Vísir - 15.08.1977, Qupperneq 2
Mánudagur 15. ágúst
„Hefur verið
erfitt áður"
— segir Björgvin Þorsteinsson
nýbakaður íslandsmeistari i golfi
BSikarnir komu
öllum á óvart
West Ham
Kimm af erlendu keppendunum sem taka þátt I Reykjavfkurleikunum komu til landsins i gær og héldu þegar á æfingu á
Laugardalsvöllinn. Þeir eru frá vinstri Josyi Komoto frá Kenya, Mike Solomon frá Trinidad, Larry Jessee Bandarikj-
unum og Charlie Wells einnig frá Bandarikjunum. Þeir voru mjög ánægöir með Laugardalsvöllinn, en fannst veöráttan i
kaldara la^- Ljösmynd Einar
tapaðí
West Ham tapaði á laugardag
úrslitaleik í keppni nokkurra fé-
lagsliða sem fram fer á Mallorka.
Það tapaði eftir vitaspyrnukeppni
fyrir spánska liðinu Real Betis.
Hetja VVest Ham var Mervin Day
i markinu sem bjargaöi þeim frá
storu tapi. —GA
„Þetta hefur verið erfitt áöur, en það var
svo sannarlega strembið núna”, sagði Björg-
vin Þorsteinsson, nýhakaður islandsmeistari
i golli, þegar við hittum hann að máli á heirn-
ili hans á laugardagskvöldið, stuttri stundu
eítir að hann hal'ði varið islandsmeistaratitil
sinn og hlotiö titilinn i fimmta skiptið i röö, sá
fyrsli sem það gerir.
„Miðað við hvernig við Ragnar lékum, þá
er ég ánægður með að hafa sigrað. Þetta leit
þö ekki allt of vel út á timabili, en púttið mitt
á 1«. holu var „sterkt”. Ef til vill hefur það
ráðið úrslitum. Nei, ég er ekki ánægður með
spilamennskuna, og það eru púttin sem ég er
ekki sáttur við. Ilel'ði ég t.d. púttað jafnvel og
Kagnar, þá hefði ég verið 20 liöggum betrien
ég var. En þetta er ekkert nýtt, þetta hefur
háð mér undan l'arin ár”.
— Nú heíur þú sigrað á Landsmótinu i 5 ár i
riið, hversu lengi hyggst þú halda þvi áfram?
„Er ekki sagt að golflcikari sé á toppnum
iláára? El' svo er, á ég langt i land og get auk
þess liuggað mig við það að ég næ toppnum
l'yrr en helstu keppinautar minir i dag’,
sagði Björgvin og ,hló mikið.
Lengur töfðum við Björgvin ekki, liann var
að búa sig á „golfhátiðina” á Hðtel Sögu, þar
srm liann veitti viðtöku íslandsmeistarabik-
árnuni fiinmta árið i röð. Sannarlega mesti
goIIsiií11ingni' sein við liöfuin eignast.
ffk--
Gerd Miíller
skoraði 4
Gerd Muller er svo sannarlega ekki dauður
úr öllum æðum. Eftir aðeins tvo leiki f þýsku
lyrstu dcildinni, er liann markahæstur meö 6
mörk! Ilann skoraði fjögur núna á laugar-
dagiun þegar Bayern Munchen vann St.
I’auli 1-2 og tók forystu i deildinni.
Borussia Mönchengladbach sigraði einnig
og lið Kevins Keegans, Hanburg SV, sigraði
llcrta Berlin með :!-().
— GA
IV 1
þeir sýndu oft stórgóðan leik
og sigruðu máttlausa Framara 4:1 á Laugardalsvellinum
Blikarnir úr Kópavogi unnu
góðan sigur gegn Fram, 1:4 i 1.
deild Islandsmótsins i knatt-
spyrnu á Laugardals-
vellinum i gærkvöldi.
Komu þessi úrslit nokkuð á óvart,
þvi að Kram helur veriö i sókn að
undanförnu og leikur eins og
kunnugt er gegn Val í úrslitum
bikarkeppninnar. Úrslit leiksins
voru sam4 i fullu samræmi við
gang hans og hefði munurinn allt
eins getað orðið enn meiri,
Framarar voru meira i sókn i
fyrri hálfleik sem var frekar
daufur, enda litið um marktæki-
færi, nema á siðustu minútunum.
