Tíminn - 12.12.1968, Page 9
' yHBMTUPAGPR 12. desember 1968.
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Fraimlkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsscm. Fulltrúi ritstjómair: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gísiason. Ritstjómarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi: 12323. AuglýBingasími: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán. innanlands. —
í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Erlendu skuldimar
Það er greinilegt, að málflutningur hins unga vara-
; Þingmanns Framsóknarflokksins í útvarpsumræðunum
| um vantraustið, Tómasar Karlssonar, hefur komið mjög
illa við ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið.
Bjarni Benediktsson hóf vörnina í síðasta Reykjavíkur-
bréfi og í forystugrein Morgunblaðsins í gær er ráðizt
harkalega að Tómasi vegna þess að hann sagði að við-
reisnarstjómin hefði lagt drápsklyfjar á yngri kynslóð-
imar með töku eyðslulána, sem velt er yfir á framtíð-
ina. Gengur Morgunblaðið svo langt í óskammfeilni að
reyna að gera þá kynslóð, sem hefur lifað í fullvalda
íslandi í 50 ár ábyrga fyrir þeirri erlendu skuldábyrði,
sem viðreisnarstjórnin hefur þrefaldað á aðeins 8 árum.
Segir blaðið að það sé sú kynslóð, sem nú er að ljúka
sínu dagsverki, þ. e. að segja fólk, sem er nú 67 ára og
eldra, sem'sé ábyrgt fyrir erlendum lántökum viðreisn-
arstjórnarinnar síðustu ár.
Tómas Karlsson vakti rækilega athygli á því, hvað
skuldabyrðin við útlönd væri orðin geigvænleg eða
‘ samtals um 12—13 milljarðar króna. í framhaldi af því
sagði Tómas: „Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völd-
um sagðist hún sérstaklega ætla að miða stefnu sína
við það að minnka greiðslubyrðina við útlönd, sem
væri hættulega mikil, þótt hún hafi þá aðeins numið
broti af því, sem nú er um að ræða, því að nú svarar
hún hvorki meira né minna en til allrar freðfiskfram-
leiðslu landsmanna á heilu ári.“
Tómas benti á, að það væru næstu ríkisstjórnir og
yngri kynslóðirnar, sem ættu að borga þessar skuldir
og í framhaldi af því spurði hann: „Ungu menn og kon-
ur: Eruð þið reiðubúin að samþykkja það að taka á ykk-
ur slíkar byrðar til langrar framtíðar til þess eins, að
þessi ráðlausa og dáðlausa ríkisstjórn, þessi óráðssíu-
og skuldastjóm geti hangið lengur í ráðherrastólum?
Nei. Við hljótum öll að segja nei. Nú er nóg komið.“
Tveimur dögum ^eftir að Tómas hafði mælt þessi orð
tilkynnti Seðlabankinn að tekið hefði verið hvorki meira
né minna en tæplega 800 milljón króna lán í útlönd-
um. Allt átti það að fara í eyðslu. — Það er von að
ráðherrum svíði hin hvössu orð hins unga manns.
Sjálfstæðisflokkurinn
og ungt fóSk
Undanfarið hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun-
blaðið reynt að gera hosur sínar grænar fyrir ungu fólki
og m. a. í því sambandi bent á, hve margir kjósendur
væru á milli tvítugs og þrítugs. Hefur þessu unga fólki
verið sagt, að hvergi væri vænlegra til áhrifa fyrir ungt
fólk en í Sjálfstæðisflokknum. Þessari grímu svipti
Morgunblaðið heldur betur af sér í gær í hinum ofstæk-
isfullu skrifum gegn Tómasi Karlssyni. Aðalröksemd
Morgunblaðsins var sú, að málflutning Tómasar bæri
ekki að taka alvarlega vegna þess að»hann værj ungur
maður. Kallaði blaðið hann „drengstaula‘‘. Tómas er
um þrítugt og hefur starfað að stjórnmálum í 10 ár.
Það er vafalaust að þessi málflutningur mun ekki fara
fram hjá ungu fólki.
TIMINN
f
Stefán Jónsson fyrrv. skrifstofustj. Gjaldeyrisnefndar:
Hvað er gjaldeyrisvarasjófiur?
1
ViðskiptamálaráSherra, hr.
Gylfi Þ. Gíslason, hefir fyrir
skömmu skrifað grein í blað
sitt, Alþýðublaðið, undir þess
ari fyrirsögn. Grein ráðherrans
á að vera svar við því atriði,
sem ég hefi haldið fram opin-
berlega, að það sé blekkjandi
að kalla handbæran gjaldeyri
í banka „gjaldéyrisvarasjóð“
ef hinn handbæri gjaldeyrir sé
fenginn að láni á tímum við-
skiptahalla, og hann sé því
skuld þjóðarinnar. Ég hefi bent
á, að slíkt sé svipuð blekking
og sú, sem felist í viðreisnar-
nafninu á ríkisstjórninni.
