Vísir - 18.09.1977, Page 5

Vísir - 18.09.1977, Page 5
5 Hann kom gangandi norður Þingholtsstrætið/ tuttugu árum yngri en hann leit út f yrir að vera. Jakkinn hans hafði ein- hverntíma verið þokkaleg flík, en langt var síðan. Sömu sögu er að segja um buxurnar, þær höfðu ein- hverntíma verið dökk- gráar terlynbuxur með broti og hvaðeina. Nú voru þær óhreinar og orðnar þunnar á hnjánum og á rassinum. Ljósgulur nærbolur kom í stað skyrtu. Hann var í reimalaus- um, gömlum og slitnum kuldaskóm og talaði við sjálfan sig. Maður á tæp- um miðjum aldri, dökkur yfirlitum, sköllóttur, sveittur og reikull í spori. Hann stöðvaði fyrsta manninn sem hann mætti. Sá var á leið inní verslun og hafði greini- lega heyrt bónina, sem borin var upp nokkrum sinnum áður. Hann tók upp sígrettupakka, að segja má áður en hann var beðinn um það, tók úr honum eina sígarettu, kveikti sjálfur i henni og rétti síðan manninum. Nokkur þakkarorð, og leiðir skildust — annar fór inní verslunina, en maðurinn gekk áfram norður Þingholtsstrætið og tottaði sígarettuna. Skyndilega beygði hann inní húsasund, fór inná sig og kom með brúnan bréfpoka uppúr brjóst- vasanum. Tappinn var tekinn úr og hárvatnið teigað. Klukkan var að verða tíu fyrir hádegi og kominn tími til að fá sér vænan sopa af portúgal- anum. Hann leit í kring- um sig eftir að hafa stungið f löskunni inná sig aftur, sneri baki að göt- unni og pissaði. Svo hélt hann áfram. Á horninu á Þingholjs- stræti og Bankastræti fór hann yfir götuna og gekk í flasið á ungri konu með barnavagn. Hann lyfti hendi og reyndi að segja eitthvað, en hún vildi greinilega ekki hlusta á það. Hann horfði ekki á eftir henni, en rölti niður Bankastræti. Síga- rettan var búin. Næsti maður sem stansaði við orð hans gaf honum aðra sigarettu. Þetta ætlaði bara að verða góður dag- ur. En þær manneskjur sem hann rakst næst á, vildu hinsvegar ekki eins mikið með hann hafa. Þær gengu áfram eins og hann væri ekki til, voru jafnvel hálf hræddar við hann. Hann sem aldrei gerði flugu mein. Móts við Bernhöfts- torfuna mætti hann vini sínum. Gaf honum slurk af portúgalanum og fékk í staðinn sígarettu. Þeir ræddust við um stund en var ekki mikið niðri fyrir og kvöddust því brátt af t- ur. Hann fékk sér sæti á bekk fyrir neðan Torf- una, mitt á milli Mennta- skólans og Bankastrætis- ins. Hann varð einu sinni stúdent frá Menntaskól- anum. Ágætur skóli. En það var langt síðan. Eftir háiftíma, nokkra sopa af hárvatninu og jafnvel smá hænublund, stóð hann upp og rölti niður á Torg. Hann var nýsestur á bekk við Gtvegsbank- ann þegar hann kom auga á virðulegan mann, eldri mann og vel klæddan. Þetta var augljóslega maður sem hann bar mikla virðingu fyrir, því hann stóð þegar upp, reyndi að bera sig vel og gerði sig líklegan til að stöðva hann. Jafnvel bugtaði sig pinulítið. Það, eða orð hans báru engan árangur. Maðurinn gekk framhjá eins og hann hefði ekki séð hann, þó svo hann hefði þurft að taka skref til hliðar til að .komast leiðar sinnar. 150 manns „1 Reykjavik eru fleiri fylli- byttur en i nokkurri annarri borg sem ég hef komið i”, er al- geng röksemd, þegar verið er að tala um áfengisvandamál okkar Islendinga. „Annarsstaðar sést ekki vin á nokkrum manni”. Þegar islendingar tala um sjálf- an sig miða þeir alltaf viö fólks- fjölda, þannig aö þetta má til sannsvegar færa. Eftir þvi sem næst veröur komist eru um 150 svokallaðir útigangsmenn i Reykjavik. Enginn þessara manna er þó raunverulegur útigangsmaður, nema hann vilji það sjálfur, þvi Reykjavikurborg hefur nú i nokkur ár séð þeim fyrir húsa- skjóli sem vilja. An endur- gjalds. Kannski þvi vandamáli sem þetta fólk á við að striða sé best lýst með viðtali sem Helgarblaöiö átti við einn þess- ara manna fyrir stuttu. Flestir notfæra þeir sér aðstöðuna sem Borgin hefur komið upp fyrir þá i Þingholtsstrætinu, og samtalið snerist um þá menn sem þar hafa gist reglulega. Heilsubótar- göngur „Það er misjafnt hvaö hver hefur fyrir stafni”, sagði mað- urinn, sem var ekki undir sjáan- legum áhrifum vins þegar viö- talið fór fram. „Maður les blöö, litur i bækur, fær sér heilsu- bótargönguniðuribæ,hlustar