Vísir - 24.09.1977, Qupperneq 1
11
rma_ __
kostuín
Walter Matthau
Þaö er valinn maður í
hverju plássi í kvikmynd-
inni Kotch, sem er á dag-
skrá sjónvarpsins í kvöld
kl. 21.45. Jack Lemmon er
leikstjóri, en meö aðal-
hlutverk fara Walther
Matthau, Deborah Wint-
ers, Felicia Farr og
Charles Aidman.
1 bibliunni okkar um sjón-
varpsmyndir fær þessi mynd
þrjár og hálfa stjörnu af fjórum
mögulegum, sem bendir til að
þessu listafólki hafi öllu tekist
vel upp. Sérstaklega er þó
minnst á að leikur Matthaus sé
snilldarlegur.
Þetta er gamanmynd með al-
varlegu ivafi. í sjónvarpsbók-
inni okkar segir að þetta sé
mynd sem hlýi manni um
hjartaræturnar um leið og
maður hlær.
Söguhetjan Kotch (Walter
Matthau) er 72 ára gamall
maður sem býr hjá syni sinum
og tengdasóttur. Hann er hættur
að vinna og öllum finnst sjálf-
sagt að hann setjist i helgan
stein, þar á meðal syni hans og
tengdadóttur.
Gallinn er bara sá að Kotch
finnst hann alls ekki eiga að
sitja á neinum steini, helgum
eða vanhelgum. Honum finnst
hann-eiga mörg góð ár eftir og
það fer ákaflega mikið i taug-
arnar á honum að það er eigin-
lega búið að afskrifa hann, fólki
finnst hann ekki lengur geta
orðið að liði. Og Kotch vill ekki
sætta sig við það.
—ÓT
Breski heimildarmyndaf lokkurinn um þrjá þjóöarleiötoga hefur veriö skemmti-
legur fram aö þessu. Síðustu tvo sunnudaga höfum við fræöst um Winston Chur-
chill og Franklin Roosevelt, en nú er komið að Joseph Stalin.
Sjálfsagt er sá þáttur ekki minna áhugaverður en hinir tveir. Þessir þrfr risar
sem gnæföu yfir heimsbyggöina í síðari heimsstyrjöldinni voru um flest ólikir, en
eiga það allavega sameiginlegt að saga þeirra allra er áhugavert efni.
STALIN
Sjónvarp ó sunnudag
kl. 21.15:
-----------'l
Sjónvarp
kl. 21.45:
n___________J
y
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr, dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Agústa Björnsdóttir
lessöguna „Fuglana mlna”
eftir Halldór Pétursson (3).
Tilkynningar kl. 9.00 Létt
lög milli atriða. óskalög
sjúklinga kl. 9.15: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
Barnatimi kl. 11.00: Kaup-
staðir á Islandi: Eskifjörð-
ur. Ágústa Björnsdóttir sér
um tímann og lýkur þar
með kynningu á kaupstöð-
um landsins.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar Tónleikar.
13.30 Laugardagur til iukku.
Svavar Gests sér um þátt-
inn. (Fréttir kl. 16.00, veð-
urfregnir kl. 16.15).
17.00 Létt tónlist.
17.30 Með jódyn i eyrum.
Björn Axfjörösegir frá. Er-
lingur Daviðsson skráði
minningamar og les (4).
18.00 Tonleikar. Tiikynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrd
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Aliti grænum sjóiStolið,
stæit og skurmskælt af
Hrafni Pálssyni og Jörundi
Guðmundssyni.
19.55 Munnhörpuieikur. Sig-
mund Grovenleikurléttlög.
20.25 Blómin min beztu.Hösk-
uldur Skagfjörð les nokkur
kvæöi.
20.45 Svört tónlist: — niundi
þáttur. Umsjónarmaður:
Gérard Chinotti. Kynnir:
Asmundur Jónsson.
21.30 „Kirkjuklukkurnar”,
smásaga eftirStefán Júiius-
son. Helgi Skúiason leikari
]6S _
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
17.00 iþróttir Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
18.35 Þú átt pabba, Eiisabet
Dönsk sjónvarpsmynd i
þremur þáttum um átta ára
stúlku. Foreldrar hennar
skilja, og Eh'sabet flytur
með föður sinum út I eyju
nokkra, en móöirin verður
eftir i borginni. 1. þáttur.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. Sögumaður Ingi Karl
Jóhannesson. (Nordvision
— Danska sjónvarpið)
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Dave Allen lætur móðan
rnása (L) Breskur gaman-
þáttur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
21.15 Dýr merkurinnar Meðal
villtra dýra I Afriku. Þýö-
andi og þulur Bogi Arnar
Finnbogason.
21.45 Kotch Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1971, byggð
á sögu eftir Katharine Top-
kins. Leikstjóri Jack
Lemmon. Aðalhlutverk
Walter Matthau, Deborah
Winters, Felicia Farr og
Charles Aidman. Kotch er
72 ára gamall maður, sem
býr hjá syni slnum og
tengdadóttur.
23.30 Dagskrárlok