Tíminn - 29.03.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.03.1969, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. marz 1969. <$• Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjón: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórártnsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs- tngastjóri: Steingrímur Gislason Ritstjórnarskrifstofut l Eddu- húsinu. simar 18300—18306 Skrifstofur- Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150.00 á mán tnnanlands — f lausasðlu kr 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda b.f. 1966 - 1966 - 1966 Mbl. telur sig vera búið að finna einfalda skýringu á atvinnuleysinu, sem nú er glímt við. Það telur þessa skýringu svo snjalla, að það endurtekur hana eins og páfagaukur við öll hugsanleg tækifæri. Skýring Mbl. er fólgin í því að nefna eitt ártal: 1966. Aflabrögð eru minni nú en 1966. Útflutningstekjur eru minni nú en 1966. Þess vegna er kreppa og atvinnuleysi í landinu. Ef taka ætti þessa viðmiðun Mbl. alvarlega, þyrfti ár- ið 1966 að hafa verið meðalár og tæplega það. En slíku er ekki að heilsa. Árið 1966 er algert metár í aflabrögð- um og útflutningstekjum. Árferði getur því verið hér mjög hagstætt, miðað við eðlilegan mælikvarða, þótt það sé ekki neitt svipað því og það var 1966. En svo ofi hyggst Mbl. samt að tönnlast á ártalinu 1966, að þjóðin fari að lokum að trúa. að árferði sé lé- legt og atvinnuleysi því óumflýjanlegt, ef það er ekki jafngott og það var 1966! Þetta dæmi er glöggt um hina venjulegu áróðursað- ferðir Mbl. Það er tekið eitthvert eitt atriði, sem virð- ist sakleysislegt og sannfærandi, en gefur þó alveg vill- andi mynd af því, sem um er rætt. Síðan er hamrað á þessu dag eftir dag. En hversu oft, sem Mbl. nefnir 1966, haggar það ekki þeirri staðreynd, að lélegu árferði verður ekki kennt um það um þessar mundir, að á þriðja þúsund atvinnuleys- ingjar eru nú í landinu. Þótt árferði sé nú ekki eins gott og 1966, er það eigi að síður með bezta móti. Aflabrögð eru góð og við hefur bætzt óvænt og mikil loðnuveiði. Gæftir hafa verið með bezta móti. Eftirspurn eftir mörgum útflutningsvörum fer vaxandi og verðið heldur hækkandi. Það hefur aldrei áður gerzt á íslandi um hávertíð- ina, þegar afli hefur verið nægur og verðlag hagstætt eins og nú, að atvinnuleysi hafi verið við sjávarsíð- una. Þvert á móti hefur oft þurft að fá erlent vinnu- afl til að fullnægja vinnuaflseftirspurninni. Veturinn 1958 unnu hér t. d. alimargir Færeyingar. Þá var hvorki eins mikill afli eða eins hagstætt verðlag og nú, en samt nóg atvinna í landinu og lífskjörin mun betri. Stjórnarsinnar, sem ekki eru eins forstokkaðir og rit- stjórar Mbl., viðurkenna líka, að þjóðartekjur séu nú eins mikar eða meiri en á árunum 1961—63, en þá bar aldrei neitt á atvinnuleysi. Árferðinu verður því ekki kennt um atvinnuleysið, sem nú er. Það er afleiðing rangrar stjórnarstefnu, sem misheppnaður efnahagsmálaráðherra fylgir með sam- þykki forsætisráðherra, sem lítið eða ekkert veit um efnahagsmál. Það er afleiðing þess, að beitt er óeðlileg- um lánsfjárhöftum gagnvart atvinnuvegunum og ofmik- illi skerðingu kaupmáttar gagnvart launþegunum. Hér er fylf£ sömu vandræðastefnunni og var á góðum vegi að skapa kreppu í Vestur-Þýzkalandi, þegar Schiller, núv. efnahagsmálaráðherra kom til valda. Hann ger- breytti stjórnarstefnunni. Atvinnuleysið 1 Vestur-Þýzka- landi er horifð og velmegun eflist með hverjum degi. Svona miklu skiptir það, að fylgt sé réttri stjórnar- stefnu. En Mbl. reynir að fá menn til að trúa öðru. Skap- arinn er bara ekki nógu örlátur og gefur okkur ekki eins gott ár og 1966. Það eitt veldur atvinnuleysinu og kjaraskerðingunni, því annað er í lagi. Finníut mönnum að þessi málflutningur sæmi stærsta og útbreiddasta blaði lajidsins? — Þ.Þ. TÍMINN Grein úr New York Times: • i • x? Goodpaster - doktorinn, sem verður yfirhershöfðingi Nato Hann var hernaðarlegur ráðunautur Eisenhowers í Hvíta húsinu. Hinn 1. júlí næstkomandi verða yfirhershöfðingjaskipti hjá Atlantshafsbandalaginu. Þá lætur Lyman Lemnitzer af störfum sem yfirhershöfðingi bandalagsins, en við embættinu tekur Andrew Goodpaster hers höfðingi. Hann er 54 ára að aldri og hefur orðið merkan starfsferR að baki. Hann var helzti hemaðarlegur ráðunaut ur Eisenhowers meðan hann var forseti, með fastri skrif- stofu í Hvíta húsinu. Náin vin átta er með honum og Nixon frá þeim tíma. Annars er Good i paster sagður maður, sem vinn l ur störf sín í kyrrþey og sæk- ist lítið eftir að vera í sviðs ' Ijósinu. Hann er líka öðrum þræði fræðimaður, því að hann hóf nám við háskólann í Princeton að lokinni