Vísir - 15.08.1977, Síða 1

Vísir - 15.08.1977, Síða 1
Allt um íþrótto- viðburði helg- arinnar í dag Enn er Bjðrgvin bestur! „Já.hann er bestur”!! — heyrð- ist frá mörgum áhorfendum i senn, er Björgvin l>orsteinsson G.A. sló 2. högg sitt á lokaholunni i landsmótinu i goifi sem iauk i Graf arholtinu á laugardaginn. Björgvin sýndi þá og sannaði að hann er bestur, taugaspenna virðist vera nokkuð sem hann ekki þekkir, pilturinn, og hann innsiglaði sigur sinn með þvi að leika siðustu holuna á 4 höggum — eða pari. En barátta var það, og Ragn- ar ólafsson G.R. sá til þess að Björgvinþurfti að taka á öllu sinu til að hala inn sigurinn. Það var ekkert vafamál; þarna fóru tveir bestu golfleikarar okkar, báðir tveir frambærilegir á hvaða mót sem er i heiminum meðal áhuga- manna. Fyrir siðasta daginn hafði Björgvin eitt högg i forskot á Ragnar, en strax eftir tvær holur hafði Ragnar jafnað, og báðir voru á 235höggum alls þær 56 hol- ur sem að baki voru. Eftír þriðju holuna var enn jafnt, 239:239, og eftir 4. holu sömuleiðis, nú var skorið 245:245. En 5. holan varð Ragnari dýr- keypt. Hann varð tvivegis að taka vitiog lék alls á 8 höggum, á með- an Björgvin notaði 5 högg. — 250:253 Björgvin i vil. Eftir 6. holu var forskot Björg- vins orðið 4 högg, og á næstu holu vann hann enn eitt. Voru menn nú farnir að hallast að þviaðBjörg- vin myndi vinna yfirirburðasigur, og sumir voru farnir að bolla- leggja það að Ragnar yrði jafnvel að sjá af 2. sætinu. — En staða efstu manna eftir 63 holur af 72 var þessi: Björgvin borsteins. 267 Ragnar Ólafsson 272 Óttar Ingvason 276 AtliArason 278 Sveinn Sigurbergs. 278 Björgvin virtist þvi hafa öll trompin á hendi, en svo var þó ekki. Ragnar i gang A lO.holunnivannRagnareittá Björgvin, og á 11. holu tvö högg! — bá púttaði Rgnar stórglæsilega og fór á tveimur höggum. — Björgvin á fjórum, (par 3). A næstu holu vann Ragnar eitt högg og á þarnæstu holu tvö. svo að skyndilega var hann kominn i efsta sætiö, átti eitt högg á Björg- vin. En Björgvin er harður. Hann lék 14. holuna stórglæsilega i einu undir pari — 3 höggum. Ragnar á fjórum og því var jafnt. Báðir léku siðan 15. holuna á 6 höggum og staðan var 296:296 og þrjár holur eftir. „Púttið góða” Upphafsskot Ragnars á 16. holu var m jög gott, hann var rétt um 5 metra frá holu, en Björgvin hafn- aði hinsvegar i kafgrasi 30 metr- um frá. Björgvin sló næst og setti boltann inn á flötina — 3-4 m frá holu. — Ragnar púttaði og hafnaði rétt við' hoíubarm, en Björgvin gerði sér litið fyrir og púttaði niður. Stórglæsilegt oútt. enda fögnuður fjölmargra áhorf- enda mikill. Úrslit ráðast NU voru tvær holur eftir, og Björgvin sló fyrstur. Mjög gott upphafshögg, og boltinn lá á flöt- inni, 5 metra frá holu. „betta var mikil pressa”, sagði Ragnar Ólafsson eftir keppnina, endá fór svo að upphafshögg hans geigaði og Björgvin vann eitt högg á holunni, högg sem reynd- HRÓLFUR NÁÐI í „DRAUMAHÖGGIÐ BB Fór holu í höggi í Grafarholtinu ó landsmótinu Hola i höggi! — Avallt fer einhver sérstök tilfinning um golfleikara þegar þeir hcyra þessa setningu. Við tókum lauslega saman hversu mörg högg hefðu verið notuð samtals i landsmótinu i golfisem lauk um helgina, óg reiknast okkur til að þau muni vera mjög nálægt 80.000 — já, áttaiu þúsund — talsins. Og eitt af þessum höggum rataði stystu ieið, nefnilega beint i holuna! Sá heppni, sem fór holu i höggi, var Hrólfur Hjaltason GR, sem lék i 2. flokki, og „draumahöggið” fékk hann á 16. holu á þriðja kepnisdegi. Og að sjálfsögðu „skartar” Hrólfurnú meðgullúrá hendi, þviað SveinnBjörnsson ogCo. heiðra þá sem þessum áfanga ná með þvi að gefa þeim gull- úr að launum. Og úrinu veitti Hrólfur væntanlega viðtöku i lokahófi landsmótsias að Hót- el Sögu á laugardagskvöldið. ..