Vísir - 18.09.1977, Side 14
14
Sunnudagur 18. september 1977. VISIR
KUIKPIYNDA
SP3ALL
eftir Erlend Sv/eifissoi^
HOLLYWOOD 77
Paul Schrader er ungur og á uppleiö, meö nýstárlegan
hugsunarhátt. Hann er orðinn f rægur f yrir handrit sitt
aö Taxi Driver, einnig Obsession og Yakuza. Tekjur
hans eru gíf urlegar. Schrader er nú aö undirbúa kvik-
mynd sjálfur upp úr eigin handriti, þar sem blökku-
maðurinn og gamanleikarinn Richard Pryor leikur
aðalhlutverkiö. Skrifstofa Schraders er í glæsilegum
skýjakljúf, en inni hjá honum er allt á rúi og stúi og
ægir öllu saman, pappirum og æfingahjóli. Schrader
var ekki fús til samstarfs viö blaöamenn. Hvaö eftir
annað lét hann einkaritara sinn hringja og breyta tím-
anum fyrir viðtalið og minna á að hann mætti ekki
missa nema hálftima. Hann var óstyrkur meöan á
viötalinu stóð og á sífelldum þeytingi milli herbergja,
en þaö kom svo í Ijós aö hann haföi sagt margt vitur-
legt inn á bandið. AAunurinn á Schrader og Lehman,
sem sagt var frá fyrir nokkru í Kvikmyndaspjalli, er
fyrst og f remst sá aö Schrader er sér meðvitaður um
kvikmyndatæknina. Lehman vinnur etv. á svipaðan
hátt, án þess að gera sér grein fyrir aöferðinni, en
Schrader getur greint kerfisbundiö frá sinni aðferó.
handrit og umskrifaði fjögur
svo ég hef verið iðinn. En ég
skrifa ekki mikið á næstunni. Ég
get hugsað mér að skrifa eitt
handrit á ári. Þegar ég er byrj-
aður á handriti hætti ég ekki
fyrr en þvi er lokið. Það tekur
hálfan mánuð að vinna fyrsta
uppkast. Handrit þarf að gefa
hugmynd um rytma, — rytma
myndarinnar. Gagnstætt öðrum
listgreinum er kvikmyndin háð
timatakmörkunum. Það er ekki
hægt að leggja kvikmynd frá sér
og byrja siðan aftur á henni eins
og á bók. Fyrsta takmarkið er
að koma atburðum myndarinn-
ar fyrir á ca 100 minútum.
Handritshöfundur þarf að vera
eins og spretthlaupari. Þegar
hann sprettur úr spori þarf hann
að vera öruggur á tækni sinni
hring eftir hring, ekki dragast
aftur úr, spara kraftana fyrir
endasprettinn, koma i mark á
tilsettum tima, alveg örmagna.
Maður á að gefa allt.Ég lit ekki
á handritsgerð eins og hin hefð-
bundnu ritstörf. Ég er ekki rit-
höfundur. Ég er handritshöf-
undur. Það sem ég er að gera
stendur miklu nær munnlegri
frá sagnarhefð en bókmenntum.
Orðin eru ekki mitt merkjamál,
málfræði og setningafræði
skipta mig engu. Hjóðkmúsik,
atburðir, tengsl eru það sem ég
á að setja saman. Það er mitt
merkjamál. Min orð eiga að
verða kvikmynd, þau eiga ekki
að hafna á pappir.
Þrjú stig
Starf handritshöfundar er
einkum i þvi fólgið að móta
söguþráð, finna myndlikingar
og skapa persónur sem koma
róti á söguna. Það eru þrjústig i
handritsgerð. Fyrst og fremst
verður maður að hafa eitthvað
að segja, — þema. Það þarf ekki
að vera sérlega áþreifanlegt, en
það verður að ná tökum á
áhorfendum. Þemað i Taxi
Driver var einmanaleikinn. Þá
er að finna myndlikingu fyrir
þemað og i Taxi Driver varð það
billinn.fullkomið tákn einsemd
ar i stórborg. Næst er að hugsa
upp söguþráð, en það er eigin-
lega það auðveldasta. Það er
þegar búið að mynda allar gerð-
ir af sögum, en listin er að reyna
að láta söguna passa við þemað
og myndlikinguna. Vandi
margra handritshöfunda er sá,
að þeir byrja á söguþræðinum,
þeir byrja á öfugum enda. Það
er erfiðara að koma þema og
myndlikingu inn i tilbúinn sögu-
þráð.