Þá tókst Kristni Jörundssyni að
ná forystunni fyrir Fram eftir að
hann hafði fengið góða sendingu
frá Pétri Ormslev og skorað
öfugglega af stuttu færi. Þetta
var á 41. minútu, en á siðustu
minútunni munaði litlu að Bjarni
Bjarnasyni tækist að jafna metin
fyrir Breiðablik, en hann skaut
framhjá fyrir opnu marki.
Siðari hálfleikinn hófu Blikarn-
ir með mikilli sókn, strax á 2.
minútu varð Árni að vanda sig
mjög til að verja frá Ólafi Frið-
rikssyni, en Ólafur gerði engin
mistök þrem minutum siðar. Þá
skoraði hann fallegt mark með
föstu skoti i bláhornið niðri, rétt
utan við vitateig, eftir að hafa
leikið á tvo varnarmenn.
Fimm minútum siðar náði svo
Sigurjón Randversson forystunni
fyrir Blikana eftir skemmtilegan
undirbúning Vignis Baldurssonar
og Þórs Hreiðarssonar — Þór gaf
stungubolta á Sigurjón sem sneri
af sér varnarmann og skoraði
með föstu skoti.
Eftir þessa góðu byrjum Blik-
og á 32. minutu jókst munurinn
enn, þá átti Ólafur Friðriksson
hörkuskot á markið — boitinn fór
i höfuð Kristins Atlasonar sem
ætlaði að bægja hættunni frá og
þaöan i tignarlegum boga i hornið
fjær.
Á siðustu minútunni bætti svo
Jón Orri Guðmundsson fjórða
markinu við fyrir Blikana —
skallaði inn eftir fyrirgjöf.
Eina verulega hættulega mark-
tækifæri Framara i siðari hálfleik
fékk Sumarliði Guðbjartsson en
hann skallaði beint i fangið á
Ólafi Hákonarsyni markverði
UBK, af nokkurra metra færi.
Lið Breiðabliks lék þennan leik
ágætlega, sérstaklega siðari hálf-
leikinn og var sigurinn fyllilega
verðskuldaður. Besti maður liðs-
ins var Þór Hreiðarsson, en i
heild áttu allir i liðinu góðan dag.
Hjá Fram voru ekki margir
sem skáru sig úr og liðið náði sér
aldrei á strik i leiknum.
Leikinn dæmdi Arnar Einars-
son og skilaði hann þvi hlutverki
prýðilega. _bb
Enn bœtast
nýir við
Þrir hei msþekktir frjáls-
iþróttamenn hafa nú bæst i hóp
þeirra ellefu sem þegar hafa til-
kynnt að þeir muni taka þátt i
Reykjavikurleikunum annað-
kvöld og á miðvikudagskvöldið.
Það er Bandarikjamaðurinn
Lerry Jessee sem keppa mun i
stangarstökki — hann á best 5.54
metra, — og hefur stokkið 5.50
metra i sumar, Mike Solomon frá
Trinidad-Tobaco sem er 400
metra hlaupari — hefur hlaupið á
45.0 sekúndum og komst meðal
annars i undanúrslit i Montreal.
Ilann mun einnig keppa i 100
metra hlaupi þar sem hann á best
10.4 sekúndur og i 800 metra
hlaupi sem hann hefur hlaupið á
1:45.0 minútum. Þriöji maðurínn
er svo Josyi Kimoto frá Kenya
sem er einn af bestu 10 km hlaup-
urum heims og hefur hlaupið þá
vegalengd á 28 minútum. Hann
mun keppa i 1500 metra hlaupinu
sem hann hefur hlaupið á 3:40.0
minútum og 3000 metra hlaupinu
sem hann hefur hlaupið á 7:37.0
minútum.
Auk þessara þriggja hafa
ellefu aðrir erlendir iþróttamenn
boðað komu sina hingað og er þar
fyrst að nefna kúluvarparana
heimsfrægu, Terry Albritton frá
Bandarikjunum sem um tima átti
heimsmetið — 21.85 metra, A1
Feuerback Bandarikjunum sem
átti heimsmetið á undan Albritton
21.82 metra, Reijo Stáhlberg frá
Finnlandi sem hefur varpað 21.26
metra og i Evrópukeppninni i
Helsinki um helgina varpaði hann
20.90 metra og siðan er það Bret-
inn Geoff Capes sem hefur varpað
21.55 metra, hann keppti einnig i
Helsinki þar sem hann varpaði
20.15 metra.
Þá má nefna bandariska
spretthlauparann Charlie Wells
sem hefur hlaupið 100 metrana á
10.0 sekúndum, Jerry Kingsted
frá Bandarikjunum sem keppir i
stangarstökki — hefur stokkið
5.20 metra, Norðmennina Arnfin
Rosendahl og Erik Mathisen sem
keppa munu i 1500 metra hlaup-
inu og er þeirra besti árangur um
3:41.0 minútur.
