Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 1
f/gsl SÍOOfZoVXS Fimmtudagur 22. sept. 1977 233. tbl. 67. árg. Simi Visis er 86611 Launalœkkun varðskipsmanna afturkölluð — i Eða þar til samningurinn við V-Þjóðverja rennur út Aðathuguðu máli hefur dómsmálaráðherra til- kynnt að laun varðskips- manna verði óbreytt þar til fiskveiðisamningurinn við Vestur-Þjóðverja rennur út. Eins og Vísir skýrði frá fyrir skömmu hafði verið ákveðið að lækka laun skipverja á varðskipunum um 10%, en þeir hafa haft 10% á- lag á laun sín síðan fisk- veiðilandhelgin var færð út í 50 mílur fyrir fimm árum. Dómsmálaráöuneytið til- kynnti um þessa launalækkun seint i ágúst, eöa um likt leyti og fimm ár voru liðin frá útfærsl- unni og átti lækkunin að gilda frá 1. ágúst. Skipverjar á varð- skipunum voru mjög óánægðir með þessa ákvörðun og töldu að þessi 10% væru komin inn i heildarkjarasarríninga skip- verja. Samningurinn við Þjóöverja rennur út i lok nóvember- mánaðar, og þá á aö lækka launin um þessi 10% að öllu ó- breyttu. —SG Hver ís- lendingur drekkur 235 lítra af mjólk r r • a ari v_________________/ Heildarsala nýmjólkur, súr- mjólkur og undanrennu verður sennilega um 51.5 milljónir litra á þessu ári, að þvi er Agnar Guðna- son blaðafulltrúi tjáði Visi I morgun. Það þýðir, að meðalneysla Is- lendinga á mann á ári er um 235 litrar. Langmestur hluti þess magns er nýmjólk, sennilega 215-220 litr- ar á mann á ári, en restin er súr- mjólk og undanrenna. Visir fékk þessar upplýsingar hjá Agnari i tilefni þess, að i dag er „Mjólkurdagúrinn” svonefndi, en hann er helgaður kynningu á mjólk og mjólkurvörum. Og i ár er mjólkurdagurinn helgaður ný- mjólkinni, og veröur sérstök á- hersla lögð á að vekja athygli á hollustu mjólkur og mjólkuraf- urða. 1 þvi skyni hefur m.a. verið gefinn út bæklingurinn „Mjólk — orkulind okkar og heilsugjafi”. Þá verður efnt til samkeppni meðal barna og unglinga á aldrinum 6-14 ára um gott sam- heiti á islensku kúnni og mjalta- konunni, en Kristin Þorkelsdóttir hefur teiknað mynd af kú og mjaltakonu er verður notuö sem auðkenni fyrir nokkrar mjólkur- afurðir i framtiðinni. Verðlaunin eru ársarður fyrsta kálfs kvigu, sem gæti orðið um 300 þúsund krónur. —ESJ \ ‘s i fm ■ \ Y11 Þetta er ársskammtur hvers islendings af mjólk. Herdis Hallvarösdóttir, sem starfar á rannsóknastofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, stendur hjá. mynd: JA HEIMS- MEIST- ARINN Visir birtir viðtal við Jón L. Arnason, heims- meistara unglinga i skák, á blaösíðu 11 i dag og myndir frá hófi menntamálaráðherra i gærkvöld á blaðsiðu 7. „Ekkert vitað um órsveið- ina enn" — segir Már Elísson, fiskimálastjóri „Þetta er ekki rctt. Þorsk- afli landsmanna var um síð- ustu mánaöamót orðinn 265 þúsund lestir, og nýrri tölur eru ekki til”, sagði Már Elis- son, fiskimálastjóri f samtali við Visi i morgun um þær töl- ur sem Þjóðvildinn liefur i morgun eftir ólafi K. Páls- syni, fiskifræðingi. Þar er sagt, að á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hafi veriö veiddar 275.000 lestir af þorski. „Við getum vel áætlað árs- útkomuna út frá þeim tölum sem við höfum, en um hana er ekkert vitað”, sagði Már. „Afli útiendinga er orðinn rétt rúm 5 þús. tonn, og hann verður lftið meiri, þvi að flestar þjóðir eru hættar veiðum hér við land. Þó eiga tölur frá veiðum Færeyinga upp á siðkastið eftir að bæt- ast hér við. Við vitum ekki hvað islensku togararnir munu veiða, þvi að þeim ráðstöfunum sem nú gilda, veröur ekki hætt fyrr ^en f nóvember.” j VÍÐISHÚSIÐ UMDEILDA Fyrirhuguð kaup ríkissjóðs á verslunar- og verksmiðjuhúsi Víðis h.f. við Laugaveg eru til umræðu í forystugrein Vísis i dag á bls. 10, einnig er f jallað um þetta umdeilda hús á 3. síðu, 8. og 9. síðu og f rétt á baksíðunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.