Vísir - 13.08.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 13.08.1977, Blaðsíða 13
17 VISIR Laugardagur 13. ágúst 1977 V V" Stefán Guðjohnsen | skrifar: J m^^m*^“mmmmmmmm^ bað rriá segja að sænska sveitin á Evrópumótinu i Dan- mörku hafi unnið „italskan” sigur, svo miklir voru yfirburðir hennar.Að vinna jafn sterkt mót áður en lokið er öllum umferð- um hefur ekki verið á færi ann- arra en Itala hingað til. Sænskur sigur hefur verið i farvatninu nokkur undanffárin ár, þvi þeir hafa undantekn- ingarlitið blandað sér i toppbar- áttuna. Flodquist-Sundelin-Göthe-- Morath-Brunzell-Lindquist und- ir forystu fyrirliðans Berglund geta verið hreyknir af þessar glæsilegu frammistöðu. Sviar hafa einu sinni áður orðið Evrópumeistarar i bridge, en það var árið 1952 i Dublin. Hin árin hafa Italir, Bretar og Frakkar hreppt hinn eftirsótta titil. Islenska landsliðssveitin Asmundur — Hjalti — Guðlaug- ur — Orn — Hörður — Þórarinn stóð sig allvel fyrstu leiki móts- ins, en fékk á sig áfall i 10. um- ferð, þegar hún tapaði með min- us gegn hinni sterku sveit Israela. Þaðþarfsterkar taugar til þess að þola rauðu tölurnar og liklega hefur þetta orðið tölu- vert áfall fyrir reynsluminni meðlimi sveitarinnar. Allavega vann sveitin ekki leik næstu sjö umferðir og þar með voru möguleikar á sómasamlegri frammistöðu á enda I siðustu umferðunum rétti sveitin aftur við og vann tvo leiki en úrslit siðasta leiksins við Austurriki eru ekki kunn, þegar þetta er skrifað. Hann mun vera barátta um sextánda sætið, þvi þessi lönd eru svo til jöfn að stigum. Islenska liðið vann sex leiki gerði þrjú jafntefli og tapaði ellefu leikjum. Hér fer á eftir árangurinn i tölum: IslandlO Ungverjaland-10 Island 0 Italía20 EM í Helsingör: Sœnska sveitin vann „ítalskan" sigur — íslenska sveitin veldur vonbrigðum Island 20 Tyrkland-3 tsland 3 Holland 17 Island 19. Belgia 1 ísland 5 Sviþjóð 15 Island 12 Frakkland 8 Island 4 Júgóslavia 16 tsland 15 Sviss 5 Island -1-3 tsrael20 Island 2 Danmörk 18 ísland 9 Portugal 11 Island 0 s Bretland20 tsland 10 Spánn10 Island 4 Noregur 16 Island 0 Irland20 Island 8 Grikkland 12 Island 15 Pólland 5 Island 16 Finnland 4 IslandlO ÞýskalandlO Nánar verður fjallað um mót- ið i næsta þætti, en hér er eitt spil frá mótinu. Það kom fyrir i fyrstu um- ferðum mótsins milli Danmerk- ur og Grikklands og það er danski bridgem ei sta rinn Schaltz, sem sýnir listir sinar. Staðan var n-s á hættu og norður gaf. ♦ K-8-2 V K-G-8-4 ♦ A-G-5-3 ♦ 10-8 4 9-5-4-3 4G-10-7 V9-6-3-2 V10 ♦ 9-2 ♦ K-D-10-7-4 *A-D-4 * G 9-3 2 ♦ A-D-6 ♦ A-D-7-5 ♦ 8-6 *K-7-6-4 Schaltz var sagnhafi i fjórum IRELAND AUSTRIA W ICELAND SPAIN WWtherlands MYUGOSLAVIA íaNEW ZEALANEV fa TURKEY /. SOUTH AFRIj n HUNGÁRV k THAILAN « MONACf’ > COLOMP.