í þessu sambandi hefi ég að
því vikið, að í meðvitund þjóð-
arinnar gefi varasjóðsnafnið til
kynna góða gjaldeyrisstöðu og
trausta stjórn á gjaldeyrismál-
unum. Af þessum sökum hefi
ég talið varasjóðsnafnið á láns-
gjaldeyri blekkjandi. Og ein-
mitt af þessum sökum tel ég
öruggt að það sé notað í áróð-
ursskyni.
I.
Ráðherrann ræðir í grein
sinni talsvert tvöfalt bókhald,
sem hann telur mig kunna
sæmilega, en um viðskipti
þjóða segir ráðherrann, að
gildi allt aðrar reglur en þær,
sem notað^ir eru í tvöföldu bók
haldi, en slíkar reglur muni
mér lítt kunnar. Af þeim sök-
um stafi sá misskilningur minn
að þjóð geti ekki eignazt hand-
bæran varasjóð af erlendu
lánsfé. Síðan kveður ráðherr-
ann í skyndi upp úrskurð í
málinu og fer hann hér á eftir:
Ráðherrann segir: „Gjald-
eyrisvarasjóður þjóðar er ein-
íaldlega reiðufé þjóðarinnar í
erlendum gjaldeyri, þ.e.a.s. sá
erlendi sjóður, sem hægt er
að grípa til og nota, þegar
greiðslur til útlanda verða meiri
en greiðslur frá útlöndum“.
Síðan bætir ráðherrann við.
„Auðvitað getur þjóð eignazt
slíkt reiðufé, slíkan gjaldeyris-
varasjóð, þótt um halla í
greiðsluviðskiptum við útlönd
sé að ræða“.
Þannig hljóðar úrskurður
ráðherrans. Ég viðurkenni, að
mér virðist hann byggður á ein-
földu bókhaldi, eða hinu svo
kallaða kassabókhaldi, sem
sumir kalla nú til dags bók-
hald óreiðumannsins, og kem
ég að þessu atriði síðar.
Hvað felst nú í þessum úr-
skurði ráðherrans? í fyrsta
lagi, að hann vill nota vara-
sjóðshugtakið í skakkri merk-
ingu, og jafnt þótt það sé
hvergi mér vitanlega notað á
þann hátt sem ráðherrann not-
ar það í nokkrum skýrslum um
viðskipti milli þjóða. í öðru
lagi er hin efnislega niðurstaða
ckur 'ns þessi: Gjaldeyris-
varasjóður á ekki að gefa t’l
kynna, að gjaldeyrisafkoma
bjóðarinnar sé hagstæð. Slíkur
sióður á að gefa til kynna
jöfnum höndum handbæran
tekjuafgang í gjaldeyri og hand
bært lánsfé í gialdeyri. Ilversu
mikill sem viðskiptahalli þjóð-
arinnar er, þá netur þióðin átt
varasjóð í gjaldeyri ef henni
tekst að fá erlend lán umfram
viðskiptahallann, og getur grip-
ið til þess gjaldeyris upp í
„greiðsluhalla".
J-VWV\^\\W ssv»v •^'.WWV.'V.'.WW ‘'Nty '
Stefán Jónsson
Með þessum úrskurði ráð-
herrans vita menn það fyrst nú,
hvað hefir verið á bak við
skrumið um að viðreisnin hafi
stofnað gjaldeyrisvarasjóð. Með
þessum úrskurði ráðherrans er
og staðfest allt það efnislega,
sem ég hefi bent á að stæði að
baki þessum svo kallaða gjald-
eyrisvarasjóði. Hefi ég áður
sannað með einföldum skýrsl-
um um viðskiptahallann og
skuldaaukninguna á viðreisnar-
tímabilinu, að hinn svo kallaði
gjaldeyrisvarasjóður hefir flest
viðreisnarárin, og öll hin síðari
ár, byggzt á skuldaaukningu í
gjaldeyri, en ekki hagstæðum
viðskiptajöfnuði í gjaldeyri.
Þessi svo kallaði varasjóður
átti að leyna því í lengstu lög,
að bjóðin notaði meiri gjald-
eyri en hún aflaði á því gjöful-
asta árabili sem þjóðin hefir
lifað í landinu.
II.
Allar þjóðir gera í lok hvers
árs heildaryfirlit um viðskipti
sín við aðrar þjóðir. Slík yfir-
lit eru í þréíilur aðal köflum.
Sá fyrsti sýnir viðskiptin með
vöru, eða útflutninginn og inn-
flutninginn á vörum. Anar kafl-
inn sýnir samskonar viðskipti í
margvíslegri þjónustu, og eru
siglingar taldar með þeim lið.
Þriðji kaflinn sýnir fjármagns-
hreyfingarnar, t. d. afborganir
léna, nýjar lántökur og aukn-
ingu erlendra skulda.
