Vísir - 18.09.1977, Qupperneq 2
2
Sunnudagur 18. september 1977. VISIR
Texti:
Anna Heiður Oddsdóttir
Myndir:
Jens Alexandersson
Ertu
Rœtt við Rut
Reginalds,
sem hefur
sungið inn ó
f jórar
hljómplötur
Hún er lág í loftinu, grönn og græneygð og heitir Rut
Reginalds. Hún kom í heiminn fyrir aðeins tólf árum,
en samt hefur hún þegar sungið inn á fjórar hljóm-
plötur og er um þessar mundir að syngja inn á þá
fimmtu. Líklega hafa flestir íslendingar einhvern-
tíma heyrt hennar getið, að minnsta kosti þeir sem eru
af yngri kynslóðinni. Margar sögur hafa gengið af
henni, til dæmis hélt einhver því fram á prenti fyrir
skemmstu, að hún hefði rekið upptökustjórann sinn
vegna þess að henni hefði ekki f undist hann nógu góð-
ur. Okkur lék forvitni á að kynnast henni dálítið, ræða
við hana um sönginn og lífið almennt og spyrja hana
nánar út i þetta með upptökustjórann. Með það í huga
réðumst við einn góðan veðurdag til inngöngu í Hljóð-
ritun í Hafnarfirði þar sem verið var að gera prufu-
upptöku með söngnum hennar.
,,Rekið upptökustjórann minn”? hváði hún hissa
þegar við dembdum þessu f raman í hana eftir að hún
hafði tekið sér hlé frá söngnum til þess að rabba við
okkur. ,,Ertu alveg? Ég mundi aldrei þora að gera
svoleiðis. Hver hef ur verið að Ijúga þessu upp á mig?"
,, Jæja þá, þú hef ur sem sé ekki rekið upptökustjórann
þinn. Segðu okkur þá heldur eitthvað f rá plötunni, sem
þú ert að syngja inn á núna."
,,Þettaáaðverða jólaplata og ég syng allavega tvö
lög inn á hana, kannski þrjú. Vilhjálmur Vilhjálmsson
er líka með lög á piötunni og svo einhverjir f leiri, sem
ég man ekki lengur hvað heita. Lögin, sem ég syng,
eru,, Jólasveinninn kemur í kvöld" og ,, Ég sá mömmu
kyssa jólasvein." Mér finnst ofsalega gaman að
þessu. Áður hef ég sungið inn á f jórar plötur, tvær um
,,Róbert bangsa", ,,Simmsalabimm" og núna síðast
,,Rut Reginalds", og er ekkert orðin leið enn. Ég
hugsa að ég væri alveg til í að vera með á fleiri plöt-
um, ef ég yrði beðin um það."
rMamma sagði bara
nei, nei, nei"
„Hvernig atvikaðist það, að
þú byrjaðir að syngja?” „Ég
var með Mallý vinkonu minni á
skemmtikvöldi i Keflavik, og
hljómsveitin Júdas var að spila.
Svo bað ég um að fá að syngja
með þeim og söng „Ég sá
mömmu kyssa jólasvein.”
Nokkrum mánuðum seinna
hringdi Magnús Kjartansson
heim til min og spurði, hvort ég
vildi syngja inn á plötu. Ég
sagðist ekkert vita það en mig
langaði til þess. Svo lét ég
mömmu fá tólið og hún neitaði
svolitið og sagði bara „nei, nei,
nei”, en ég sat inni i eldhúsi og
betlaði „jú, jú, jú”. A endanum
fékk ég það.”
„Þetta hefur stundum verið
erfitt þvi að það er vont að fá
tima til að fara i stúdióið. Ég hef
oft þurft að fá fri i skólanum og
skólastjórinn var orðinn svolitið
pirraður. En það lagaðist aftur
og nú er ég að hugsa um að fá
ekkert fri, heldur bara biða
þangað til ég hef tima. Svo er ég
ekkert of dugleg i skólanum. Ég
ætla ^að reyna að fara i auka-
tima i lestri i vetur, þvi ég er
frekar ódugleg aö lesa. Mér
gengur lika oft illa að læra ljóð,
þó ég sé fljót að læra lögin, sem
ég á að syngja. Það finnst mér
skrýtið. Liklega hef ég ekki
nógu mikinn áhuga á ljóðunum.