ái IRAH P A N a IF, VENEZ/*'* BAHA S»A BERf þk dutch, fnir' ME X37. NEW /'r-L'L Sllí Það tók Svia 25 ár að endurheimta Evrópumeistaratitilinn i bridge. Myndin er af sigursveitinni. hjörtum i norður. Austur spilaði út tigulkóng og norður gaf i þeirri von að austur héldi áfram. Svo létt var það samt ekki, þvi austur skipti yfir i spaðagosa, sem Schaltz drap með kóng. Þá kom litið lauf, kóngur og ás og vestur tók einnig drottninguna. Nú var komið að krossgötum. Vestur spilaði hugsunarlaust meira laufi og nú var spilið unnið. Norður trompaði, tók trompin i botn og siðan A-D spaða. Þar með var austur i kastþröng i láglitunum. Það er augljóst að spili vestur tigli, þegar hann spilaði laufinu, þá er sambandið rofið milli blinds og sagnhafa og engin leið er að vinna spilið. Staðan i mótinu þegar eftir er að spila siðustu umferð var þessi: 1. Sviþjóð 327 2. Italia 295,5 3. Israel 266 4. Danmörk 260. 5. Noregur 258 6. Sviss 253 7. Ungverjalahd 224 8. England 217. 9. Þýskaland 216 10. Frakkland 211 11. Pólland 206 12 trland 205 13. Holland 196 14. Belgia 195.5 15. Júgóslavia 185 16. Island 159 -17. Austurriki 153.5 18. Grikkland 136 19. Finnland 104 20. Spánn 92 21. Portugai 68,8 22. Tyrkland 68 Mikil spenna rikir um brons- verðlaunin, en eins og sést hafa fjórar þjóðir möguleika á þeim. tsrael á að spila við Grikki, sem eru með þeim neðstu og hljóta þvi að eiga góðan möguleika. Danir eiga að spila við Ira, Nor- egur við Portugal og Sviss við Pó$and. Ahugaverður leikur i siðustu umferðinni er milli efstu og neðstu þjóðarinnar, Svia og Tyrkja. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt hinir nýbökuðu Evrópumeistarar gæfu afslátt og töpuðu. FÉLAGSSTARF OG FUNDIR Frá Ferðafélagi tslands. Eins og flestum er kunnugt verður Ferða- félag Islands 50 ára þann 27. nóv. n.k. Þeirra tima- móta mun félagið minn- ast með margvislegum hættiá þessu ári og hefur sumt af þvi verið þegar framkvæmt. Eitt atriðið i þessari afmælisdagskrá félagsins voru skipulagð- ar gönguferðir á Esju. Fyrsta ferðin var farin 7. mai s.l. og var siðan gengið á fjallið sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun allt til 12. júni, en þá höfðu verið farnar 10 ferðir á fjallið og reyndist þátttakan margfalt meiri en búizt var við, eða mætti 1300 hundruð manns. Þátttakendur voru skráðir og að þess- um 10 gönguferðum lokn- um var dregið um sex helgarferðir með félag- inu, sem voru verðlaun til þeirra er áttu þá miða, sem dregnir voru út. Esjugöngum hefur ver- ið haldið áfram siðan, en ekki eftir fastri áætlun og hefur verið ákveðið að halda þeim áfram til 2. okt. samkvæmt eftirfar- andi töflu: Sunnudaginn 14,ágúst laguardaginn 20.ágúst sunnudaginn 28. ágút láugardaginn 4.sept. laugardaginn ll.sept. sunnudaginn 18.sept. laugardaginn 24.sept sunnudaginn 2.okt. Þeir ,sem hafa tekið þátt i Esjugöngum félagsins eftir 12. júní hafa verið skráðir og það sama mun gilda um þá, sem eiga eftir að koma i gönguna. Er siðustu gönguferðinni 2. okt. er lokið mun enn verða dregið um verðlaun fyrir þátttökuna. Verðlaunin munu verða árbækur félagsins að eigin vali fyrir ákveðna upphæð Þetta verður tilkynnt sið- ar. Sunnudagur 14. ág. Kl. 09.30 Gönguferö i Þórisdal.þar sem forðum átti að vera mikil byggð útilegumanna. Farar- stjóri: Ari Trausti Guðmundsson. Verð kr. 2000 gr. v. bilinn. Kl. 13.00 Esjuganganr. 