Vísir - 18.09.1977, Side 15
VISIR Sunnudagur 18. september 1977.
15
Atriði úr kvikmyndinni
Schrader skrifaði handrit
að vera sannfærandi þó svo
maður viti þa6 ekki. Takist að
sannfæra þá, hugsa þeir sem
svo: Fyrst þetta hefur áhrif á
mig ætti það að hafa áhrif á
aðra. Maður verður að selja
söguþráðinn sinn. Sjálfstraust
er nauðsynlegt, enginn kærir sig
um smeðjulega auðmýkt. Ef illa
tekst stendur maður upp, kveð-
ur kurteislega og segir: Ég sé
að við komumst ekki að sam-
komulagi. beir virða það við
mann, það verður þá hægt að
koma aftur.
Að halda rytmanum
En hver er vinnuaðferð þin?
Ég skipti sögunni niður og
ákveð hversu margar siður
hvert atriði megi taka. Það
skiptir öllu að fara eftir þessari
skiptingu. Ekki að reyna að
skrifa bókmenntir, heldur segja
sögu sem hefur áhrif. Segjum
sem svo að ég sé kominn á bls.
84 i atriði þar sem stelpa býður
strák inn til sin. Það verður sex
siður hjá mér i stað tveggja sem
Taxi Driver sem Paul
að.
ráðgerðar voru. Þá veit ég að ég
er að gera skyssu ég hef tapað
timaskyninu. Auðvitað gæti ég
umritað allt og lagt meiri
áherslu á þetta atriði, en það
væru mistök. Það er mikilvægt
að halda rytmanum frá byrjun.
Ef frásögnin þróast rétt, ef hægt
er að fá tvær persónur til að
koma til sögunnar á réttum stað
og réttum tíma skiptir ekki
miklu máli hvað þær segja.
Hins vegar þarf að koma þeim á
staðinn minútu áður en áhorf-
endur eiga von á þeim þangað,
þá tekst að koma á óvart. Ef um
er að ræða karl og konu sem
lengi hafa verið aðskilin og
áhorfendur eiga von á að þau
hittist aftur i virðulegu um-
hverfi, læt ég þau hittast i kjör-
búð. Þau gætu siðan farið heim
til hennar, og þá skiptir engu
hvað þau segja nú, ef tengingin i
myndinni hefur tekist. Hann
getur t.d. sagt: „kaffið er gott
hjá þér” eða ,,þú lagar betra
kaffi núna”. Svona aðferð er
miklu heppiiegri pn skörp fáguð
tilsvör. Það er hægt að spilla
öllu með þvi að láta annað
þeirra koma með snilldartil-
svar, sem fer alveg með stemn-
inguna.
Samtölin
Samtölin skipta minnstu máli
i kvikmynd. Handrit fara oft
fjandans til ef það eru alltof
mörg glæsileg tilsvör i þeim.
Kvikmynd þarf að vera raun-
sæileg i sér. bað er hægt að hafa
þrjú til fjögur tilsvör i handriti,
kannski tiu góð, en enginn ætti
að taka eftir fleirum.
Aðrir taka við
Hvernig gengur að vinna með
stjórnendum?
Hver mynd hefur sina hlið á
þvi máli. 1 TaxiDriver vann ég
mjög náið með Scorsese og De
Niro. Svo er ég að vinna að
mynd núna þar sem ég hef
aðeins hitt stjórnandann einu
sinni i kokkteilboði. Leikarana
hef ég aldrei hitt.
Varstu viðstaddur upptökuna
á Taxi Driver?
Stundum, og þá af tilviljun.
Við Scorsese og De Niro höföum
farið svo nákvæmlega yfir allt,
að ekkert átti að vera óljóst,
mér fannst að nú gætu þeir tekið
við. Ég held að De Niro hafi
þekkt persónuleika Travis
miklu betur en nokkurn tima ég.
beir urðu lika að losna undan
minu áhrifavaldi til þess að
koma sinum hugmyndum að,
þannig varð myndin betri. Ef
menn geta ekki „improviserað”
tekst mönnum ekki að gera góða
mynd. Improvisasjón er nauð-
synleg i flestum myndum. Kvik-
myndasköpun er bundin andar-
takinu, stað og stund. Umhverf-
ið leggur alltaf eitthvað til. Ég
vona i mesta lagi að farið verði
eftir þeirri linu sem ég hef dreg-
ið þegar myndatakan hefst.
NÖFN
Er ekki starf handritshöf-
undarins erfiðisvinna, þó að þið
græðið á henni?
Menn láta ekki mig bjóða sér
hvað sem er, bara af þvi að mér
hefur gengið vei. Það er hægt að
meta handrit nokkurn veginn
með þvi að lesa þau yfir en
stjórnandi er etv. fenginn að
myndinni út á nafnið og lika
vegna þess að hann vinnur
sjaldnast illa. Ef handritshöf-
undur vinnur ekki er ekki lengi
verið að fá annan i staðinn. Það
er ekki hægt að fjárfesta i hand-
ritshöfundi, hann er ekki nafn,
sem menn veðja á miljónum i
framleiðslukostnaði.
Philco
býður þurrkara sem getur staðið ofan
á þvottavélinni. Þannig nýtist gólf-
rýmið til fullnustu og handhægt, út-
dregið vinnuborð milli vélanna auð-
veldar notkun þeirra. Já — alltsem
til þarf eru einfaldar festingar og
tvær flugur eru slegnar í einu höggi.
Philco þurrkarinn
tekur 5 kg af þurrum þvotti — sama
magn og þvottavélin. Hann er auð-
veldur í notkun — með fjögur sjálf-
virk þurrkkerfi sem henta öllum teg-
undum af þvotti og allt aðtveggja
klst. tímarofa.
Philco þvottavélin
tekur inn heitt og kalt vatn, vindu-
hraðinn er 850 snúningar á mínútu,
sem þýðir mun styttri þurrktíma.
Tvær stillingar eru fyrir vatnsmagn,
ullarkerfið er viðurkennt og einfalt
merkjamál er fyrir hvert þvottakerfi,
svo að allt sé á hreinu!
Er það furða þó að fleiri og fleiri velji Philco
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655