost-
að að örva atvinnulífið og koma
í veg fyrir tíðar stöðvanir sem
orðið hafa í framleiðslustarfinu,
vegna skorts á rekstrarfé.
Ríkisstjórnin geri ráðstafanir
til þess að Atvinnuj öfnunarsj óð-
ur noti heimild sína til lántöku
innanlands eða erlendis, svo sjóð-
urinn geti betur en nú er, greitt
fyrir atvinnufyrirtækjum og sveit
arfélögum, með lánum úr sjóðn-
um til að leysa aðsteðjandi fjár-
hagsvandamál, svo að atvinnufyr-
irtæM haldi áfram fullum rekstri
og að þær framkvæmdir er nú
standa yfir stöðvist ekki.
3. Gerðar verði ráðstafanir til
að hafin verði endurnýjun togara
flotans, í formi skuttogara og
byggð ekki færri en 4 til 5 skip
árlega á næstu árum. Upplýsinga
verði aflað um gerð togara bún-
að þeirra og veiðitæM frá þeim
þjóðum, sem nýjustu reynslu'hafa
um nýbyggingu togara og þær
upplýsingar hagnýttar eftir því,
sem það samrýmist íslenzkum að-
stæðum.
Ennfremur verði byggðir ár-
lega ekki fterri en 15—20 fisM-
bátar sem vel henta til þorsk-
veiða við landið á öllum tímum
árs. Ráðstafanir verði gerðar til
að föst lán, til langs tíma þ.e.
15 til 20 ára — verði ekki lægri
en, sem svarar til 90% byggingar
kostnaði hinna nýju skipa með
hagstæðum vaxtakjörum.
4. Ráðstafanir verði gerðar til
áð auka fjölbreytni í framleiðslu
sjávarafurða. Niðursuðuiðnað-
urinn verði efldur og aukinn,
með nauðsynlegri aðstoð þess op-
inbera fyrst og fremst til að aíla
markaða erlendis og til að koma
á fót öflugri sölustofnun fyrir
framleiðsluna.
5. Fiskiðnaðarfyrirtækjum
verði veitt hagkvæm lán til hæfi-
lega langs túna til að koma í fram
kvæmd nauðsynlegum umbótum á
rekstri fyrirtækjanna m.a. verði
lögð áherzla á umbætur við
geymslu og meðferð hráefnisins.
I því sambandi verði settar regl-
ur um að allur sumarveiddur fisk
ur og jafnvel vandgeymdur fisk
ur á öðrum tíma s.s. ýsa verði
lagður og geymdur í kössum,
þannig að vörugæði og verðmæti
framleiðslunnar aukist.
6. Að hafin verði af stjórnar-
völdunum nauðsynlegur undirbún
ingur að útfærsíu fiskveiðiland-
helginnar í samræmi við lög um
vísindalega vemdun fiskistofna á
landgrunni víð fsland, og útfærsl-
an komi til framkvæmda svo
fljótt, sem kostur er.
Jafnframt verði unnið að því,
að skipuleggja fiskveiðar lands-
manna, með það fyrir augum að
fiskveiðarnar geti orðið stundað-
ar á svo hagkvæman hátt sem
kostur er fyrir þjóðarheildina og
um leið sporna við ofveiði eða
rányrkju á fiskimiðunum.a
7. Stöðugt verði haldið úti
sMpum til að leita að nýjum fiski
miðum á þeim hafsvæðum sem
íslenzku fiskiskipin geta sótt á til
veiða. Þar á meðal veröi haldið
áfram leit að nýjum rækju- og
humarmiðum.
8. Gerðar verði sérstakar ráð-
stafanir af hálfu hins opinbera til
að létta innlenda iðnaðinum áð
standast hina hörðu samkeppni
við hömlulausan innflutning er-
lends iðnaðarvarnings og koma
í veg fyrir frekari samdrátt í iðn-
aði. Um þriðjungur launafólks
hefur atvinnu við iðnaðarstörf.
Efling og vernd íslenzks iðnaðar
er því áhrifamikið ráð til atvinnu
öryggis. í þessum tilgangi verði
gerðar eftirfarandi ráðstafanir.
A takmarkaður verði eða bannáð-
ur innflutningur á þeim iðnaðar-
vörum og smíði, sem íslenzkur
iðnaður hefur sýnt, að hann er
samkeppnisfær um verð og vöru-
gæði.
B auMð verði rekstrarfé iðnaðar-
ins, m.a. með þv£ að iðnaðurinn
fái sömu kjör um endurkaup fram
leiðsluvíxla í Seðlabankanum eins
og aðrir framleiðsluatvinnuvegir.
C felldir verði niður, eða stór-
lækkaðir tollar af innfluttu hrá-
efni og vélum til iðnaðarins.
D ríki, bæjarfélög og aðrar opin-
berar stofnanir kaupi fyrst og
fremst innlenda iðnaðarfram-
leiðslu tii notkunar á sínum veg-
um. Jafnframt verði kappsamlega
unnið að því að auka fjölbreytni
í iðnaðarstarfssminni, sérstáMega
framleiðslu úr innlendum hráefn-
um svo sem sMnnavöru, ullarvöru
o.fl.