16 Gengið á Kerhólakamb (851) Farið frá melnum austan við Esjuberg. Skráningargjald kr. 100. Bill fer frá Umferðar- miðstöðinni. Verð kr. 800 gr. v. bilinn. Fararstjóri: Tómas Einarsson. Brott- för i báðum ferðum frá Umf erðarmiðstöð að austanverðu. Miðvikudagur 17. ág kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Farseðlar og nánari uppl. á skrifstofsnni. Sumarleyfisferðir 16. ág. 6 daga ferð um Mýrdal, öræfasveit og Hornafjörð. Komið á alla fegurstu og þekktustu staðina á þessari leið. Giest í húsum. Farar- stjóri: Jón Á. Gissurar- son. 19. ág. 6 daga ferð til Esjufjalla i Vatnajökii. Gengið þangað eftir jökl- inum frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi. Gist allar næturnar i húsum Jöklarannsóknarfélags- 24. ág. 5 daga ferð norður yfirHofsjökul.Gist í húsi. 25. ág. 4-ra daga berja- ferð i Bjarkarlund. Farmiðar og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag Islands. Esjugöngur Ferðafélags Islands i haust. Sunnudagur 14. ág. Laugardagur 20. ág. Sunnudagur 28. ág. Laugardagur 4. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 18. sept. Laugardagur 24. sept. Sunnudagur 2. okt. Sunnud. 14/8: Kl. 10 Grimmansfell, Seljadalur og Reykja- borg. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 1000 kr. Kl. 13 Helgafell-Reykja- fell. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 800 kr. Frítt f. börn m. fullorðn- um. Farið frá B.S.I., vestanverðu. Ctivist. Kirkjuturn Hallgríms- kirkju er opinn á góö- viðrisdögum frá kl. 2-4 slðdegis. Þaðan er ein- stakt útsýni yfir borgina og nágrenni hennar að ógleymdum fjallahringn- um I kring. Lyfta er upp I turninn. Asgrimssafnið, Berg- stæðastræti 74, er opið alla daga nema laugar- daga frá klukkan 1.30-4. Orlof húsmæðra Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellssveit verður i orlofsheimili húsmæðra i Gufudal, ölfusi. Fyrir konur með börn 30.7-6.8 Fyrir konur eingöngu 20- 27. ágúst. Upplýsingar í simum 14528 (Unnur) 42901 (Þuriður 7-8 siðd.) 66189 (Kristin 7-8 siðd.) Fundir AA-samtak- anna í Reykjavík og Hafnarfirði Tjarnargata 3c: Fundir eru á hverju kvöldi kl. 21. Einnig eru fundir sunnudaga kl. 11 f.h., laugardaga kl. 11 f.h. (kvennafundir), laugar- daga kl. 16 e.h. (spor- fundir). — Svaraö er i sima samtakanna, 16373, eina klukkustund fyrir hvern fund til upplýsinga- miðlunar. Austurgata 10, Hafnar- firði: mánudaga kl. 21. Tónabær: Mánudaga kl. 21. — Fundir fyrir ungt fóik (13- 30 ára). Bústaðakirkja: Þriðjudaga kl. 21. I.augarneskirkja: Fimmtudaga kl. 21. — Fyrsti fundur hvers mánaðar er opinn fundur. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. Ath. að fundir AA-sam- takanna eru lokaðir fundir, þ.e. ætlaðir alkó- hólistum eingöngu, nema annað sé tekið fram, að- standendum og öðrum velunnurum er bent á fundi Al-Anon eða Ala- teen. AL-ANON, fundir fyrir aðstandendur alkóhó- lista: Sa fnaðarheimili Grensáskirkju: Þriðjudaga kl. 21. — Byrjendafundur kl. 20. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. ALATEEN, fundir fyrir börn (12-20 ára) alkó- hólista: Langholtskirkja: Fimmtudaga kl. 20.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.