á útvarp og horfir stundum á sjónvarp. Annars fæst bara hver maöur viö það efni sem honum likar viö. — Dvelur þú hérna á næturna lika? „Já ég sef hérna niðri” — Hefurðu gert það lengi? „Ég er búinn að vera hérna i nokkurn tima samfleytt núna já, og likar bara vel” — Af hverju ert þú hér? „Ég er öryrki” Vinneyslan, hvernig...? Viðdrekkum minnst „Ja, ef mig misminnir ekki þá drukkum við Islendingar minnst af öllum á Norðurlönd- unum. Ég man nú ekki alveg hvernig listinn var. Voru það ekki Finnar sem drukku mest, svo Sviar, Norðmenn og Danir. Grænlendingar drukku svo náttúrulega allra manna mest”. — En með ykkur hérna? „Ja, sumir islendingar drekka hreint ekki neitt. Þeir eru margir sem gera það. Svo eru aðrir sem drekka þrisvar til fjórum sinnum á ári og sumir eru ennþá blautari”. v — Hvernig er það meö þig sjálfan? „Ég hef tekiö tappa úr flösku um ævina. Ég hef gert það”. — Gerirðu þaö oft? „Ég hef ekki talið þaö — ég get ekki svaraö þvi öðru visi”. „ Ekkert vandamál" Flestir þessara 150 manna telja sig ekki eiga við nein sér- stök drykkjuvandamál að striða, og þaö er ein höfuð- ástæöa vandamáls þeirra. Það er ekki fyrr en menn gera sér grein fyrir ástandi sinu aö von er á bata. Einn fjögurra umsjónar- manna margumrædds Gisti- skýlis i Þingholtsstrætinu er Július Snorrason. Við báðum hann að skýra frá daglegum rekstri þess. Þægilegir menn í umgengni „Segja má að þessu sé tvi- skipt, i daggistingu og nætur- gistingu. Við opnum hér dag- gistinguna klukkan niu á morgnana og lokum siðan klukkan 7 á kvöldin. Þá opnar næturgistingin. Viö erum meö handa þeim kaffi og brauö tvisvar á dag, i hádeginu og seinnipartinn. Þaö er selt á fimmtiu krónur, sem lætur nærri að vera kostnaðarverð”. „Næturgistingunni fylgir kraftsúpa að kvöldi og undir- stöðugóður morgunmatur á morgnana sem þeir borga ekk- ert fyrir. A daginn má svo segja að þetta sé opið hús, menn koma og fara. Þó er þaö regla hér að menn séu ekki mjög drukknir. þannig að þeir geti ekki unniö sjálfum sér eða öðrum tjón Þetta eru annars mjög þægileg- ir menn i allri umgengni. Þeii fara yfirleitt alveg eftir settum reglum. Þeir hlýöa lika alltaf ef þeim er visað út, og hreyfa ekki mótmælum þó við veröum aö ná i lögregluna til að sækja þá. Stundum eru þeir nefnilega alls ekki i ástandi til aö hægt sé aö hleypa þeim úti umferðina, og vissulega kemur það fyrir að þeir verða brennivinsdauðir”. Veðriö hefur engináhrif „Þetta eru mikiö til sömu mennirnir. Að visu detta hér inn andlit I tvo til þrjá daga sem maður siöan sér ekki aftur, en að lang mestu leyti eru þetta fastagestir. Þaö hefur veriö mikið að gera hér i sumar, og I júni, júli og ágúst var að heita má fulltá hverjum einasta degi. Og niöri var fullt á nóttunni. Svo núna i byrjun september datt þetta niöur”. „Nei við höfum engar skýr- ingar á þessu. Veðrið virðist ekki hafa nein áhrif. Mennirnir fara á stofnanir annað slagiö, eins og deild 10 á Kleppi, Akur- hól, Viðines og fleiri, og getur jveriö að þau hafi tekið inn J óvenjulegan fjölda uppá sið- | kastiö”. Einn fæddur 1959 „Við erum fjórir sem sjáum um daglegan rekstur á þessu, einn i einu. Auk þess er kona á næturvaktinni sem sér um morgunmatinn. Hér eru 18rúm, og á daginn koma um 25 manns að meðaltali upp. Mest eru þetta miðaldra menn. Þó var hér i sumar drengur fæddur 1959. Sumir mannanna hafa veriö drykkjumenn frá unglingsár- um, en aðrir hafa hlaupiö frá jfjölskyldu og börnum. Margir ;þeirra eru öryrkjar sem allt 1 einu standa uppi aðgeröarlaus- ir. Þá er byrjað að drekka, og oftast liður ekki á löngu þar til þeim er sagt upp húsnæði þvi sem þeir hafa leigt. Þá koma þeir hingaö. Hér eru þeir svo i dálitinn tima. Héöan hafa fariö fastagestir sem viö höfum siðan laldrei séö aftur. En oftar er þaö |þó þannig að þeir eru i burtu i visir Sunnudagur 18. september 1977. i — ---------------------------------------- Þeir menn sem í daglegu tali eru kallaðir rónar eða útigangsmenn eru um 150 í Reykj avík Texti: Guðjón Arngrimsson Myndir: Jens Alexandersson, Einar Gunnar Einarsson og Þórir Guðmundsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.