Æfum tœknina heima í stofu" — Björgvin Þorsteinsson og Ragnar Olafsson verða fulltrúar íslands í heimsmeistarakeppninni í golfi „betta verður stórkostleg ferð, og þaö er hægt að leggja ýmislegt á sig til að verða i góðu „formi” þegar hún verður farin”, sagði Björgvin borsteinsson eftir að það hafði verið tilkynnt að hann og Ragnar Ólafsson hefðu verið tilnefndir af Golfsambandi is- lands til aö verða fulltrúar is- lands I heimsmeistarakeppninni í golfi sem fram fer i Maniha á Filippseyjum I desember. ,,Að sjálfsögðu eru vandkvæði á þvi að vera i góðri þjálfun á þess- um árstima, það sjá allir, en við munum örugglega gera hvað við getum til að svo megi verða. bað er hægt að slá boltann úti nær allan ársins hring ef vel viðrar, en ýmis tækniatriði eins og pútt o.þ.h. verðum við sennilega að æfa heima i stofu! En þetta er stórkostlegt tæki- færi, og það er vel þess virði aö leggja mikið á sig til að komast til Manila”. gk—. ist ráða úrslitum i þessu „einvigi golfsögunnar” á Islandi, þvi að báðir iéku 18. holuna á pari (4 höggum). Já, Björgvin er bestur, en Ragnar er næstbestur, á þvi er enginn efi. beir félagar eru tveir bestu golfleikarar sem við höfum átt, og áhorfendur að einvigi þeirra voru ekki sviknir. beir Björgvin og Ragnar færðust si- fellt i aukana eftirþvisem spenn- an jókst, og þá léku þeir „stjörnu- golf”. Heildarskor Björgvins var 306, Ragnars 307 og þriðji maður var Sigurður Thorarenssen GK. sem lék á 314 höggum. Siðan komu þeir jafnir, Sveinn Sigurbergsson G.K., — sérlega efnilegur og skemmtilegur golfari — og „gamla”kempan Óttar Ingvason G.R. á 318 höggum, og Ottar kom skemmtilega á óvart, æíingar- laus, en i fremstu röð. A 323höggum og i 6.-7. sæti voru Jóhann Benidiktsson G.S. og Jó- hann Ó. Guðmundsson N.K. — borbjörn Kjærbo G. S. og Jón Haukur Guðlaugsson N.K. i 8.-9. sætiá 324höggum. og i lO.-ll.sæti Atli Arason N.K. og Július M. Júliusson G.K. á 325 höggum. Úrslit i öörum flokkum: 1. I I. karla : 1. HelgiHólm GS 334 2. Gylfi Kristins. GS 339 3. HalldórKristjáns. GR 344 2. fl. karla: 1. Karl Jóhannss. GR 365 2. Sæmundur Knútss. GK 371 3. Georg V. Hannah GS 371 Sæmundur vann i bráðabana um 2. verðlaunin. 3. II. karla: 1. Guðm. Hafliðas. GR 340 2. Július Ingas. GJ 349 3. Ólafur borvaldsson. GOS 352 Meistarafl. kvrnna: l.Jóhanna Ingólfsd. GR 343 2. Kristin Pálsdóttir GK 351 3. Jakobina Guðlaugsd. GV 351 Kristin vann i bráðaban a um 2. verðlaunin. g£í 1. f 1. kvenna: 1. Agústa Dúa Jónsd. GR 395 2. Hanna Gabrielsd. GR 406 5. Guðrún Eiriksd. GR 411 Sveilakeppni: bar urðu tvær sveitir efstar og jafnar, sveitir GR og GK. Sam- kvæmt alþjóðareglum sem viðhafðar eru þegar svona kemur upp eru þrir efstu menn látnir ráða sem sveit, og þá sigraði’GK. Sveit Keilis hlýtur þvi sigurinn. og að auki ferð á Evrópukeppni golfklúbba sem fer fram næsta vor. gk— Björgvin borsteinsson, nýbakaður tslandsmeistari í golfi, gefur Ragnari ólafssyni rembingskoss þegar þeim var tilkynnt um aö Golfsamband lslands hefði valið þá til ferðarinnar til Manilla. Ljósmynd Einar. i . ———————I Hver veit nema ég vinni hann nœst" r f — segir Ragnar Olafsson sem enn einu sinni tapaði i Islandsmóti fyrir Björgvin Þorsteinssyni „bað er erfitt aö sætta sig við þessi ævintýri á 5. og 6. hol- unni”, sagði Ragnar Ólafsson eftir aö meistaramótinu I golfi lauk á laugardaginn. bar hafn- aöiRagnari 2. sæti, einu höggi á eflir Björgvin borsteinssyni. „fcg lenti i miklum vandræð- unt á 5. holunni, og það kostaði mig 4 aukahögg. betta var mikiö áfall en mér tókst að rifa mig upp aftur og komast i gang. En Björgvin er sterkur, hann virðust alltaf geta bætt viö sig þcgar mest á reynir. bað munaði teimur höggum á okkur i fyrra, einu höggi núna, og liver veit nema ég vinni hann i bráðabana næsta ár”, sagði Ragnar, og greinilegt var að þar talaði iþróttainaður sem kunni aö taka ósigri. Gott dæmi um það hversu mikill iþróttamaöur Ragnar er varer hann dæmdi viti á sjállan sigfyrir að hreyfa boltann i kaf- grasi er hann var aö munda kylfuna. bar sá enginn aö bolt- inn hreyfðisl nema Ragnar. en liann gerði viövart og tók á sig eitt vitishögg. bað reyndist þungt á metunum er yfir lauk, en brosandi varð Ragnar fyrstur til að óska Björgvin til hamingju með sigurinn. „Svona eiga sýslumenn að vera”! gk—•

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.