Vísir - 22.09.1977, Blaðsíða 11
11:
m
VISIR Fimmtudagur 22. september 1977
Myndir: Einar Gunnar Einarsson
Texti: Sœmundur Guðvinsson
— segir Jón L. Arnason nýbakaður heimsmeistari í samtali við Vísi
,,Ég ákvaö strax aö gera mitt besta”.
„Ég ákvað strax að
veita öðrum þátttakend-
um mótsins harða keppni
og gera mitt besta/ en átti
ekki von á að sigra i mót-
inu"/ sagði Jón L. Arna-
son, heimsmeistari ung-
linga í skák þegar Vísis-
menn sóttu hann heim í
gærdag.
Heimili Jóns og foreldrar
hans, Arna Björnssonar endur-
skoöanda og Ingibjargar Jóns-
dóttur, var þakið blómum og
anganin fyllti loftið. Heims-
meistarinn var jafn hógvær og
áöur, flaggaði ekkiafrekum sin-
um við skákborðið að fyrra-
bragöi og tók þessu öllu með
jafnaðargeði.
„Fyrsta skákin var viö Soppe
frá Argentinu og henni lauk með
jafntefli. Siðan vann ég sex
skákir I röð. 1 áttundu umferð
mætti ég Kasparov sem er ung-
lingameistari Sovétrikjanna
undir 20 ára og ég tapaöi þeirri
skák. Tvær næstu skákir vann
þá hvern á fætur öörum mætti
hann Rússanum Kasparov, sem
af flestum var talinn öruggur
sigurvegari mótsins i byrjun.
Jón tapar þeirri skák, hefur ef
til vill ofmetið Rússann. ,,Þó
tefldi hann ekki jafn sannfær-
andi og ég bjóst við”, segir Jón
og brosir afsakandi yfir þessari
einu tapskák sinni.
Nú voru bara þrjár umferöir
eftir og öll þjóðin beið nú I of-
væni eftir fréttum að mótinu.
Enn haföi Jón forskot, en
Kasparov og Whitehead höfðu
einnig möguleika á sigri.
1 níundu umferðinni fór Jón
hamförum á móti Pajak frá
Kanada sem gafst upp eftir 10
leiki. Spennan var i algleymingi
i \0. umferð og þá teflir Jón við
Roman frá Frakklandi, sýnir
sama öryggið og áður og sigrar
þann franska i 40 leikjum. Nú
var okkar maöur með einn vinn-
ing yfir aðra og þegar Morovic
frá Chile bauö jafntefli eftir átt-
unda leik fannst Jóni óþarfi að
leggja út I tvisýnu og þáði jafn-
teflið. Þar með var hann orðinn
heimsmeistari meö 9 vinninga
af 11 mögulegum. Glæsilegur
árangur það.
Frækileg
sigurganga
Ferill Jóns L. Arnasonar við
skákborðið er stórglæsilegur.
Fyrir tæpu ári sigraði hann á
Haustmóti Taflfélags Reykja-
vikur og átti 16 ára afmæli dag-
inn eftir. í janúar á þessu ári
varð hann i öðru sæti á Skák-
þingi Reykjavikur og sigraöi
siðan á Islandsmótinu um
páska. Fyrr i sumar brá hann
sér vestur um haf og tók þar
þátt i World open skákmóti og
fékk þar sex og hálfan vinning
af niu mögulegum. Siðan sótti
hann Norðurlandamótið I Finn-
landi og kom heim sem Norður-
landameistari unglinga með sjö
og hálfan vinning af 11 mögu-
legum. Svo lá leiðin til Frakk-
lands og þaðan kom hann sem
heimsmeistari unglinga undir
17 ára aldri.
Skólinn
tekur viö
Hvað er næst á dagskrá hjá
heimsmeistaranum?
„Ætli ég byrji ekki i skólan-
um á morgun, en ég er á Öðru
ári i Menntaskólanum við
Hamrahlið og þarf að vinna upp
þessar tvær siðustu vikur. Svo
er ég lika i Tónlistarskólanum,
að læra á pianó og þetta er
fjórða áriö mitt þar. Það er enn
óákveðið i hvaöa skákmóti ég
tek þátt i næst.”
Hver er eftirminnilegasta
skákin, Jón?
„Ætli þaö sé ekki úrslitaskák-
in á tslandsmótinu við Helga
Ólafsson, en henni lauk meö
jafntefli.”
Að lokum: Hefurðu hug á að
snúa þér alveg að skákinni i
framtiðinni?
Heimsmeistarinn brosti við
og dró við sig svarið.
„Ja, þaö væri óneitanlega dá-
litið freistandi, ef ég er nógu
góður. Framtiðin verður að
skera úr um það”, sagði Jón og
bað um leið aö koma á framfæri
þökkum til allra er sendu hon-
um blóm og heillaóskir.
—SG
Keppt á
Skeiðvelli
Heimsmeistaramót unglinga
fór fram i bænum Cagnes Sur
Mare i Frakklandi og er bærinn
á stærö við Reykjavik, stutt frá
Nissa.
Keppnin fór fram á skeiðvelli
bæjarins, innanhúss þó, og sagöi
Jón aö slangur af áhorfendum
hefði jafnan fylgst með mótinu
og nokkuð skrifað um það i blöö
bæjarins. Hann kvað aðbúnað á
keppnisstað hafa verið góðan og
lét i heild vel af dvölinni.
Bæjaryfirvöld önnuöust fram-
kvæmd keppninnar sem haldin
er á vegum Alþjóðaskáksam-
bandsins FIDE og er ætlunin að
heimsmeistaramót unglinga
verði haldið i Frakklandi næstu
fimm árin.
Eftir að keppninni lauk var
haldin heljarmikil veisla þar
sem Jóni var afhentur veglegur
bikar og heiðursmerki eitt mik-
ið sem venjulega er aöeins veitt
stjórnmálamönnum. En þaö er
vafasamt að nokkur dimplómat
hafi unnið Islandi meira gagn á
árinu heldur en Jón gerði meö
frammistöðu sinni og fram-
göngu allri á mótinu og þvi vel
að orðunni kominn. ^
Jón hampar heimsmeistarabikarnum innan um hluta af blómunum.
ég og þeirri siðustu lauk með
jafntefli”, sagði Jón þegar ég
spurði hvernig mótið hefði
gengið. Fannst honum nánast
óþarfi að hafa um þetta fleiri
orð, svona gekk þetta og litil
ástæða til að fjölyrða um mótið.
Mótið sjálft var erfiðast um
miðbikið. Þá tefldi ég biðskákir
fjóra morgna i röð og þær byrj-
uðu klukkan átta en eftir hádeg-
iö var svo næsta umferð tefld.
Ég var þvi að tefla mestan hluta
dagsins og svo þurftum við
Margeir Pétursson, sem var að-
stoðarmaður minn, að liggja yf-
irbiðskákunum á kvöldin. Þetta
var þvi ansi langur vinnudagur
og þreytandi til lengdar”, sagöi
Jón L. Arnason.
Sem fyrr segir gerði Jón jafn-
tefli I fyrstu umferð við Soppe
frá Argentinu. Siöan vann hann
Delaney frá Irlandi, Leski frá
Frakklandi, Zuger frá Sviss,
Whitehead frá Bandarikjunum,
Kappe frá V-Þýskalandi og
Negleschu frá Rúmeniu.
Þegar hann hafði þannig lagt