Auk þess verða hér þrir
sovéskir keppendur, Alexandre
Homtaschik sem keppa mun i
400 metra og 110 metra grinda-
hlaupi og 400 metra hlaupi, Ivan
Labatsch sem keppir i langstökki,
á 7.82 metra, og Larisa Klemen-
tienko sem keppir i hástökki, og á
hún best 1.85 metra.
—BB
VISIR
Mánudagur 15. ágúst 1977
15
lleiöarleg tilraun eða hvað? Ingi Björn Albertsson sendir boltann I mark KII, cn það var þó dæmt af, þvi
Ingi Björn notaöi hendurnar eins og sést á myndinni.
Ljósmynd Einar.
u
Þúfan gaf á Olaf
og hann skoraði!
Það er stundum talað um að
heimavöllur sé mikils virði fyrir
knattspyrnulið. Þetta sannaðist
áþrcifanlega f Kaplakrikavelli i
Hafnarfirði i leik Vals og FH i
gærkvöldi. Það varnefnilega hinn
ágæti grasvöllur Hafnfirðinganna
sem lagði upp fyrsta mark þeirra.
Liðnar voru um 20 minútur af
siðari hálfleik þegar markið kom.
Sigurður Dagson hafði varið skot
frá FH-ingum, og var að búa sig
undir að sparka knettinum frá
Staðan i tslandsmötinu i 1. deild
eftir leikina um helgina er nú
þessi:
Þór — KR 2:3
ÍB — IBK 3:2
Kram — UBK 1:4
FH —Valur 1:1
Valur 16 11 3 2 32:12 25
Akranes 15 10 2 3 27:12 22
Víkingur 15 6 6 3 18:16 18
Keflavik 16 7 4 5 25:22 18
tBV 16 8 3 5 23:17 17
Breiðabl. 16 7 3 6 24:22 17
FH 16 4 5 7 19:26 13
Fram 16 .4 4 8 20:31 12
KR 16 3 2 11 21:31 8
Þór 16 2 2 12 19:39 6
Markhæstu menn eru nú
þessir:
Sigurlás Þorlefisson tBV 12
PéturPétursson ÍA 10
Ingi Björn Albertss. Val 10
Sumarliöi Guðbjartss. Fram 8
Jofntefli hjá þeim
„stóru" á Wembley!
og Celtic gerði jafntefli í skosku úrvalsdeildinni
marki. A leið sinni frá markinu
og út i vitateiginn sló hann knett-
inum nokkrum sinnum niður, en
þá vildi ekki betur til en svo að
hann lenti á ójöfnu á vellinum,
sjtaust frá Sigurði og beint fyrir
fæturna á Ólafi Danivalssyni.
Hann varekki lengi að átta sig og
þakkaði fyrir með þvi að labba
með boltann innfyrir marklinuna
i Valsmarkinu. 1-0 fyrir FH.
Fram ^að þessu hafði leikurinn
verið með afbrigðum lélegur og
leiðinlegur á að horfa, en við
markið hresstust Valsmenn
nokkuð og fóru að sækja meira. í
fyrri hálfleik var nokkuð jafnt á
komiðmeð liðunum i leikleysinu,
og hvorugt komst nálægt þvi að
skora.
En þótt Valsmenn sæktu meira
á siðustu 20 minútum leiksins
virtust þeir ekki liklegir til að
jafna. Framlinumenn liðsins,
sem hafa verið i banastuði i sið-
ustu leikjum, virtust ekki finna
sig. Þeir komust þó nokkrum
sinnum i þokkaleg færi en tókst
ekki að nýta þau. Það sama má
segja um FH-ingana. Þeir náðu af
og til hættulegum skyndisóknum,
þar sem Ólafur Danivalsson lék
jafnan aðalhutverkið.
Eftir þvi sem nær dró leikslok-
um dró að sama skapi niður i
Valsmönnum og þeirvirtust sum-
ir hverjir vera búnir að sætta sig
við tapið. En Magnús Bergs var
ekki á þvi. Hann barðist eins og
ljón allan leikinn og á siðustu
minútu hans uppskar hann ár-
angur erfiðis sins. Hann var
staddur nálægt vitateigshominu
hjá FH, þegar boltinn hrökk til
hans. Magnús var ekkert að tvf-
nóna heldur þrumaði boltanum i
gagnstætt horn FH marksins, svo
að söngi netinu. Glæsilegt mark,
sem bjargaði öðru stiginu fyrir
Val.
