Vísir - 13.08.1977, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 13. ágúst 1977
3
Mun meirí
þorskofli
en í fyrra
v '
Islendingar veiddu meira en 180
tonn fyrstu fimm mónuði órsins
islendingar veiddu alls rúm-
lega átta hundruð tonn af fiski á
tiinabilinu frá janúar til mai á
þessu ári. Þar af var þorskaflinn
1X0.476 tonn, og loðna tæplega 550
þúsund tonn. Togarar veiddu alls
á þessum tima rúmlega hundrað
og ellefu þúsund tonn.
Til samanburðar veiddu Is-
lendingar rúmlega 556 þúsund
tonn á sama tima árið 1976, og þS
var þorskaflinn ekki „nema”
156.991 tonn. Þá var loðnuaflinn
rúmlega 338 þúsund tonn, og tog-
ararnir veiddu rúmlega 81
þúsund tonn.
Af öðrum fisktegundum
veiddum á þessu timabili á yfir-
standandi ári, má nefna að átta
þúsund tonn veiddust af sild, rúm
18 þúsund af ufsa, rúm 15 þúsund
af ýsu og tæp 10 þúsund tonn af
karfa. Minna veiddist af öðrum
tegundum, samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofu Islands.
—AH
Landsmótið í golfi:
Björgvin og Ragnar
berjast um titilinn
Munar aðeins einu höggi ó þeim eftir 54 holur og
r
kl. 14,30 hefst lokaslagurinn um Islandsmeistaratitilinn
Það verður barátta til siðustu
holu þegar þeir leika til úrslita á
Landsmótinu i golfi i dag, Björg-
vin Þorsteinsson, Islandsmeist-
arinn frá Akureyri og Ragnar
Ölafsson úr Golfklúbbi Reykja-
vikur. Þeir tveir hafa nú „stungið
aðra keppendur gjörsamlega af”,
og mótinu lýkur i dag með einvigi
þessara tveggja bestu golfleikara
okkar.
1 gær léku meistaraflokks-
mennirnir 18 holur, og hafa nú
lagt að baki alls 54 holur. Fyrir
keppnina i gær hafði Björgvin
tveggja högga forskot á Ragnar,
og þvi hélt hann fram á 14. holu
er Ragnar vann eitt högg. Þannig
hélst munurinn til loka, Ragnar
kom inn á 76 höggum en Björgvin
77 og er staða efstu manna nú
þessi:
Björgvin Þorsteins. GA 227
Ragnar Ólafsson GR 228
AtliArasonNK 237
Sveinn Sigurbergs. GK» 238
Sigurður Thorarens. GK 239
Ekki kuðungur
Haft var samband við blaðið
norðan úr Eyjafirði, vegna
greinar i blaðinu þar sem
meðal annars var talað um fé-
lagsheimilið „Kuðung” i
Glæsibæjarhreppi.
Félagsheimilið heitir hins
vegar ekki Kuðungur, heldur
Hliðarbær, og er rétt norðan
Akureyrar.
Ekki eittbíó
heldur þrjúbíó
Þau mistök uröu viö frásögn
af Visisbióinu, sem verður i
dag, i blaðinu i gær, að þar var
sagt að myndin American
Graffiti yrði sýnd klukkan eitt
i dag I Laugarásbió fyrir sölu-
börn Visis. Þetta er ekki rétt.
Hún verður sýnd klukkan
þrjú, eins og venja hefur verið
á sýningum Visis á laugardög-
um undanfarið.
Sigurður Hafsteins. GR 240
Óttar Ingvason GR 240
Jón H. Guðlaugs NK 240
Það verður þvi algjört uppgjör
hjá þeim Ragnari og Björgvin i
dag, og fróðlegt að sjá hvort
Ragnari tekst að stöðva sigur-
göngu Björgvins á landsrhótum
sem staðið hefur yfir i fjögur ár
samfleytt. Þeir kappar munu
hefja keppni kl. 14,30 i dag, og eru
allir velkomnir i Grafarholtið til
að fylgjast með þessari spenn-
andi keppni.
