Tíminn - 20.04.1969, Qupperneq 12

Tíminn - 20.04.1969, Qupperneq 12
12 TIMINN SUNNUDAGUR 30. aprfl 1969. ISAL Óskum eftir að ráða: VÉLAVERKFRÆÐING til að veita teiknistofu okkar við Áliðjuverið í Straumsvik forstöðu. Ensku- og þýzkukunnátta nauðsynleg ásamt reynslu í gerð vinnuteikninga. Um framtíðarstarf er að ræða. Til starfa á teiknistofu okkar við Áliðjuverið í Straumsvík, óskum við eftir að ráða: TÆKNITEIKNARA 2 í vélfræði 1 í raffræði 1 í byggingafræði Til greina koma iðnlærðir menn með reynslu í hönnun og gerð uppdrátta eða tæknifræðingar. Störfin eru fólgin í hönnun vegna breytinga og nýsmíði og því æskilegt að viðkomandi geti unn- ið sjálfstætt. Um framtíðarstörf er að ræða. Til starfa við flutninga- og svæðisdeild okkar við Áliðjuverið 1 Straumsvík, óskum við eftir að ráða: 12 verkamenn Vinnan er fólgin í almennum störfum á svæðinu í Straumsvík, losun og lestun hvers konar, svo og almennir flutningar. Þar á meðal er stjóm vél- knúinna tækja, svo sem dráttarvéla, lyftara og krana. Um framtíðarstörf er að ræða. Til starfa í tæknideild okkar við Áliðjuverið í Straumsvík, óskum við eftir að ráða: 1 skrifstofumann til starfa við varahlutaspjaldskrá og önnur skyld störf. Ensku- og þýzkukunnátta nauðsjmleg. Skipulags- hæfileikar og starfsreynsla nauðsynleg. 1 skrifstofumann til starfa við tölfræði og kostnaðareftirlit. Reynsla í talnameðferð og myndrænni uppsetningu sam- anburður talna æskileg. Um framtíðarstörf er að ræða. Til starfa á fartækjaverkstæði okkar við Áliðju- verið í Straumsvík óskum við eftir að ráða: 2 bifvélavirkja 1 vélvirkja 1 mann til starfa í smurstöð 2 verkamenn Um framtíðarstörf er að ræða. Til starfa á vélaverkstæði okkar við Áliðjuverið í Straumsvík, óskum við eftir að ráða: 2 rennismiði 4 vélvirkja 2 verkamenn Störfin eru fólgin í almennum viðhalds- og við- gerðarstörfum við vélar og verkfæri. Um framtíðarstörf er að ræða. Ráðningar í ofangreind störf munu verða strax eða eftir samkomulagi Umsóknir sendist eigi síðar en 27. apríl, 1969 í pósthólf 224, Hafnarfirði ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ hf. Straumsvík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.