Söguþráðurinn
Handrit þarf ekki að vera orð-
rétt. Þvert á móti. Ég segi sög
una eins og ég hugsaði mér
hana, fyrst á nokkrum minút-
um, en svo hleður hún utan á
sig. Þegar hún er farin að taka
um 40 min. og geti ég haldið
athygli fólks svo lengi, og þá á
ég við að ná alveg tökum á þvi,
þegar það einblinir á mig og
myndi elta mig ef ég færi út^þá
getur hún orðið að kvikmynd.
Maður þarf ekki að vera hrædd-
ur við að nota gamlar lummur.
Raymond Chandler sagði að ef
maður missti athygli fólks i
kvikmynd væri gott ráð að láta
mann með skammbyssu skjóta
upp kollinum. Engum dettur i
hug að velta þvi fyrir sér hvers
vegna hann hafi komið, — en
allir verða þvi fegnir að hann
gerði það.
Toppkarlarnir
Starf þitt ræðst að hluta af
sölusjónarmiðum, er þaft ekki?
Ég sel tilvist mina. Allir topp-
karlar i Hollywood eru hræddir.
Þeir eru i eftirsóknarverðu
starfi og ef þeim mistekst eru
þeir búnir að vera. Þeir vita að
það er útilokað að tryggja
vinsældir kvikmynda fyrirfram,
formúlan fyrir vinsældum er
alltaf að breytast ef hún hefur
þá einhverntima verið til. Þeir
vita ekki hvað borgar sig og
verða þess vegna að vinna útfrá
eðlisávisun og reynslu. Maður
verður að telja þeim trú um að
maður viti hvað selst og verður
O t RÐIN r ME ERU iRKJAI E VI KK r iAI 1 ■•##
— viðtal við Paul Schrader, sem m. handritið að Taxi Driver a. skrifaði
Eitthvaö óljóst
Hvers vegna fórstu aft skrifa
kvikmyndahandrit?
Ástæðurnar eru margar. Ég
er barn mins tima og kvik-
myndin er miðill þess tima. Ég
er metnaðargjarn og óþolin-
móður. Skáldsögur eru svo
timafrekar. Ég vil finna við-
brögð fólksins strax. Þess-
vegna öfunda ég tvær stéttir,
grinista og rökksöngvara. Þeir
fá viðbrögð áhorfenda á broti úr
sekúndu Ég kynntist ekki kvik
myndum fyrr en ég var orðinn
fullorðinn. Foreldrar minir
leyfðu mér ekki að fara i bió
þegar ég var krakki. Ég var al-
inn upp á ströngu og guðhræddu
heimili. Seinna varð ég gagn-
rýnandi og uppgötvaði kvik-
myndir i þvi ljósi. Ég reyndi að
sjá myndirnar með augum
barnsins, augum sem leitast
ekki við að greina myndina lið
fyrir lið, en sækjast eftir eðli-
legri upplifun. Að greina mynd-
ir liö fyrir lið er eins og að
kryfja lik, maður gerir sér grein
fyrir þvi hvað búið hafi i þessum
likama, hvers vegna hann lifði
og hvers vegna hann dó. En
þegar maður semur handrit er
unnið með frumstætt lifandi afl,
eitthvað óljóst, sem ekki er hægt
að sundurgreina.
Spretthlaup
Hvernig vinnurðu?
1 fyrra samdi ég eitt nýtt
Paul Schrader ásamt handritum og æfingarhjóli