Hjá Val voru Dýri og Magnús
Bergs hressastir, en framlinu-
mennirnir gjörsamlega heillum
horfnir.
Janus og Gunnar Bjarnason
miðverðirnir hjá FH, voru bestu
menn liðs sins, ákaflega traustir.
Þá kom Logi Ólafsson á óvart og
Ólafur Danivalsson átti góða
spretti.
—GA
Liverpool og Manchester
United skildu jöfn án þess að
mark væri skor&ð f hinum árlega
„Charty Shield” lcik sem fram
fer á Wembleyleikvanginum á
LundUnum á milli deildar- og
bikarmeistara á laugardaginn. —
()g var það hinum 82 þúsund
áhorfendum sem sáu leikinn,
mikil vonbrigði að sjá ekkert
mark skorað.
Leikurinn þótti nokkuð vel leik-
inn þótt mörkin vantaði — og
augu manna beindust að sjálf-
sögðu að Kenny Dalglish sem
Liverpool keypti frá Celtic fyrir
440 þúsund sterlingspund til að
taka við stöðu Kevin Keegan sem
seldur var til SV Hamburg, Dal-
glish átti ágætan leik og hann
skapaði tvö hættuleg marktæki-
færi þegar á fyrstu minútunum.
Manchester United lek nú i
fyrsta sinn undir stjórn Dave
Sexton og litlu munaði að liði
hans tækist að skora tvivegis i
slðari hálfleik þegar David Mc-
Creery átti skot i þverslá og
siðan þegar Stuart Person átti
hörkuskot sem Ray Clemence i
markinu hjá Liverpool var að
hafa sig allan við að verja.
Leikmenn Liverpool áttu lika
sin tækifæri og Terry McDermott
átti skot i stöng eftir góðan undir-
búning Dalglish. Siöari hluta
leiksins lá mjög á United, en
Liverpool slapp með skrekkinn
þegar Emlyn Hughes felldi
McCreery eftir skyndisókn og
flestir bjuggust við vitaspyrnu —
sem dómarinn dæmdi þó ekki.
Þá hófst deildarkeppni n i
skosku úrvalsdeildinni og kom
þar einna mest á óvart að
Rangers skyldi -tapa fyrir Aber-
deen. Lið Jóhannesar Eðvalds-
sonar — Celtic, lék gegn Dundee
United á heimavelli og lauk leikn-
um með jafntefli.
Úrslit leikjanna i skosku
úrvalsdei ldinni urðu annars
þessi:
Aberdeen — Rangers 3:1
Celtic — DundeeUtd. 0:0
Hibernian — Motherwell 0:0
Partick Th. — Ayr 2:2
St'. Mirren — Clydebank 1:1
Super kaup — á super 8 filmum!
12% afsláttur ef keyptar eru fjórar í einu
En það dugði ekki til. Valur og FH gerðu jafntefli 1-1
í Kaplakrika í gœrkvöldi
EYJAMENN VORU
BETRI í ROKINU
Sterkur austan strekkingur
setti afgerandi svip á leik Vest-
maiinaeyiiiga og Keflvikinga sem
fór fram i Eyjuni i gær. Leiknum
lauk með sigri heimamanna, sem
skoruðu þrjú mörk, en gestirnir
ekki nema tvö.
Fyrsta markið kom á 14.
minútu. Þá sendi Gústaf góða
stungusendingu til Sigurlásar
sem hristi vörn Keflvikinga af sér
og skoraði með góðu skoti.
Keflvikingar jöfnuðu svo um
fimm minútum siðar. Kári
Gunnlaugsson komst einn inn-
fyrir, en Ólafur Sigurvinsson
gerði sér litið fyrir og hljóp hann
uppi, en fékk dæmda á sig vita-
spyrnu þegar hann reyndi að
krækja frá honum boltanum.
Nokkuö strangur dómur, en Ólaf-
• •
Oruggur
sigur
A-Þjóðverja
í Helsinki
„Austur-Þjóðverjar voru hinir
öruggu sigurvegarar í Evrópu-
bikarkeppni landsliða i frjálsum
iþróttum i Ilelsinki um heigina —
og sigruðu þeir bæði i karla- og
kvennakeppninni. i karlakeppn-
iiini hlutu þeir 123 stig, þar urðu
Vestur-Þjóðverjar i öðru sæti
með llllstig og Sovétmenn þriðju
með 99 stig. i kvennakeppninni
hlutu Austur-Þjóðverjar 114 stig,
Sovétmenn 93 og Bretar 67 stig.