Fyrsti og annar kaflinn eru
einskonar rekstrarliðir þjóðar-
innar í viðskiptum hennar út á
við. Þeir eru því oft lagðir sam
an. Jöfnuður þeirra beggja sýn-
ir, hvort viðskiptin með vöru
og þjónustu er hagstæður eða
óhagstæður, og er sá mismunur
kallaður viðskiptahalli eða við-
skiptahagnaður í gjaldeyrisvið-
skiptum.
Hagstæður viðskiptajöfnuð-
ur með vöru og þjónustu getur
skapað raunverulega sjóðseign
í gjaldeyri, og er hún oftast
kölluð handbær gjaldeyriseign
banka, en mætti með réttu
einnig kallast handbær vara-
sjóðseign í gjaldeyri þar sem
hið handbæra fé verður til af
því að þjóðin vinnur fyrir meiri
gjaldeyi-i en hún notar. Sé við-
skiptajöfnuðurinn með vöru og
þjónustu hinsvegar óhagstæð-
ur, verður ekki komizt hjá, að
jafna hann með erlendri lán-
tökú, sé lán fáanlegt. Á hinum
óhagstæða viðskiptajöfnuði
með vöru o. þjónustu byggist
því aukning erlendra skulda.
En skuldaaukningin hefir að
sjálfsögðu þau áhrif á fjár-
magnshreyf ingarliði nn (Þriðj a
kaflann), að hann verður óhag-
stæður, eða sýnir hærri lán-
tökur en afborganir eldri lána.
Jöfnunartölur, eða mismun-
ur, þeirra þriggja kafla í reikn-
ingsyfirliti þjóði í milli, sem
áður eru nefndir, kallast heild-
ar greiðslujöfnuður. Sá mis-
munur sýnir í raun og veru
aðeins, hvort hinn handbæri
gjaldeyrir bankanna hefir auk-
izt eða minnkað, en hann sýnir
ekkert um það, hvort þjóðin er
að sökkva sér í erlendar skuld-
ir eða ekki. Eða hvort hún
notar meiri gjaldeyrir #en hún
aflar.
Ef nú t.d. er gripið til hand-
bærs gjaldeyris til að jafna
heildar greiðsluhalla, og sá
gjaldeyrir sem til þess er not
aður sé áður tekinn að láni á
tímum viðskiptahalla, þá er
farið að greiða skuldir með
lánsfé, og því skammt til að
syrti í álinn í gjaldeyrismál-
um. En slíkt virðist nú ráðherr
ann ekki óttast, miðað við
nefndan úrskurð hans um að
slík greiðsla komi úr „gjald-
eyrisvarasjóði".
Það eru viðskiptin með vöru
og þjónustu, sem segja til um
hvort þjóðin notar meiri gjald-
eyri en hún aflar, en alls ekki
greiðslustaðan. Að vísa til
heildar greiðslujafnaðar, sem
sjóðseignar í gjaldeyri, og kalla
slíkan sjóð varasjóð er hlið-
stætt því, að vísa til hins
gamla einfalda bókhalds, sem
kallað var kassabókhald, en
sumir kalla bókhald óreiðunn-
ar. En það er einmitt þetta
bókhald, sem ráðherrann vísar
til, sem giundvallar fyrir úr-
skurði sínum um, hvað sé hinn
raunverulegi varasjóður þjóð-
arinna’’ ■ gjaldeyri.
Ekki er nú að undra þótt
úrskurði ráðherrans fylgi mennt
unarhroki og dómur um van-
þekkingu annara á þeim málum
sem hér um ræðir.
III.
Viðskiptamálaráðherra, sem
jafnframt fer með bankamál,
er æðsti maður þj&ðarinnar í
gjaldeyrismálum, og þar með
efnahagsmálum þjóðarinnar út
á við. Ilans er því bæði heiður-
inn og ábyrgðin á stjórn þess-
ara mála á s.l. 10 árum.
Á viðreisnarárunum frá 1959
til 1967, eða á 9 árum, aflaði
þjóðin að meðaltali á ári 56%
meiri gjaldeyris fyrir vinnu og
þjónustu en hún gerði 1958.
Öllum þessum mikla gjaldeyri
var eytt, en gjaldeyrismála-
ráðh. fylgdi þeirri stefnu, að
meiri gjaldeyrir skyldi notað-
ur. Það tókst, og reyndist gjald
eyrisnotkunin 6% umfram það
sem aflað var.
Til að iafna bennan viðskipta
halla, voru stöðugt tekin er-
lend lán En það þótti ekki
nóg, og voru því tekin meiri
lán til að mynda hinn svo kt.ll-
aða „gjaldeyrisvaiasjóð". Jr
þessum ði va svo ausið allt
að því á vitfirringslegan hátt,
Framhald á bls. 15.