Þá verður greinilega einnig
hörkukeppni um 3 sætið og marg-
ir eiga þar möguleika. Aðstæður
til að fylgjast með keppninni i
Grafarholtinu eru mjög góðar og
menn geta valið um það að vera
inni i skálanum eða fylgja golf-
mönnunum eftir úti á vellinum.
En það verður örugglega enginn
svikinn sem leggur leið sina i
Grafarholtið kl. 14,30 i dag.
gk-
Tvð hundruð
konur í óbyrgð-
arslððum þinga
Tvö hundruð Zonta-konur sitja
þessa dagana á svæðismóti á
Loftleiöahótelinu í Reykjavik.
Eru þær frá öllum Noröurlönd-
unum, en aðalstöðvar Zonta-
hreyfingarinnar i heiminum eru i
Chicago i Bandarikjunum.
Zonta er alþjóðlegun félags-
skapur kvenna er gegna ábyrgð-
arstöðum i þjóðfélaginu, en hér á
landi starfa þrir klúbbar. Starfa
islenskar Zontakonur að ýmis-
konar menningarmálum og
mannúðarmálum, og má þvi i
sambandi nefna starfrækslu
Nonnahússins á Akureyri, mál-
efni sjúkrahússins á Selfossi og
málefni heyrnarskertra.
Á þinginu i Reykjavík verða
fluttir allmargir fyrirlestrar, og
farið verður i skoðunarferðir um
Reykjavik og nágrenni.
Sjónvarpsmenn leggja leið sina gjarnan til fornfrægra sfldarplássa til þess að nota svið þeirra fyrir
leiknar kvikmyndir. Sólarlagið fræga var kvikmyndaö á Iljúpuvík en nú bregða menn sér til sildar-
bæjarins Siglufjarðar til myndatöku. Visismynd: JG.
Nýtt sjónvarpsleikrit
myndað ó Siglufirði
Sjónvarpsmenn hafa verið
iðnir i júlf, þótt enginn þeirra
hafi ‘birst á skjánum. Unnið
hefur verið að nýjum leikritum
og myndum, og núna eftir helg-
ina fer einmitt flokkur nianna
norður á Siglufjörö til að taka
upp leikrit efitir Gfsla J. Ást-
þórsson.
„Þetta leikrit á að gerast um
1940”, sagði Tage Ammendrup i
samtali við Visi, en hann
stjórnar upptökunni. „Það
fjallar um ungan pilt sem
kemur i kaupstaðinn til að fá lán
fyrir vörubil sem hann hyggst
kaupa. Það verður fylgst með
þvi hvernig gengur”.
„Nei, myndin á ekkert frekar
að gerast á Siglufirði en ein-
hvers staðar annars staðar úti á
landi, en við völdum þann stað
vegna þess að þar eru enn
bæjarhlutar sem haldist hafa
svotil óbreyttir frá þessum
tima”.
„Þetta verður sennilega
nokkuð löng mynd já”, sagði
Tage ,,en ekki hef ég samt
endanlegan tima á henni núna.
Hún verður filmuð i litum og
leikararnir verða frá Reykjavik
og einnig frá Sauðárkróki og
Siglufirði. Við fáum að sjá mörg
ný andlit”, sagði Tage Ammen-
drup að lokum. —GA
Björn Birnir.
Björn Birnir
sýnir í Nor-
rœna húsinu
Björn Birnir opnar listaverka-
sýningu i Norræna húsinu i dag.
Sýnir hann þar svartkritarmynd-
ir og vatnslitamyndir einnig oliu-
málverk og myndir málaðar með
acryllitum.
Björn stundaði nám við mynd-
listadeild Handiða- og Myndlista-
skólans og siðar við Teikni-
kennaradeild sama skóla og lauk
þaðan teiknikennaraprófi 1952.
Arið 1955 lauk hann svo prófi sem
skiltamálari og Dekoratör við
Bergenholts Dekorations fag-
skole i Kaupmannahöfn. Þá hefur
Björn stundaö nám i innanhúss
arkitektur. Hann er nú á förum til
framhaldsnáms f list sinni við
Indiana State University, Indiana
i Bandarikjunum.
stórkostlega haust
mánudaginn
afsláttur af öllum vörum
Póstsendum
Bergstaðastræti 4a Simi 14350
—AH