Tvö heimsmet voru sett i
Helsinki Karin Rossley frá
Austur-Þýskalandi i 400 metra
grindahlaupi sem hún liljóp á
55.63 sekúndum — og Rosie
Axkermann, einnig frá
Austur-Þýskalandi, i hástökki,
stökk 1.97 metra.
— BB
ur Júliusson skoraði úr vitinu.
Vestmannaeyingar náðu svo
foryslunni á nýjan leik á 30
minútu hálfleiksins. Einar Frið-
þjófsson tók aukaspyrnu úti við
hliðarlinu, á móts við vita-
teigslinuna hjá IBK. Hann sendi
fastan jarðbolta fyrir markiö.
Þar var Sveinn Sveinsson á rétt-
um stað og skoraði viðstöðulaust.
Flestir bjuggust við að i siðari
hálfleik myndi dæmið snúast al-
veg viö, og að Keflvikingar
myndu halda uppi stórsókn, eins,
og Eyjamenn höföu gert i þeim
fyrri. Og i fyrstu leit út fyrir að
svo yrði, þá komst Einar Ólalsson
inn að endamörkum við vitateig-
inn og skaut þrumuskoti i hliðar-
netið innanvert i mark IBV og
jafnaði leikinn Suma grunaði
Einar um að hafaætlaö að gefa
fyrir, en inn fór boltinn.
Vestmannaeyingar virtust að-
eins vakn- til lifsins við markið og
sóttu nú alveg til jafns við IBK.
Sigurmarkið kom þegar um
tuttugu og limm minútur voru
eftir af leiktimanum. Þá braust
l'omas Pálsson, besti maður
ÍBV, upp kantinn, lék á hvern
varnarmanninn á fætur öörum,
og suma oftar en einu sinni, sendi
siöan boltann vel lyrir markið á
Karl Sveinsson, og hann þurfti
ekki að hala mikiö fyrir þvi að
senda hann i netiö. 3-2.
ÍBV lagði nú kapp á að halda
lorskotinu, og það tókst þótt
stundum munaði ekki miklu.
Tómas var þeirra Iriskastur,
Sveinn var góður i lyrri hálfleik
og vörnin traust.
Þorsteinn Bjarnason i markinu
hjá IBK var langbeslur i sinu liði.
Þá var Gisli að vanda góður , en
óþarflega grófur.
Þorvaröur Björnsson dæmdi
leikinn heldur dapurlega og flest-
ir hinna 470 ahorfenda yfirgáfu
leikvöllinn alveg handvissir um
aðhann hefði gleymt spjöldunum
heima.
Gó, Veslm .eyjum/GA.
Yaramaðurinn sendi
Þórsara í 2. deihd
Ungur varamaður KR, Sverrir
llerbertsson, skoraði sigurmark
Klt gegn Þór i baráttu botnlið-
anna I. deild islandsmótsins i
knattspyrnu sein Iram fór á
Akureyri um helgina. Sigurmark
Klt sendi Þór i 2. deild, en spurn-
ingin er hvort þetta mark reynist
vera eitthvert strá sem KK-ingar
ná taki á, og lialda sér uppi i 1.
deildinni.
Leikur liðanna á Akureyri var
ákaflega slakur, og gremilegt að
þar fóru botnlið 1. deildar.
KR-ingar náðu forustunni á 10.
minútu með marki Vilhelms
Fredrikssen, og á 23. minútu
skoraöi KR aftur. Enn áttu sér
stað mistök i vörn Þórs, og eftir
„skógarferð” Ragnars Þorvalds-
sonar markvarðar fékk Vilhelm
boltann og renndi honum i markið
2:0.
Rétt lyrir leikhlé minnkaði Árni
Gunnarsson muninn i 2:1 þegar
hann skoraði gott mark beint úr
aukaspyrnu.
Og svo jöfnuðu þeir á 53.
minútu. Sigþór Ómarsson fékk
boltann á höfðuðið og nikkaði
honum inn i mark KR, 2:2.
En KR átti „leynivopn” og þaö
var Sverrir Herbertsson. Honum
var nú skipt inná fyrir Guðmund
Jóhannesson og varla hafði
Sverrir komist i læri við boltann
áður en hann sendi hann i mark
Þórs og sigur KK var i höfn,
Þórsarar eru þvi á nv i 2. deild,
en KR-ingar eygja enn smávon
um aö halda sæti sinu i 1 deild-
inni. HK/gk—.