síðari heimstyrjöldinni og lauk þar fyrst meistaraprófi og síðar doktorsprófL Dobtorsritgerð hans nefndist „National Techni logy and International Politics" Jafnhliða lagði hann stund á tungumál, en hann er sagður tala mörg tungumál. Skipun hans í yfirhershöfðingjaem- bættið hjá NATO hefur yfir- leitt mælzt vel fyrir, því að hann þykir líklegur til að láta ekki bera sérstaklega á for- ustu Bandaríkjanna, en það hefur þótt einkenna helzt til mikið fyrirrennara hans í þvi starfi. Hér fer á eftir grein um hann, sem birtist fyrir nokkru í The New York Times: ANÐREW Jackson Goodpast er hershöfðingi var hinn 12. þessia mána'ðar skipaður yfir- maður herja Atlanitshafsba-nda lagisins og Band'ariikjainanina í Evrópu. Honuim er venjulega lýst á þann veg, að hann sé æðrulauis og duglegur. H ershöfðituginn er grannur og minnir á menmitamann í út- liiti, en er í senn hermaður og stj órnimálamaður og hefur ver- ið ráðgjafi fjögurra fonseta. Forráðaimönniuim hermáilairáðu- oeytisiœ og framikvæmdiavaids ríkisstjórnarinnar hefur fallið mjög vel, hve fús hann er á að láta sán efcki getið opinber- lega. Hann hefur mjög sjaldan komið fram í opinbenim við- tölum eða látið fréttaritaira hafa eftir sér uimsagnir. AÐ undanförnu hefur hers- höfðinginn verið næst æðsti yfirmaður herja BantJiarfkja- manna í Vietnam, en var áður náinn og mikilvægur hjálpar- maður Dwight D. Eisenhowers, John F. Kennedys, Lyndon B. Johmsons og Nixons forseta. Hann hefur aflað sér mMu mieiri viðurkenningar fyrir störf sín meðal atvinnumaona en almennings. Gamlir samstarfsmenn Good- pasters hershöfðingja í Was- hiogton minnast þess, að þeg- ar hann starfaði í þjónustu Eisenhowers forseta, höfðu Andrew Jackson Goodpaster öll skjöl um opinber samskipti bæði innan lands og utan við- kornu á skrifborði hans. Hanm fór höndum um hverja einustu skýrsiu hermiádaráðuo'eytisins og hvert eiaasta leyndarekjal. Þrátt fyrir þetta tókst honum að láta svo lítið á sjálfum sér bera, áð um hann urðu til afar fláar skriMur. Hann leikur golf við og við, en fæst að öffiru leyti við fáitt eitt í tómstund um sónum. A hersihöfðingjamin hefir ver ið litið sem hemaðariegan menntamann, og það af góð um og gildum ástæðum. 1 heimsstyrjöldinni síðairi féikk hann heiðursmerki fyrir að flara fótgangandi í könnumar- leiðangiur yfir jarðsprengju svæði meðan á skothríð stóð. Þegar þetta gerðist var hann yfinmaður vélaherdeildar á ítalíu. A menntasviðinu hefir hann hlotið viðurkenningu bæði í verkfræði og í alþjóð legum samsikiptum vóð Prince ton. Hin nýja stöðuveiting minnr ir að vissu leyti á heimkomu. A stjórnarárum Eisenhowers forseta vann Goodpaster hers höfðingi að því að skipuleggja heri AjUiantshafsbandaiagsins efltir sitríðið eða á árunum rniili 1950 og 1960. Hann vann að vígbúmáðarmálum í Evrópu í hálflt fjórða ár. HERSHÖFÐINGINN er heddur ekki reynsdulaus á stjórnmáiasviðinu. Hann starf aði í bandairísdcu sendinefnd- inni við friðarumLeitainirnar í Paris áður en iiano var gerð ur að næstæðsta yfirmanni bandarískra herja í Vletnam á liðnu ári. Eftir að forsetakosn ingarnar voru afstaðnar í nóv ember í haust var Goodpaster ráðgjafi Nixons tilvomandi for seta í hernaðarroálum, bæði að því er varðáði öryggi þjóð arinmar og ýmis aitriði, sem vörðuðu stefnumótun í vamnar maium. Hersdiöfðimgimn starfáði hálflt sjöunda ár { Hvíta hús- inu á stjórmarárum Efeemhow ers forseta og hafði þá sam- band bæði við utanríkisráðu- neytið, varnamádiaráðuneytið leyniiþjónustuna og kjarnordcu nefndina. Hann fjaidaði um alvarl'eg ágreiningsefni á Tai wan og í Líbanon, tók þátt í leiðtogiafundinum í Genf 1955 Súesdeidunni 1956 og fékkst við mádið, sem spanmst á sinni tíð út af njósnafdiugvél- inni af gerðimni U-2. Andrew Goodpaster fæddist f Granite City í Illinois 12. febrúar 1915. Hann stumdaði nám við McKendress Coliege í Lebanon í Illinois i tvö ár áður en hann settist í bamda ríska herforingjaskólamn í West Point. Þaðan var harnn útsikrifaður árið 1939, amnar í símum belck í bóldiegum greim um. Hanm var yfirmaður 48. véiaherdeildarinnar á ítalíu í heimsstyrjöldinná síðari, em starfaði síðam f hermádaráðu neytinu frá 1944 til 1947. Næstu þrjú ár stundaði hamm nám við Princeton, vann síð an skamrna hríð við banda- risdcu herstjórnina áður en hann tók tid starfa sem aðstoð armaður Eisenhowers hers- höfðiingja í aðalstöðvum Banda mannia í Evrópu. Goodpaster hershöfðingi og Dorothy kona hans, áður Anderson. ætla að halda upp á þrjátíu ári hlúskaparafmæli sitt í Evrópu þar sem aðsetur haos verður í hinu nýja starfi. Þau hjón eiga tvser dæter. x

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.