Ég veit að ég get lært ef ég vil”.
Ekkert lítið sem ég fæ
aðborða hjá þeim"
„Ég held ég hafi verið eitt-
hvað einn og hálfan mánuð að
syngja inn á Rut Reginalds plöt-
una” sagði Rut, þegar við
spurðum hana, hvað upptökurn-
ar tækju langan tima og hvernig
þetta gengi fyrir sig. „Þá vorum
við i þessu annan hvern dag, frá
klukkan niu á morgnana og
langt fram eftir degi. Aður en ég
kem i stúdióið er ég búin að læra
lögin, eins og ég get. Svo er ég
látin syngja þau aftur og aftur i
stúdióinu og það besta valið úr.”
„Ég fæ samt hlé til að fara i
mat og kaffi, og það er sko ekk-
ert litið, sem ég fæ að borða hjá
þeim. Einu sinni kom vinkona
min með mér og ég spurði Vil-
hjálm Vilhjálmsson, hvort hann
vildi ekki splæsa á okkur mat.
Þá gaf hann okkur fimm þúsund
kall og sagði, að við mættum
kaupa það sem viðvildum. Við
fengum okkur hamborgara og
franskar og komum heim útat-
aðar i tómatsósu. Eiginlega lék-
um við okkur að þvi til þess að
sýna mömmum okkar, að við
værum búnar að borða nóg og
þyrftum engan kvöldmat.”
„Ég hef unnið mest með Vil-
hjálmi Vilhjálmssyni, Magnúsi
Kjartanssyni og Jóni Ölafssyni i
sambandi við þetta og held, að
ég hafi verið heppin að lenda
með þeim. Þeir eru ofsalega
góðir og indælir og ég hef eigin-'
lega aldrei rifist við þá, hvað þá,
að ég hafi farið að frekjast við
að reka einhvern eins og þú
varst að tala um áðan. Samt
varð ég reið og pirruð einu sinni.
Vilhjálmur var alltaf að segja
„þetta er ekki nógu gott og þetta
■ er ekki nógu gott” og þá sagði
ég honum, að ég þyldi hann
ekki, þegar hann væri svona.
Svo sá ég auðvitað eftir öllu
saman og grenjaði, þegar ég
kom heim. Loksins ákvað ég að
hringja i hann og biðja hann að
fyrirgefa mér. —En þá var hann
ekki heima. Ég veit samt að Vil-
hjálmur er þannig að hann
verður aldrei vondur út af
// Reddar mér alveg að
syngja"
„Ertu að hugsa um að læra að
syngja þegar þú verður eldri?”
„Nei, ég vil ekki læra að
syngja, þvi að þá fer ég að
syngja öðruvisi en ég geri núna
og verð bara pirruð og hætti.
Einu sinni var ég oft að fikta á
pianóið og gat alltaf fundið lögin
sjálf með þvi að prófa mig
áfram. Svo byrjaði ég að læra á
pianó en þegar ég átti að fara að
gera þessa nótu nákvæmlega
svona og hina nótuna nákvæm-
lega hinsegin, varð ég pirruð, —
enda hætti ég að læra.”
„Þó ég vilji ekki læra að
syngja, langar mig til að verða
söngvari eða leikari, ef ég missi
þá ekki röddina alveg áður. Ég
hef ofboðslegan áhuga á að
syngja, það veit ég að minnsta
kosti. Mér finnst það alveg
redda mér. Þegar ég er að labba
heim úr skólanum raula ég oft,
og ég veit að ef ég gerði það ekki
mundi ég ábyggilega vera að
tala eitthvað leiðinlegt inni i
mér i staðinn.”
„Sé hvernig gólfið færist
nær og nær"
„Annars þýðir ekkert að vera
„Samt varö ég reiö og pirruö einu sinni. Vilhjálmur var alltaf aö segja:
„þetta er ekki nógu gott og þetta er ekki nógu gott” og þá sagöi ég
honum aö ég þyldi hann ekki þegar hann væri svona”
r
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davíö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur G. Pétursson.
Umsjón með Helgarblaði: Arni Þórarinsson.
Blaðamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrimsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Palsson, Magnús Ólafsson, Oli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylf i
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson ...
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuði
Auglýsingar: Siöumúla 8. Simar 82260, 86611. innanlands.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 7 linur Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar
fyrir aðeins 1500 krónur ó mánuði