E Þar sem nú er að rísa upp
ný grein iðnaðar í landinu — ál-
iðnaður — sé skipulega að því
unnið að koma á fót arðbærum
hliðariðnaði í eigu landsmanna er
framleiði úr hráefni frekar unn-
ar iðnaðarvörur með útflutning
fyrir augum.
9. SMpasmíðastöðvum verði
tryggð nauðsynleg lán til nýsmíði
skipa, svo þeim verði fært að
bjóða útgerðarmönnum jafn i hag-
stæð greiðslukjör, eins og erlend-
ar sMpasmíðastöðvar bjóða. Jafn
framt verði gerð framkvæmdaá-
ætlun fyrir næstu ár, varðandi
smíði fiskiskipa í innlendum
skipasmíðastöðvum. Séð verði um
að allar viðgerðir og viðhald ís-
lenzkra sMpa verði framkvæmt £
landinu hamli ekki sérstakar á-
stæður.
10. Tekið verði, lán, innanlands
eða erlendis, að upphæð 200 til
250 milljónjr króna, fyrir Bygg-
ingarsjóð rikisins, svo hægt verði
áð leysa hina miklu lánaþörf fyr-
ir byggingu fbúðarhúsa og með
þv£, að smfði íbúðarhúsnæðis geti
haldið áfram með eðlilegum
hætti.
11. Hafin' verði tfmanlega i vet
ur ftarleg athugun á því hvemig
verði haganlegast komið við flutn
ingum á sild frá fjarlægum mið-
um til fullverkunar i salt og fryst
ingu þegar sfldin veiðist langt
frá landinu. Verði þessi athugun
gerð í ljósi þeirrar reynslu sem
fékkst með flutningi sfldarinnar
á s-L sumri. Kostað verði kapps
um, að ekki verði endurteMn
framvegis sú raunarsaga, að hag-
stæðum sölusámningum saltsfldar
verði ekM fullnægt nema, um
það bil til hálfs, eins og horfur
eru að verði á þessu ári.
12. Tunnuverksmiðjur ríkis-
ins verði reknar með ftfllum af-
köstum a.m.k. 5 til 6 mánuði að
vetrinum og komið verði upp
nauðsynlegum tunnugeymslu- ■
húsum við verksmiðjumar.
13. Auknar verði fjárveitingar
til hafnarframkvæmda, svo hafn-
irnar sem miMa þýðingu hafa fyr-
ir fiskvedðamar og era margar
enn opnar fyrir úthafsöldu, verði
sem fyrst ömggt lægi fyrir báta
og sMp viðkomandi staða og fyr
ir tafalitilli afgreiðslu flutmnga-
sMpa.
14. Skipulega verði unnið að
markaðsleit og sölu erlendis á
framleiðsluvörum landsmanna,
undir ströngu eftiriáti og forystu
ríMsins. Ráðstafanir verði gerðar
til þess, að sölumálin verði í hönd
um hinna hæfustu aðila, sem vðl
er á og ekM dreift á fleiri hend-
ur en hagkvæmt getur talizt, til
að tryggja svo vel, sem kostur er
hagkvæmustu þjónustu í þessu
efni fyrir atvinnuvegina og þjóð-
arhéildina.
15. Lögð verði áherzla á, að
framtíð flugfélaganna, sem hafa á
annað þúsund launþega í þjón-
ustu sinni, verði tryggð með já-
kvæðum aðgerðum hins opinbera,
ef þörf krefur. Vitað er, að innri
og ytri aðstæður geta teflt fram-
tíð þessara mikilvægu þjónustu-
greinar — fluginu — í hættu í
nánustu framtíð. Er því nauðsyn-
legt að þegar sé hugað að þess-
um málum í samráði við forráða-
menn flugsins, eigendur og starfs
menn, og ráðstafanir gerðar í
tíma, er geti forðað hnignun í
flugmálum landsmanna.
Rfldsvaldið verður þegar í stað
að hefjiast handa um aðgerðir
og framkvæmdir, alls staðar sem
þess er þörf til að fyrirbyggja at-
vinnuleysi og skort. Haldbezta
ráðstöfunin til þess er að tryggja
að öll atvinnutæki þjóðfélagsins
verði fullnýtt með hagsmuni þjóð
arheildarinnar fyrir augum.
Frumþörf hvers vinnufærs
manns er fullnægjandi atvinna er
nægi til tekjuöflunar til mann-
sæmandi lífs — frumskylda sér-
hverra stjóýnvalda er að tryggja
þessi sjálfsögðu mannréttindi.
Yfirlýsingar og fyrirheit stjórn
valda um úrbætur í atvinnumál-
um — án athaína — sætta verka-
lýðssamtöMn sig ekki við og krefj .
ast tafarlaust raunhæfra aðgerða |
gegn atvinnuleysinu".
ÁLAFOSS 1
GÓLFTEPPI
Lykkja F/os
y;„ . .
"• .
ÁLAF0SS
WILTON-VÉFNAÐUR UR iSLENZKRI ULL